Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Page 2
Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum fékk stór hluti stjórn- enda og stjórnarmanna Askar Capital (Askar) kúlulán til hlutabréfakaupa í bankanum. DV sagði frá því í mars að Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi forstjóri Askar, hafi fengið samtals 300 milljóna króna kúlulán í gegn- um félag sitt Varnagla til hlutabréfa- kaupa í bankanum. Gögn sem DV hefur undir hönd- um sýna að níu aðrir stjórnend- ur hjá Askar og dótturfélögum, að Tryggva undanskildum, fengu kúlu- lán til hlutabréfakaupa. Þeir fengu 415 milljóna króna kúlulán í gegnum eignarhaldsfélög sín. Tryggvi fékk sem kunnugt er 300 milljóna króna kúlulán. Þar af 150 milljónir króna frá Askar og 150 milljónir króna frá Glitni. Lánin hafa tvöfaldast Lán til stjórnenda Askar námu því alls 715 milljónum króna. Þessi lán höfðu í árslok 2007 hækkað um tæp- an þriðjung í 925 milljónir króna vegna vaxtakostnaðar og geng- isbreytinga. Í árslok 2007 stóð gengisvísitalan í 120 stigum. Frá þeim tíma hefur hún nærri tvöfaldast og stóð í 234 stigum í gær. Miðað við það nema þessi lán í dag líklega nálægt tveimur milljörðum króna. Fjórir framkvæmda- stjórar sem fengu kúlulán til hlutabréfakaupa starfa enn þann dag í dag hjá Ask- ar og dótturfélaginu Avant. Benedikt Árnason, núver- andi forstjóri, fékk 90 milljóna króna kúlulán. Sverrir Sverri- son, framkvæmdastjóri eigna- stýringar, fékk 50 milljóna króna kúlulán. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri áhættustýring- ar, 50 milljóna króna kúlulán og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, fékk 20 milljóna króna kúlulán. Askar Capital er í dag í meirihluta- eigu skilanefndar Glitnis sem fer með 53,3 prósenta hlut, Saga Capi- tal með 18,1 prósents hlut og tíu aðr- ir hluthafar fara með 28,6 prósenta hlut. Félagið skilaði 12,4 milljarða tapi árið 2008 og var eiginfjárhlutfall- ið neikvætt um 5,2 prósent. Gjalddagi á næsta ári „Það liggur ekki fyrir ennþá hvað gert verður við þessi lán og engin ákvörðun hefur verið tekin um þau. Það kemur í ljós á næsta ári,“ seg- ir Benedikt Árnason, forstjóri Askar Capital, um lán til starfsmanna sem enn starfa hjá Askar og tengdum fé- lögum. Hann segir að gjalddagi sé á lánunum árið 2010. „Þar sem allt hlutafé var niðurfellt er mjög líklegt að félögin geti ekki staðið við sín- ar skuldbindingar þegar kemur að gjalddaga,“ segir Benedikt. Flest lán- in hafi verið tekin hjá Glitni. „Þeir sem látið hafa af störf- um eiga ekki lengur sín félög,“ segir hann. Þar er um að ræða sex fyrrver- andi stjórnendur Askar þar á meðal Tryggva Þór Herberts- son, fyrrverandi forstjóra fé- lagsins. Benedikt segir að þessi kaup hafi ekki áhrif á rekstur Askar. „Félögin voru keypt án endurgjalds. Það er þó engin skuld- binding sem hvílir á Askar um að greiða þessi lán til baka þegar þar að kemur. Lánin eru inni í félögunum sem þá kunna að fara á hausinn ef þau standa ekki við skuldbindingar sínar,“ segir hann. Orkar tvímælis í dag Í samtali við DV segir Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og fyrr- verandi forstjóri Askar Capital, að öll lánin hafi verið veitt þegar stjórnend- urnir komu til starfa í árslok 2006. Það hafi verið eigendur Askar og stjórnin sem veitti samþykki fyrir þeim. Þegar hann lét af störfum keypti Askar bréf- in af félaginu Varnagla sem Tryggvi átti. Samkvæmt samkomulagi við starfsmenn þurftu þeir að eiga bréf- in í þrjú ár til að ávinna sér rétt til að eignast þau. „Ég kem á sléttu út úr þessu persónulega: Ég tapaði engu og græddi ekkert,“ segir Tryggvi. Að mati Tryggva er það ekki ósanngjarnt að stjórnendur geti lát- ið af störfum án þess að greiða lánin sín til baka. „Þetta var ekki almenn- ingshlutafélag. Félagið var í eigu Wernersbræðra og því er almenning- ur ekki að borga þetta. Þetta er tekið af ellefu milljarða króna eigin fé sem þeir settu inn í félagið á sínum tíma,“ segir hann. Svona samningar hafi verið hluti af þeim starfskjörum sem voru í gangi á þessum tíma og voru notaðir til að fá fólk til starfa. „Þetta orkar allt saman tvímælis í dag þeg- ar hlutirnir eru eins og þeir eru. Á þeim tíma var þetta notað til að laða að starfsmenn og þar á meðal mig,“ segir Tryggvi Þór. Gjaldeyrisbraskarar Þrír fyrrverandi starfsmenn Ask- ar Capital komust í fréttirnar í mars þar sem þeir voru ásakaðir um að blekkja viðskiptavini bankans sem héldu sig vera í viðskiptum við bank- ann en voru í raun í viðskiptum við félag í eigu þremenninganna. Um var að ræða gjaldeyrisviðskipti en Ask- ar Capital átti í slíkum viðskiptum í kjölfar gjaldeyrishafta af hálfu hins opinbera. Málinu var vísað til Fjár- málaeftirlitsins. Einn þeirra, Þórður Geir Jónasson, fyrrverandi forstjóri Lánasýslu ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Áhættu og Fjár- 2 þriðjudagur 11. ágúst 2009 fréttir Tíu stjórnendur hjá Askar Capital fengu um 715 milljóna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa hjá bankanum. Sex þeirra hafa látið af störfum og þurfti enginn þeirra að greiða lánin sín til baka. Tryggvi Þór Her- bertsson, alþingismaður og fyrrverandi forstjóri Askar, segir ekkert óeðlilegt við það að fyrrverandi stjórnendur þurfi ekki að greiða lánin til baka. Ekkert er ákveðið með lán þeirra sem enn starfa hjá bankan- um. annas siGmundssOn blaðamaður skrifar: as @dv.is Stjórnendur fengu kúlulán Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi forstjóri Askar: 300 milljónir Benedikt Árnason, núverandi forstjóri Askar: 90 milljónir Haukur Harðarson, fyrrverandi stjórnarformaður Askar: 70 milljónir Bogi nils Bogason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar: 50 milljónir dr. sverrir sverrisson, framkvæmdastjóri Eignastýringar Askar: 50 milljónir Tómas sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fasteignafjárfestingaráðgjafar Askar: 50 milljónir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Askar: 50 milljónir magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant: 20 milljónir Þórður Geir Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Áhættu og Fjármögnunarráðgjafar Askar: 20 milljónir Þórður Gíslason: 15 milljónir samtals: 715 milljónir króna staða í árslok 2007: 925 milljónir króna staða í dag: Um 2000 milljónir króna Stjórnendur loSnuðu við kúlulánin Orkar tvímælis í dag Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og fyrrverandi forstjóri Askar, segir að lánin orki vissulega tvímælis í dag. Engin ábyrgð Enginn stjórnandi, sem hefur látið af störfum hjá Askar, hefur þurft að greiða kúlulán sitt til baka. LJósmYndari: HEiða HELGadóTTir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.