Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Side 12
12 miðvikudagur 21. október 2009 fréttir Leita stolinna dýrgripa Kínverjar hyggjast senda lið sér- fræðinga til Bandaríkjanna, Evr- ópu og Asíu til að finna stolna fjársjóði. Hlutverk sérfræðing- anna verður að finna dýrmæta gripi sem stolið var úr Sumar- höllinni, sem var og hét, í Beij- ing fyrir hundrað og fimmtíu árum. Að mati kínverskra sérfræð- inga er ekki fráleitt að ætla að ein og hálf milljón hluta kunni að hafa verið tekin ófrjálsri hendi úr Sumarhöllinni sem var eyðilögð af hermönnum Breta og Frakka. Kínversk stjórnvöld hafa undanfarin ár í auknum mæli vakið máls á fjársjóðum sem hefur verið stolið frá þjóðinni. Reiðubúin til að gefa sig fram Foreldrar sem sakaðir eru um að hafa sett á svið hvarf sonar síns í loftbelg í Bandaríkjunum eru, að sögn lögfræðings þeirra, reiðu- búnir til að gefa sig fram við lög- reglu. David Lane, lögfræðingur hjónanna, sagðist reikna með að kæra yrði lögð fram í dag af lögregluyfirvöldum í Kólorado á hendur Richards Heene, föður drengsins. Richard og Mayumi, eiginkona hans, eru sökuð um að hafa sviðsett hvarf sonar síns í auglýsingaskyni. Ekkert hefur verið gefið upp um hvers kyns ákærur kunni að verða lagðar fram á hendur hjónunum. Kosið á ný í Afganistan Kosið verður á ný í Afganistan 7. nóvember. Ákvörðun þar að lút- andi var tekin efir að kjörstjórn viðurkenndi með semingi að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í ágúst, en þá var Hamid Karzai lýstur sigurvegari. Upphaflega hafnaði sjálfstæð kosninganefnd, sem þéttsetin er stuðningsmönnum Karzai, því að kosningasvindl hefði átt sér stað. Að lokum fór svo að hún lét undan þrýstingi vestrænna ríkja, líkt og Karzai gerði, um að kosið yrði aftur. Haft var eftir Hamid Karzai á blaðamannafundi að ákvörðun kosninganefndarinnar væri bæði lögleg og samkvæmt stjórnarskránni. Roman Polanski hafði ekki erindi sem erfiði: Áfrýjun leikstjórans hafnað Leikstjórinn Roman Polanski tap- aði áfrýjun sinni um að verða sleppt úr fangelsi í Sviss gegn tryggingu, en hann á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Æðsti glæpadómstóll Sviss studdi fyrri úrskurð stjórnvalda að mikil hætta væri á að Rom- an Polanski flýði land ef honum yrði sleppt úr haldi, en hann er í haldi Svisslendinga vegna ákæru á hendur honum í Bandaríkjunum árið 1977 fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Polanski flúði frá Bandaríkjunum árið 1978, áður en dómur var felldur yfir honum, og hefur ekki stigið fæti á banda- ríska grundu síðan. „Samkvæmt svissneskum lög- um er varðhald regla allan þann tíma sem framsal getur tekið,“ sagði í yfirlýsingu frá svissneska glæpadómstólnum og ítrekað að dómstóllinn teldi mikla hættu á að Polanski myndi flýja ef honum væri sleppt úr varðhaldi. Lögfræðingur Polanskis, Herve Temime, er þó ekkert á að leggja árar í bát og sagði að fyrir lægi að áfrýja enn og aftur til æðsta dómstóls landsins. „Við munum reyna að sýna fram á að engin hætta muni fylgja fyrir- skipun um lausn Romans Polanski,“ sagði Temime. Herve Temime sagði ennfremur að lögfræðingateymi Pol- anskis myndi „útvega jafnvel örugg- ari og meira viðeigandi tryggingu“ fyrir því að Polanski myndi ekki yfir- gefa landið. Roman Polanski hefur verið í haldi í Sviss síðan 26. september, en þá kom hann til Sviss frá Frakklandi til að veita viðtöku viðurkenningu fyrir afrek sín á kvikmyndahátíðinni í Zürich. Eilíf æska hefur lengi verið mannkyninu hugleikin. Breskir vísindamenn telja að einn góðan veðurdag verði hundrað ára fólki kleift að njóta lífsins sem fimmtugt væri. Einn prófessor líkir möguleikanum við hinn helga gral. HundRAð áRA og HRess Að sögn vísindamanna er raunhæfur möguleiki að hundrað ára fólk búi að líkama fimmtíu ára einn góðan veð- urdag og, þökk sé bættum lífsgæðum, mun helmingur breskra barna ná eitt hundrað ára aldri. Sá böggull fylgir þó skammrifi að eins og málum er hátt- að í dag mun líkami þeirra hrörna eft- ir því sem árin færast yfir. Sérfræðingar við Leeds-háskólann hyggjast eyða 50 milljónum sterlings- punda á fimm árum til að leita leiða til að snúa dæminu við þannig að fólk öðlist „50 virk ár eftir fimmtugt“. Ætlun vísindamannanna er að sjá eldra fólki fyrir vefjum sem vísinda- mennirnir hafa ræktað sjálfir og end- ingargóðum líkamshlutum. Byrjað verður á nýjum hnjám, mjöðmum og hjartalokum, en að lokim sjá vísindamennirnir fyrir sér að hægt verði að endurnýja flesta lík- amshluta sem gefa sig með aldri. Endurnýjun lífdaga Nú þegar hefur stofnun innan há- skólans framkvæmt mjaðmaflutning sem á að endast út ævi sjúklingsins, en ekki í tuttugu ár eins og gjarna er gert ráð fyrir með gervimjaðmir. Mjaðmagrópin er gerð úr kób- alt-krómi og mjaðmakúlan er gerð úr keramiki og að sögn Johns Fis- her, prófessors, má ætla að liðamót- in muni auðveldlega þola þau 100 milljón skref sem ætla má að séu tek- in þar til hundrað ára aldri er náð. Í grein BBC um fyrirætlanir vís- indamannanna segir að Eileen Ing- ham prófessor, og teymi hennar, hafi tekist að þróa einstaka aðferð sem gerir líkamanum kleift að endurbæta sig. Fullkomlega starfhæfar hjartalokur Hugmyndin er að búa til vefi, og síð- ar líffæri, sem líkaminn getur gert að sínum eigin og þannig komist hjá því að þeim verði hafnað. Nú þegar hefur vísindamönnun- um tekist að búa til fullkomlega starf- hæfar hjartalokur með því að taka heilbrigt hjarta úr líffæragjafa eða hentugu dýri, til dæmis svíni, og fjar- læga varlega frumurnar með blöndu af ensímum og hreinsandi efni. Það sem eftir stendur, stoðvefur, e. scaff- old, er hægt að græða í sjúkling án áhyggna af því að líkaminn hafni því, en höfnun er helsta ástæða þess að líffæraflutningur mistekst. Síðar tekur líkaminn við og býr til nýjar frumur á stoðvefinn og hafa til- raunir á dýrum og fjörutíu sjúkling- um í Brasilíu lofað góðu, að sögn Ing- hams prófessors. Litið jákvæðum augum Breska heilbrigðiskerfið beinir nú þegar sjónum sínum að aðferð- um vísindamannanna með til- liti til brunasjúklinga og að sögn Christinu Doyle, prófessors hjá Xeno Medical, myndi það jafnast á við hinn helga gral ef hægt væri að draga úr mikilvægi líffæragjafa, eða fjarlægja þörfina á þeim með öllu. „Þessi tækni mun á endanum leiða okkur þangað,“ sagði Doyle prófessor. En enn er langt í land því að sögn Doyles mun taka þrjátíu til fimm- tíu ár, með þessari tækni, að skipta út vefjum gefnum af líffæragjöfum og hvern einasta framleiddan vef yrði að prófa sérstaklega. KoLbEinn þoRstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Nú þegar hefur vísindamönnunum tekist að búa til fullkomlega starfhæfar hjarta- lokur með því að taka heilbrigt hjarta úr líffæragjafa eða hentugu dýri. Íþróttir í ellinni Takmark vísindamanna er að hægja á öldrun um fimmtíu ár. Mynd: Photos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.