Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Side 12
fimmtudagur 19. mars 200912 Fréttir Fritzl játar fulla sekt Jósef Fritzl venti sínu kvæði í kross og eftir að hafa horft á ell- efu klukkustunda langan vitn- isburð Elísabetar dóttur sinnar, sem fluttur var á myndbandi, játaði hann sekt í öllum ákæru- atriðum. „Ég játa sekt í öllum atriðum ákærunnar,“ sagði Jósef Fritzl, þeirra á meðal manndrápi vegna gáleysis vegna dauða nýfædds sonar hans og Elísabetar. Sinnaskiptin fela einnig í sér breytingar á „hluta“ sektar vegna ákæru um nauðgun, í fulla sekt. Fyrir hafði Jósef sagst saklaus af morði og að hafa haldið fórnar- lömbum sínu nauðugum viljug- um í kjallaranum, en þær ákær- ur voru alvarlegastar. Reiknað er með að réttarhöldunum ljúki í dag. Trúin og lífsbaráttan Niðurstöður bandarískrar rann- sóknar benda til að strangtrúað- ir virðist vilja að læknar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að halda þeim á lífi. Í rannsókninni var fylgst með 345 sjúklingum með banvænt krabbamein þar til yfir lauk. Þeir sem báðust fyrir reglulega voru þrisvar sinnum líklegri til að þiggja meðferð sem lengdi lífdaga þeirra, en þeir sem ekki treystu á trúna. Yfir þrjátíu pró- sent aðspurðra sögðu að trúin „hefði mesta vægið í lífsbarátt- unni“. Þeir sem stóðu að rann- sókninni, sem gerð var af hálfu Dana-Faber-krabbameinsstofn- unarinnar, komust að því að minnstar líkur voru á að þeir sem báðust reglulega fyrir skrif- uðu undir fyrirmæli um að ekki mætti reyna að endurlífga þá. AIG í kröppum dansi Tryggingafyrirtækið American International Group, AIG, hefur hafnað kröfu aðalsaksóknara New York um að láta af hendi upplýsingar um þá sem nutu góðs af 165 milljóna bónus- greiðslum fyrirtækisins, en Bar- ack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði bónusgreiðslurnar forkastanlegar og að AIG væri „fyrirtæki sem glímdi við fjár- hagslegan vanda sökum ábyrgð- arleysis og græðgi“. Andrew Ciomo, saksókn- ari í New York, hótaði að stefna fyrirtækinu til að fá upplýs- ingar um nöfn, starfslýsingu og frammistöðu þeirra sem fá greiddan bónus. Hugsanlega eru bónusgreiðslurnar ólöglegar ef um þær var samið á þeim tíma þegar stjórnendur AIG vissu að ekki var til fé til að standa undir þeim. Kynferðisbrotum fjölgar innan raða bandaríska hersins: allt frá káfi til nauðgunar Samkvæmt árlegri skýrslu varnar- málaráðuneytis Bandaríkjanna fjölg- aði tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi innan raða bandaríska hers- ins í Írak og Afganistan um tuttugu og sex prósent árið 2008 miðað við 2007. Sé horft til allra starfandi her- manna Bandaríkjanna nemur fjölg- un tilfella kynferferðislegs ofbeldis um átta prósentum í samanburði við árið 2007. Doktor Kaye Whitley, forstjóri deildar varnarmálaráðuneytisins um forvarnir kynferðisbrota, sagði að niðurstaða skýrslunnar benti til þess að starfsmenn hersins, sem yrðu fyr- ir kynferðislegu ofbeldi og tilkynntu um það, óttuðust ekki í sama mæli og áður viðbrögð yfirmanna og jafn- ingja. „Fjölgun tilkynninga sýnir að sú stefna deildarinnar að hvetja fórnar- lömb til að gefa sig fram hefur áhrif,“ sagði Whitley. Á fjárhagsárinu 2008, sem hófst 1. október 2007, var tilkynnt um 165 kynferðisbrot í Írak og Afganistan. Fjárhagsárið 2007, sem hófst 1. okt- óber 2006, var tilkynnt um 131 kyn- ferðisbrot. Á fjárhagsárinu 2008 var tilkynnt um 2923 kynferðisbrot á meðal allra starfandi hermanna Bandaríkjanna, miðað við 2.688 tilkynningar árið á undan. Bandaríkin eiga 1,4 milljónir starfandi hermanna víða um heim og sagði Whitley erfitt að henda reiður á hver eiginleg fjölgun kyn- ferðisbrota væri. „Líkt og í borg- aralegu samfélagi þá er ómögulegt að vita hve mörg brotin eru,“ sagði hún. Skýrsluhöfundar skilgreina kyn- ferðisleg brot sem óæskilega snert- ingu, allt frá káfi til nauðgunar. Bandarískir hermenn bregða á leik myndin snertir fréttina ekki beint. mynd AFP Ummæli Benedikts XVI páfa um að smokkar gerðu illt verra í baráttunni gegn HIV- sýkingu og útbreiðslu alnæmis ollu reiði á meðal starfsfólks heilbrigðisstofnana sem reyna að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins í Afríku. Páfi lét ummælin falla áður en hann kom til Afríkuríkisins Kamerún, en hann er í sex daga heimsókn í Afríku. Benedikt XVI páfi er nú í sinni fyrstu heimsókn í Afríku og hafði ekki drep- ið fæti á afríska jörð þegar hann var kominn upp á kant við heilbrigðis- stofnanir sem gera sitt ýtrasta til að stemma stigu við útbreiðslu HIV- smits og alnæmis í sunnanverðri álf- unni þar sem áætlaður fjöldi smitaðra er um tuttugu og tvær milljónir. Það sem fór fyrir brjóstið á þeim sem berjast gegn útbreiðslu sjúk- dómsins voru ummæli sem Benedikt páfi lét falla á leið til Kamerún þegar hann sagði að notkun smokka væri ekki lausnin á baráttunni gegn HIV og alnæmi í álfunni. En páfi bætti um betur og sagði að smokkar gætu gert illt verra. Um sextíu og sjö prósent þeirra 32,9 milljóna sem sýktar eru af HIV búa í Afríku sunnan Sahara og sjötíu og fimm prósent allra dauðsfalla af völdum alnæmis árið 2007 áttu sér stað á því svæði. Ummæli Benedikts XVI páfa voru fordæmd af aðgerðarsinnum í mann- réttindamálum sem og á hinum kaþ- ólska væng, og sagt að þau sýndu að páfi væri ekki í nokkurri snertingu við rauveruleikann og að hann mælti fyrir ómannúðlegum stefnum sem myndu auka á þjáningar saklauss fólks. Lausnin felst ekki í fé eingöngu Rómversk-kaþólska kirkjan hvetur fólk til kynlífsbindindis og tryggðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins. Benedikt XVI páfi sagði að ástand mála í Afríku með tilliti til sjúkdóms- ins væri „harmleikur sem ekki yrði sigrast á með fé eingöngu, sem ekki yrði sigrast á með því að deila út smokkum, sem jafnvel ykju á vanda- málið“. Eins og við var að búast féllu um- mæli páfa í grýttan jarðveg hjá starfs- fólki heilbrigðisstofnana í Afríku. Re- becca Hodes, hjá Treatment Action Campaign í Suður-Afríku, sagði að ef páfa væri alvara í að vinna gegn nýj- um sýkingartilfellum myndi hann mælast til þess að aðgengi að smokk- um yrði betra og útbreiddara og hann myndi miðla upplýsingum um hvernig best væri að nota smokka. Vonir sem kviknuðu fyrir um tveimur árum síðan virðast ekki ætla að rætast, en þá veltu menn vöngum yfir því hvort Páfagarður myndi gera breytingar á banni sínu við notkun smokka, eftir að Carlo Maria Mart- ini kardínáli, fyrrverandi erkibisk- up í Mílanó, sagði að í samböndum þar sem annar aðilinn væri HIV-sýkt- ur eða hefði alnæmi væri notkun smokka „minna ill“. Trúarsetningar ofar afrískum lífum „Þess í stað ber andstaða hans við smokka þess vitni að hann setur trúarkenningar ofar lífi Afríkubúa,“ sagði Rebecca Hodes. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Benedikt XVI páfi tjáir sig opinber- lega um mál sem varða HIV og al- næmisfaraldurinn sem geisar í álf- unni. Skömmu eftir að hann var kjörinn páfi 2005 sagði hann við hátt- settan kaþólskan guðsmann frá Afr- íku að þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri „grimmilegur faraldur“ þá væru smokkar ekki lausnin. „Það hefur sýnt sig að hinar hefð- bundnu kennisetningar kirkjunn- ar eru eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV-sýkingar og alnæmis,“ sagði Benedikt páfi þegar hann ávarpaði biskupa frá Suður-Afr- íku, Botsvana, Svasílandi, Namibíu og Lesoto, sem höfðu komið til Páfa- garðs. Við sama tækifæri varaði Bene- dikt páfi við því að lífi Afríkubúa stæði ógn af nokkrum þáttum, þeirra á meðal smokkum. Benedikt páfi sagði að það væri áhyggjuefni að efniviði lífs Afríkubúa, uppspretta vonar og stöðugleika, væri ógnað af „skilnuð- um, fóstureyðingum, mansali og hug- arfari sem fylgir getnaðarvörnum“. Þess má geta að þensla rómversk- kaþólsku kirkjunnar er hvergi meiri en í Afríku um þessar mundir, þar sem hún keppir við íslamstrúna og evangelísku kirkjuna. KoLBeInn þorsTeInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Það hefur sýnt sig að hinar hefðbundnu kennisetningar kirkj- unnar eru eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV-sýk- ingar og alnæmis.“ FordæmIr noTkun smokkA Undir merki AIds Kamerúnar veifa Benedikt XVi páfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.