Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Síða 2
2 Þriðjudagur 21. júlí 2009 fréttir Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings geta eignast Íslandsbanka og Nýja Kaup- þing ef þeir samþykkja samkomulag íslenskra stjórnvalda við skilanefnd- ir þeirra. Skilanefndirnar munu hins vegar fara með eignarhluti kröfuhafa sem verða því ekki beinir eigendur að bönkunum. Landsbankinn verð- ur hins vegar áfram í eigu íslenska ríkisins. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi for- svarsmanna ríkisstjórnarinnar með forsvarsmönnum skilanefndanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem samkomulagið var kynnt. Á fundinum kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra að stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings væru erlend- ir skuldabréfaeigendur en ekki er- lendir vogunarsjóðir eins og sögu- sagnir hefðu verið um. Formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings, þeir Árni Tómasson og Steinar Guð- geirsson, vildu ekki greina frá því hverjir skuldabréfaeigendurnir væru og sögðu að það ætti eftir að koma endanlega í ljós þegar kröfulýsing- arfresturinn í þrotabú gömlu bank- anna rynni út. Stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings eru hins vegar þýsk- ir og breskir bankar, meðal ann- ars Deutsche Bank, Commerzbank, Barclays, Royal Bank of Scotland sem og smærri þýskir héraðsbank- ar. Þessir kröfuhafar og aðrir sem munu eiga skuldabréfin í bönkun- um tveimur munu svo að öllum lík- indum eignast bankana tvo ef geng- ið verður að samkomulaginu sem kynnt var í gær. Skuldabréfin tvöfaldast í verði Samkvæmt heimildum DV hafa við- skipti með skuldabréfin í bönkunum tveimur aukist upp á síðkastið og eru það aðallega bandarískir fagfjárfest- ar sem keypt hafa bréfin. Ekki er vit- að hvaða fjárfestar þetta eru. Innlend fjármálafyrirtæki hafa meðal annars séð um miðlun skuldabréfanna en einnig er talið að aðrir smærri miðl- arar hafi haft milligöngu um sölu á bréfunum frá stærstu kröfuhöfum bankanna og yfir til annarra aðila. Ekki er vitað til þess að íslenskir að- ilar hafi verið að kaupa skuldabréf- in en þó er ekki hægt að útiloka það, samkvæmt heimildum DV. Einn heimildarmanna DV segir að það sé líklegt. Í heildina hafa tugmilljarða króna viðskipti verið með skuldabréf- in á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum DV. Bréfin hafa hækkað mikið í verði upp á síðkastið og hefur verðið tvöfaldast á síðustu tveimur til þremur vikum. Verðið á skuldabréf- unum er nú 15 til 16 sent á dollar í til- felli Kaupþings en um 20 sent á doll- ar í tilfelli Glitnis. Til samanburðar má geta þess að skuldabréfin seldust á 7 sent á dollar í tilfelli Kaupþings í byrjun árs og skuldabréfin í Glitni fóru á um 10 sent á dollar. Ástæðan fyrir áhuga markaðar- ins á skuldabréfunum í bönkunum tveimur, sem leiðir af sér hækkun þeirra, er að svo virðist sem mark- aðurinn trúi því að kröfuhafarn- ir fái gott verð fyrir eignasafn bank- anna tveggja auk þess sem vel kann að vera að einhver áhugi sé fyrir því meðal fjárfesta að verða hluthafar í nýju bönkunum tveimur. Um þetta er þó ekkert hægt að fullyrða að svo stöddu. Engin viðskipti með skuldabréf Landsbankans Engin viðskipti hafa hins vegar ver- ið með skuldabréf í Landsbankan- um sáluga en stærstu kröfuhafar hans eru sem kunnugt er opinberir aðilar eins og breska og hollenska ríkið, sem eiga útistandandi kröfu vegna Icesave-innlánsreikninganna, sem og íslenska ríkið. Eignir Lands- bankans munu ekki nægja ekki fyr- ir Icesave-skuldbindingunum og hluti þeirra mun falla á þjóðina. Þess vegna hafa fjárfestar ekki áhuga á skuldabréfum bankans því arðsem- isvon þeirra er engin og kröfuhafar bankans hafa sömuleiðis ekki áhuga á því að eignast Nýja Landsbankann. Steingrímur J. orðaði stöðu Lands- bankans sem svo á blaðamanna- fundinum í gær: „Kröfuhafahóp- urinn sem er þar á bak við er ekki þannig samansettur að það séu líkur á að þeir aðilar hafi mikinn áhuga á bankarekstri...,“ sagði Steingrímur. Endurfjármögnunin fer fram 14. ágúst Vegna þessarar ólíku stöðu bank- anna þriggja mun Nýi Landsbank- inn áfram verða í eigu ríkisins því nánast ómögulegt er að koma hon- um úr höndum þess og yfir til nýrra eigenda vegna skuldastöðu hans út af Icesave-reikningunum. Steingrímur J. sagði á fundinum í gær að endurfjármögnun bankanna þriggja muni fara fram 14. ágúst næstkomandi og mun ríkið leggja Landsbankanum til 140 milljarða króna í eigið fé. Á sama tíma mun ríkið leggja Íslandsbanka til 60 millj- arða króna hlutafé sem Glitnir, það er að segja skilanefndin, mun svo geta keypt aftur af ríkinu ef Glitnir ákveður, í samráði við kröfuhafana, að eignast Íslandsbanka. Að sögn Steingríms er þetta samkomulags- atriði þó bundið því skilyrði að rík- ið muni alltaf veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán og eiga stjórnarmenn í bankanum áfram að njóta verndar sem minnihlutaeig- andi hlutafjár. Endurgreiðsla Glitn- is til ríkisins verður því 35 milljarð- ar króna ef kröfuhafarnir ganga að samkomulaginu. Að sama skapi mun ríkið leggja Nýja Kaupþingi til 70 milljarða króna hlutafé sem gamla Kaupþing, það er skilanefndin, mun svo geta aftur keypt af ríkinu. Eignarhlutur ríkis- ins í Nýja Kaupþingi verður 11 pró- sent en kröfuhafar munu þá eiga 89 prósent eignarhluta í gegnum skila- nefndina. Ef kröfuhafarnir ákveða að kaupa hlutafé ríkisins mun ríkið leggja fram 33 milljarða króna til að mæta eiginfjárþörf bankans. 25 millj- arðar af þeirri upphæð munu verða í formi víkjandi láns og 8 milljarðar HULDUMENN FÁ BANKANA EygLó ÁHyggjUFULL „Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu því í raun og veru eru það skilanefndirnar sem eru að taka yfir gömlu bankana,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins. „Það er talað um að kröfuhafarnir verði óbeinir eigendur nýju bankanna en í raun og veru eru það skilanefndirnar sem verða í þeirri stöðu að eiga að hámarka eignir bankanna sem mest. Hlutverk skilanefndanna er ekki að hugsa um hag almennings heldur um hag kröfuhafanna. Þessir menn munu stjórna íslensku viðskiptalífi og hafa ægivald yfir íslenskum heimilum og því get ég ekki sagt annað en að þeir munu verða eins og ríki í ríkinu. Sú hætta er fyrir hendi að þetta komi sér illa fyrir almenning. Auk þess er ekkert í þessu samkomulagi sem tryggir að gömlu eigendur bankanna eignist þá aftur. Við vitum ekkert um það hverjir munu eignast bankana.“ IngI F. VILhjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Erlendir kröfuhafar verða meirihlutaeigendur í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi ef gengið verður að samkomulagi íslenskra stjórnvalda og skilanefnda þeirra. Viðskipti með skuldabréf í bönkunum hafa aukist talsvert að undanförnu og verð þeirra hækkað. Ríkið mun áfram eiga Landsbankann og hafa stjórnarmenn í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi sem minnihlutaeigandi. Erlendir kröfuhafar eignast tvo banka Á blaðamannafundinum í Þjóðmenningarhúsinu greindu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og skilanefndanna frá því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings geti eignast nýju bankanna. Valdamiklir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að með samkomulaginu fái meðlimir skilanefndanna gríðarleg völd. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, situr í stjórn Alfesca, sem er í eigu auðmannsins Ólafs Ólafssonar, og hefur gert það frá árinu 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.