Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Page 4
4 miðvikudagur 21. október 2009 fréttir Sjálfsvíg á Skaganum Rannsókn lögreglunnar á Akranesi leiðir líkum að því að ungi maðurinn sem fannst liggjandi í flæðarmálinu á Langasandi, skammt frá dval- arheimilinu Höfða á Akranesi, hafi svipt sig lífi. Drukknun er talin líklegasta dánarorsökin og ekkert liggur fyrir um hvort nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Til staðfestingar er beðið eftir niðurstöðum efnapróf- ana og rannsóknarinnar í heild sinni. Lögreglumað- urinn Garðar Greint var frá því í DV í gær að Garðar Helgi Magnússon lög- reglumaður hefur verið ákærð- ur fyrir harðræði í starfi og að ríkislögreglustjóri íhugaði að víkja honum tímabundið frá störfum. Í miðri grein var nafn hans misritað og hann kallað- ur Gunnar Helgi. Beðist er vel- virðingar á þessu. „Að íþyngja mönnum enn frekar, eft- ir að málinu er lokið fyrir dómstól- um, varðar allt að þriggja ára fang- elsi. Það er nokkuð sem menn ættu að hugsa um því mér finnst svo aug- ljóst að slíkt á við í þessu máli. Biskup hætti ekki að íþyngja Gunnari þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Ég spyr mig hvort biskup sé að brjóta hegn- ingarlög landsins,“ segir Árni John- sen, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, um úrskurð biskups Íslands um tilfærslu séra Gunnars Björnssonar í starfi. Fram til þessa hafa stuðnings- menn Gunnars verið áberandi í um- ræðunni en síðustu daga hafa nokkr- ir prestar lýst yfir stuðningi við Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Gunnar var sýknaður af ákærum um kynferðislega áreitni gagnvart ung- um sóknarbörnum en Karl ákvað að færa hann úr fyrra starfi í Sel- fosskirkju vegna ótta við djúpstæða óeiningu innan safnaðarins. Stuðn- ingsmenn séra Gunnars krefjast al- menns safnaðarfundar og hafa gert það bréfleiðis til biskupsins, próf- astsins í Árnesprófastsdæmi og for- manns sóknarnefndar Selfosskirkju. Það vilja stuðningsmennirnir gera til að sýna biskupi fram á að eining ríki innan safnaðarins og ná fram sáttum í sókninni. Biskupi skjátlast „Sóknarnefndin hefur aldrei haldið safnaðarfund um málið og það hefur biskup ekki gert heldur. Það er bara gott ef boðað verður til slíks fundar, það hefði átt að vera búið að gera fyr- ir löngu,“ segir Árni. Sigurður Sigurðarson, dýralækn- ir og stuðningsmaður séra Gunnars, fráfarandi sóknarprests Selfosskirkju, sem hefur þegar sent áskorun til áð- urnefndra aðila þar sem óskað er eft- ir almennum safnaðarfundi. Hann segir séra Gunnar hafa gengið í gegn- um erfið málaferli og nauðsynlegt sé að ná sáttum í sókninni. „Söfnuður- inn hefur aldrei verið kallaður sam- an og það finnst mér undarlegt. Það eru fjölmargir sem vilja séra Gunnar áfram og finnst ómaklega að honum vegið. Við könnumst hreinlega ekki við að óeining ríki innan safnaðar- ins og viljum fá úr þessu skorið,“ seg- ir Sigurður. Sjálfsagt mál Eysteinn Ó. Jónasson, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, bend- ir á að yfir biskup hafi rignt bréfum og símtölum áhyggjufullra foreldra í sókninni. Hann viðurkennir að ekki hafi verið kallað til sérstaks safnað- arfundar til að ræða málefni séra Gunnars sérstaklega. „Foreldrar og börn í sókninni hafa miklar áhyggj- ur, biskup hefur fengið það alveg beint frá fólkinu. Margir hafa til að mynda sagst ætla að ferma börnin sín annars staðar snúi séra Gunnar aftur. Sem formaður sóknarnefndar hef ég fundið fyrir óeiningunni og á því leikur enginn vafi. Það er aug- ljóst og þess vegna er þetta mál til- komið. Við sem störfum í kirkjunni vitum það og finnum þessa óein- ingu,“ segir Eysteinn. Aðspurður telur Sigurður það ekki rétt að óeining ríki innan safn- aðarins. Hann telur þvert á móti einingu ríkja um að séra Gunnar fái að snúa aftur. „Fjölmargir vilja Gunnar aftur og hann er vinsæll hjá mörgum. Við skorum á málsaðila að haldinn verði fundur og þar fáist skýringar á því hvers vegna sé breytt gegn úrskurði Hæstaréttar og jafn- framt skýring biskups um að djúp- stæð óeining ríki innan safnaðarins. Á því hefur akkúrat engin könn- un verið gerð og því eru þetta stað- hæfingar sem við könnumst ekki við. Með almennum safnaðarfundi náum við vonandi sátt og náum að sýna fram á einingu og stuðning sóknarbarna í garð séra Gunnars,“ segir Sigurður. Biskup lögbrjótur? Árni ítrekar þá skoðun sína að ekki eigi að íþyngja séra Gunnari frekar. Hann telur biskup vera að setja prest- inn í skammarkrókinn og slíkt sé ekki boðlegt. „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er sýknun Hæsta- réttar, æðsta dómstóls landsins, nið- urstaða málsins. Það hljóta að vera sömu lög í landinu yfir presta og aðra menn. Það er svo einfalt að biskup Íslands er ekki að virða niðurstöðu Hæstaréttar heldur fara gegn henni, það er í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem það er gert,“ segir Árni. „Samkvæmt lögum landsins má ekki fjalla um mál þess sem tekinn hefur verið út dómur fyrir. Það er bara bannað. Þetta er bara prins- ipp og varðar ekki þennan einstaka mann. Þá finnst mér skrítið að bisk- up tjaldi til hálaunuðum lögmanni í stað þess að ræða málin sjálfur, það er með ólíkindum.“ Klofinn söfnuður Aðspurður segir Eysteinn sjálfsagt að boða til safnaðarfundar, náist fyrir því meirihlutavilji hjá söfnuð- inum. Hann er óhress með niður- stöðu dómstóla. „Strokur og faðmlög voru viðurkennd. Í því ljósi vil ég að sjálfsögðu ekki fá hann aftur. Okkur finnst það ekki við hæfi og foreldr- um ungra barna ekki heldur. Ennþá hefur ekki verið boðaður sérstakur fundur vegna málsins enda ekki rétt á meðan málið er í ferli. Ef það kem- ur beiðni um slíkan fund er það sjálf- sagt en ég á ekki von á því þar sem söfnuðurinn er mjög klofinn. Slík beiðni hefur hins vegar ekki borist ennþá. Verði boðað til fundar mynd- um við bara æsa upp fólkið og við viljum heldur lægja öldurnar,“ segir Eysteinn. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagði í fréttum Sjónvarps í gærkvöld að færsla Gunnars milli embætta væri „sársaukafullt neyðar- úrræði“. trausti@dv.is Í skammarkrókinn Árni Johnsen telur rangt af biskupi Íslands að setja sýknaðan einstakling í skammarkrókinn. Stuðningsmenn séra Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, krefj- ast almenns safnaðarfundar í þeirri von að sýna fram á einingu sóknarbarna. Þannig vilja þeir sýna fram á að biskup hafi látið spila með sig er hann fullyrðir að djúpstæð óeining ríki innan safnaðarins. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veltir fyrir sér hvort biskupinn hafi gerst brotlegur við hegningarlög. Árni telur biskup brjóta hegningarlög „Strokur og faðmlög voru viðurkennd. Í því ljósi vil ég að sjálfsögðu ekki fá hann aftur.“ TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Lögbrjótur? Karl biskup er sagður íþyngja séra Gunnari með því að færa hann til í starfi. Biskup ætlar ekki að tjá sig frekar um málefni prestsins. Mattías imsland nýr formaður Fjölskylduhjálpar Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, er nýr formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Ás- gerður Jóna Flosadóttir tekur við sem framkvæmdastjóri. Matthías var kjörinn formað- ur á aðalfundi stjórnar Fjöl- skylduhjálparinnar í gær. Ás- gerður Jóna segir aukið umfang starfsemi Fjölskylduhjálparinn- ar ástæðu þess að ákveðið var að gera breytingar á framvarðaliði henn- ar. Ásgerður Jóna hefur verið formaður Fjölskylduhjálparinn- ar frá stofnun árið 2003. lítið traust á rannsóknarnefnd 66,9 prósent landsmanna bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rann- sóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem MMR framkvæmdi dagana 13. til 16. október síðastliðinn. Í sömu könnun sagðist 31,1 prósent bera lítið traust til rann- sóknarnefndar Alþingis. Sagðist 27,1 prósent bera mikið traust til rannsóknarnefndarinnar. Um var að ræða síma- og netkönnun og var svarfjöldi 968 einstaklingar. Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.