Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2009, Blaðsíða 12
Þúsundir flykkjast nú í afskekkt, nep-
alskt þorp til að tilbiðja Risab, sex
mánaða gamalt barn sem er með
fjórar hendur og fjóra fótleggi. Risab
er nefnilega samvaxinn sníkilství-
bura sínum sem fæddist án höfuðs.
Þorpsbúar telja Risab vera fílaguðinn
Ganesh endurholdgaðan. Ganesh er
vel þekkt goð í hindúatrú og er guð
upphafsins og hindrananna. Ganesh
birtist í mörgum myndum og get-
ur haft allt frá tveimur upp í sextán
handleggi.
Rikhi Ghimire, faðir Risabs, seg-
ir marga gefa honum gjafir en aðrir
telja barnið afbrigðilegt.
„Sumir segja að hann sé eins og
guð og þeir koma til að tilbiðja hann
og gefa honum peninga. Þeir gefa
nokkrar rúpíur og færa honum gjaf-
ir sem eru oftast matur eða föt. Aðr-
ir hafa sagt að hann líkist apa eða sé
nornabarn.“
Um það bil fimm þúsund manns
hafa heimsótt barnið síðan það
fæddist að sögn Prem KC, kennara
í þorpinu. Hann segir suma hafa
gengið eða keyrt langar vegalengd-
ir til að sjá undrabarnið. Ghimire
þorpspresturinn kennir síðbúnum
og óstöðugum monsúnrigningum
um ástand barnsins.
„Sumir segja að þetta sé krafta-
verk, eða að þetta sé guð, á meðan
aðrir halda því fram að bölvun hvíli
á barninu,“ segir Ghimire.
Januk, móðir Risabs, á tvo aðra
syni og þjáðist gífurlega fimm dögum
fyrir fæðingu hans. Hún hélt að hún
myndi deyja í fæðingunni en þegar
Risab fæddist var hún dauðhrædd
um viðbrögð þorsbúanna.
„Ef eiginmaður minn hefði ekki
verið hjá mér hefði ég verið hrædd
um að þorpsbúar myndu kalla mig
norn og drepa mig,“ segir Januk. Hún
segir eins einfalda hluti og að svæfa
Risab eða baða hann sé mjög erf-
itt. Faðir Risabs vill að hann gangist
undir aðgerð til að skilja hann frá tví-
bura sínum svo hann geti lifað eðli-
legu lífi en fjölskyldan hefur ekki efni
á því.
liljakatrin@dv.is
12 miðvikudagur 12. ágúst 2009 fréttir
Ráðist á Mónu
Lísu
Lögreglan í París
handtók rússneska
konu á sunnudag
eftir að hún réðst á
eitt frægasta mál-
verk heims, sjálfa
Mónu Lísu, með
bolla af eldheitu
English Breakfast-
tei. Konan henti bollanum í mál-
verkið beint fyrir framan örygg-
isverði í Louvre-safninu sem brá
heldur betur í brún. Bollinn lenti
á skothelda glerinu í kringum
Mónu Lísu og lenti á gólfinu þar
sem hann brotnaði. Öryggisverð-
ir sneru konuna niður en Mónu
Lísu sakaði ekki. Konan er enn í
varðhaldi og er búin að gangast
undir sálfræðirannsókn.
Kvartað undan
kaffihúsi
Nýtt kaffihús í Los Angeles hef-
ur svo sannarlega valdið usla í
Borg englanna. Kaffihúsið heitir
Bikini Espresso og þar má finna
föngulegar stúlkur sem bera
fram kaffi í bikiníi einu klæða,
jafnt á morgnana sem á kvöld-
in. Viðskiptavinir kaffihússins
eru nær eingöngu karlmenn.
Margar konur hafa hringt í Gary
Gillet, eiganda kaffihússins, og
kvartað undan bikiníbombun-
um, sérstaklega vegna þess að
konurnar standa oft úti á götu
langt frá kaffihúsinu til að aug-
lýsa það. Gillet þessi lætur sér
fátt um finnast og ætlar að opna
sams konar kaffihús á Englandi
og Frakklandi og í Moskvu og
Madrid.
Systir Kennedys
látin
Eunice Kennedy Shriver, syst-
ir Johns F. Kennedys heitins,
fyrrverandi forseta Bandaríkj-
anna, er látin 88 að aldri. Dóttir
Eunice er Maria Shriver, eigin-
kona Arnolds Schwarzeneggers,
hasarmyndahetju og ríkisstjóra
Kaliforníu. Eunice var miðju-
barn Josephs P. Kennedys og
konu hans, Rose, en þau eign-
uðust alls níu börn sem mynd-
uðu eitt stærsta pólitíska veldi
Bandaríkjanna á síðustu öld.
Hún skilur eftir sig eiginmann.
Hundar bjarga
lífum
Stæltir strandverðir á ítölskum
ströndum hafa haft minna að
gera það sem af er sumri en áður
því ný tegund strandvarða verð-
ur sífellt vinsælli. Þrjú hundruð
hundar hafa nefnilega leyfi til að
bjarga drukknandi baðgestum
á ítölskum ströndum og í sumar
hafa þeir bjargað sjö einstakling-
um. Hundarnir eru alltaf í fylgd
leiðbeinenda og sjá um að draga
fólk upp úr vatninu þannig að
leiðbeinandinn hefur nægan
styrk til að hlúa að fólkinu og
veita fyrstu hjálp. Hundarnir eru
þrælsterkir og hafa þeir dregið
allt að fjörutíu manns í einu á
þurrt land.
Ekki með fílshöfuð Guðinn Ga-
nesh er með fílshöfuð en ekki Risab
litli. Samt telja þorpsbúar hann vera
Ganesh endurholdgaðan.
Þúsundir manna flykkjast í nepalskt þorp til að tilbiðja ungbarn með átta útlimi:
Endurholdgaður fílaguð
Þúsundum barna er rænt á ári hverju í Kína. Mannræningjar geta fengið allt að 150
þúsund krónur fyrir stráka en rúmlega 25 þúsund krónur fyrir stelpur. Foreldrar
sem hafa misst börnin sín á þennan hátt segja lögregluna ekkert aðhafast á meðan
börnum er rænt á hverjum einasta degi. Syni Deng Huidong var rænt fyrir ári. Hún
er reið lögreglunni sem hjálpaði henni ekki við leitina.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
telur að tíu til tuttugu þúsund kon-
um og börnum sé rænt á ári hverju
í Kína í þeim tilgangi að selja þau.
Yfirvöld í Kína segja að aðeins rúm-
lega tvö þúsund börnum og konum
hafi verið rænt á síðasta ári en Sam-
einuðu þjóðirnar telja opinberar
tölur alltof lágar.
Er þetta sonur minn?
Deng Huidong er ein fjölmargra
kínverskra kvenna sem hafa lent í
því að missa barn sitt til mannræn-
ingja. Syni hennar, Ye Ruicong, var
rænt fyrir rúmlega ári þegar hann
var aðeins níu mánaða gamall. Allt-
af þegar Deng sér strák um þriggja
ára aldurinn getur hún ekki annað
en velt því fyrir sér hvort hann gæti
verið sonur hennar.
„Ég ímynda mér hve hávaxinn
hann er núna og hve hratt hann
gæti hlaupið. Ég tek myndir af strák-
um sem eru svipað gamlir og hann
væri núna. Þannig þekki ég hann ef
ég hitti hann einhvern daginn.“
Drengir verðmætari
Deng heldur að Ye hafi verið seld-
ur til fjölskyldu sem var að leita
að karlkynserfingja, hugsanlega
nokkrum klukkustundum eftir að
honum var rænt.
Drengir eru taldir verðmætari
en stúlkubörn í Kína og fá mann-
ræningjar hátt verð fyrir drengi
á svarta markaðinum. Kona sem
stundaði mannrán sagði lögregl-
unni í Kína fyrir tveimur árum að
rúmlega 150 þúsund krónur fengj-
ust fyrir drengi á mansalsmarkað-
inum og rúmlega 25 þúsund krón-
ur fyrir stúlkur. Gera má ráð fyrir að
verðið hafi hækkað síðan þá.
Að sögn Deng hvarf Ye á svip-
stundu. Er hún rifjaði upp daginn
sem hann hvarf sagði Deng að hvít-
ur sendiferðabíll hafi keyrt hægt
fram hjá fyrir utan heimili hennar
er hún var að leika við son sinn og
dóttur. Sendiferðabíllinn stöðvað-
ist, hurðirnar opnuðust og maður
hallaði sér út og greip Ye. Því næst
keyrði bíllinn burt á ofsahraða.
„Þetta gerðist á nokkrum sek-
úndum. Fólkið steig ekki einu sinni
út úr bílnum,“ sagði Deng í viðtali
við fréttastofuna CNN.
Reið lögreglunni
Deng elti bílinn á hlaupum þangað
til ókunnugur maður á mótorhjóli
bauð hjálp sína og saman eltu þau
bílinn þangað til þau hittu fyrir lög-
reglubíl.
„Ég fór inn í ansans lögreglu-
bílinn en eftir nokkrar sekúnd-
ur beygðu þeir niður aðra leið en
sendiferðabíllinn. Ég spurði þá
grátandi af hverju en þeir sögðu
ekki orð. Seinna á lögreglustöð-
inni spurði ég af hverju þeir hefðu
ekki elt bílinn og lögreglumaðurinn
sagði mér að hann hefði ekki verið
á vakt þannig að það var á ábyrgð
annarra að elta mannræningjana.
Ég var svo reið við lögregluna. Syni
mínum var rænt og þeir gerðu ekk-
ert. Það var eins og sonur minn
væri minna virði en hundur,“ sagði
Deng. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir
CNN vildi lögreglan ekkert tjá sig
um málið.
Undantekning, ekki regla
Fleiri foreldrar horfinna barna hafa
kvartað yfir aðgerðaleysi lögregl-
unnar sem rannsakar málin stund-
um ekki fyrr en vikum eftir að barn-
inu var rænt.
Chen Shique hjá mannráns-
deildinni í öryggismálaráðuneytinu
í Kína segir lög í landinu hafa breyst
og nú þurfi lögreglan að rannsaka
öll mannshvörf sem glæpi.
„Lögreglan hefur þau fyrirmæli
að bregðast við um leið og þeir fá
tilkynningu um barnshvarf og þessi
mál eru nú rannsökuð sem glæp-
ir. Hér áður fyrr voru engin vitni
að hvarfinu né upptökur úr örygg-
ismyndavélum. Þá hjálpuðu lög-
reglumenn við leit að horfnum
börnum og rannsökuðu málin en
þau voru ekki meðhöndluð sem
glæpir. Nú eru öll slík mál rannsök-
uð sem glæpir,“ sagði Chen. Hann
segir mál þar sem foreldrar kvarta
yfir aðgerðarleysi lögreglu vera
undantekningu, ekki reglu.
Of sársaukafullt
Chen segir lögreglu hafa tekið sig
á í málum sem varða barnshvörf.
Í landinu er listi yfir tuttugu verstu
mannræningja landsins og ellefu af
þeim hafa verið handteknir. Hann
segir foreldra oft eiga í erfiðleikum
með að bera kennsl á börn sín þeg-
ar þau finnast og því komi til greina
að starfrækja DNA-gagnagrunn í
vissum hlutum landsins sem ger-
ir það kleift að tengja börn við for-
eldra sína.
Deng, móðir Ye litla, sagði til-
hugsunina um að sameinast syni
sínum á ný of sársaukafulla.
„Núna vona ég bara að góð-
hjörtuð fjölskylda annist son minn.
Ég gæti leyft þeim að annast son
minn ef þeim þykir í raun vænt um
hann og fullvissa mig um að hann
lifi góðu lífi.“
Hvar er sonur minn? Talið er að þúsundum barna sé rænt á ári hverju í Kína og
þau seld á svörtum markaði. H&N-myND AFP
„SYNI MÍNUM VAR RÆNT
OG ÞEIR GERÐU EKKERT“
„Það var eins og sonur
minn væri minna virði
en hundur.“
liljA KAtRíN gUNNARsDóttiR
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is