Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 3
fimmtudagur 19. mars 2009 3Fréttir
BORGUÐU BÓNUSA
ÓHÁÐ ÁRANGRI
kvæmlega að vinna,“ segir Friðbert.
Vistarbönd hjá Glitni
Annað kerfi sem tíðkaðist hjá Glitni
banka fólst í því að starfsmenn sem
ráðnir voru til bankans fengu háa
greiðslu fyrir að skrifa undir ráðn-
ingarsamning. Samningurinn var
þó bundinn þeim skilyrðum að
starfsmenn fengu hann ekki að fullu
greiddan fyrr en þeir höfðu starf-
að hjá bankanum í einhvern ákveð-
inn tíma. Yfirleitt í eitt til tvö ár eða
jafnvel lengur. Samkvæmt heimild-
um DV eru dæmi um að eftirsótt-
ir starfsmenn hafi fengið greiðslur
upp á milljónir fyrir að ganga til liðs
við Glitni. Þekktasta dæmið er þó lík-
lega Lárus Welding. Hann fékk 300
milljónir fyrir að ráða sig til bankans
en hann var áður bankastjóri Lands-
bankans í London.
„Ég hef heyrt um alls konar átt-
hagafjötra eins og þessa. Stundum
voru starfsmenn að vinna með skóla
og lofuðu að starfa hjá fyrirtækinu
að loknu námi. Þetta er vistarband
eins og þekktist í gamla daga. Það er
hins vegar eðlilegt ef fyrirtæki greið-
ir kostnað vegna náms eða eitthvað
slíkt að starfsmaður endurgreiði
þeim ef hann hættir. Það er hins veg-
ar voðalega erfitt að vera að binda
starfsmenn í tvö til þrjú ár,“ segir
Friðbert. Hann segir hins vegar að
æðstu stjórnendur í bönkum séu yf-
irleitt ekki félagsmenn hjá Samtök-
um starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Friðbert segir að eftir banka-
hrunið hafi allir ráðningarsamn-
ingar verið endurskoðaðir hjá
bönkunum sem ríkið yfirtók,
Landsbankanum, Kaupþingi og
Glitni. Hann telur að hið sama hafi
verið gert hjá Sparisjóðunum. Hið
sama átti ekki við um Straum. Hins
vegar ríkir algjör óvissa núna hjá
þeim sem störfuðu hjá bankanum.
Stjórnvöld taka líklega fljótlega
ákvörðun um hvernig starfsemi
Straums verður háttað.
Lítið eftir Ljóst er að umsvif Björgólfs-
feðga fara sífellt minnkandi á Íslandi. Þeir
hafa nú misst báða banka sína, straum
og Landsbankann.
AUÐmeNN Á flÓttA
meÐ dÓtAkASSANN
Bílageymslan í Faxafeni, sem DV fjallaði um á dögunum, stendur nú auð og segja
heimildarmenn að hún hafi verið rýmd eftir umfjöllun blaðsins. Vitni sáu vörubíla
ferja hverja lúxusbifreiðina á fætur annarri og voru þær fluttar niður í Sundahöfn.
Þar eru þær nú geymdar í húsnæði í eigu Magnúsar Ármanns og fjölskyldu.
Lúxusbifreiðarnar, sem DV hefur
fjallað um og greindi frá að væru
geymdar í bílakjallara í Faxafeni,
hafa verið fluttar úr kjallaranum.
Mikil leynd hvíldi yfir flutningun-
um en í stað þess að keyra lúxus-
bifreiðarnar á nýjan stað voru þær
fluttar með sérstökum vörubíl. Út-
rásarvíkingarnir, sem eiga lúxusbif-
reiðarnar, tóku þó sjálfir engan þátt
í flutningunum heldur voru fengnir
menn sem gengu hratt til verka.
Flestir þeirra útrásarvíkinga sem
um ræðir hafa flutt eignarhald á
bifreiðunum yfir á ættingja sína og
unnustur. Þorsteinn M. Jónsson,
jafnan kenndur við Kók, er þó enn
skráður fyrir öllum sínum lúxusbif-
reiðum. Þorsteinn þóttist í samtali
við DV ekkert kannast við bílakjall-
arann og sagðist aldrei hafa geymt
lúxusbifreiðar sínar þar. DV hefur
þó undir höndum ljósmyndir af bif-
reiðum Þorsteins bæði í bílakjallar-
anum í Faxafeni og á nýja staðnum
við Sundahöfn.
Mikil gæsla
Lúxusbifreiðaflutningarnir fóru ekki
framhjá neinum sem starfar við
Sundahöfn. Starfsmenn á svæðinu
segjast fyrst hafa tekið eftir stans-
lausri umferð lúxusbifreiða og vöru-
bíla nokkrum dögum eftir að DV
fjallaði um bílakjallarann í Faxa-
feni. Eftir því sem næst verður kom-
ist stendur sá bílakjallari nú tómur.
Starfsmennirnir furðuðu sig jafn-
framt á gæslunni í kringum nýju bíla-
geymsluna við Sundahöfn en svört-
um Range Rover er ekið um svæðið
nokkrum sinnum á dag. AMS eign-
arhaldsfélag ehf. er skráð fyrir bíla-
geymslunni við Sundahöfn. Félag-
ið er í eigu Magnúsar Ármanns sem
sat í stjórn FL Group. Með Magnúsi í
stjórn AMS eru móðir hans, faðir og
systir.
Glæsilegur floti
Bílaflotinn í Sundaborg er vægast
sagt glæsilegur. Inni í geymslunni
situr hver lúxusbifreiðin við hlið-
ina á annarri. Jeppar, sportbílar
og lúxusfólksbílar af öllum stærð-
um og gerðum. Það reyndist erfitt
að mynda inn í sjálfan bílakjallar-
ann þar sem mjög litlir gluggar eru
á húsnæðinu. Þó náðist ein mynd
sem sýnir Cadillac Escalade-lúx-
usbifreið en slíkur gripur er metinn
á um níu milljónir íslenskra króna.
En hver á bifreiðina?
Þegar bílnúmerinu er flett upp í
ökutækjaskráningu kemur þar fyr-
ir kunnuglegt nafn en það er nafn
Steina í Kók eða Þorsteinn M. Jóns-
son.
Sagði ósatt um geymsluna
DV hefur undir höndum ljósmynd-
ir sem staðfesta að Þorsteinn hafi
verið á meðal þeirra
sem geymdu lúx-
usbifreiðir sínar
í Faxafeni og
Range Rov-
er-inn sem
er ekið reglu-
lega framhjá
nýju bíla-
geymslunni í Sundaborg er
skráður á hann. Þorsteinn
er ekki eini útrásarvíking-
urinn sem geymir lúxusbif-
reiðar sínar á nýja staðnum
en Magnús Ármann og Hann-
es Smárason eiga báðir bíla við
höfnina. Félagarnir eiga það svo
allir sameiginlegt að hafa set-
ið í stjórn FL Group. Stöð 2
greindi frá því, sama dag og
fyrsta umfjöllun DV um
bílakjallarann birtist, að
dótakassinn í Faxafeni
væri meðal þess sem
efnahagsbrotadeild lög-
reglunnar væri að rann-
saka og þá í tengslum
við rekstrarreikning FL
Group sem var, eins og
flestir vita, sögulegur en
fyrirtækið tapaði rúm-
um sjötíu milljörðum
króna á árinu 2007.
Fraktin stutt frá
Þeir sem horfðu á bílaflutningana á
Sundahöfn tóku eftir því að nokkr-
ar lúxusbifreiðarnar voru án öku-
númera. Heimildarmaður DV sagði
að til standi að flytja einhverja af
bílunum utan og heimatökin ættu
að vera hæg þar sem móttaka bíla
til útflutnings er fyrir neðan bíla-
geymsluna í Sundahöfn. Þá hefur
eignarhaldi á mörgum af þeim bif-
reiðum sem DV hefur fylgst með
verið breytt upp á síðkastið. Þannig
hefur Hannes Smárason flutt
nokkrar bifreiðir á unnustu sína og
Magnús Ármann hefur flutt bifreið-
ir yfir á aðra fjölskyldumeðlimi sína
til dæmis föður sinn.
Miðað við umfang flutninganna
og þá staðreynd að vörubifreið var
notuð til að flytja suma þeirra verð-
ur að teljast líklegt að almenningur
megi ekki vita hvað er í dótakassan-
um.
Fjórhjól Þeir félagar úr fL group geta alltaf gripið í þetta fjórhjól sem geymt er í bílageymslunni þeirra niðri við sundahöfn.
Sandbíll? Þetta skemmtilega leiktæki er í dótakassa útrásarvíkinganna.
Vaktar svæðið Þessi range rover-bifreið steina í Kók kom á mikilli
siglingu og negldi niður fyrir framan bílageymsluna. Ökumaður hennar
stoppaði í smátíma fyrir utan, talaði í farsímann, og keyrði síðan á brott.
Magnús Ármann Á
húsnæðið og nokkrar
lúxusbifreiðir sem þar eru
geymdar. Er nýbúinn að
flytja nokkrar lúxusbifreiðir
yfir á nafn föður síns.
Hannes Smárason aðaltöffarinn í fL
group. Átti húsnæðið sem hýsti „gömlu“
bílageymsluna. Á bíla í sundaborg líka og
hefur, líkt og magnús Ármann, flutt nokkra
bíla yfir frá nafni sínu og yfir á unnustuna.
Þorsteinn M. Jónsson
range rover-bifreið
steina í Kók hefur
sést fyrir utan báðar
bílageymslurnar. Hann
kannast samt ekki við
neitt.
AtLi MÁr GyLFASon
blaðamaður skrifar: atli@dv.is