Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2009, Blaðsíða 22
Svarthöfði er að farast úr fyr-irtíðaspennu vegna þeirrar yfirlýsingar Páls Hreinssonar, formanns rannsóknarnefndar Alþingis, að engin nefnd hafi nokkru sinni þurft að flytja þjóðinni verri frétt- ir. Honum finnst blátt áfram óbærileg tilhugsun að þurfa að bíða í 81 dag eftir því að komast að þeim skelfilegu fréttum sem Páll boðar. Skýrslan mun koma út 1. nóvember. Þegar beðið er eftir einhverju mikilfenglegu vill ímyndunar-aflið hlaupa með Svarthöfða í gönur. Hann hefur því ekki hjá því komist að lesa í þessi skilaboð Páls. Hann vonar að sjálfsögðu að niðurstöður nefndarinnar varpi ljósi á það sem gerðist; hverjir báru ábyrgð á hrun- inu og þeim spillingarfnyk sem lagt hefur frá stjórn- málunum síðustu misseri. Svarthöfði má vart til þess hugsa en mögulega gætu vondu fréttirnar, sem Páll vísar til, falist í því að ráða- og bankamönnum tókst að knésetja þjóðina á löglegan hátt. Geir sé blásaklaus, Ingibjörg hafi ekki stigið feilspor og Davíð megi helst lýsa sem hvítskúruðum kór- dreng. Enginn hafi gert neitt af sér og ekki einn einasti ráða- eða bankamaður þurfi að sitja eina mínútu í læstum klefa. „Sorry, þetta var allt löglegt en siðlaust,“ gæti staðið í niðurlagi skýrslunnar. Þó Svarthöfði sé í eðli sínu bjartsýnismaður telur hann að fjandinn verði laus ef þetta verða vondu fréttirnir sem Páll vís- aði til. Hús munu loga, bílar brenna og búsáhaldabylt- ingin verður sem þjóð- hátíð í samanburði við þá skeggöld sem hér mun ríkja ef skýrslan verður hvítbók fyrir alla þá sem að stjórnsýslu og bönkum komu. Lík- legt verður að teljast að með því yrði réttlætis- kennd Íslendinga gróflega misboðið með skelfilegum ófyrirséðum af- leiðingum. Fólk gæti gengið af göflunum. Svarthöfði treystir sér ekki til að búa á Íslandi ef allt fer á versta veg. Hann ætlar að flýja eggjakastið, of- beldið og grænu skyrsletturnar. Hann ætlar í eins konar útrás. Mun setjast að í Frakklandi og gerast þar ráðsett- ur pistlahöfundur sem skrifar um garðrækt eða fallegu hliðar mann- lífsins, eins og Krist- inn R. í Madrid. Hann mun skrifa um syngjandi fugla, ásfangið par í næsta garði eða um sólbaðsstrendur. Hann mun hvorki hugsa um né skrifa stakt orð um efnahag eða hvíta flibba. Af því verður Svarthöfði búinn að fá sig fullsaddan. En Svarthöfði ætlar ekki að búa hvar sem er í Frakklandi. Hann ætlar, ef allt fer til fjand-ans, að setjast að norður með sjó á Bretagne-skaga. Í næsta húsi mun eldri kona með rauð gleraugu búa. Sú er eitursnjöll, ákveðin en lítil- lát og rassskellir alla þá sem stela pen- ingum. Svarthöfði ætlar að gerast ná- granni Evu Joly, þar sem útilokað er að nokkur bankaræningi eða spilltur stjórnmála- maður muni nokkurn tím- ann búa. Þar mun hann eyða efri árunum, langt í burtu frá Icesave, Kaup- þingi, fjórflokknum og ís- lensku krónunni. Vondar fréttir Palla Hreins Spurningin „Ég er allavegana ekki að leita að neinum sem er í framboði,“ segir Einar Bárðarson athafnamaður. Greint hefur verið frá því að Einar leiti nú að hæfu útvarpsfólki til að starfa við útvarpsstöðina Kanann 91,9 sem fer í loftið 1. september næstkomandi. er meira framboð en eftirsPurn? Sandkorn n Mikið hefur verið um það rætt undanfarið hversu lítið hafi sést til Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra . Muna menn vart eftir forsæt- isráð- herra sem hefur farið jafnlít- ið fyrir. Hefur þetta orðið sumum gárungunum tilefni til að segja að nú sé kjör- ið fyrir einhvern útgefandann að endurútgefa og staðfæra bækur sem stundum hafa ver- ið vinsælar og nefnast „Hvar er Valli?“ þar sem söguhetjan týnist á hinum torkennileg- ustu slóðum. Segja menn að nú megi taka þær myndir og breyta söguhetjunni og gefa bækurnar út undir nafninu „Hvar er Jóhanna?“ n Hægrimennirnir á Andríki hafa nú skundað fram á aug- lýsingamarkað með opnu- auglýsingu þar sem þeir herja á stjórnarliða að samþykkja ekki Icesave-ábyrgð. Vísa þeir meðal annars til skoðanakönn- unar sem þeir létu vinna fyrir sig sem sýnir mikla andstöðu almennings við Icesave-sam- komulagið. Menn velta hins vegar fyrir sér hvort það séu Andríkismenn eða einhverjir aðrir sem standi að baki þessu. Bæði kostar skoðanakönnun sitt og þá ekki síður opnuaug- lýsingar. Það væri ekki í fyrsta skipti sem vefriti væru eignuð útgjöld opinberlega sem það stóð ekki að. Þannig var til dæmis með könnun Kreml um árið sem leiddi í ljós mikinn stuðning við þingframboð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og var runnin undan rifjum nánustu stuðningsmanna hennar. n Nú er mat ýmissa að líf ríkis- stjórnarinnar hangi á bláþræði. Og óneitanlega hvarflaði að íbúum miðborgar Reykjavíkur í gærdag að sumir myndu gráta fall hennar þurrum tárum og jafn- vel vona heitt og inni- lega að stjórn- in félli. Tveir menn gengu þá um götur miðborgarinnar, sem ekki höfðu sést þar lengi. Þeir voru léttir í bragði og glaðir í lund, og höguðu sér eins og þeir valdamenn sem þeir einu sinni voru. Einn vegfarandi orðaði það svo að þeir létu „eins og þeir ættu pleisið, eða myndu að minnsta kosti eign- ast það mjög fljótlega“. Þetta voru þeir vinirnir Davíð Odds- son og Kjartan Gunnarsson. LynGháLs 5, 110 REyKjavíK Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: Elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það hefur engin útvarps- stöð opnað svona stórt á Íslandi.“ Athafnamaðurinn Einar Bárðarson um útvarpsstöðina Kanann 91,9 sem fer í loftið 1. september næstkomandi. - DV. „Pabbi þú mátt bara gera hvað sem er.“ Sonur Sigga storms áður en veðurfréttamaðurinn neyddist til að skera sjálfur í tannhold sonar síns til að lina þjáningarnar því engir tannlæknar svöruðu neyðarkalli hans. Hans eigin tannlæknir var upptekinn í sólbaði. - DV. „Þetta gæti endað illa.“ Kristinn Gísli Sigurjónsson úr stjórn Félags dyravarða um nýlega skýrslu sem sýnir að rétt rúmur helmingur dyravarða í Reykjavík talar íslensku sem á að vera eitt af skilyrðunum fyrir starfinu. - DV. „Fáránleiki þess að halda því fram að styrkja megi gengið með stórkostlegri erlendri skuldsetningu má vera flestum ljós.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um Icesave-samningin og þau rök að hann muni reisa krónuna við og um leið efnahaginn. - Visir.is „Ríkisstjórnin er ekki að springa.“ Ögmundur Jónasson aðspurður hvort andspyrna hans við Icesave-samninginn muni kosta ríkisstjórnina lífið. - MBL.is Upprisa landsbyggðarinnar Leiðari Eftir fasteignabóluna og hrun at-vinnumarkaðar á höfuðborgar-svæðinu er orðið enn fýsilegra en áður að búa á landsbyggðinni. Við- búið er að næstu ár verði framleiðsla raun- verulegra verðmæta ábatasömust, sem og þjónusta við ferðamenn. Í þessu hefur lands- byggðin forskot. Landsbyggðin hefur engu að síður gullið tækifæri til að laða að sér fólk að nýju, en til þess þarf hún að bjóða upp á eins innihalds- ríkt hversdagslíf og hægt er. Lykillinn að því er vel heppnað bæjarskipulag, sem hefur brugðist fram að þessu. Höfuðborgarsvæðið utan miðborgar Reykjavíkur getur í fæstum tilfellum talist mannvæn borg, enda hafa hagsmunir einka- bílsins ráðið för í útþenslu hennar í stað at- hyglisverðs vettvangs fyrir mannlíf. Svæðið er að stærstum hluta samansafn misheppn- aðra úthverfa. Skipuleggjendur flestra með- alstórra byggðarlaga hafa gert sömu mistök. Það segir sitt um bæjarskipulag síðustu áratuga að grunnurinn var lagður að best heppnuðu byggðunum áður en bílar komu til sögunnar. Ísafjörður, Keflavík og Akur- eyri eru sjaldgæf dæmi um byggðir þar sem fólk finnur ástæðu til að stíga út úr bifreiðum sínum og ganga um. Þetta eru þeir bæir sem hafa raunverulega miðbæi með samblöndu starfsemi og íbúabyggðar. Selfoss og Egils- staðir eru yngri byggðir og alger andstæða. Þeir eru bæir án kjarna. Í slíkum bæjum er lítill hvati til annars en að ganga frá bílastæð- inu inn í búð og til baka. Þeir hafa álíka mikið aðdráttarafl og Grafarholt, Grafarvogur eða önnur svefnhverfi, með ónotuðum gang- stéttum og fullum bílastæðum. Báðir bæir njóta þess að verða á leið tugþúsunda ferða- manna, sem fá þó lítið tilefni til að stoppa við. Á allra síðustu árum hafa mistökin haldið áfram, þar sem byggð hafa verið fjölbýlishús í útjöðrum byggðanna, í stað þess að blanda saman þéttri byggð og fjölbreyttri starfsemi miðsvæðis, sem er forsenda vel heppnaðs miðbæjarlífs. Síðustu þrjú ár hafa bæjaryfirvöld á Egils- stöðum og Selfossi hins vegar skipulagt upp- byggingu nýrra, þéttari miðbæja, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir mann- líf á götum, gangstéttum og torgum. Þannig geta þeir umbreyst úr gegnumakstursbæj- um í áfangastaði og jafnvel búsetustaði fyrir þá sem síður vilja búa í lífvana og rándýrum svefnhverfum höfuðborgarinnar. bókStafLega 22 miðvikudagur 12. ágúst 2009 umræða Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Selfoss og Egilsstaðir eru yngri byggðir og alger andstæða. Þeir eru bæir án kjarna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.