Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Side 21
Leikurinn sem allir Resident Evil-að- dáendur hafa beðið eftir er kominn út. Tölvuleikjadómurinn sem allir Resident Evil-aðdáendur hafa beð- ið eftir því að hata kemur út í dag. Að því sögðu tel ég það rétt að það komi fram að ég hef ekki mikið spil- að forvera Resident Evil en ég aft- ur á móti spila tölvuleiki gríðarlega mikið og konan mín getur vitnað til um það. Ég er þessi týpa sem er svo gott sem opinn fyrir öllu og er þvílíkt spenntur þegar ég er kominn með nýjan leik í hendurnar. Í stuttu máli er ég alls ekki fordómafullurn gagn- vart einstökum leikjum og þar er Resident Evil 5 engin undantekning. Ég tók leiknum opnum örmum og sat sveittur af spenningi fyrir framan sjónvarpið heima og smellti honum í tækið. Áður en ég fjalla hlutlaust um leikinn ætla ég að segja ykkur þessar „basic“ upplýsingar. Resident Evil 5 er ekki fimmti leik- urinn í seríunni heldur sjöundi leik- urinn en sá fyrsti sem gefinn er út á þriðju-kynslóðar leikjatölvur. Leikur- inn er gefinn út af Capcom og styð- ur sig við Havoc Physics grafíkvélina sem hefur getið sér gott orð fyrir leiki eins og Halo 3, The Elder Scrolls IV: Oblivion og fleiri leiki í þeim dúr. Sag- an á bak við leikinn er að mestu leyti framhald af Resident Evil 4. Þær per- sónur sem vinna saman (co-op) eru þau Chris Redfield og Sheva Alomar. Ég ætla samt ekki að eyða miklu plássi í söguna og læt því hér við sitja. Ef við byrjum á því góða í leikn- um er grafíkin vægast sagt stórkost- leg og hefur aldrei litið betur út, sem er skiljanlegt þar sem leikurinn er í fyrsta skiptið á þriðju-kynslóð- ar-leikjatölvu. Þá er samvinnan eða „co-opið“ skemmtileg tilbreyting en í fyrri leikjum höfðu leikmenn þurft að glíma við alls konar skepnur á eig- in vegum. Ef þú átt ekki vini þarftu ekki að hafa áhyggjur því þá sér tölv- an um að stökkva í það hlutverk. End- ingartíminn er einnig góður en leik- urinn er um tólf tíma í spilun. Þegar þú hefur klárað leikinn getur þú far- ið að dunda þér við að ná í alls kon- ar skildi sem faldir eru í borðunum... til dæmis. En hvað skiptir mestu máli fyrir mig? Það er stjórnkerfið og þar fær Resident Evil 5 vægast sagt fallein- kunn. Hlutabréf í deCODE eru meira virði en stjórnkerfi leiksins. Hverjum datt það til dæmis í hug að það væri nóg fyrir leikmanninn að geta aðeins staðið kyrr á meðan hann miðar og skýtur? Og þá kannski frekar: Hvernig gat engum dottið það í hug að maður þyrfti kannski að hreyfa sig á meðan? Ég nenni ekki að hlusta á einhverja eldheita aðdáendur RE-seríunnar segja að svona hafi þetta alltaf verið – það er satt en það er bara tóm steypa. Þegar þú ert að etja kappi við einhverja uppvakninga sem koma hlaupandi til þín með sverð á við skakka turninn í Pisa þá viltu bara hlaupa í burtu og dæla í þá blýi á meðan...en neeee- iiii það er ekki hægt í RE5. Þú verð- ur bara gjöra svo vel að standa kyrr, miða og skjóta – hlaupa síðan á ann- an stað, standa kyrr og skjóta. Rugl. Og til að toppa vitleysuna verður maður að nota hníf þegar skotin eru búin, sem gerist nokkuð oft, og þá er ekki heldur hægt að hlaupa?!?!?!?! Þú verður bara að standa kyrr og slá til uppvakninganna akkúrat þegar þeir koma hlaupandi til þín. Datt engum í hug að mann langaði bara að hlaupa að kvikindinu, slæsa það í drasl á ferðinni og hlaupa síðan í burtu? Að hugsa um þetta gerir mig bara pirrað- an. Eina ljósið í myrkrinu fyrir ykkur sem hafið nú þegar fest kaup á gripn- um er að hann er vondur en venst. Ef þú vilt alvöru hrollvekjuleik mæli ég með Dead Space. RE5 fær tvær og hálfa stjörnu og það er ekki stjórnkerfinu að þakka. Stjörnurnar fást fyrir sjúklega flotta grafík og nýja co-op-spilun...búið. Atli Már Gylfason Orlofsíbúðir í Stykkishólmi til útleigu í lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða 12 lúxusí- búðir sem eru tilvaldar fyrir golfáhugamenn, fjölskyldufólk og starfsmannafélög.Í hverri íbúð er sjónvarp, DVD og hljómflutningstæki, örbylgjuofn og uppþvottavél. Bærinn er í 2ja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Hafið samband í fyrirspurn@orlofsibudir.is og í gsm 861 3123 Húsnæði í boði Vantar eignir á skrá í Kópavogi og Garðabæ. www.lmk.is Íbúð til leigu 4ra herbergja íbúð til leigu. Svæði 109, laus mjög fljótlega. Upplýsingar í síma 557-5515 Íbúð til leigu Til leigu er 3ja herbergja íbúð á Völlunum, í Hafnarfirði. Verð 110 þús, hiti, rafmagn og hússjóður innifalin. Laus strax. Upplýsingar í síma 692-0717, 893-7043 auglýsingasíminn er 512 70 50 Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is fimmtudagur 19. mars 2009 21Fókus á f i m mt u d e g i Pilatus í Hinu Húsinu Hljómsveitin Pontiak Pilatus spilar á Fimmtudagsforleik í Hinu húsinu í dag. Gengið er inn í húsið Austurstrætismeg- in en tónleikarnir fara fram í kjallara hússins. Ekkert kostar á tónleikana en aldurstakmark er 16 ár. Sveitina skipa þeir Trausti Laufdal, Óskar Þór Arngrímsson, Aðalsteinn Lauf- dal, Gunnar Skjöldur Baldursson og Þór Carlsson. stieg á toPPinn Bókin Karlar sem hata konur er mest selda bókin dagana 11. til 17. mars samkvæmt metsölulista Eymundsson og Bókabúðar Máls og menningar. Bókin er eftir Stieg Larsson og er nýkomin út í kilju. Bókin Justice Under Siege eftir rík- isstjórnarráðgjafann Evu Joly fer úr fjórða sæti í annað sæti. Konur eftir Steinar Braga er í þriðja sæti en hún var í því fyrsta í síðustu viku. Í fjórða og fimmta sæti er svo Einar Kárason með bækurnar Ofsa og Óvinafagn- að. Hosur grænar Rapparinn Sesar A frumsýndi ný- lega myndband við lagið Hosur grænar af hans þriðju og nýjustu sólóplötu, Of gott. Í laginu er rappað á þremur mjög svo ólík- um tungumálum, eða íslensku, spænsku og japönsku. Ásamt Sesari rappa í laginu félagar hans Mel og Shinya sem eru frá Kúbu og Japan. Allir þrír eru í sveit- inni IFS sem samanstendur af níu einstaklingum frá átta lönd- um. Hægt er sjá myndbandið á myspace.com/sesara1. Vondur en Hann Venst Resident evil 5 Útgefandi: Capcom Tegund: Þriðju-persónu skotleikur Spilast á: X360 og Ps3 tölvuleikir Flott grafík Það allra flottasta við þennan leik er grafíkin og umhverfið. Dööhhh? Það er aðeins hægt að standa kyrr og miða í leiknum...pirrandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.