Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Qupperneq 17
fimmtudagur 19. mars 2009 17Sport
Bikarmeistararnir í sumarfrí? snæfell og stjarnan mætast í kvöld í oddaleik
í einvígi sínu í átta liða úrslitum iceland Express-deildar karla. snæfell á heimaleikinn og
fær bikarmeistarana í fjárhúsið sem hefur verið ógnarsterkt vígi í úrslitakeppninni
undanfarin ár. snæfell vann auðveldan sigur, 93-81, í fyrsta leik liðanna í Hólminum
en bikarmeistarar stjörnunnar svöruðu með enn sannfærandi sigri, 99-79, í Ásgarði
á mánudaginn. Í þessari rimmu mætast bikarmeistarar þessa árs en snæfell, sem
komst í úrslitaeinvígið í fyrra, varð bikarmeistari á síðasta tímabili. snæfell átti mun
betra tímabil í iceland Express-deildinni en það lenti í þriðja sæti með þrjátíu stig en
stjarnan endaði í því sjötta með tuttugu stig.
„Við höfum aldrei óttast Real Madr-
id eða þeirra endurkomu undanfar-
ið. Við hugsum aðeins um okkur og
áttum okkur fyllilega á að það verð-
ur ekki auðvelt að vinna deildina í
ár,“ segir landsliðsmaðurinn og leik-
maður Barcelona, Eiður Smári Guð-
johnsen, í viðtali við spænska blaðið
AS. Eiður segir í viðtalinu að eðlilegt
sé að Barcelona hafi tapað einhverj-
um stigum að undanförnu enda
geti ekkert lið leikið fullkomlega allt
tímabilið.
„Öll lið verða að berjast til loka
tímabilsins og við höfum alltaf sagt
að við munum ekki vinna alla leiki.
Það sást líka þegar við fórum að tapa
stigum en nú höfum við lagað það og
höfum verið ógnarsterkir í síðustu
leikjum,“ segir Eiður sem sjálfur hef-
ur lítið fengið að spila síðustu vikur.
„Ég vil frekar vera í okkar stöðu en
stöðu Real Madrid. Ef við vinnum þá
leiki sem við eigum eftir verðum við
meistarar. Við treystum ekki á nokk-
urt annað lið nema okkur sjálfa,“ seg-
ir Eiður Smári Guðjohnsen.
Barcelona er með sex stiga forskot
í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga,
en var fyrir aðeins mánuði með tólf
stiga forskot. Forskot sem ekki nokk-
ur maður trúði að hægt væri að tapa
niður og borgaði meðal annars veð-
málafyrirtækið Betson öllum þeim
út sem höfðu veðjað áður að Barce-
lona yrði meistari.
tomas@dv.is
Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við AS:
Óttumst ekki real madrid
umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is / sport@dv.is
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
hamilton Ósáttur
Lewis Hamilton, ökumaður mcLaren og
heimsmeistari í formúlu 1, er allt annað en
sáttur við nýja sigra- og stigakerfið í formúl-
unni sem kynnt var í gær. Í því felst að sá
ökumaður sem vinnur flestar keppnir á
árinu hampi heimsmeistaratitlinum en
ekki sá er hlýtur flest stig. stigakerfið
verður óbreytt og notað til þess að raða í
öll sæti nema það efsta. Einnig er það notað
vinni tveir eða fleiri ökuþórar í jafnmörgum
keppnum.
Lewis Hamilton varð heimsmeistari í fyrra á
ótrúlegan hátt og sigraði þar Brasilíumanninn felipe
massa með einu stigi. Hann vann þó ekki flestar
keppnir heldur massa. Hefði því nýja kerfið verið í
gildi væri ferrari-maðurinn massa því
heimsmeistari. „það ætti að vera sá sem
er bestur yfir allt mótið,“ segir
Hamilton sem verður að vinna
fleiri keppnir nú en andstæð-
ingurinn til að halda
heimsmeistaratitli
sínum.
Ekkert að óttast Eiður smári hefur þó lítið spilað að undanförnu. mynd GEtty ImaGES
Íslenska handknattleiksliðið, betur
þekkt sem strákarnir okkar, er sko allt
annað en eðlilegt. En þó á góðan hátt.
Með fullskipað lið steinlá það fyrir
Makedóníu síðasta sumar og gerði þar
vonir um sæti á HM að engu. Tveimur
mánuðum síðar stóð það með silfur-
pening um hálsinn á Ólympíuleikum.
Nú, nokkrum mánuðum eftir það var
liðið mætt í martraðarhöllina í Skopje
með stóran hluta liðsins meiddan,
aðra tæpa vegna meiðsla og annan
í banni. Þá, þegar enginn bjóst við
neinu, dúkkuðu strákarnir okkar upp
með magnaðan sigur, 29-26, og höfðu
lítið fyrir því að bjóða landanum upp
á enn eina rússíbanareiðina. Varnar-
leikurinn var magnaður, fyrirliðinn
Guðjón Valur Sigurðsson traustur sem
klettur og Aron Pálmarsson, já Aron
Pálmarsson var engum líkur þegar
mest á reyndi.
dómgæslan upplifun
Það gekk næstum allt upp í Skopje
í gær. Þó Guðjón Valur og Aron hafi
verið frábærir var vörnin gjörsam-
lega stórkostleg með þá Ingimund og
Sverre í flottu formi í miðjublokkinni.
Þá var Björgvin Páll sterkur í markinu
fyrir aftan þá og varði 14 skot. Gífur-
lega vel taktískt leikið hjá íslenska lið-
inu og sýnir gífurlegan styrk að klára
svona erfiðan leik án jafnmargra mik-
ilvægra leikmanna.
„Þetta var alveg frábært, engin
spurning um það,“ sagði afar þreyttur
en hæstánægður landsliðsþjálfarinn,
Guðmundur Guðmundsson, þeg-
ar DV náði í hann eftir leikinn í gær.
Hann átti þá í vændum langt ferðalag
með liðið heim til Íslands til að mæta
Eistum næsta laugardag og heimtaði
þjálfarinn fullt hús. En varðandi sig-
urinn sagði Guðmundur: „Við spil-
uðum magnaða 6-0 vörn í fyrri hálf-
leik og lékum agaðan sóknarleik allan
tímann. Það þarf mikið til að landa
sigri hérna. Aron Pálmars gerði frá-
bæra hluti en liðið verður þó allt að fá
mikið hrós,“ sagði Guðmundur sem
var afar ánægður með dómgæsluna
í leiknum en sjaldan hefur sést svona
jöfn dómgæsla í mikilvægum leik í
Austurblokkinni.
„Þetta var bara upplifun að sjá
þetta. Mér fannst dómararnir alveg
frábærir og gerðu allt hárrétt,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson.
Þrjú af fjórum
Íslenska liðið leikur næst gegn Eist-
um á Ásvöllum á laugardaginn. Lið
sem er ekki hátt skrifað í handbolta-
heiminum en gerði okkur þó þann
greiða að stela dýrmætu stigi af
Makedóníumönnum. Það eitt gerir
sigurinn í gærkvöldi enn betri. Ísland
hefur því náð í þrjú af fjórum stig-
um á erfiðustu útivelli riðilsins, gegn
Norðmönnum og Makedóníumönn-
um. Ísland á því eftir þrjá leiki gegn
„léttari liðunum“ og báða heimaleik-
ina gegn sterku liðunum, Noregi og
Makedóníu. Útlitið fyrir sæti á næsta
heimsmeistaramóti er því ansi gott
núna eftir sigurinn í gær.
Hefndin er sæt
Strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Makedóníu, 29-26,
með lemstrað lið í Skopje í gærkvöldi. Ísland hefur nú sótt þrjú
af fjórum stigum á erfiðustu útivellina án síns sterkasta liðs.
tÓmaS ÞÓR ÞÓRÐaRSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
traustur fyrirliðinn
guðjón Valur dró vagninn
og var markahæstur í gær.
mynd amE