Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 22
Heyra má í söngkonunni Þór- unni Antoníu Magnúsdóttur á heimasíðu tónlistarmannsins Beck þessa vikuna en kappinn hefur upp á síðkastið birt eitt lag á viku á heimasíðu sinni með lögum af Velvet Underground & Nico. Lag vikunnar er Run Run Run og syngur söngkonan dúett ásamt hinum hæfileikaríka Beck Hansen. Þórunn var stödd í Kaliforn- íu í þrjá mánuði þar sem hún kom meðal annars fram á tónlistar- hátíðinni Coachella, ásamt því að semja og taka upp lög fyrir vænt- anlega sóló- plötu. Milljónir manna á Spáni munu koma til með að kynnast Ótt- ari Norðfjörð rithöfundi og unn- ustu hans Eloise Vazquez í kvöld er spænska ríkissjónvarpið sýn- ir þáttinn Espanoles en el Mundo eða Spánverjar víða um veröld. Þátturinn gengur út á það að kynnir þáttarins heimsækir Spán- verja sem búsettir eru erlendis og fá að skyggnast inn í líf þeirra. Í þætt- inum sem sýndur verður í kvöld er Ísland sótt heim og er talað við fimm Spánverja á öllum aldri. Í þættinum fer Eloise með myndatökumönnum á áhuga- verða staði í Reykjavík og gæddu þau sér meðal annars á hamborg- urum frá Búllunni. Eloise, sem er mikil áhugamanneskja um ljós- myndun og tónlist, fór einnig með þáttastjórnendur á skemmtistað- inn Karamba þar sem hljómsveitin Skakkamanage spilaði fyrir gesti. Óttar og Eloise eru búsett hér á landi en þau dvöldu um tíma í Barcelona. Hann vinnur nú hörðum höndum að næstu bók sem áætlað er að komi út seinna á árinu en fyrir hefur Óttar gefið út bækurnar Hnífur Abrahams og Sólkross. Milljónir horfa á Laddi renir nokkuð nýtt: Útvarpsmennirnir Sigmar Vil- hjálmsson og Jóhannes Ás- björnsson tóku sig til í útvarpinu um helgina og gerðu heljarinnar símaat í Sigurði Ragnari Eyjólfs- syni, þjálfara kvennalandsliðs- ins í fótbolta. Simmi og Jói fengu ábendingu frá stúlkunum í lið- inu sem vildu hrekkja þjálfarann sinn en um er að ræða atvik sem kom upp fyrr í mánuðinum á tjaldsvæði á Blönduósi þar sem kona var ósátt við hvernig Siggi Raggi, eins og hann er oftast kallaður, lagði bílnum sínum. Í kjölfarið hringdu síðan Simmi og Jói í kappann og annar þeirra kynnti sig sem blaðamann á DV í leit að frétt vegna málsins. Siggi Raggi hélt þó ró sinni allan tímann og náðu strák- arnir lítið að æsa kappann. 22 föstudagur 21. júlí 2009 fólkið Dúett með Beck LanDsLiðsþjáLfari hrekktur unnur Birna koM á óvart „Við erum hérna á Hvaleyrarvelli hjá Keili í Hafnarfirðinum,“ segir Þór- hallur Sigurðsson eða Laddi eins og hann er jafnan kallaður. „Bíddu að- eins, það er komið að mér að slá.“ Laddi leggur frá sér símann og blaða- maðurinn heyrir þar sem hann tekur tvær æfingasveiflur og fylgir þeim svo eftir með einni þéttri. „Jæja, þarna fór hann,“ segir Laddi sem var í miðju golfmóti og getur hafið spjallið um fyrsta aðalhlutverk sitt í kvikmynd á meðan hann gengur eftir brautinni. „Hún stóð sig alveg hörkuvel og kom öllum á óvart,“ segir Laddi um alheimsfegurðardrottninguna Unni Birnu Vilhjálms- dóttur þegar hann er spurður út í leikarahóp- inn í mynd- inni. Unnur Birna hef- ur ekki mikla reynslu af leik- listinni en hún lék þó lítið hlut- verk í myndinni Stóra planið fyrir nokkr- um árum. Það er Þorsteinn Gunnar Bjarna- son sem leikstýrir myndinni sem er hans fyrsta. Laddi segir Gunnar hafa staðið sig frábærlega og að reynslu- leysið hafi aldrei sýnt sig. „Það var eins og hann væri að leikstýra sinni tíundu mynd.“ Tökur á myndinni tóku aðeins þrjár vikur og kláruðust degi fyrr en áætlað var. „Það er mjög sjaldgæft en Tómas sem sá um kvik- myndatökuna er bara svo fær,“ segir Laddi og á þar við Tómas Arnar Tóm- asson sem hefur meðal annars stýrt kvikmyndatöku á yfir 400 Latabæj- arþáttum. „Það voru alltaf tvær myndavélar í gangi og það flýtti alveg rosa- lega fyrir. Alltaf tveir vinklar af öllum skot- um.“ Laddi viðurkennir að það hafi ver- ið orðið löngu tímabært fyrir hann að taka að sér aðalhlutverkið í kvik- mynd. „Jú, mér finnst það nú. Maður hefur verið mikið í því að leika svona vini aðalleikarans í gegnum tíðina.“ Sonur Ladda, Þórhallur Þórhalls- son, uppistandari og síðasti maður- inn sem hlaut nafnbótina fyndnasti maður Íslands, lék einnig í myndinni og segir Laddi það hafa verið ánægju- legt. „Við eigum þarna skemmtilega senu saman og það er frábært að hann hafi getað tekið þátt í myndinni þar sem maður fer með sitt fyrsta að- alhlutverk.“ Myndin Jóhannes fjallar um ólán- saman grunnskólakennara sem kemur sér í bölvuð vand- ræði með því að reyna vera hjálpsamur. „Myndin ætti eigin- lega að heita Versti dagur lífs míns,“ segir Laddi en Jóhannes greyið hefur ekki séð það svartara. „Hann er laminn í klessu og lendir í alls kyns klandri. Blásaklaus engu að síður og allt byggt á misskilningi eins og oft í svona grínmyndum.“ Laddi gerir ráð fyrir því að mynd- in verði frumsýnd í kringum mán- aðamótin október, nóvember og ef- ast ekki um að hún verði góð. „Þetta verður bráðskemmtileg mynd enda fullt af flottum leikurum og góðu fólki sem komu að þessu.“ asgeir@dv.is Tökum er lokið á kvikmyndinni Jóhannesi þar sem Laddi fer í fyrsta skipti með aðal- hlutverk í kvikmynd. Hann sagði frábært að hafa fengið að leika með syni sínum og að Unnur Birna Vilhjálmsdóttir hafi kom- ið öllum á óvart með leiklistarhæfileikum sínum Þórhallur og Þórhallur Feðgarnir leika saman í fyrsta skipti. Unnur Birna Á greinilega framtíðina fyrir sér í leiklistinni. Jóhannes Laddi loksins í aðalhlutverki. Óttar NorðfJörð og unnusTa í spænska ríkissJónvarpinu: Eloise og Óttar Í spænska ríkissjónvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.