Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 8
fimmtudagur 19. mars 20098 Fréttir Sléttari og þéttari húð Formar fótleggina Minkar þrota og bjúg Tekur burt þreytu Eykur úthreinsun sogæðakerfisins Snyrtisetrið Heilsuverndarstöðin (norður endi) l Barónsstíg 47 l 101 Reykjavík l Sími 533- 3100 CELLULITE meðferð Árangur sést strax Betri líðan Persónuleg ráðgjöf Kveðja til þeirra sem eru í baráttunni við Cellulite (appelsínuhúð) l l l l l H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Munið gjafakortin! Óbreytt verð! TILBOÐ Persónulegu tölvupóstfangi Dorrit- ar Moussaieff forsetafrúar hefur ver- ið dreift á íslenskri barnaklámsíðu. Vefsíðan er þekkt barnaklámsíða sem hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar lent á borði lögreglunnar en svo virðist sem lögreglan standi ráð- þrota gagnvart níðingunum sem láta allt flakka í skjóli nafnleysis. Vissi ekki af þessu DV hafði samband við Örnólf Thors- son, ritara forseta Íslands, en hann vildi ekkert tjá sig um málið að öðru leyti en að hann hafi ekki heyrt af þessu. Örnólfur var staddur ásamt forseta Íslands á Snæfellsnesi en for- setafrúin var fjarri góðu gamni, hún er erlendis. Ekki er að sjá á síðunni hvers vegna nafn og netfang Dorritar hefur verið sett þar inn með þeim tilmælum að veist sé að henni. Dorrit „spömmuð“ Á vefsíðunni er fólk beðið um að „spa- mma“ tölvupóstfang Dorritar. Að spa- mma er mállýska úr tölvuheiminum en þýðir á mannamáli að leggja tölvu- póstfang í hálfgert einelti. Þetta er gert þannig að tölvupóstfangið er skráð á hinar ýmsu klámsíður og auglýsinga- lista á netinu en með því fær viðkom- andi tölvupóstfang heilan helling af alls kyns ruslpósti. Flestir tölvupóst- fangsnotendur kannast við þenn- an ruslpóst. Erfitt er að eiga við slík- an tölvupóst þar sem ekki er auðvelt að skrá sig af slíkum listum. Listarnir ganga síðan á milli þeirra sem vinna við að senda út ruslpóst og því mun viðkomandi tölvupóstfang fá gríðar- legan ruslpóst um ókomna tíð. Ógeðfelldir níðingar Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir sem skrifa á ringulreid.org komast í fréttirnar en DV hefur fjallað reglu- lega um vefsíðuna og þá sérstaklega í tengslum við ungt fólk sem hefur lagt fram kæru á hendur þeim sem eiga vefsíðuna. En hver á vefsíðuna? Svo virðist sem að enginn viti hver á hana og lögreglan er svo gott sem ráðþrota gagnvart henni enda erfitt mál þar sem vefsíðan er hýst erlendis. Á með- an birta níðingarnir myndir af ungum íslenskum stúlkum í tugatali, bæði fá- klæddum og nöktum, auk þess sem upplýsingar eins og símanúmer, net- fang og heimilisfang eru látin flakka með. Eftir því sem DV kemst næst er lögreglan samt sem áður að vinna að rannsókn sem lýtur að síðunni. Björg- vin Björgvinsson, yfirmaður kynferð- isafbrotadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði í viðtali við DV í lok síðasta árs að þeir hafi unnið að rann- sókninni í samvinnu við lögregluna í Danmörku. Ekki náðist í Björgvin í gær vegna málsins. Forsetafrú Íslands, Dorrit Mousaieff, er nýjasta fórnarlamb íslenskra barnaperra en þeir hafa nú dreift tölvunetfangi Dorritar á vefsíðunni ringulreid.org. Á vefsíðunni skiptast menn á að níða fólk allt niður í fjórtán ára með því að birta myndir af því nöktu. Þá skiptast menn einnig á upplýsingum um vefsíður sem hýsa barnaklám. dV-forseti-54_duLLa.jpg dV-ringulreid.jpg Atli Már GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Barnaperrar ráðast á Dorrit forsetafrúin dorrit mousaieff er nú lögð í einelti af íslensk- um barnaníðingum. fréttin Þetta birtist á vefsíðunni ringul- reid.org þar sem fólk er hvatt til að „spamma“ forsetafrúna. Á vefsíðunni er fólk beðið um að „spamma“ tölvu- póstfang Dorritar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.