Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Blaðsíða 15
fimmtudagur 19. mars 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Ég sjálfur.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er mataræði.“ Hvar ólstu upp? „Í reykjavík.“ Hvar líður þér best? „mér líður best í sjálfum mér.“ Uppáhaldslagið þitt? „Ekki sleifarlag.“ Skemmtilegasta íslenska hljóm- sveitin um þessar mundir? „Ég er ekki alveg inn í þessu nýjasta nýja, en mér hefur þótt margt gott koma frá hljómsveitinni múgsefjun.“ Um hvað fjallar lagið Samstaða? „Það fjallar um gildi þess að sýna samtöðu og iðka samstöðu.“ Munt þú koma til með að semja fleiri lög á væntanlegri plötu? „Það gæti nú alveg farið svo. Platan er á teikniborðinu ennþá, en hljómsveitin er mér skyld.“ Gaman að vinna með Stuð- mönnum á ný? „Þetta er frábær- lega skemmtilegur hópur eins og það að koma með lag, þó að það sé ungt að aldri, þá gengur það strax í endurnýjun lífdaga þegar hljómsveitin fer um það höndum. Það er engin hljómsveit að mínu viti sem snertir stuðmenn hvað varðar sköpunarkraft og kunnáttu - fyrir utan það hvað snilldarstuðullinn er óvenjulega hár.“ Hvernig verður nýja platan? „Ég held að engin geti sagt neitt um það. Ég vona það að hún eigi eftir að koma á óvart. Ég hef grun um það að hún verði fjölskrúðug.“ Notar þú Facebook? „Nei. Ég er að vinna á tölvu allan daginn og þá er ég kominn með nóg.“ Björn HelGaSon 63 ára byggiNgafræðiNgur. „Já, ég nota þetta daglega.“ Una GUðný PálSdóttir 32 ára hEimaviNNaNdi húsmóðir „Já, ég fer inn á þetta tvisvar til þrisvar sinnum á dag.“ SiGUrlaUG HelGadóttir 23 ára hEimaviNNaNdi húsmóðir „Já, svona einu sinni á dag.“ MaGnúS örn MaGnúSSon 25 ára vErsluNarmaður Dómstóll götunnar ValGeir GUðjónSSon tónlistarmaður samdi fyrsta lag stuðmanna af væntanlegri breiðskífu sem kemur út með haustinu. fyrsta smáskífa þessarar ástsælu sveitar heitir samstaða og mun hljóma á útvarpsrásum landsins eftir nokkra daga. hann útilokar ekki að semja fleiri lög fyrir stuðmenn. SnilldarStuðull Stuðmanna óvenjulega hár „Já eins og svo margir. Ég kíki á þetta daglega.“ HlynUr örn tóMaSSon 20 ára mh-iNgur maður Dagsins Vel má vera að fyrir um áratug hafi það runnið upp fyrir Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráherra, að með því að einkavæða eignir almennings og gefa viðskiptalífinu lausan taum- inn, með rúmum reglum og fjórfrelsi EES-samningsins, væri viss hætta á ferðum. Viðskiptajöfrar gætu seilst til mikilla valda og farið sínu fram án þess að réttarvörslukerfið og aðr- ar stofnanir ríkisins fengju rönd við reist. Þetta væri þeim mun hættu- legra sem þjóðfélagið væri fámenn- ara og um leið viðkvæmara gagnvart fákeppni og einokun en fjölmennari samfélög. Upp gæti komið sú staða að í krafti auðs og umsvifa fáeinna einstaklinga yrði vegið að rótum lýð- ræðisins. Hin nýja stétt auðkýfinga yrði hafin yfir lög og rétt og lifði eft- irleiðis í afslöppuðum eigin heimi refsileysisins. Kannski var þetta ástæðan fyrir því að forsætisráðherrann tók að sér, nánast persónulega, að fara gegn vax- andi veldi Baugsfeðganna, Jóni Ól- afssyni kaupsýslumanni og fleirum. Voru þeir ekki búnir að sölsa undir sig rekstur á mörgum sviðum og auk þess fjölmiðla sem unnt var að beita til aukinna umsvifa og áhrifa? Gefum okkur að forsætisráðherr- ann, sem síðar gerði sjálfan sig að seðlabankastjóra, hafi raunverulega haft í huga svo göfugt markmið sem það að tempra vald viðskiptajöfra þess nýja Íslands sem hann sjálfur hafði skapað í nafni viðskiptafrelsis og markaðshyggju. lífið ofar lögunum Nú þegar allt er hrunið og leitað er orsaka hefur Eva Joly, rannsóknar- dómari frá Frakklandi, verið kölluð til. Eftir að hafa búið við stanslaus- ar hótanir, hleranir og ógnanir árum saman fékk Eva Joly því framgengt að æðstráðendur Elf-olíufélagsins franska voru ákærðir fyrir stórfelldan fjárdrátt og dregnir fyrir rétt. Málinu má líkja við Enron-málið í Bandaríkj- unum að því leyti að ekki er auðvelt að koma lögum yfir valdastéttina sem býr að mati Evu við refsileysi ofar lög- um sem öðrum er gert að fara eftir. „Plágan sem ég hef afhjúpað á ferli mínum – og hef aðeins fundið smjörþefinn af – á sér ekkert nafn. Við erum vön því að kalla þetta spillingu eða siðleysi í viðskiptum. Ég vil frek- ar nota orðið refsileysi, líf ofar lögum þar sem menn eru sterkari en þau.“ Þannig kemst Eva Joly að orði í for- mála að bók sinni Réttlæti í herkví. Hún spyr: „Hvaða þjóðfélag kemst af án trausts og trúverðugleika? Hvaða lýðræði fær þrifist ef forrétt- indastéttin hefur bæði vald til að sniðganga lög og getur tryggt sjálfri sér refsileysi?“ Eva neitar að ganga þessum skiln- ingi á hönd. Útilokað sé að ala upp börn í heimi þar sem valdamenn búi í refsileysi ofar lögunum og aðeins venjulegt fólk hafi skyldum að gegna. illt rekið út með illu Gallinn við aðgerðir Davíðs Oddsson- ar fyrr á þessum áratug til að stemma stigu við meintri samþjöppun valds í höndum nýrrar valdamikillar auð- stéttar er að hann fór sjálfur fyrir yf- irstétt þessa lands sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Í krafti valda sinn reyndi hann að beita stofnunum samfélagsins gegn auðmönnum sem voru honum – og þar með Flokkn- um – ekki þóknanlegir. Hann reyndi að setja fjölmiðlalög gegn þeim og menn honum tengdir lögðu á ráðin um Baugsmálið eins og vel er þekkt. Það er ekki út í bláinn að segja að yfirstétt þessa lands hafi ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að vera sótt til saka, allra síst fyrir spillingu eða stórfellt efnahagbrot. Dómstólar virðast tregir til þess að dæma auð- menn, líka hér á landi. Eva Joly hefur reynt það í störf- um sínum sem rannsóknardóm- ari í Frakklandi að valdastéttin hef- ur margvísleg ráð – oft í krafti auðs – til þess að koma sér undan hrammi laganna og lifa óttalaus við refsileysi. Hún veit sem er að hnattvæðing laga- og réttarfars er lífsnauðsynleg hnatt- væðingu viðskiptanna. Skattaskjólin á aflandseyjum eru dæmi óleystan vanda í þessu efni. „Lönd sem veita lögbrotum og fjársvikum skjól ætti að útiloka og neita þeim um forréttindi í bankavið- skiptum. Lögbrot valdamanna eru skaðvænleg fyrir mikilsverða þjóð- arhagsmuni: Hert viðurlög, eignarn- mám í þágu borgaranna og árvekni banka eru varnir sem brotið geta nið- ur slíkar ógnanir gegn samfélaginu,“ segir Eva Joly. Yfirstéttin og refsileysið kjallari svona er íslanD 1 djammar meðan konan jafnar sig usher djammaði í París á meðan eiginkona hans, tameka foster, jafnar sig eftir fitusogsaðgerð sem dró hana næstum því til dauða. 2 Slapp við 850 milljóna kúlulán Eignarhaldsfélag í eigu finns sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum. 3 Himinháar hækkanir á sólarlandaferðum listaverð á ferðum til útlanda hefur hækkað mikið frá því í fyrra, eða á bilinu 30 til 40 prósent. 4 „ekki fengið eina einustu krónu afskrifaða“ björgvin g. sigurðsson segir sögur af afskriftum skulda hans í bankakerfinu stórlega ýktar lygasögur. 5 „djöfulleg útkoma“ „Það er rétt að þetta var djöfulleg útkoma,“ segir Kristinn h. gunnarsson þingmaður í samtali við fréttavefinn bb.is. 6 Bubbi verður að aðlaga sig dr. gunni tjáir sig á bloggi sínu um yfirlýsingar bubba morthens að hætta að gefa út plötur vegna þess að allt of margir sæki plötur hans á netið. 7 Fritzl sagður „eldfjall af tilfinningum“ geðlæknir segir fritzl vera „eldfjall af tilfinningum“. mest lesið á dv.is jóHann HaUkSSon útvarpsmaður skrifar „Dómstólar virðast tregir til þess að dæma auðmenn, líka hér á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.