Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Síða 22
„Ég er ekki að kveinka mér eða að kvarta, en menn hljóta að átta sig á því að þegar einkalíf manns er skoð- að eins og um sé að ræð [sic] gull- fisk í búri er staðan undarleg,“ segir Gunnar Þorsteinsson, kenndur við trúfélagið Krossinn, í pistli sem birt- ist á heimasíðu Krossins síðastliðinn föstudag. Gunnar og kona hans, Ingibjörg Guðnadóttir, tilkynntu í síðustu viku að þau hefðu tekið ákvörðun um að skilja. Gunnar segir í pistlinum að fjölmiðlar hafi farið mikinn og undr- ist hann að sá „harmleikur“ sem hjónaskilnaður sé skuli vera tilefni til frétta dag eftir dag. Hann segir jafn- framt að hann viti ekki hvað næstu dagar beri í skauti sér, en hann hafi það eina úrræði að leggja líf sitt í hendur Guðs og gera sitt besta. „Ég þekki Guð þannig að ég veit að í Honum er ávallt nýtt upphaf, jafnvel fyrir mig. Þessa dagana finn ég vel að ég er skapaður af leiri jarðar,“ segir Gunnar. Eins og greint var frá í nýjasta helgarblaði DV eru meðlimir Kross- ins sumir hverjir nokkuð slegnir yfir tíðindunum af skilnaði forstöðu- hjónanna. Þeir líta samt björtum augum til framtíðar en að mati sumra ætti Gunnar að víkja sem leiðtogi safnaðarins, að minnsta kosti tíma- bundið, vegna skilnaðarins. kristjanh@dv.is Ólafur StephenSen: Tónlistarmaðurinn Björn Krist- jánsson, betur þekktur sem Borko, eignaðist myndarlegan son á dögunum. Þetta er fyrsta barn Björns og heilsast móður, barni og föður vel að því er DV kemst næst. Tónlistarmaðurinn hæfileikaríki nýtur lífsins þessa dagana með frumburðinum og ef marka má fésbókarsíðu kapp- ans fær sonurinn að hlusta svo- lítið á tónlist á milli blunda og brjóstagjafa. Á samskiptasíðunni alræmdu sagði Björn til dæmis frá því í gær að sonurinn hefði farið að gráta þegar hann heyrði í Togga en róast þegar hann heyrði í MGMT. Hvort lesa megi einhverja merkingu í það um tónlist þessara listamanna verð- ur hér látið liggja á milli hluta. 22 þriðjudagur 22. september 2009 fólkið líkir sér við gullfisk Gunnar í Krossinum er eKKi sáttur við umfjöllun fjölmiðla: Gunnar í Krossinum Segist ekki kveinka sér eða kvarta. MYND GuNNar GuNNarssoN Ofurskutlan og bloggarinn, Ás- dís Rán Gunnarsdóttir, hefur vakið mikla athygli eftir að hún gerðist pistlahöfundur á press- an.is. Í nýjasta pistlinum gefur Ásdís lesendum sínum kreppu- ráð og kennir stúlkum að gera krullur í hárið með skeinipapp- ír, ruslapoka og hárþurrku. Það er óneitanlega skondin myndin af þokkadísinni þar sem hún er með pappírinn í hárinu, pokann á hausnum og blæs undir hann með hárþurrkunni. Það sýnir þó að Ásdís tekur sig ekki of há- tíðlega og setur lesendur sína í fyrsta sæti þegar kemur að því að útskýra kreppuráðið góða. ruslapoki og skeini- pappír grét yfir togga Borko jr. „Það hafa myndast gríðarlegar væntingar hjá börnunum um að fá nýbakað brauð og bakkelsi þegar þau koma heim úr skólanum,“ segir Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, um hvað hann hafi fyrir stafni þessa dagana. „Það er því nokkur pressa á manni,“ segir Ólaf- ur léttur en hann lét óvænt af störfum sem rit- stjóri blaðsins á föstudaginn eftir að hafa gegnt því starfi í rúmt ár. „Ég var líka að skoða hillukerfi í bílskúra í morgun,“ en Ólafur hyggst nota þann frítíma sem hann hefur á uppsagnarfresti sínum til þess að sinna þeim heimilisverkum sem hafa setið á hakanum og huga vel að fjölskyldunni. „Nú ætla ég bara að taka mér góðan tíma í að ákveða hvað ég ætla verða þegar ég verð stór,“ segir Ólafur um hvað taki næst við hjá honum. „Ég hef alla tíð verið blaðamaður. Ég byrjaði að vinna við það sem strákur en ég ætla að taka mér góðan tíma í að hugsa málin.“ Aðspurður hvað honum finnist um fjölmiðla- flóru landsins, sem hefur dregist mikið saman undanfarið, segist hann sakna fjölbreytninn- ar. „Það er heldur lítið af dagblöðum orðið. Það er nú alltaf skemmtilegast þegar flest blöð eru í gangi og samkeppnin sem mest.“ Ólafur segir erfitt að segja hvort tími frímiðla sé að líða und- ir lok en þeir hafa verið nokkuð áberandi hér á landi undanfarin ár. „Það hafa nú verið unnin ákveð- in þrekvirki í þeim efnum. Það voru ekki margir sem spáðu Frétta- blaðinu og Skjá einum langlífi á sínum tíma.“ Þó nokkrir þekktir einstakl- ingar hafa verið nefndir til sögunn- ar sem eftirmenn Ól- afs á Morgunblaðinu. Til dæmis Ólafur Teitur Guðna- son, Páll Magn- ússon, Óskar Magnússon, Karl Blöndal og síðast en ekki síst Dav- íð Oddsson. Sjálfur segist Ólafur ekki hafa neinn sérstakan ein- stakling í huga sem eft- irmann sinn þó að hann hafi skoðun á æski- legri þekkingu hans og reynslu. „Ég vona bara að það verði einhver góður blaðamaður.“ asgeir@dv.is DV0909218404 DV0908257503_01.jpg DV17437130208 david oddson 08_dúlla_ 2_3.jpg SH-0936-40-42883.jpg Ólafur stephensen, fyrrverandi ritstjóri morgunblaðsins, bakar fyrir börnin sín og skoðar hillukerfi í bílskúrinn en hann lét af störfum á föstudag. Ólafur ætlar að hugsa sig vel um áður en hann ákveður hvað hann tekur sér næst fyrir hendur og hefur þá ósk eina varðandi eftirmann sinn að hann verði góður blaðamaður. Bakar fyrir Börnin Hver tekur við? Ólafur vill fá góðan blaðamann í sinn stað. Ólafur stephensen Pressa er á Ólafi frá börnunum að taka á móti þeim með nýbakað brauð þegar heim úr skólanum er komið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.