Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Blaðsíða 11
Spurning: Ég er í vandræðum með nágranna minn. Ég gaf leyfi fyrir hundi sem síðan féll frá. Síðan þá hefur annar hundur komið í húsið. Nágranni minn telur að ég hafi leyft honum að hafa hund á meðan hann býr þarna. Er það rétt? Getur verið að samþykki mitt forðum sé svo víðtækt? Svar: Hundahald er að meginstefnu bannað nema að fengnu leyfi við- komandi sveitarfélags. Hvert sveit- arfélag hefur sett sér samþykkt um hundahald. Í slíkum samþykktum er ýmist vísað í lög um fjöleign- arhús eða sérstaklega tilgreint að samþykki meðeiganda í fjölbýli sé áskilið. Leyfi til hundahalds er ekki veitt af viðkomandi sveitarfé- lagi nema tilskilið samþykki með- eigenda í fjölbýli liggi fyrir þar sem það á við. Í flestum tilfellum þarf samþykki allra meðeigenda í fjöl- býli nema um sé að ræða sérinn- gang. Samþykktir sveitarfélaga eru þó mismunandi og í sumum til- vikum myndi samþykki allra einn- ig vera áskilið jafnvel þótt um- sækjandi hefði sérinngang að íbúð sinni. Hafi nágranni þinn þurft leyfi á sínum tíma þá gilti það fyrir tiltekinn hund. Þegar hundur fell- ur frá verður að fá leyfi fyrir nýj- um hundi. Samþykki meðeiganda í fjölbýli er þannig bundið við til- tekinn og ákveðinn hund, það er þann hund sem um ræð- ir þeg- ar samþykki er gefið. Fallist nágranni þinn ekki á þessi rök getur þú leit- að til hundaeftirlits þíns sveitarfélags sem mun taka málið til afgreiðslu. Spurning: Ég er í vandræðum með nágranna minn en hún er leigjandi og á ekki íbúðina. Hún heldur því fram að ég megi ekki vera með kött þrátt fyrir að eigandi íbúðarinnar sem hún leigir af hafi gefið skriflegt samþykki fyrir því á sínum tíma ásamt öllum í hús- inu. Hún segir að það dugi að íbúi leggi fram kröfu um að köttur fari og þá verði að fara eftir því. Svar: Einungis eigandi íbúðar getur samþykkt eða synjað leyfi til gælu- dýrahalds. Eina úrræðið sem ná- granni þinn hefur er að snúa sér að leigusala og eiganda íbúðar- innar. Mögulega gæti leigjandi sagt upp samningi en það er milli hans og leigusala og um lögskipti þeirra gilda húsaleigulög. Spurning: Nýverið var leigð út íbúð í stigagangi mínum og þar eru nú komnir tveir kettir. Ekki var óskað eftir samþykki mínu. Ég hefði ekki veitt það enda er ég með astma og þoli illa sambúð við dýr þótt mér sé alls ekki illa við þau. Hvað get ég gert? Er nóg að ég fái vottorð sérfræðings til að fá kettina út? Svar: Einungis eigendur íbúða geta veitt leyfi fyrir kattahaldi þar sem sam- þykki fyrir slíku er áskilið. Að auki er samþykki allra eigenda í viðkom- andi stigahúsi áskilið samkvæmt lögum um fjöleignarhús og sam- þykktum um kattahald enda óum- deilt að köttur þarf og mun fara um sameiginlegt húsrými. Fyrsta skref- ið væri því að hafa samband við eiganda íbúðarinnar, það er leigu- sala nágranna þíns. Óvíst er að eig- andi hafi veitt leigjanda leyfi fyrir kattahaldi og því allar líkur á því að leigusali grípi til viðeigandi ráðstaf- ana. Gangi það ekki eftir getur þú snúið þér til dýraeftirlits þíns sveit- arfélags. Eins og staðan er í dag eru kettirnir þarna í óleyfi og án sam- þykkis. Eigandi sem beðinn er um að samþykkja kattahald getur synj- að því án þess að gefa upp sérstak- ar ástæður fyrir því. Það þarf því ekki að leggja fram sönnur fyrir of- næmi eða öðrum sjúkdómum þeg- ar slíkri beiðni er synjað. Hins veg- ar geta komið upp þær aðstæður að ofnæmi komi upp eftir að leyfi hefur verið veitt og í þeim tilvikum verður að leggja fram fullnægjandi sönnun fyrir slíku. Við slíkar að- stæður getur niðurstaðan orðið sú að köttur sem áður var gefið sam- þykki fyrir verði að víkja. neytendur 22. september 2009 þriðjudagur 11 gæludýr í fjölbýli guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is Dýrahald í fjölbýli Samþykki allra meðeigenda í fjölbýli þarf til að mega halda hunda eða ketti. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is        WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 SKÓLATILBOÐ! ALLT AÐ 8 KLST RAFHLÖÐUENDING FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.