Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2009, Blaðsíða 14
Svarthöfða hefur lengi gramist af hve mikilli ragmennsku fréttastofa ríkisútvarpsins og -sjónvarpsins hefur gengið
fram í fréttaflutningi sínum á síðustu
mánuðum. Á meðan flestir aðrir
helstu fréttamiðlar hafa hamast við
að „skúbba“ feitum fréttum um styrki
til stjórnmálaflokka og -manna og
óeðlilega viðskiptahætti og stórfellt
sukk sem viðgekkst í gömlu bönkun-
um og stórfyrirtækjum landsins hefur
ríkisfjölmiðillinn að mestu haldið að
sér höndum og látið aðra fjölmiðla
um að opna stóru og viðkvæmu málin
í samfélaginu. Eftir það hefur RÚV svo
byrjað að gæla við málin án þess að
eiga á hættu að glata hinum heilaga
trúverðugleika sínum.
Svarthöfða finnst að með þess-ari ragmennsku sé ríkisfjöl-miðillinn að bregðast lög-bundnu eftirlitshlutverki sínu.
Svarthöfði telur þetta þó ekki vera áfellisdóm yfir hinum fjöl-mörgu fréttamönnum stöðv-arinnar. Síður en svo. Miklu
frekar ber þessi linkind miðilsins vott
um úrelta og árangurslitla fréttastefnu
stöðvarinnar sem ætti að hafa dáið út
hér í den tid. Í stað þess að kyngja trú-
verðugleikakreddunni og
reyna að stinga á
kýlum samfé-
lagsins með
öllum tiltæk-
um vopnum
fetar RÚV þá
aumu leið
að sækja
sínar fréttir
og trúverð-
ugleikann
til annarra
kjarkmeiri
miðla
sem hafa tekið upp beittari frétta-
stefnu en kranablaðamennsku ríkis-
miðilsins. Þessi trénaða fréttastefna er
fótakefli fyrir alla þá hæfu starfsmenn
stöðvarinnar sem gætu gert svo miklu
meira ef þeir fengju óheftara frelsi
til að leita sannleikans og grafa upp
skítinn í samfélaginu. En nei: RÚV
birtir ekki fréttir nema þær byggist á
„opinberum“ gögnum eða sem aðrir
miðlar hafa áður sagt. Með þessu móti
sækja þeir sér trúðverðugleikann yfir
lækinn og er ekki nema von að fólk
treysti miðli vel sem einbeitir sér fyrst
og fremst að því að segja gamlar og
annarra miðla fréttir. RÚV getur ekki
tekið þátt í alvöru fréttaöflun í landinu
fyrr en það kastar af sér spennitreyju
hefðarinnar.
Af „stóru“ fréttamálunum sem eru Svarthöfða ofar-lega í minni sagði RÚV ekki frá neinu þeirra fyrst fjöl-
miðla. Til að mynda sagði Mogginn
fyrst frá milljarðaláni Kaupþings til
sjek al-Thanis og afskriftum lána hjá
starfsmönnum þessa sama banka;
Stöð 2 sagði okkur frá háum styrkj-
um Landsbankans og FL-Group til
Sjálfstæðisflokksins og náði fyrst
fjölmiðla tali af Íslendingnum sem
handtekinn var með kókaín í Bras-
ilíu og DV sagði landsmönnum svo
fyrst frá milljóna styrkjum Baugs
og FL-Group til prófkjörsframbjóð-
enda og loks frá
fjáraustri
Gunnars Birgissonar til dóttur sinn-
ar af almannafé.
En hvar er RÚV? Stöðin þorir ekki að reyna að afla slíkra frétta heldur hangir heimótt-arlega á bak við hina fjölmiðl-
ana og segir svo þeirra gömlu fréttir
þegar stofnunin telur upplýsingarn-
ar tryggar. Meginmarkmiði frétta-
mennsku alls staðar í heiminum virð-
ist því ekki vera fylgt á RÚV: að aðeins
nýjar fréttir séu eiginlegar fréttir. RÚV
mun bara halda áfram að bregðast
eftirlitshlutverki sínu ef stöðin heldur
áfram að lóna bara í kjölfari annarra
og nærast á vinnu þeirra af ótta við að
skerða eigin trú-
verð- ugleika.
þriðjudagur 26. maí 200914 Umræða
svarthöfði
spurningin
„Þetta er
framtíðar-
plagg,“ segir
Sigmundur
Ernir
Rúnarsson,
nýr þingmaður
Samfylkingar-
innar. Össur
Skarphéðins-
son utanríkis-
ráðherra lagði
fram tillögu að
þingsályktun um aðildarumsókn að
Evrópusambandinu fyrir alþingi í gær.
þar kemur jafnframt fram að að
loknum viðræðum við sambandið
verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla
um væntanlegan aðildarsamning.
Sigmundur, er
þetta gott plagg?
sandkorn
n Útrásarvíkingurinn Ólaf-
ur Ólafsson er á flótta undan
fjölmiðlum sem vilja fá svör
við aðild hans að máli því sem
Fjármálaeftirlitið rannsakar
varðandi
undarleg
kaup sjeiks
á stór-
um hluta í
Kaupþingi.
Kappinn
gætir þess
að svara
engu en
sendi frá sér yfirlýsingu um
sakleysi sitt á sunnudag. Giss-
ur Sigurðsson fréttamaður fór
mikinn í Bítinu á Bylgjunni
vegna þagnarinnar og taldi að
fjölmiðlar ættu ekki að birta yf-
irlýsinguna. Í fréttatíma Gissur-
ar eftir eldmessuna var svo efni
yfirlýsingar Ólafs önnur frétt.
n Ólafur Ólafsson er raunar
í hinum verstu málum vegna
rannsóknarinnar og þess
ímyndarbrests sem henni fylg-
ir. Auðmanninum er gríðarlega
annt um orðspor sitt en þess er
skemmst að minnast að hann
birtist í sjónvarpsviðtölum í
miðju góðæri útrásarinnar
þar sem hann útmálaði góð-
mennsku sína og fjölskyldunn-
ar sem gaf fátækum börnum í
Afríku peninga úr digrum sjóð-
um. Það var um svipað leyti og
hann snaraði út stórfé fyrir að
fá Elton John til að syngja og
spila í afmæli sínu. Nú er öld-
in önnur og sumir ganga svo
langt að uppnefna Ólaf og kalla
hann Tort-Óla.
n Morgunblaðið var með beitt-
um brag á sunnudaginn þegar
alls fimm síður voru lagðar
undir harmagrát útgerðar-
manna sem óttast að missa
„eign sína“ þegar firningarleið
Jóhönnu Sigurðardóttur og
Steingríms J. Sigfússonar verð-
ur að veruleika. Morgunblaðið
var um áratugaskeið í harðri
andstöðu við kvótakerfið en nú
er öldin önnur. Helsti eigandi
Moggans er ekkjan Guðbjörg
Matthíasdóttir sem jafnframt á
fleiri fiskitorfur á Íslandsmið-
um en flestir aðrir. En ótrúlegt
verður að teljast að áhrif henn-
ar nái inn í fréttaskrif blaðsins
sem orðið hafa einhverjum
tilefni til að segja pappírnum
upp.
n Upplausn er í röðum Frjáls-
lynda flokksins eftir afhroð í
kosningun-
um og þing-
mannsleysi.
Menn eru
þó óðum
að átta sig
og finna
sér farveg.
Þannig hef-
ur Grét-
ar Mar Jónsson, fyrrverandi
þingmaður, komið sér í vinnu á
Lýðvarpinu hjá Ástþóri Magn-
ússyni. Sama er uppi á ten-
ingnum með Guðjón A. Krist-
jánsson, formann frjálslyndra,
sem flytur vikulega pistla fyrir
Ástþór. Einhverjir telja að þetta
sé vísbending um sameiningu
örflokka Guðjóns og Ástþórs.
LyngháLS 5, 110 rEykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og þórarinn þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Við vorum bara miklu
meiri töffarar.“
n Ingi Þór Steinþórsson, landsliðsþjálfari undir
18 ára landsliðsins í körfubolta, um sigurinn gegn
Finnum í úrslitum Norðurlandamótsins í
körfubolta. – Morgunblaðið
„En það er sætt
að eiga lítið
útgáfufyrirtæki.“
n Sigurjón M. Egilsson
fjölmiðlamaður sem er ritstjóri nýs blaðs um
sjávarútveg sem væntanlegt er á markað.
– Fréttablaðið
„Ég held það séu
talsverðar líkur
á að Gunnar
Birgisson segi af
sér í næstu viku
eða þarnæstu.“
n Egill Helgason um bæjarstjóra Kópavogs. –
eyjan.is/silfuregils
„Ég losaði mig
við þunglynd-
islyfin og það lá
allt upp á við
eftir það.“
n Erna Hrönn Ólafsdóttir, bakraddasöngkona í
Eurovision-hópnum, sem upplifði þunglyndi fyrir
nokkrum árum. – DV.
„Jóhanna flutti gamlar
fréttir.“
n Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, um munnlega skýrslu
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um
efnahagsmálin á Alþingi í gær. – Mbl.
Þagnarmúr um fátækt
Leiðari
Í samfélagi efnahagshruns og mann-legra hörmunga er mikilvægast að þeir sem standa uppréttir séu tilbún-ir til að leggja þeim lið sem orðið hafa
undir. Þegar gullmóða undanfarinna ára
er sest er nauðsynlegt að leggja þeim lið
sem eyða starfskröftum í þágu lítilmagn-
ans. Fjöldi sjálfboðaliða hefur í kyrrþey
unnið þrotlaust starf til að leggja fátæk-
um lið í erfiðri lífsbaráttu. Fátt er sárara í
tilverunni en að eiga ekki mat ofan í sig og
sína. Þá koma til skjalanna samtök á borð
við Fjölskylduhjálp Íslands. Þau samtök
hafa vikulega staðið fyrir matargjöfum til
fátækra. Starf sjálfboðaliðanna er unnið
að miklu leyti í kyrrþey af þeim sem ekki
þurfa að flagga því þótt þeir leggi sínum
minnstu bræðrum og systrum lið í lífs-
baráttu sem er næstum óbærileg. En það
er jafnframt ljóst að samtök þeirra þurfa
á athygli að halda til þess að fá aðföng
svo létta megi lífsbaráttu fátækra. Þar
kemur að fjölmiðlum sem geta hjálpað
til að vekja athygli fyrirtækja og einstakl-
inga. Formaður stjórnar Fjölskyldu-
hjálparinnar hefur upplýst að það sé
þrautin þyngri að fá fjölmiðla til að-
stoðar. Sumir eru uppteknir af því
að sinna sárþjáðum sægreifum sem
upplifa kvótamissi. Aðrir hlaða und-
ir þá sem betur mega sín og hunsa
beiðni hjálparsamtaka um athygli á
störfum þeirra. Undantekningin er
þó DV sem hefur margoft fjallað um
stöðugt versnandi lífskjör fátækra
og öflugt starf sjálfboðaliða í þeirra
þágu. Fjölskylduhjálpin verðlaunaði
um helgina sjálfboðaliða sem skarað
hafa fram úr. Samhliða veittu sam-
tökin DV viðurkenningu sem fjöl-
miðli mannúðar. Það er tímanna tákn
að fjölmiðlar sem fengu um hana til-
kynningu mættu ekki. Þeir þegja um
fátæka fólkið og hetjurnar sem eyða
orku sinni í að minnka sársauka þess.
Þagnarmúr umlykur fátækt og misk-
unnsama samverja.
reynir trauStaSon ritStjóri Skrifar: Sumir eru uppteknir af því að sinna sárþjáðum sægreifum.
bókstafLegarúv Stelur trauSti