Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Blaðsíða 6
„Félagið fékk tölvupóst um að það væri mikið um að aðilar sem uppfylla ekki kröfurnar sem dyraverðir verða að uppfylla væru að sinna þessu starfi. Við sendum lögreglunni upplýsingar um staðina og niðurstöður skoðana- könnunarinnar sem við framkvæmd- um,“ segir Kristinn Gísli Sigurjónsson sem situr ásamt þremur öðrum dyra- vörðum í stjórn Félags dyravarða. Stjórn félagsins er ósátt við að sumir skemmtistaðir í Reykjavík fylgja ekki tilskildum reglum um dyravörslu. Að minnsta kosti tveir dyraverðir sem hafa dyravarðaréttindi verða að starfa á skemmtistöðum samkvæmt lögum. Aðilar geta sótt um þessi réttindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestir erlendir Á umsóknareyðublaðinu kem- ur skýrt fram að viðkomandi þarf að skilja og tala íslensku. Enn fremur þarf umsóknaraðilinn að vera lág- mark tuttugu ára og aðilinn má ekki hafa gerst sekur um ofbeldis- eða fíkniefnabrot. Að öðru leyti metur lögreglustjóri hverjir eru hæfir til að gegna dyravörslu. Lögreglan fylgist með því að þess- um lögum sé framfylgt. Ef dyravörður er ekki með tilskilin leyfi fær hann að- vörun og ef dyravörður sækir sér ekki leyfi getur hann átt von á sekt. Félag dyravarða ákvað að kanna nafnlaust viðhorf dyravarða á átta stærstu skemmtistöðum í Reykjavík. Valdir voru dyraverðir af handahófi, þeim kynntar spurningarnar og út á hvað Félag dyravarða gengur. 21 ein- staklingur var beðinn um að taka þátt, fimmtán svöruðu og sex neituðu. Að sögn Kristins voru flestir þessara sex af erlendu bergi brotnir og töluðu ekki íslensku. Aðeins þrír með leyfi Niðurstöður könnunarinnar sýndu að meðalaldur dyravarða var 25 ár. Af þessum fimmtán voru tíu útlending- ar og fimm Íslendingar. Af þeim sem svöruðu töluðu átta íslensku, eða um 53 prósent. Aðeins þrír af þessum fimmtán voru með viðurkennd dyra- varðaskírteini, eða tuttugu prósent. Fimm vissu að skírteinin þurfti til að starfa sem dyravörður, fimm vissu það ekki og fimm vildu ekki svara spurn- ingunni. Fjórir sögðust ætla að fá sér skírteini þar sem þeir vissu nú að þess þyrfti, tveir hugðust ekki gera það og hinir níu vildu ekki svara spurningunni. Gæti endað illa Niðurstöður könnunarinnar komu Kristni og hinum stjórn- armeðlimunum mjög á óvart. Þeir stefna á að gera aðra skoð- anakönnun eftir tvær vikur og eru mjög ósáttir við að sumir skemmtistaðir fari ekki eftir sett- um reglum um dyravörslu. „Það er búið að setja ramm- ann um hvað maður þarf að gera til að sækja um. Mér finnst að lögreglan þurfi að fylgja bet- ur eftir hverjir starfa við dyra- vörslu. Annars geta hættuleg- ir hlutir gerst þó við höfum í rauninni ekki sönnun fyrir því. En reglur eru settar út af ein- hverri ástæðu. Þeir aðilar sem mega vera í dyrunum eiga að vera í dyrunum,“ segir Kristinn. Það sem kom honum mest á óvart við könnunina var hve fáir töluðu ís- lensku af þeim sem spurðir voru. „Ef erill kemur upp á staðnum og einhverjir aðilar æsa sig er dyravörð- urinn ekki í góðri aðstöðu til að róa fólk niður ef hann talar ekki íslensku og kannski ekki góða ensku heldur. Það gæti búið til fleiri vandamál. Þetta gæti endað illa. Reglurnar segja að þú þurfir að tala og skilja íslensku og þá býst maður við að það sé svoleið- is. Fólk kemur á staði til að skemmta sér og borga fyrir áfengi og býst þar af leiðandi við að dyragæslan uppfylli vissar kröfur.“ 6 þriðjudagur 11. ágúst 2009 fréttir Hjálpin snýr aft- ur úr sumarfríi Fjölskylduhjálpin er komin úr sumarfríi og verður fyrsta matarúthlutunin á morgun mið- vikudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, forstöðumaður Fjölskylduhjálp- arinnar, beinir þeim tilmælum til fólks og fyrirtækja sem vilja styrkja starfið með matvælum og fatnaði að koma með það á úthlutunardegi klukkan eitt. Fjölskylduhjálpin er til húsa í Eskihlíð 2 til 4. Teknir við ólöglegar veiðar Varðskip og þyrla Land- helgisgæslunnar tóku í fyrra- dag tvö skip sem staðin voru að meintum ólöglegum veið- um og vísaði þeim til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Tekin var skýrsla af skipstjórum og hald lagt á afla, gögn og búnað sem mál- ið varðar samkvæmt því sem rétt er talið með hliðsjón af lögunum. Annað tilvikið varðaði tog- veiðar í hólfi á Vestfjarðamið- um þar sem áskilið er að hafa svokallaða smáfiskaskilju eða ákveðna lágmarksmöskva- stærð. Hins vegar var um að ræða handfærabát sem stað- inn var að meintum ólögleg- um handfæraveiðum innan bannsvæðis. Samkeppnislög hindra uppkaup Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra telur samkeppnislög koma í veg fyrir að ríkið kaupi upp sprotafyrirtæki sem byggt hafi upp fjarskipta- sambönd á ein- stökum svæðum á landsbyggð- inni. Þetta kemur fram í svari Kristjáns við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Hann spurði hvort til greina kæmi að kaupa upp minni sprotafyrirtæki sem hafi af „fórnfýsi og frum- kvöðlaþrótti“ byggt upp fjar- skiptasambönd. „Þeir aðilar sem mega vera í dyrunum eiga að vera í dyrunum.“ Eitt af skilyrðum til að öðlast dyravarðaréttindi á Íslandi er að viðkomandi tali og skilji íslensku. Kristinn Gísli Sigurjónsson situr í stjórn Félags dyravarða og er ósátt- ur við að sumir skemmtistaðir fylgi ekki þessum reglum. Félagið kannaði viðhorf dyravarða og kom í ljós að tæplega fimmtíu prósent töluðu ekki íslensku. Enn færri voru með tilskilin dyravarðaskírteini. liljA KAtrín GunnArSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „GÆTI ENDAÐ ILLA“ Verður að tala íslensku Á umsókninni kemur skýrt og greinilega fram að viðkomandi þarf að skilja og tala íslensku. Aðeins tæplega helmingur þeirra dyravarða sem Félag dyravarða talaði við talaði íslensku. Standa vörð um réttindi Félag dyravarða var stofnað í janúar á þessu ári í þeim tilgangi að passa að ekki sé brotið á réttindum dyravarða. Félagið vinnur líka að því að efla samstarf við lögregluna, að sögn Kristins. Mynd/rAKel óSK „Við íbúarnir höfum sameinast um það eina ferðina enn að leiðbeina Reykjavíkurborg um skilningsleysi þeirra og vanþekkingu á skipulags- málum,“ segir Kári Halldór Þórsson, sem er einn af íbúum Bergstaða- strætis sem standa fyrir opnum fundi næstkomandi fimmtudag í Iðnó. Á fundinum verður fjallað um lýðræði þegar kemur að skipulags- og bygg- ingamálum en Kári segir því ábóta- vant hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að sveitarfélögin eigi að tryggja rétt- aröryggi íbúa og telur að borgaryfir- völd gangi erinda verktaka sem fá að ákveða hvernig hverfið á að líta út í stað þess að hlusta á íbúana. „Við höfum þurft að fara í mjög mikla vinnu til að afla þeirra upp- lýsinga sem er nauðsynlegt að hafa til að vinna í svona málum. Við eig- um ekki að þurfa að gera það, þeim ber skylda til þess,“ segir Kári. Nýlega breytti Reykjavíkurborg aðalskipu- lagi með deiliskipulagstillögu. „Þá á borgin eina af lóðunum og verk- takarnir lýsa því í gögnum frá sér, sem þeir láta nokkrum íbúum í té, að þeir eigi lóðina. Þetta er ekkert annað en þjónkun við verktaka, svokallað verktakalýðræði í staðinn fyrir íbúa- lýðræði.“ „Við erum raunverulega að leita eftir reynslusögum og upplýsingum frá öllum íbúum í öllum sveitarfélög- um og hverfissamtökum Reykjavíkur, þetta er ekki bara hér því þetta hefur verið svona í öllum hverfum Reykja- víkur og nágrannabyggðarlögum,“ segir Kári. En býst hann við mörgum á fundinn í Iðnó? „Þetta er ákvörðun sem er tekin með skömmum fyrir- vara en á tímum þegar fólki er annt um sitt lýðræði og þetta er gegn spill- ingu á ég von á því að það verði fullt út úr dyrum,“ segir Kári að lokum. bodi@dv.is Íbúar við Bergstaðastræti ósáttir við borgaryfirvöld: Verktakalýðræði í borginni Vill breytingar Kári segir að borgin þurfi að breyta vinnubrögðum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.