Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Qupperneq 21
á þ r i ð j u d e g i Harry Heitur Harry Potter and the Half-Blood Prince kom funheit og glæný inn á topp vin- sælustu mynda landsins í kvikmyndahúsum. Frá því að myndin var frum- sýnd á miðvikudag og fram að mánudegi höfðu tæplega 18.400 manns séð myndina og hún þénað rétt tæpar 17 milljónir. Brüno er í öðru sæti og hefur fengið lítið meiri heildaraðsókn en Harry á tveimur vik- um. Hangover er enn ofarlega og hafa nú 55.000 manns séð hana. Hláturjóga í Viðey Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga- kennari leiðir þriðjudagsgönguna í Viðey að þessu sinni. Ásta hefur að undanförnu vakið athygli fyrir námskeið í hláturjóga sem eiga vax- andi vinsældum að fagna. Sem fyrr verður gengið um eyjuna og helstu kennileiti hennar skoðuð og falleg nátturan. Núna verður þó hláturinn í fyrirrúmi og má því búast við miklu fjöri. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15 og er miðað við að gangan taki um tvær klukkustundir. Gjald í ferj- una er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 6 til 18 ára og frítt fyrir börn undir 6 ára aldri. innipúkinn feitur Þegar hafa 18 hljómsveitir og tónlistarmenn staðfest þátt- töku sína á Innipúkanum 2009. Fleiri gætu bæst í hópinn fyrir verslunarmannahelgi en þetta er í áttunda skipti sem hátíðin er haldin. Vanalega hefur Innipúk- inn verið haldinn í Iðnó en núna fer hann fram á Sódómu og Batt- erýinu dagana 31.júlí til 2.ágúst. Meðal þeirra sem koma fram eru Agent Fresco, Bróðir Svartúlfs, Dikta, FM Belfast, Gylfi Ægisson og Jóhanna Finnborg (GÆJÓ), Mammút og Singapore Sling. tónlist í rammagerðinni Tónlistarfólkið Svavar Knútur og Lay Low mun halda tónleika í verslun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti tvö fimmtudagskvöld í sumar. Tón- leikaröðin nefnist Iceland Giftstore Live og er það Svavar Knútur sem stígur fyrstur á svið á fimmtudag klukkan 20.30. Lay Low, eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, kemur svo fram fimmtudaginn 13. ágúst. Frítt er á tónleikana og eru allir velkomnir. Rólyndis poppsveitin Árstíðir gaf út sína fyrstu breiðskífu sem titluð er eftir hljómsveitinni í síðasta mánuði. Á disknum eru tíu lög, þar af fimm ný en hin fimm voru öll á fyrstu plötu sveitarinnar sem var tónleikaplata, tekin upp í Fríkirkjunni. Því gerði það nýju plötuna mun heimakærari og kunnuglegri en kósí er svo sann- arlega orð sem fylgir plötunni. Upptökustjóranum, Árna „Flex“ Árnasyni, tekst afar vel upp við að mastera plötuna sem tekin er upp í hinu víðfræga hljóðveri, Hljóðritan- um í Hafnarfirði. Platan hefur afar einstakan hljóm því manni líður hreint eins og Árstíðir séu inni í stofu með manni. Söngurinn er afar ljúfur og góður og þá tekst röddunin í lög- unum mjög vel en enn auðveldara hefði verið að klúðra því. Platan hefst á einu af þeirra besta lagi, Ages, sem var einnig á fyrri plöt- unni og hljómar það jafnvel á þess- ari, frábært lag. Eftir það tekur svo við nýja lagið, Heiðin, sem er engu síðra ef ekki betra. Maður fær hrein- lega gæsahúð rétt eftir miðja Heið- ina þegar Jón Elísson á pínaóið tekur hækkandi einleikskafla sem rís og rís þar til söngurinn heldur svo áfram eftir fallið. Plötunni er lokað með þremur ís- lenskum lögum, Vonarneista, Næt- uryl og Síðustu kveðjunni. Þrátt fyrir að Vonarneisti hljómi kannski að- eins of mikið eins og gamalt þjóðlag sýna Árstíðardrengir þarna áfram hæfni sína í að semja á íslensku. Þar liggur nefnilega megingalli plötunn- ar að mínu mati. Árstíðir eru vel færar um að semja bæði á ensku og íslensku og því eðlilegt að sveitin vilji hafa ensk lög á plötunni komi draumakall- ið að utan. Einhvers staðar verður þó að taka stefnu. Helst vil ég sjá þá halda sig við íslenskuna en enskan er svo góð að þeim yrði alveg fyrirgef- ið að semja á henni. Auglýsi ég þó eftir fleiri lögum á íslensku. En burt séð frá tungumálum er þessi plata listasmíð og skylduhlustun fyrir alla sem kunna að meta rólega, góða, vel samda og einstaklega vel útfærða tónlist. Tómas Þór Þórðarson Meira af hinu ástkæra og ilhýra, takk Leito er pönkaður íbúi hins alræmda hverfis B13 sem einnig er sögusvið fyrirrennara þessarar myndar. Borg- arskipulag Parísar í framtíðarinni girðir af hverfi lágstéttarinnar og veitir íbúunum lögsögu yfir þeim. Þarna hafast við í aðgreindum pört- um Kínverjar, arabar, Afríkumenn, rómanskt ættaðir og snoðaðir bleik- nefjar. Múslímar með vélbyssur, Afr- íkumenn í fullum skrúða og Kínapía með sítt hnífabardagatagl eru hér fyndin og ýkt eins og tölvuleikjakar- akterar. Þegar tvær löggur eru myrtar fer af stað ferli sem setur París á barm borgarastyrjaldar. Leyniþjónustan hefur ákveðnar hugmyndir um lausn í samvinnu við herinn sem myndi hafa hrikalegar afleiðingar fyrir íbúa hverfisins. Leito hefur samband við Damien, vin sinn í löggunni, í von um aðstoð við að leysa vandamál- in áður en hið opinbera skerst inn í. Forsetinn er fyndin týpa, stað- fastur en örvinglaður og umkringd- ur getulausum ráðgjöfum, fasist- um í stjórnkerfinu, spilltum löggum og vafasömum athafnamönnum í byggingariðnaði sem merkilegt nokk heita Harriburton. Þetta getur bara endað illa. Það er ákveðinn Ástríks og Steinríks blær yfir hugmyndinni og slagsmálasenurnar eru ekki síð- ur ýktar en hjá Gaulverjunum gal- vösku. Byrjunin er flott með grafísk- um inngangi sem kynnir okkur fyrir íbúum hverfisins með sjónarhorni sem virðist fljúga manni milli staða. Tónlistin er flott, hörð og hröð og slær tóninn fyrir tempói myndarinn- ar. Það er unnið eftir ákveðinni for- múlu en á spennandi hátt. Hasarinn er yfirnáttúrulegur og allt er ýkt nið- ur í minnstu smáatriði. Hvernig högg og spörk lenda á búkum í slagsmála- senum er raunverulegt en annars eru slagsmálin viljandi ýkt þvílíkt. Átök- in eru fimleikar og mikil verkfræði liggur að baki þeim. David Belle leik- ur Leito og sýnir fimi sína í Parkour sem er eins konar listform þar sem hlaupið er upp veggi og sveiflað sér í allar áttir eins og apar eiga til að gera. Parkour á rætur sínar að rekja til fjöl- skyldu Belle og hér er nóg fyrir þá sem hafa gaman af slíku. Menn slást með málverkum og stigum, keyra á bílum inn og út um glugga í mikilli hæð og gantast svo sín á milli þegar færi gefst. Luc Besson skrifar reifara- kennt handritið sem þjónar hasarn- um en ekki öfugt, en hver sagði að það væri eitthvað að góðum hasar? Erpur Eyvindarson ástríku 2012 B13- UltimatUm „Hasarinn er yfirnáttúrulegur og allt er ýkt niður í minnstu smáatriði.“ fókus 21. júlí 2009 föstudagur 21 Árstíðir Frábær fyrsta breiðskífa. mynd tratti Árstíðir Flytjandi: Árstíðir Útgefandi: Nivalis Ltd. tónlist B13- UltimatUm leikstjóri: Patrick Alessandrin aðalhlutverk: David Belle, Cyril Raffaelli, Philippe Torreton, Daniel Duval. kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.