Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Page 6
Speglunardeild Landspítalans hef- ur undanfarin ár átt í stórviðskipt- um við Inter ehf. sem sérhæfir sig í sölu á lækningavörum. Herdís Ást- ráðsdóttir, deildarstjóri speglunar- deildar 11D, og Þorvaldur Sigurðs- son, eigandi og stjórnarmaður Inter, eru hjón. Þorvaldur tekur fyrir að um óheppileg tengsl sé að ræða. „Mín kona sér ekki um innkaup á þeirri deild. Það eru aðrir sem sjá um inn- kaupin,“ segir hann. Á vef Inter segir að fyrirtækið þjóni heilbrigðisgeiranum með áherslu á speglanir, skurðstofutæki, endurlífg- un og gjörgæslusvið. Sjö af ellefu samþykkt DV óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um umfang við- skipta speglunardeildarinnar við Inter á undanförnum árum. Tæki og flestar rekstrarvörur fyrir deildina eru keyptar samkvæmt niðurstöð- um tveggja útboða sem áttu sér stað í júní 2007 og í september 2008. Fyrra útboðið snerist um rekstrar- vörur fyrir speglun. Fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð; Inter, AIH, Fastus og Icepharma. Útboðinu var skipt í ellefu liði og var í sjö þeirra gengið að tilboði Inter. Í einu tilviki til viðbótar var gengið að tilboðum þriggja fyrirtækjanna, þar á meðal Inter. Fjögurra manna faghópur mat út- boðið, skipaður fjórum starfsmönn- um spítalans, þar af tveimur læknum og einum hjúkrunarfræðingi ásamt fulltrúa frá innkaupa- og vörustjórn- unarsviði. Tugmilljóna viðskipti Engar upplýsingar fengust um um- samdar greiðslur Landspítalans til Inter vegna viðskiptanna. Telja má víst að viðskiptin hlaupi á tugum milljóna, hið minnsta, enda um dýr tæki að ræða. Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Land- spítalans, vísar í því sambandi í fimmtu grein upplýsingalaga þar sem tekið er á takmörkunum á upp- lýsingarétti vegna einkahagsmuna. Þar segir: „Óheimilt er að veita al- menningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstakl- inga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikil- væga fjárhags- eða viðskiptahags- muni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Þorvaldur neitaði einnig að upp- lýsa um hversu mikið Landspítal- inn hefði greitt honum vegna útboð- anna. „Fyrst spítalinn neitar því, þá neita ég því líka,“ segir hann. Formleg athugasemd Seinna tilboðið snerist um rekstrar- leigu á speglunartækjum fyrir deild- ina. Við opnun útboðsins var bókuð athugasemd frá Stefáni A. Stefáns- syni, sem þá starfaði hjá Icepharma, þar sem hann óskar eftir því að fulls trúnaðar verði gætt um tilboðsgögn „... vegna þeirrar stöðu að deildar- stjóri speglunardeildar er tengd- ur einum bjóðanda og því ættu til- boðsgögn ekki að fara í hendur þess starfsmanns LSH.“ Anna Lilja segir í skriflegu svari til DV: „Í báðum útboðum var sérstök áhersla lögð á að tryggja eins vel og hægt væri að ekki yrði um hagsmuna- árekstra að ræða. Hjúkrunardeildar- stjóri speglunardeildar, sem tengd- ist einum bjóðenda, kom því ekki að vinnu faghópa við gerð útboðslýsinga né yfirferð og mati tilboða.“ Þrír aðilar buðu í seinna útboð- inu; Inter, Icepharma og Fastus. Sex manna faghópur fór yfir tilboðin og gengið var að tilboði Icepharma. 6 þriðjudagur 22. september 2009 fréttir Ráðherra ósáttur við bankamenn Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra telur að fyrrverandi stjórn- endur Glitnis hafi brotið lög þegar þeir settu kvótaveð sem tryggingu gegn erlendu láni. Stöð 2 greindi frá því um helgina að skilanefnd Glitnis hefði komist að samkomulagi við seðlabanka Lúxemborg- ar um að íslensk útgerðarfyr- irtæki fái fimm ár til að endur- fjármagna skuldabréf sem lentu í höndum bankans við hrun Glitnis. Eru bréfin með veði í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins. Jón Bjarnason sagði í hádeg- isfréttum Bylgjunnar í gær að ekki væri hægt að veðsetja afla- heimildir. „Allur þessi gjörning- ur sem verið er að lýsa orkar tví- mælis,“ sagði hann. Þjófnaðir og óregla Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í síðustu viku. Á fimmtudaginn hafði lögregla afskipti af óreglufólki sem var á ferð á Selfossi og öðrum hóp sem var til vandræða í orlofs- húsi í Grímsnesi. Grunur leik- ur á að annar hópurinn hafi haft í hyggju að fremja rán en einn úr hópnum var vopnaður skrúfjárni og var með í fórum sínum dulu til að skýla andliti. Þá var brotist inn í sumar- bústað á Flúðum og tvö íbúð- arhús í Hveragerði auk þess sem farið var inn í ólæst íbúð- arhús í Reykholti og fartölvu stolið. Uppsveifla á hús- næðismarkaði Fimmtíu og sjö kaupsamningum með íbúðarhúsnæði var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og er það meira en hefur verið í einni viku síðan í október í fyrra. Þegar litið er á meðaltal síðustu fjögurra vikna stendur það í 46 samningum á viku og er fjöldinn í síðustu viku því meiri en hefur verið að meðaltali und- anfarið. Þetta kemur fram á vef Grein- ingar Íslandsbanka. Þar kemur fram að íbúðaverð á höfuðborg- arsvæðinu hafi hækkað bæði í júlí og ágúst, samtals um 1,1 prósent, eftir að hafa lækkað samfellt frá því í júlí í fyrra sam- kvæmt verðvísitölu Fasteigna- skrár Íslands. Það er þó mat Greiningar Íslandsbanka að húsnæðisverð muni fara lækk- andi á næstu misserum. Fíkniefni og ölvunarakstur Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði för þriggja öku- manna í umdæminu um helgina sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir á sunnudag, annar í Kópavogi en hinn í Breiðholti, en sá þriðji var tekinn í Hafnarfirði í nótt. Um var að ræða þrjá karla, tvo á þrí- tugsaldri og einn undir tvítugu. Fleiri fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar um helgina því hún hafði afskipti af þremur körlum á þrítugsaldri sem allir eru grunaðir um fíkniefnamis- ferli. Stór hluti þeirra tækja sem keyptur hefur verið fyrir speglunardeild Landspítalans kemur frá fyrirtækinu Inter ehf. Deildarstjóri speglunardeildar og eigandi Inter eru hjón. Framkvæmdastjóri fjárreiðna hjá Landspítalanum segir að tengdum aðilum sé haldið utan við ákvarðanir um tækjakaup. HJÓN BEGGJA VEGNA BORÐSINS „Fyrst spítalinn neitar því, þá neita ég því líka.“ Dýr tækjakaup Engar upplýsingar fengust um umsamdar greiðslur Landspítalans til Inter vegna viðskiptanna. Telja má víst að viðskiptin hlaupi á tugum milljóna, hið minnsta, enda um dýr tæki að ræða. MynD GuðMunDur ViGFúSSon neitar að upplýsa Anna Lilja Gunnarsdóttir neitar að upplýsa um þær fjárhæðir sem skiptu um hendur og vísar til laga um takmarkanir á aðgangi að gögn- um um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. „Við vorum í húsnæði á ská á móti Hamborgarabúllu Tómasar. Við byrj- uðum að æfa þar en samstarfið gekk ekki upp þannig að við misstum þá aðstöðu. En stjórnin okkar er svo öfl- ug að hún fann samdægurs húsnæði sem við getum æft í,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, meðlimur Stúd- entaleikhússins. Hópurinn æfir nú nýja leiksýningu í leikstjórn Tinnu Lindar Gunnarsdóttur í Leikhús Batteríinu í Hafnarstræti. Því miður getur hópurinn ekki sýnt sýninguna þar og leitar að sýningarhúsnæði. „Við erum eiginlega á götunni. Okkur vantar frekar stórt rými og hrátt, hálfgert iðnaðarhúsnæði. Við vonum að einhvern vanti smá líf í húsnæðið sitt. Við sýnum í byrjun nóvember þannig að það er enn tími en það er erfitt að hafa ekki stað til að sýna á. Það væri gott að fá hús- næði sem fyrst til að æfa í og finna möguleikana sem rýmið býður upp á,“ segir Svava. Hún segir stjórn Stúdentaleikhússins hafa leitað að húsnæði að undanförnu en það hafi ekki borið mikinn árangur. Þeir sem telja sig luma á opnu, hráu og stóru rými fyrir þessa skapandi starfsemi er því bent að hafa samband við leik- listarhópinn sem hefur gert það gott með sýningar sínar á undanförnum misserum. Aðspurð um leiksýninguna sem hópurinn æfir af kappi þessa dagana getur Svava lítið sem ekkert sagt. „Þetta er sýning sem við munum skapa sjálf. Þetta er rosa spennandi verkefni og flott sýning. En sögu- þráðurinn er leyndarmál.“ liljakatrin@dv.is „Erfitt að hafa ekki stað“ Stúdentaleikhúsið missti húsnæðið og leitar að stað til að sýna: Í húsnæðisleit Fyrr á árinu setti Stúdentaleikhúsið upp verkið Þöglir farþegar eftir Snæbjörn Brynjarsson. Erla HlynSDóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.