Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Side 12
miðvikudagur 22. apríl 200912 Fréttir Tvíburar leika á kerfið Eineggja tvíburar í svissneska bænum Winterthur hafa til margra ára haft stöðumælaverði að háði og spotti. Tvíburarnir deila bifreið og í hvert skipti sem þeir fá stöðumælasekt heldur hvor þeirra fyrir sig því fram að hinn hafi verið á bílnum. Ekki er hægt að sekta bræð- urna, Harold og Michael Leng- en, sameiginlega og því hvílir á herðum yfirvalda að sanna hvor var undir stýri í hverju tilfelli fyrir sig. Stöðumælavörðum er ekki heimilt að krefjast persónuskil- ríkja ef þeir hitta ökumann við bifreið hans þegar brot á sér stað og ljósmynd gerir lítið gagn því tvíburarnir eru nákvæmlega eins. Síðastliðið ár fengu bræðurn- ir 29 stöðumælasektir sem ekki hafa verið greiddar. Sækja kirkju á netinu Ef Norðmenn þurfa sáluhjálp- ar við er presturinn aðeins í músarsmells fjarlægð. Netkirkj- an, Nettkirken, vaknaði til lífs- ins fyrir um tíu árum og nýjasti samstarfsaðili hennar er norska þjóðkirkjan. Af hennar hálfu eru þrír klerkar reiðubúnir til að taka á móti gestum á netinu, hvort heldur sem er í Noregi eða utan landsins. Gestir geta hlýtt á sálma, les- ið í Biblíunni og leitað ráðgjafar hjá prestunum. Prestarnir eru bundnir þagnareiði og bjóða einnig gestum að senda rafræn- an póst þar sem þeir geta reifað hugsanir sínar um trúna, eða efasemdir gagnvart henni, og allt milli himins og jarðar. Hungurverkfall vegna krikket- móts Líf á bak við lás og slá er ekki sældarlíf. Á Indlandi fóru um fimm hundruð fangar í hung- urverkfall því þeim hafði verið neitað um að horfa á krikket- mót í kapalsjónvarpi. Um er að ræða fanga í borg- inni Kalkútta, en að sögn B. D. Sharma, háttsetts lögreglufor- ingja, er ekki mögulegt að heim- ila kapalsjónvarp innan veggja fangelsisins og því verða fang- arnir að láta sér nægja ríkisfjöl- miðla, auk bóka og tímarita. Ekki er að undra að fangarnir séu óánægðir með hlutskipti sitt því um er að ræða eitt stærsta krikket-mót á Indlandi. Einföld leit á netinu hafði ánægjulegar afleiðingar: Fann „dána“ dóttur sína eftir 27 ár Karlmann einn í Seattle í Bandaríkj- unum rak í rogastans eftir að hann sló upp eigin nafni á leitarvél á netinu. Dirk Pratt hafði nýlega séð kvikmynd- ina Wanted með Angelinu Jolie í aðal- hlutverki og datt í hug að slá nafn sitt inn í leitarvélina í von um að fá frekari upplýsingar um afdrif dóttur sinnar. Fyrir tuttugu og sjö árum fékk hann tilkynningu um að dóttir hans hefði dáið. Það var tengdamóðir Dirks sem til- kynnti honum, fyrir 27 árum, að dóttir hans, Francesca, væri dáin. Hún hafði að sögn ömmunnar dáið í Ekvador vegna skordýrabits, en þar hafði hún verið ásamt móður sinni og ömmu og snéri móðirin aldrei heim frá Ekvador. Eftir margra ára sorg, óteljandi tár og baráttu til að fá frekari upplýsingar frá stjórnvöldum í Ekvador var Dirk Pratt litlu nær um smáatriði í dauða dótt- ur sinnar. En leit á netinu hafði meiri áhrif en öll hans viðleitni þá tæpu tvo áratugi sem liðið höfðu frá því að hin válegu tíðindi bárust honum. Ein af þeim niðurstöðum sem leit hans skilaði var á spjallrás og hafði verið lögð inn árið 2007: „Þessi skila- boð eru til Dirks Pratt. Ég er að reyna að komast í samband við hann. Ég er dóttir hans.“ Eðli málsins samkvæmt var Dirk tortrygginn vegna skilaboðanna: „Mín fyrsta hugsun var: Er þetta Francesca eða sjúklegur brandari?“ En þetta var ekki brandari og að baki skilaboðunum stóð dóttir hans, nú þrítug. Eftir að hafa spjall- að á netinu og talað saman í gegnum síma sameinuðust feðginin að nýju, en Francesca bjó að fleiri óvænt- um uppákomum því hún var einnig með barni þannig að Dirk Pratt hefur ekki aðeins fengið dóttur sína til baka heldur verður hann einnig afi innan tíðar. Ekki fylgdi fréttinni hvernig hög- um Francescu hafði verið háttað eða hvað hafði valdið misskilningnum tuttugu og sjö árum áður. Faðir og dóttir dirk pratt hélt dóttur sína, Francescu, dána í 27 ár. Einstaklingar sem gera sjálfsvígsárásir eru sífellt yngri. Írakskar öryggissveitir hafa handtekið fjóra einstaklinga sem vart eru af barnsaldri en eru hluti samtaka sem kallast „Paradísarfuglar“. Börnin hafa hlotið þjálfun hjá samtökunum al-Kaída. PARADÍSARFUGLAR Í SjáLFSmoRðSáRáS Að sögn herforingja í írakska hernum hafa írakskar öryggissveitir hand- tekið fjögur börn sem talin eru hafa verið hluti hóps barna sem hryðju- verkasamtökin al-Kaída þjálfuðu til sjálfsvígshryðjuverka. Börnin sem voru handtekin í þorpi skammt frá Kirkuk í norður- hluta Íraks voru meðlimir hóps sem þekktur er undir nafninu „Paradís- arfuglar“ og voru sérstaklega þjálfuð með það fyrir augum að vekja ekki athygli þegar þau fremdu árásir sín- ar. „Sérsveitir hafa handtekið sam- tök barna, samtals fjóra einstaklinga undir fjórtán ára aldri sem kalla sig Paradísarfugla,“ sagði Abdelamir al- Zaidi, herforingi og yfirmaður hers Íraks í Kirkuk. Haft var eftir al-Zai- di að samtökin að baki börnunum reiddu sig á börn og væru tengd al- Kaída-samtökunum. Sagði al-Zaidi að samtökin lokkuðu til sín börn til að standa að sjálfsvígsárásum og til að aðstoða hryðjuverkahópa við að sprengja vegasprengjur. Ekki einsdæmi Hópar innan samtaka al-Kaída hafa áður beitt fyrir sig börnum til að gera árásir á öryggissveitir Bandaríkja- manna og Íraka. Meðal annars, í einu tilfelli, til að koma bílasprengju fram- hjá eftirlitsstöð í Bagdad og sprengja síðan í loft upp með barninu inni í bifreiðinni. Uppreisnarmenn hafa einnig ver- ið sakaðir um að nota andlega fatl- aðar konur til sjálfsvígsárása. Aðrir hópar hafa notað börn til að skjóta af handsprengjuvörpum og til að koma fyrir vegasprengjum í þeirri fullvissu að minni líkur væru á að hermenn skytu að börnunum en fullorðnu fólki. Nafnið á hóp barnanna virðist dregið af þeirri trú innan íslam að þegar börn safnast til feðra sinna verði þau paradísarfuglar. Örvænting innan al-Kaída? Kúrdar hafa gert tilkall til borgarinn- ar Kirkuk og halda því fram að hún sé hluti af hálfgildingssjálfstjórnarsvæði þeirra. Borgin liggur á milli Baqouba, í suðri, og Mosul, í norðvestri, tveggja svæða þar sem samtök al-Kaída hafa enn veruleg áhrif. Mikillar spennu gætir í borginni á milli Kúrda, araba og Túrkmena og ekki talið loku fyrir það skotið að þjóðernisdeilur þar geti breyst í ný átök. Írakskar öryggissveitir handtóku fleira fólk í aðgerðum sínum. Foringi í hernum sagði að notkun al-Kaída á börnum væri til vitnis um aukna ör- væntingu í röðum samtakanna sam- fara auknum styrk og getu öryggis- sveitanna. „Þetta er nú aðferð og þetta er aðferð þess sem er að tapa tríðinu,“ sagði foringinn, sem ekki er nafn- greindur. „Innviðir þeirra eru eyði- lagðir og leiðtogar þeirra eru hand- teknir eða þeim banað.“ Að sögn foringjans er tilgangur samtakanna að láta vita af tilvist sinni, en að þau „yrðu að beita öllum meðulum til að framkvæma hryðjuverk“ sín. Yngsta fórnarlambið Í nóvember á síðasta ári varð þrettán ára stúlka yngsti einstaklingurinn til að gera sjálfsvígsárás í Írak þegar hún sprengdi sig í loft upp við eftir- litsstöð í bænum Baquba með þeim afleiðingum að fjórir aðrir létust. Eftirlitsstöðin var mönnuð súnní-múslímum sem hafa verið í fararbroddi í baráttunni gegn al- Kaída. Í ágúst 2008 gaf þrettán ára stúlka sig fram við íröksku lögregl- una í Baquba því henni hugnað- ist ekki að verða píslarvottur fyrir tilstilli sjálfsvígsárásar. Lögreglan fjarlægði af líkama stúlkunnar vesti hlaðið sprengiefni, og síðan vísaði hún lögreglunni á annað líkt sem var tilbúið til notkunar. Á þeim tíma virtist sem ráða- menn innan al-Kaída hefðu tekið ástfóstri við konur til sjálfsvígsár- ása, enda ólíklegra að leitað yrði á þeim við eftirlitsstöðvar og vegna þess að þær klæddust gjarna síð- um kuflum sem hentugir eru til að fela sprengiefni. Engu að síður kom ungur aldur stúlkunnar sem gaf sig fram við lögregluna í Baquba yfir- völdum í opna skjöldu. Sjálfsvígsárásir hafa löngum ver- ið einkenni hryðjuverka al-Kaída- samtakanna en hvort örvænting veldur því að sjálfsvígssprengjufólk verður æ yngra eða eitthvað annað liggi þar að baki skal ósagt látið. Nafnið á hóp barnanna virðist dregið af þeirri trú innan íslam að þegar börn safnast til feðra sinna verði þau paradísarfuglar. KolbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is þrettán ára stúlka gaf sig fram við lögreglu lögreglan losar stúlk- una við sprengiefni, henni hugnaðist ekki píslarvættisdauðdagi. tilbúin í sína hinstu för al-kaída þjálfaði konur til sjálfsvígsárása. baquba í Írak vettvangur sprengjuárásar á mánudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.