Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Síða 3
fréttir 21. Júlí 2009 ÞriÐJUDAGUr 3 „Það eru margir frægir hönnuðir í Danmörku með sýningar á hótelinu. Ég var mjög efins hvort ég ætti að skilja töskuna þarna eftir en mér var lofað að herbergið yrði læst. Starfs- menn hótelsins hafa ekki staðið við það. Ég hef ekki hugmynd um hvort herbergið hafi nokkurn tímann verið læst. Þegar ég kom á hótelið daginn eftir var allt galopið og taskan horfin. Það var ekkert eftir,“ segir Berglind Sigurðardóttir. Berglind er nýútskrifuð úr Margr- ethe-skólanum, elsta einkaskóla í fatahönnun í Kaupmannahöfn sem er afar virtur í Danmörku sem og erlendis. Sýning á útskriftarverkum hennar og samnemenda hennar var haldin á hótelinu Skt. Petri fimmtu- daginn 25. júní og vakti hönnun Berglindar verðskuldaða athygli. Berglind geymdi verkin sín í herbergi sem átti að vera læst yfir nótt. Þegar hún kom til að sækja þau daginn eftir var allt horfið. Dónaskapur frá hótelstjóra „Ég fór strax til lögreglunnar og gaf skýrslu um að taskan væri horfin. Ég hringdi í lögregluna í síðustu viku því ég fæ ekki að sjá myndbandið úr öryggismyndavélum á hótelinu. Ég sagði við lögregluna að ég myndi þekkja töskuna ef ég myndi fá að sjá myndbandið og vildi athuga hvort lögreglan gæti farið í það mál. Hjá lögreglunni fékk ég þau svör að það væri því miður mikið um slíka þjófn- aði og þeir hefðu ekki mannafla til að rannsaka það nánar. Sá sem ég tal- aði við vildi meina að innflytjendur lægju fyrir uppákomum eins og þess- ari sýningu og færu þarna inn gagn- gert til að stela,“ segir Berglind. Hún er mjög ósátt við vinnubrögð forráðamanna hótelsins í málinu. „Ég er búin að skrifa hótelstjóran- um tölvupóst og hann var bara með dónaskap. Hann baðst ekki einu sinni afsökunar. Mér fannst hann tvísaga í þessum tölvupósti sem ég fékk frá honum þar sem hann sagði að hótelið hefði vissulega gefið okk- ur leyfi til að geyma verkin yfir nótt í læstu herbergi en þar sem hótelið tók ekki gjald fyrir nóttina er þetta ekki á þeirra ábyrgð. Það er bara fáránlegt,“ segir Berglind. Ferðatrygging hennar hjá VÍS tekur ekki yfir þjófnaðinn því ekki var um innbrot að ræða. Mjög sárt Í tösku Berglindar sem var stolið voru margar flíkur sem hafa kostað blóð, svita og tár og er tjónið ekki að- eins fjárhagslegt heldur líka tilfinn- ingalegt. „Þetta er voðalega sárt. Í tösk- unni var svo mikið af persónuleg- um munum. Ég var bæði búin að fá hluti lánaða hjá Borgarleikhúsinu og frá vinum og vandamönnum sem ég notaði í sýningunni. Í töskunni voru líka hlutir sem ég er búin að vera að hanna og sauma síðustu tvö ár í skól- anum. Þarna voru tvær möppur sem ég var búin að láta prenta út í Prent- met, öll Visa-kortin mín, Biblía merkt mér sem ég hafði fengið í fermingar- gjöf, pels og galakjóll sem ég saum- aði og þrír hattar sem ég hannaði. Taskan var stútfull af dóti. Það er al- veg ömurlegt að lenda í þessu og síð- an labbar maður alls staðar á vegg. Þetta er ekki vegabréf eða seðla- veski eða Visa-kort sem ég get end- urnýjað eða fengið aftur. Þetta er svo mikið tilfinningalegt tjón. Það er líka sárt að vita til þess að fólk fari inn í þetta herbergi til að seilast eft- ir einhverjum töskum sem það hef- ur ekkert að gera við. Eins og lögregl- an sagði liggur dótið mitt örugglega bara í ruslatunnu einhvers staðar.“ Missti móðinn Daginn eftir sýninguna settu útskrift- arnemendurnir upp sýningu í skól- anum þar sem þeir kynntu sig og verk sín fyrir frægum dönskum hönnuð- um. Berglind gat ekki tekið þátt í því þar sem hún eyddi deginum í að leita að töskunni. „Ég hafði engan áhuga á að setja eitthvað upp á gínu því mig vantaði næstum því helminginn. Ég eyddi þeim degi upp á löggustöð. Ég missti algjörlega móðinn við þetta. Ég var svipt gleðinni að vera búin og gera eitthvað skemmtilegt. Sýningin var á fimmtudag og næstu dagar fóru í þetta. Síðan fór ég heim á sunnu- dag. Ég var ekkert að skála í kampa- víni við danska hönnuði eða kynna mig eða gera neitt því ég missti allan þrótt. Þetta var svo ömurlega leiðin- legt. Ég vildi ekki gefast upp. Ég ætl- aði að finna þetta. Ég trúði því ekki að þetta væri horfið fyrir fullt og allt. Nú hins vegar er ég búin að gefa upp alla von um að taskan finnist. Allt sem er í henni er eflaust búið að urða ein- hvers staðar.“ Berglind Sigurðardóttir lenti í þeim óskemmtilega atburði að útskriftarverkefni hennar frá virtasta fatahönnunarskóla Danmörku var stolið. Verkefnið geymdi hún á fimm stjörnu lúxushótelinu Skt. Petri sem neitar að taka ábyrgð á skaðanum. Berglind missti móðinn við þjófnaðinn og varð ekki aðeins fyrir fjárhagslegu tjóni heldur einnig gífurlegu tilfinningalegu tjóni. „ÉG VAR SVIPT GLEÐINNI“ „Eins og lögreglan sagði liggur dót-ið mitt örugglega bara í ruslatunnu einhvers staðar.“ lilja Katrín gunnarSDóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is gefst ekki upp „Ég er að byrja núna á fullu að vinna sjálfstætt. Ég gæti alveg eins hugsað mér að fara út aftur. Ef ég færi að leita mér að vinnu myndi ég alveg eins leita mér að vinnu í Danmörku,“ segir Berglind. Enginn lúxus Berglind ber Skt. Petri- hótelinu ekki góða sögu en margir Íslendingar hafa nýtt sér þjónustu þess í gegnum tíðina. Berglind segir þjónustu og framkomu starfsfólks ekki sæma fimm stjörnu hóteli. glæsilegar flíkur Berglind var búin að eyða síðustu tveimur árum í að hanna og sauma útskriftarverkefnið sitt sem var stolið. Þemað í útskriftarverkefninu var kirkja og er þessi mynd tekin í Kristskirkju á Landakoti. „Fjármögnun bank- anna fer nú fram, það er allri óvissu eytt með það.“ króna verða almennt hlutafé. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka mun ríkið áfram eiga fulltrúa í stjórn bankans og njóta réttinda og verndar sem eig- andi minnihluta hlutafjár. Ef kröfuhafarnir ákveða hins veg- ar að ganga ekki að samkomulaginu og eignast meginhluta hlutafjár í Ís- landsbanka og Nýja Kaupþingi munu bankarnir verða áfram í eigu ríkisins að fullu. Á fundinum kom fram að lokaniðurstöðu um samkomulagið sé að vænta í lok september að við- höfðu samráði skilanefndanna við kröfuhafa bankanna. Minnkar kostnað og líkur á málsóknum Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á fundinum í gær að samkomulag íslenskra stjórnvalda við skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans um framtíðareign- arhald á nýju bönkunum minnki líkurnar á málsóknum kröfuhafa á hendur íslenska ríkinu auk þess sem kostnaður ríkisins við endurfjár- mögnun verði minni. „Ég tel að þetta samkomulag sem við erum að ná hér dragi verulega úr hættunni á alvarlegum ágreinings- málum og dragi verulega úr hætt- unni á hugsanlegum málsóknum. Og það er alveg ljóst að ef þetta geng- ur eftir mun þetta draga verulega úr áhættu ríkisins varðandi eignarhald á þessum bönkum,“ sagði Jóhanna. Jóhanna sagði jafnframt á fund- inum að með samkomulaginu lækki það fjármagn sem ríkið þarf að leggja í nýju bankana úr 385 milljörðum króna, eins og áætlað var, niður í 189 milljarða „Ef það gengur eftir að er- lendir kröfuhafar komi inn í bank- ana minnkar það fjárframlag sem ríkið þarf að setja inn í bankana,“ sagði Jóhanna. Jafnframt tók Jóhanna fram að aðkoma erlendra aðila að bönkun- um gæti tryggt betur aðgang að er- lendum lánamörkuðum auk þess sem gott gæti verið að aðilar sem þekkingu hafi á bankarekstri komi að þeim, en líkt og áður segir eru stærstu kröfuhafar bankanna tveggja þýskir og breskir bankar. Um samkomulagið sagði Stein- grímur á fundinum: „Fjármögnun bankanna fer nú fram, það er allri óvissu eytt með það. Fyrir lok sept- ember liggur fyrir hvort kröfuhafarn- ir samþykkja þessa ráðstöfun, sem er auðvitað góð ástæða til að ætla vegna þess að skilanefndirnar hafa haft fulltrúa þeirra með sér í viðræð- unum,“ en samkomulagið sem kynnt var í gær er vissulega háð þeim fyr- irvara að kröfuhafarnir sætti sig við það og að Fjármálaeftirlitið sam- þykki samkomulagið. Hverjir erlendir kröfuhafar bank- anna tveggja verða á endanum á svo eftir að koma í ljós en reikna má með að viðskipti með skuldabréfin í þeim muni halda áfram að aukast á næst- unni í kjölfar kynningarinnar á sam- komulaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.