Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Síða 22
Edda Björg Eyjólfsdóttir leik- kona hefur fyrir löngu sannað hæfileika sína, bæði í leik og söng. Edda hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi en þekktust er hún líklega fyrir leik sinn í Stelpun- um á Stöð 2. Ferilinn hóf Edda hins vegar í hlutverki Magentu í Rocky Horror Picture Show sem leikfélag MH setti upp við feiki- legar vinsældir í byrjun tíunda áratugarins. Leikkonan rifjaði upp gamla takta úr sýningunni þegar hún tók lagið Touch-a, touch-a, touch-a touch me á karaókíbarnum Ölveri í Glæsi- bæ síðastliðið laugardagskvöld. Um sönginn í laginu sér þó per- sóna Janet að langmestu leyti en heimildarmaður DV á Ölveri segir að það hafi verið engu líkara en að Edda hafi ekki gert neitt annað en að syngja þetta magnaða lag, slík var frammi- staðan. „Ég er í þriðja sæti núna og þarf á stuðningi þjóðarinnar að halda til þess að ná alla leið,“ segir Hulda Lind Kristinsdóttir, 22 ára Reykja- víkurmær og fyrirsæta, sem tek- ur þátt í keppninni Miss Tourism Queen International 2009. Keppn- in fer fram í Kína í lok mánaðarins en netkosningin er eins konar for- keppni og tryggir sigurvegaranum sæti í úrslitum keppninnar. „Það eru margir titlar í boði og sá stærsti er Miss Tourism Queen International 2009,“ segir Hulda sem er kemur meðal annars fram í íslenska þjóðbúningnum. Hægt er að greiða atkvæði á vefsíðu keppn- innar, www.misstqi.com. Það er þó ekki ókeypis heldur þarf að greiða fyrir atkvæðin. Minnst er hægt að kaupa 10 atkvæði á þrjá dali og þarf því að eiga góða að til þess að sigra í kosningunni. Eins og staðan er núna er keppandi Taívan í fyrsta sæti með 17.300 atkvæði, keppandi Nýja-Sjálands í öðru með 14.600 atkvæði og svo Hulda í því þriðja með 12.690 atkvæði. asgeir@dv.is ungfrú túrismi rifjaði upp rocky Horror Hulda lind í þriðja sæti í netkosningu: kanaútvarpið: Silfurdrengurinn og gel- mógúllinn Logi Geirsson er nú í óðaönn að komast í stand með liði sínu Lemgo eftir að hafa barist við erfið meiðsli. Logi hefur verið að taka vel á því í ræktinni til að byggja sig upp fyrir langt tímabil í Þýskalandi og fékk hann um daginn verð- laun frá líkamsræktarþjálfara liðsins fyrir að vera skornasti liðsmaður Lemgo. Logi hefur verið að bralla ýmislegt með kærustunni sinni gullfallegu, körfuboltakonunni Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, að und- anförnu en um daginn skelltu þau sér meðal annars á 70.000 manna U2-tónleika á Schalke- vellinum í Gelsenkirken. Logi manna skornastur 22 þriðjudagur 11. ágúst 2009 fóLkið „Það hefur engin útvarpsstöð opn- að svona stórt á Íslandi,“ segir at- hafnamaðurinn Einar Bárðarson um útvarpsstöðina Kaninn 91,9 sem fer í loftið 1. september næst- komandi. Að sögn Einars hefur engin stöð farið í loftið hérlend- is sem hefur náð til jafnmargra landsmanna strax á fyrsta degi. „Við stefnum að því að um 85% landsmanna geti hlýtt á stöðina frá fyrsta degi,“ segir Einar en stöð- in heitir í höfuðið á kanaútvarpinu sáluga sem Bandaríkjaher hélt úti á eftirstríðsárunum. Útvarpsstöðin verður send út á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurlandi ef allt gengur eftir. „Við verðum allavega pottþétt á Akureyri en það er ver- ið að skoða þetta með Suðurland- ið,“ segir Einar sem er um þess- ar mundir að koma upp tveimur öflugum sendum á höfuðborgar- svæðinu. „Það verða tveir risastór- ir sendar á höfuðborgarsvæðinu. Annar þeirra verður við Kálfatjörn og hinn ekki langt frá Mosfellsbæ. Kaninn ætti því að heyrast hátt og skýrt um alla Reykjavík og ná- grenni.“ Aðspurður hverjar áherslurnar á Kananum verði er orðið „nýtt“ lykilhugtak. „Þetta verður bara að langmestu leyti ný og fersk tón- list og ferskir vindar. Eitthvað fyrir ungt fólk og raun alla landsmenn. Fólk langar bara að heyra eitthvað nýtt.“ En hlustendur eru ekki þeir einu sem hafa áhrif á framtíð Kan- ans heldur einnig auglýsendur. Það hafa margar útvarpsstöðvar komið og farið í gegnum tíðina en Einar er hvergi banginn. „Viðbrögð auglýsenda hafa ekki verið síðri. Maður er bara búinn að vera á fundum út í eitt undanfarið. Þetta er bara eins og að hleypa beljum út að vori.“ Greint hefur verið frá því á undanförnum dögum að Einar leiti nú að hæfu útvarpsfólki til þess að halda nafni Kanans á lofti. Útvarpsmennirnir Jón Axel Ól- afsson og Gunnlaugur Helgason hafa báðir verið sterklega orðaðir við stöðina en saman mynduðu þeir félagar hið fræga útvarpství- eyki Tveir með öllu. „Þetta skýrist allt fyrr en seinna,“ segir Einar að lokum en hann vill ekkert gefa upp að svo stöddu um ráðningar á stöðina sem mun án efa blása nýju lífi í ís- lenska útvarpsflóru. asgeir@dv.is Einar Bárðarson segir opnun kanans 91,9 þá stærstu í út- varpssögunni á íslandi. stefnt er að því að um 85% þjóðar- innar geti hlýtt á stöðina strax 1. september þegar hún fer í loftið. einar leitar nú að útvarpsfólki en reynsluboltarnir Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason hafa verið orðaðir við stöðina. Einar Bárðarson Er með ýmislegt í gangi eins og vanalega Hulda Lind Kristinsdóttir Gengur vel í netkosningunni á www.misstqi.com „stærsta opnun sögunnar“ Tveir með öllu Ætli þeir félagar verði saman með þátt í Kananum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.