Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Blaðsíða 12
Samtals voru 504.073 beiðnir sendar síma- og netfyrirtækjum í fyrra um að hlera símtöl og tölvupósta íbúa Bretlandseyja. Þetta jafngildir tæp- lega fjórtán hundruð beiðnum á dag, eða að einn af hverjum 78 fullorðn- um í Bretlandi hafi verið hleraður einhvern tíma á árinu. Talan var að- eins lægri árið 2007 en er sextíu pró- sent hærri en árið þar á undan. Þess- ar upplýsingar birtast í ársskýrslu sir Pauls Kennedy, opinbers eftirlits- manns fjarskiptahlerunar í landinu. Svefnganga án verndar Í skýrslunni kemur fram að flest- ar beiðnirnar bárust frá lögreglu en einnig sendu leyniþjónustan og bæj- ar- og borgarráð víðs vegar í landinu slíkar beiðnir. Chris Huhne, talsmaður innan- ríkismála hjá frjálslyndum demó- krötum, segir tölurnar sýna að Bret- ar hafi gengið í svefni inn í það sem hann kallar eftirlitsríki og að tölurnar gætu orðið til þess að íbúar í landinu misstu trú á stjórnvöldum. „Margar þessar aðgerðir, sem framkvæmdar eru af lögreglu eða leyniþjónustunni, eru nauðsynlegar en þessi fjöldi er ógnvekjandi. Það getur ekki verið réttlætanlegt svar við vandamálunum sem við stönd- um frammi fyrir í þessu landi að ríkið sé að njósna um hálfa milljón fólks á ári. Við erum búin að ganga í svefni inn í eftirlitsríki án nægrar vernd- ar. Stjórnvöld gleyma að skáldsag- an 1984 eftir George Orwell var við- vörun en ekki leiðbeining. Við erum langt frá því að búa við leynilögreglu, eins og Stasi var í Austur-Þýskalandi, en það að nauðsynlegt sé að njósna um einn af hverju 78 fullorðnum boðar ekki gott,“ segir Huhne. 1 af 31 hleraður Sir Paul segir fjarskiptahleranir vera ómetanlegt vopn í baráttu gegn glæpum en bætti við að það væri að verða æ tæknilegra og erfiðara vegna háþróaðra starfsaðferða hryðju- verka- og glæpamanna. Í skýrslunni kemur fram að tvær kvartanir um ólögmæta hlerun hafi verið staðfestar af dómstólum, aðeins í annað og þriðja skiptið sem slíkar kvartanir fara svo langt. Engar frekari upplýsingar eru um málin nema að gögnin sem fengust með hleruninni voru eyðilögð og bætur greiddar út í öðru málinu en ekki hinu. Síðustu þrjú árin hafa 1,2 milljón- ir beiðna um hleranir borist síma- og netfyrirtækjum í Bretlandi. Jafngildir það að einn af hverjum 31 fullorðn- um hafi verið hleraður. Rétt er að taka fram að upplýsingar í ársskýrslu ársins 2007 innihéldu tæplega sex hundruð villur. 12 þriðjudagur 11. ágúst 2009 fréttir Ríkissaksóknarinn í Noregi hefur gefið út ákæru á hendur manni um fertugt sem er gefið að sök að hafa smitað eiginkonu sína og dóttur af HIV-veirunni. Maðurinn stundaði óvarið kynlíf með eiginkonu sinni seint um sumar og haust árið 2007 án þess að segja henni að hann væri HIV-smitaður. Faðir, móðir og dóttir eru HIV-smit- uð en maðurinn er ekki ákærður fyr- ir að hafa stundað kynlíf með dóttur- inni, sem er á táningsaldri, og smitað hana þannig af veirunni. Hún smit- aðist þegar faðir hennar bað hana að þurrka upp blóð á heimilinu eft- ir að til slagsmála kom milli föður og móður. Dóttirin hefur vitnað að hann hafi ekki haft samræði við hana. Ekki kemur fram í ákærunni hvernig mað- urinn sjálfur smitaðist. Lögreglan í Drammen í Noregi hefur reynt að bera saman þessi þrjú HIV-smit til að ganga úr skugga um að þau séu öll frá föðurnum kom- in. Lögreglan getur ekki farið nán- ar út í rannsóknina á málinu að svo stöddu. Samkvæmt skýrslu sem stofnunin HivNorege gerði við árslok 2008 hafa tólf mál ratað til dómstóla síðan um aldamót þar sem fólk smitar aðra af HIV-veirunni visvítandi. Samkvæmt skýrslunni féll fangelsisdómur í öll- um málunum. liljakatrin@dv.is Fertugur, norskur karlmaður gæti fengið sex ára fangelsisdóm fyrir vísvitandi smit: Smitaði mæðgur af HIV-veiru Fær borgað fyrir að sofa Háskólaneminn Roisin Madigan hefur nælt í eitt besta starf í heimi hjá lúxusrúma- framleiðandanum Simon Horn í Bretlandi. Hún fær þúsund pund, eða rúmlega tvö hundruð þúsund íslenskar krónur, fyrir að sofa í lúxusrúmum á hverj- um degi í mánuð. Hún eyðir átta tímum á dag í rúmunum í sýningarsal framleiðandans og bloggar um reynslu sína. Suma daga þarf hún jafnvel að stilla sér upp í glugga verslunar Sim- on Horns. Starfið er liður í svefn- könnun sem framleiðandinn gerir til að geta veitt sölumönn- um og viðskiptavinum betri upplýsingar um rúmin. Leynileg jarðar- för Jacksons Poppkóngurinn Michael Jackson fékk leynilega jarðarför sem stingur í stúf við líferni hans sem var fullt af glysi og glam- úr. Samkvæmt breska blaðinu The Daily Mirror hvílir Jackson í Forrest Lawn-kirkjugarðin- um í Hollywood Hills. Hann var jarðaður í kyrrþey án nokkurrar athafnar til að hindra að jarð- setning hans yrði að hálfgerð- um sirkus og aðdáendur myndu streyma að gröf hans eins og gerðist við gröf Elvis Presley. Flytja þurfti Presley til Grace- land vegna öryggisvandamála. Starfsfólk Forrest Lawn-kirkju- garðsins veit ekki einu sinni hvar Jackson hvílir en talið er líklegt að hann liggi hjá ömmu sinni, Mörthu Bridges, sem var jörðuð undir tré í garðinum árið 1990. Fíll fastur í klóaki Fílsungi var notaður sem vinnuafl við vegavinnu í Rayong- héraðinu í Taílandi en fíllinn kom litlu í verk. Hleri yfir klóaks- holu sem fíllinn stóð á gaf sig nefnilega með þeim afleiðingum að fíllinn féll ofan í holuna með rassinn fyrst. Það tók björgun- arfólk þrjá tíma að koma fílnum úr þessari óþægilegu stöðu en það gerði það með því að gera holuna stærri og toga síðan fíl- inn upp. Sem betur fer slasaðist fíllinn ekki. Geta ekki stundað kynlíf Rúmlega þriðjungur breskra para eru ekki í nógu góðu formi til að stunda kynlíf samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 2.000 manns tóku þátt í könnuninni og sögðust tveir af hverjum þremur vera of þreyttir í lok dags til að leika sér í bólinu með makanum. Einn af hverjum sex eru svo latur að nenna ekki að standa upp og skipta um stöð á sjónvarpinu ef fjarstýringin er biluð. Öll þrjú með veiruna Norskur maður er ákærður fyrir að hafa smitað eiginkonu sína og dóttur af HIV- veirunni. Myndin er sviðsett. Hlerun á hverri mínútu Einn af hverjum 78 fullorðnum í Bretlandi var hleraður í fyrra. Yfirvöld í Bretlandi hleruðu símtöl og tölvupósta að meðaltali einu sinni á mín- útu á síðasta ári. Flestar beiðnirnar komu frá lögreglunni og voru þær allar sam- þykktar. Sir Paul Kennedy, opinber eftir- litsmaður fjarskiptahlerunar, segir hler- anir vera ómetanlegt vopn í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpum. lilja Katrín gunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Stjórnvöld gleyma að skáldsagan 1984 eftir George Orwell var við- vörun en ekki leiðbein- ing.“ 1.400 HLERANIR dAGLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.