Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Síða 6
miðvikudagur 22. apríl 20096 Fréttir
Á þeim tíma sem Gunnar Birgis-
son, bæjarstjóri í Kópavogi, var
stjórnarformaður Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna (LÍN) fékk út-
gáfufélag dóttur hans, Frjáls miðl-
un, rúmar ellefu milljónir króna
greiddar frá sjóðnum vegna ým-
iss konar þjónustu sem tengist
útgáfustarfsemi. Ekki eru nánari
upplýsingar um eðli verkefnanna í
bókhaldi Lánasjóðsins. Þetta kem-
ur fram í upplýsingum sem starfs-
menn Lánasjóðsins hafa tekið
saman að beiðni DV.
Starfsmenn Lánasjóðsins fóru
yfir bókhald sjóðsins allt frá árinu
1992 þegar Gunnar tók við sem
stjórnarformaður LÍN og fram til
ársins 2009 þegar Katrín Jakobs-
dóttir, nýskipaður menntamála-
ráðherra, vék stjórninni frá og
skipaði nýja.
Ekki útboðsskylda
Frjáls miðlun er útgáfufélag sem
dóttir Gunnars, Brynhildur Gunn-
arsdóttir, á og rekur ásamt eigin-
manni sínum, Guðjóni Gísla Guð-
mundssyni. Félagið sérhæfir sig
meðal annars í auglýsingagerð,
tölvuvinnslu og útgáfustarfsemi
hvers konar, samkvæmt hlutafé-
lagaskrá.
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðmundi Hannessyni, forstöðu-
manni ráðgjafasviðs hjá Ríkis-
kaupum, er ríkisstofnunum ekki
skylt að bjóða út verk sem kosta
innan við fimm milljónir króna og
er því ólíklegt að verkin sem Frjáls
miðlun fékk frá LÍN hafi verið boð-
in út. Upplýsingar frá Lánasjóðn-
um koma heim og saman við þetta
en samkvæmt þeim er sjóðnum
ekki skylt að bjóða út öll verk sem
keypt eru.
Í flestum tilfellum er það fram-
kvæmdastjóri LÍN sem tekur
ákvörðun um við hvaða fyrirtæki
eigi að skipta. Núverandi fram-
kvæmdastjóri lánasjóðsins heit-
ir Guðrún Ragnarsdóttir og tók
hún við stöðunni í byrjun febrú-
ar. Greiðslurnar til dóttur Gunn-
ars áttu sér því stað áður en hún
kom að sjóðnum. Framkvæmda-
stjóri LÍN á undan Guðrúnu var
Steingrímur Ari Arason, núverandi
forstjóri Sjúkratryggingastofnun-
ar, sem gegndi starfinu frá árinu
1999.
Gunnar neitar aðkomu
Aðspurður um hvort hann hafi átt
þátt í að veita Frjálsri miðlun verk-
efni sem það fékk greiddar fyr-
ir rúmar ellefu milljónir króna á
umræddu tímabili segir Gunnar
Birgisson að það hafi alfarið verið
framkvæmdastjóri Lánasjóðsins
sem tók ákvarðanir um við hvaða
fyrirtæki ætti að skipta. „Ég hafði
ekki milligöngu um það. Ég var
bara formaður stjórnarinnar. Það
þarf bara að spyrja framkvæmda-
stjórana að þessu,“ segir Gunnar og
bætir því við að hann hafi ekki einu
sinni haft hugmynd um að Frjáls
miðlun hefði unnið fyrir Lánasjóð-
inn.
Ekki náðist í Steingrím Ara Ara-
son við vinnslu fréttarinnar þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Rúmar 50 milljónir til dóttur-
innar
Upplýsingarnar um greiðslur LÍN
til félagsins koma fram í kjölfar
fréttar DV frá því í síðustu viku um
að Frjáls miðlun hafi samkvæmt
heimildum fengið greiddar rúm-
ar 40 milljónir frá Kópavogsbæ á
síðustu sex árum fyrir alls kyns út-
gáfustarfsemi. Frjáls miðlun hefur
í flestum tilfellum fengið þau verk
sem félagið hefur unnið fyrir Kópa-
vogsbæ án útboðs en meðal ann-
ars er um að ræða gerð ársskýrslu
fyrir Kópavogsbæ sem dreift hefur
verið inn á heimili Kópavogsbúa á
liðnum árum.
Tengsl Frjálsrar miðlunar við
Kópavogsbæ hafa löngum verið
tortryggð og meðal annars birtist
frétt í DV í janúar árið 2005 um að
minnihlutinn í bæjarstjórn væri
ósáttur við að félagið fengi verk-
efni frá bænum án útboðs. Þessi
óánægja minnihlutans náði svo há-
marki fyrir tæpum tveimur vikum
þegar bæjarfulltrúar Samfylking-
arinnar, þau Guðríður Arnardótt-
ir og Hafsteinn Karlsson, lögðu
fram fyrirspurn á bæjarráðs-
fundi þar sem þau óskuðu eft-
ir upplýsingum um greiðslur
frá Kópavogsbæ til Frjálsrar
miðlunar tíu ár aftur í tím-
ann og eins hvort verkefn-
in hefðu farið í útboð áður en þeim
var úthlutað til félagsins.
Gunnar hefur neitað því að
nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í
viðskiptum Frjálsrar miðlunar og
Kópavogsbæjar. Hann segir að þau
verk sem Frjáls miðlun fékk hjá
Kópavopsbæ hafi verið boðin út og
að dóttir hans eigi ekki að líða fyrir
það að faðir hennar sé bæjarstjóri.
Samkvæmt Þór Jónssyni, for-
stöðumanni almannatengsla hjá
Kópavogsbæ, er unnið að því að
safna umbeðnum
upplýsingum um
Frjálsa miðlun
saman og
munu þær
liggja fyrir
eins fljótt
og auðið
er að hans
sögn.
InGI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Útgáfufélagið Frjáls miðlun sem dóttir Gunnars Birgissonar, Brynhildur Gunn-
arsdóttir, á og rekur ásamt eiginmanni sínum fékk rúmar 11 milljónir króna í
greiðslur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna á meðan faðir hennar var stjórnar-
formaður sjóðsins. Samkvæmt heimildum DV hefur félagið einnig fengið rúmar 40
milljónir frá Kópavogsbæ á síðustu sex árum. Gunnar Birgisson þvertekur fyrir að
hafa komið að því að dóttir hans fengi verk hjá Lánasjóðnum.
DÓTTIR GUNNARS FÉKK
11 MILLJÓNIR FRÁ LÍN
líka greiðslur frá lÍn guðríður
arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylking-
arinnar í kópvogi, lagði fyrr í mánuð-
inum fram fyrirspurn um greiðslur
frá kópavogsbæ til útgáfufélagsins
Frjálsrar miðlunar. Nú hefur það
fengist staðfest að félagið fékk rúmar
11 milljónir frá lánasjóði íslenskra
námsmanna.
milljónagreiðslur til dótturinnar dóttir gunnars Birgissonar, Brynhildur
gunnarsdóttir, fékk greiddar rúmar 11 milljónir króna frá lánasjóði íslenskra
námsmanna meðan faðir hennar var stjórnarformaður sjóðsins.
neitar aðkomu að greiðslum gunnar
Birgisson neitar því að hafa haft milligöngu
um að dóttir hans fengi verkefni sem skiluðu
útgáfufélagi hennar 11 milljónum króna
meðan hann var stjórnarformaður líN.
Össur fer mikinn
gegn Bjarna Ben
Össur Skarphéðinsson tekur
Bjarna Benediktsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, á beinið í
færslu á bloggsíðu sinni. Hann
segir að Bjarni hafi einkum getið
sér orð fyrir einstakan hæfi-
leika til að skipta oft um skoðun.
Össur gerir það sem hann kallar
hringlandahátt Bjarna varðandi
skattahækkanir og ESB að um-
talsefni. „Honum hefur tekist
að fara tvo heila hringi varðandi
skattahækkanir. Frá landsfundi
hefur hann verið jafnoft á móti
skattahækkunum, og með þeim.
[...] Sami hringlandaháttur birt-
ist um ESB. Þar er Sjálfstæðis-
flokkurinn einsog vönkuð kvíga,
sem veit ekki hvað snýr upp eða
niður.“
Eignaspjöll og
þjófnaðir á
Akranesi
Töluvert var um eignaspjöll í
umdæmi lögreglunnar á Akra-
nesi í síðustu viku. Krotað var
utan á íbúðarhús í bænum en
þeir sem þar voru að verki þekkt-
ust og telst það mál upplýst.
Einnig var farið um borð í skip
í Akraneshöfn og neyðarbauja
eyðilögð ásamt því sem gerð
var tilraun til innbrots í skipið.
Á föstudagskvöld voru brotnar
rúður í nýju verknámshúsi Fjöl-
brautaskóla Vesturlands.
Stjórnin sprung-
in, segir Guðni
Guðni Ágústsson segir að rík-
isstjórn Samfylkingar og VG
hafi sprungið á opnum fundi á
Selfossi í fyrrakvöld. Þetta segir
Guðni í samtali við vefinn sunn-
lendingur.is. „Hún sprakk á opn-
um fundi á Selfossi í gærkvöldi,
allt járn í járn,“ segir Guðni við
Sunnlending og vísaði í skoðana-
ágreining milli Björgvins G. Sig-
urðssonar og Atla Gíslasonar um
aðild að Evrópusambandinu.
Hátekjufólk
með stóra sneið
615 tekjuhæstu fjölskyldurn-
ar á Íslandi fengu í sinn hlut
4,2 prósent af heildartekj-
um fjölskyldna í landinu árið
1993, en árið 2007 var hlutur
þeirra af tekjum allra fjöl-
skyldna orðinn 19,8 prósent.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem þeir Arnaldur Sölvi
Kristjánsson og Stefán Ólafs-
son frá Háskóla Íslands unnu
um þróun tekjuskiptingar á
Íslandi frá 1993 til 2004. Þá
segir í skýrslunni að á sama
tíma og tekjur hátekjuhóp-
anna jukust langt umfram
tekjur annarra á Íslandi hafi
stjórnvöld bætt um betur og
lækkað stórlega skattbyrði
hátekjuhópanna, með inn-
leiðingu hins nýja fjármagns-
tekjuskatts.
Þorsteinn m. jónsson breytti lánum og slapp við gengistap:
Tók ekki út arðinn
Í DV í gær var Þorsteinn M. Jónsson,
jafnan kenndur við Kók, sagður hafa
látið Sólstafi ehf, móðurfélag Vífil-
fells, greiða sér 250 milljóna króna
arð árið 2007 þrátt fyrir að félagið
hefði tapað hálfum milljarði á árinu.
Samþykkt var fyrir því hjá félaginu að
hann fengi arð sem umræddri upp-
hæð nemur en á það reyndi aldrei.
Í frétt blaðsins var tap félagsins sagt
nema 521 milljón króna. Þorsteinn
gerir athugasemdir við þessi atriði
og segir þessa fjárhæð eiga við inn-
leyst tap en tap ársins sem fært var á
eigið fé hafi numið 245,2 milljónum
króna sem sé hið eiginlega tap. Þá
segir einnig í fréttinni að á félaginu
hafi, samkvæmt ársreikningi 2007,
verið lán upp á rúmlega einn og hálf-
an milljarð í erlendri mynt. Lánið
var í fréttinni uppreiknað með tilliti
til gengisbreytinga og sagt standa í
3,2 milljörðum íslenskra króna. Þor-
steinn segir þessa fullyrðingu frétta-
rinnar ekki standast þar sem öllum
erlendum lánum félagsins hafi ver-
ið breytt í íslenskar krónur í byrjun
ársins 2008 og félaginu hafi þannig
verið forðað frá verulegu gengistapi.
Samkvæmt upplýsingum Þorsteins
var ofsagt í DV að hann hefði fengið
arðinn. Hið rétta er að samþykkt var
að hann fengi greiddan arð en hann
nýtti sér ekki þá heimild.
Þorsteinn m. jónsson
Öllum erlendum lánum
Sólstafa var breytt í íslenskar
krónur í byrjun ársins 2008 .