Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Síða 21
á þ r i ð j u d e g i Óvinir almennings vinsælir Almenningi virðist ekki illa við myndina Óvinir almennings, eða Public Enemies, ef marka má aðsóknartölur kvikmyndahúsanna fyr- ir liðna helgi. Þar trónir þessi nýjasta mynd Michaels Mann á toppn- um en hún var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Í öðru sæti er Karlar sem hata konur, teiknimyndin G-Force kemur þar á eftir og The Proposal, sem var í fyrsta sæti í síðustu viku, dettur niður í það fjórða. Djass í 20 ár Fjöldi framúrskarandi djasstónlist- armanna spilar á Jazzhátíð Reykja- víkur þetta árið en hátíðin hefst um næstu helgi. Hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni mun hátíðin standa í tuttugu daga. Jazzhátíð Reykjavíkur var fyrst hald- in sem Norrænir jazzdagar 1990 og hefur verið árviss viðburður síðan. Að þessu sinni verða viðburðirnir hartnær fimmtíu og fara meðal ann- ars fram í Iðnó, Norræna húsinu, á Nasa, Rósenberg og í Fríkirkjunni. Í tilefni tímamótanna gefst áheyrend- um kostur á að eignast passa á alla hátíðina í forsölu fram að opnun- ardegi, 13.ágúst, fyrir aðeins 8.000 krónur. Nánari upplýsingar um dagskrá og tónleikastaði er að finna á nýrri heimasíðu hátíðarinnar, reykjavikjazz.is sjötta act alone Eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi, Act alone, verður haldin sjötta árið í röð um næstu helgi, 14.-16. ágúst. Hátíðin fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og á Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði. Að vanda er aðgang- ur að hátíðinni ókeypis og öllum opinn. Act alone er helguð ein- leikjum og er meðal fárra slíkra í Evrópu. Á dagskrá í ár eru alls fimm einleikir, þar á meðal Ódó á gjaldbuxum og Ég heiti Rachel Corrie sem sýndur var í Borgar- leikhúsinu fyrr á árinu. Þá verða eins manns tónleikar, sögusýning um einleiki á Íslandi og fyrirlest- ur um förumenn og leiklist hér á landi á 19 öld. Nánari upplýsing- ar á actalone.net. 90´s kvölD á nasa DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda 90´s partí á Nasa næsta laugardag. Kvöld- in þeirra á Nasa á gamlárskvöld hafa verið gríðarlega vinsæl, troðfullt í öll- um partíunum og frábær stemning. Þá líða tónleikar Haddaways á einu 90´s kvöldi í fyrrahaust seint úr minni þeirra sem þar voru. Heyrst hefur að stór hópur fólks mæti á hvert einasta kvöld og bíði með öndina, glowsticks og buffaloskó í hálsinum eftir hverju einasta partíi. Forsala er á midi.is og kostar 1.500 krónur inn. Það flækist ekki fyrir þeim á Hótel Flókalundi í Vatnsfirði að útbúa flotta steikarsamloku. Ég komst að því á dögunum þegar ég stoppaði þar á leið minni til höfuðborgarinnar eftir dvöl á Vestfjörðum. Þegar maður gengur inn á veit- ingastað hótelsins kemur maður fljótt auga á tvo hrafna sem standa voldugir hvor sínum megin við inn- ganginn inn í eldhúsið. Þar sem ég ber millinafn í höfuðið á þessum fallega en umdeilda fugli fór ég að hugsa um mögulega ástæðu þess að nafnar mínir kroppuðu andrúmsloft- ið á þessum afskekkta veitingastað á sunnanverðum Vestfjörðum. Nafnið Flókalundur leiddi mig eðlilega fljótt að Hrafna-Flóka en þrátt fyrir heið- arlegar tilraunir til að rifja upp sögu- tímana í grunnskóla mundi ég ekki hvort hann hefði numið land í Vatns- firði. Wikipedia staðfesti á hinn bóg- inn þann grun minn þegar heim var komið. Allt um það. Steikarsamlokan sem ég pantaði mér var algjört afbragð og mæli ég hiklaust með henni við þá sem leið eiga þarna um. Kjötið var blóðugt og mjúkt, laukurinn ljúfur og sólþurrkuðu tómatarnir gerðu merki- lega mikið fyrir lokuna. Hún kost- aði hins vegar sitt, 1.920 krónur ef ég man rétt, og engar franskar eða ann- að meðlæti innifalið í því. Krónurn- ar átta hundruð sem ég borgaði fyrir litla Gull-bjórinn voru líka töluvert yfir því sem mér finnst ásættanlegt að láta af hendi rakna fyrir slíkan drykk. Asninn ég keypti drykkinn görótta samt því ég var það bjórþyrstur og betri helmingurinn bauðst til þess að keyra það sem eftir var af vegalengd- inni í Sælingsdal þar sem ætlunin var eiga næturstað. En hvað föstu fæð- una varðar skal taka fram að maður fær þó gæði í einhverju samræmi við verðið í Flókalundi, ólíkt N1-sjoppum og staðarskálum landsins (góðærið gerði svo auðvitað hinn eina sanna Staðarskála að enn einni N1-sjopp- unni.). Þjónustan var snörp og góð og útsýnið yfir Vatnsfjörðinn umtals- vert betra en í flestum vegasjoppum landsins. Maður borgar ekkert extra fyrir það. Kristján Hrafn Guðmundsson Flott loka í Flókalundi Myndin Crossing Over fléttar saman nokkrum sögum um samskipti kyn- þáttanna í menningarlegum suðu- potti Los Angeles þar sem hráefnin haldast aðskilin þótt hitinn sé hækk- aður. Manni verður strax hugsað til Crash þótt hér sé áherslan á þau allra þjóða kvikindi sem reyna að verða bandarískir ríkisborgarar þrátt fyrir yfirgripsmikil höftin. „Bleiknefjinn“ Max Brogan, leikinn af Harrison Ford, vinnur hjá „La Migra“ eins og útlendingaeftirlitið er kallað á þess- um slóðum. Hann gerir sitt besta meðan Ray Liotta leikur starfsmann sömu stofnunar sem gerir sitt versta, er auk þess ógeðslega ljótur og full- kominn í hlutverkið. Kóreska „kína- trýnið“ Yong er ekki jafnspenntur fyrir nýju ríkisfangi sínu og hinn trú- lausi „umskorningur“ Kossef sem þykist vera strangtrúaður gyðingur til að fá landvistarleyfið í gegn. Athygl- isverð er einnig saga ástralska „bleik- nefjans“ Claire sem er hin dæmi- gerða „waitress/TV-star“ sem L.A hefur víst ógrynni af. Við fáum nasaþef af tilveru hinna réttlausu og misnotuðu sem kerfið ráðskast með að vild. Hvernig alrík- isstjórnin refsar börnum fyrir hugs- anaglæpi og hvernig nýjum ríkis- borgurum er stundum meinað með öllu að aðlagast. Hvernig sumir inn- flytjendur taka ósiði heimalandsins með sér í nesti, eins og ósiðirnir væru ekki nógu margir í hinum nýju heim- kynnum. Við erum blessunarlega laus hér við alvarlega mikið þjóð- ernisrunk og myndin tekur á þarfri umræðu innflytjendamála. Hvernig „land landnemanna“ gat gerst jafn- fjandsamlegt nýjum landnemum og raun ber vitni. En einnig hvernig sómasamlegt embættisfólk nær að gera gott í vondu kerfi. Það eru engir alvarlegir gallar hér á ferð en það er svolítið eins og ein- hver hafi ekki nennt að gera mynd- ina. Þrátt fyrir reglulegt dramatískt gítargutl yfir alveg sæmilegri fram- vindu vantar hitann til að það kraumi í suðupotti fjölmenningarinnar. Erpur Eyvindarson fÓkus 11. ágúst 2009 þriðjuDagur 21 Crossing over Leikstjóri: Wayne Kramer Aðalhlutverk: Harrison Ford, Cliff Curtis, Ashley Judd, Ray Liotta kvikmyndir bleiknefjar o kínatrýni hótel flókalundur Hraði: Matur: Viðmót: Umhverfi: Verð: veitingar Crossing Over Svolítið eins og einhver hafi ekki nennt að gera myndina. Réttlaus og mis- notuð „Við fáum nasaþef af tilveru hinna réttlausu og misnotuðu sem kerfið ráðskast með að vild.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.