Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR 11 „Í kirkjunni eru ákveðnir fordómar gagnvart fólki sem er af öðru sauða- húsi. Við viljum ekki búa yfir slíkum fordómum. Bara alls ekki. Við teljum að allir, undantekningalaust, séu vel- komnir í okkar raðir,“ segir Gunnar Þorsteinsson um breytingarnar sem hann boðar á starfsemi Krossins. „Lífið mitt hefur breyst mikið og ég vil breyta því meira. Og ég vil ekki vera með einhvern farangur í mínu lífi sem á þar ekki heima,“ segir Gunn- ar en hann telur að Krossinn þurfi að höfða til breiðari hóps í samfélaginu. Til þess þurfi söfnuðurinn að varpa fordómunum fyrir róða og skoða eig- in innviði hátt og lágt. „Ég hef verið að skoða þetta undanfarna mánuði. Ég hef verið að breyta mínu lífi og minni predikun. Síðustu 18 mánuði hefur hún breyst allverulega.“ Róttækar breytingar „Við ætlum að stokka upp starfsemi kirkjunnar, breikka forystuna, kalla fleiri menn til ábyrgðar og mæta þeim gríðarlegu þörfum sem eru í íslensku samfélagi í dag. Við búum við það í kristna heiminum að kristilegt starf vill staðna, við viljum varpa af okkur öllum slíkum belgjum og endurnýj- ast í starfsemi. Við lifum í síbreytilegu samfélagi og þurfum að laga okkur að breyttum aldarhætti, en höldum þó á eilífum sannleika sem er óumbreyt- anlegur,“ segir Gunnar og lítur á það verk sem byltingu á starfsemi kirkju sinnar. „Við höfum tekið þá ákvörð- un, við leiðtogar safnaðarins, að fara þessa leiðina; að kalla nýtt fólk til liðs við okkur og ætlum að gera róttækar breytingar á okkar starfi.“ Viljum ekki vera með fordóma „Við viljum hafa víðari skírskotun,“ segir Gunnar. „Við höfum ákveðið að vera ekki lengur skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju. Heldur setja um borð veiðarfæri og fara út á mið- in. Við ætlum að veiða menn. Við ætl- um að ná til þeirra fjölmörgu sem sitja í aðgerðarleysi en eiga að vera virk- ir þátttakendur í íslensku samfélagi. Við viljum ekki vera með fordóma eða hindranir sem eiga sér ekki biblíuleg- an grunn. Við erum öll að glíma okk- ar glímur, við okkar mennsku,“ segir Gunnar og segir að í Krossinum hafi hefðir skapast sem sumar séu ekki í samræmi við veruleikann sem söfn- uðurinn vilji sýna. „Það sem hefur safnast fyrir í orði og hefðum í áratugi, það þarf að endurskoða. Við meg- um ekki láta eitthvað sem er til og við þekkjum ekki lengur, vera hindrun í því að menn nálgist sannleika fagnað- arerindisins. Þannig að við ætlum að stokka upp og höfum raunar verið að því undanfarnar vikur - að skoða okk- ur með gagnrýnum hætti - en höfum orð Guðs sem leiðarljós.“ Elska samkynhneigða Krossinn hefur verið gagnrýndur fyrir einarða afstöðu gegn samkyn- hneigðum. Getur trúfélag, á borð við Krossinn, haft víða skírskotun? „Það helgast af ákveðinni mynd sem fjöl- miðlar hafa brugðið upp, en þar sem orð Guðs vissulega talar um þessa hluti, það er okkar viðhorf og það breytist ekki í sjálfu sér. Við elskum þetta fólk og virðum og metum mik- ils. Ég á ágæta vini, nokkuð marga, úr þessum geira. Við fáum alltaf á sam- komur hjá okkur fólk úr þessum geira og það er hjartanlega velkomið,“ segir Gunnar sem meðal annars hefur ver- ið gagnrýndur fyrir nota orðið „kyn- villa“ um samkynhneigð. „Það var nú bara íslenskan þegar ég var að al- ast upp, þá var nú ekki annað orð til. Orðið kynvilla var ekki neikvætt hlað- ið. Síðan var það Einar Karl Haralds- son sem smíðaði nýyrðið samkyn- hneigð.“ Ól sjálfur á fordómum Gunnar segir að Krossinn hafi á tíma- bili farið fram úr sér og gleymt hinum raunverulegu kristnu gildum. „Drott- inn umgekkst farísea, tollheimtu- menn, portkonur og fólk af sauðahúsi sem við myndum varla eiga sam- neyti við í dag, en þetta gerði hann hiklaust. Þegar við erum komin eitt- hvert annað en drottinn sjálfur hljóta það að kallast fordómar. Ég hef alið á þessum fordómum sjálfur og vil ekki vera þannig. Það mun koma mörg- um á óvart hver við erum í raun,“ seg- ir Gunnar sem ætlar að kynna nýja stefnu Krossins á næstunni og laða að nýja safnaðarmeðlimi. Aldrei verið meiri þörf Gunnar segir að fyrirhugaðar breyt- ingar á starfsemi Krossins tengist einnig þeim sögulegu tímum sem ís- lenskt samfélag gengur í gegnum nú um stundir. „Við finnum að það hef- ur aldrei verið ríkari þörf fyrir sam- félag sem er lifandi og tekur með lif- andi hætti á aðstæðum í samfélaginu sem þarf á trúnni að halda. Við meg- um ekki bregðast þessari skyldu. Við erum búin að kynna þessar breyting- ar í öllum stofnunum safnaðarins og fyrir öllum sem eru virkir í starfi og það er einróma ánægja með þær. Við ætlum að leggjast á eitt um að opna okkar samfélag fyrir fólkinu sem sit- ur fyrir úti og þarf á okkar skjóli að halda. Ég hef sagt á samkomum að við séum ekki aðeins að framkvæma breytingar heldur að þetta jaðri við að vera bylting,“ segir Gunnar að lok- um. Séra Gunnar Þorsteinsson í Krossinum boðar byltingu í starfsemi trúfélagsins sem á að höfða til breiðari hóps í samfé- laginu. Gunnar viðurkennir að hefð fyrir fordómum hafi skapast í söfnuðinum og hann sjálfur hafi alið á þeim. Hann hefur tekið lífið til endurskoðunar og vill varpa fordómunum fyrir róða. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Burt með fordómana Gunnar í Krossinum segir að söfnuður Krossins muni „...varpa af sér öllum belgjum.“ MYNDIR KRISTINN MAGNÚSSON Boðar byltingu Gunnar boðar miklar breytingar á Krossinum og segist sjálfur hafa breyst mikið. „LÍFIÐ MITT HEFUR BREYST MIKIГ Við höfum ákveðið að vera ekki lengur skemmtiferða- skip sem liggur við bryggju. n Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars, sagði frá því í viðtali í helgarblaði DV 26. mars síðastliðinn að hann hataði alls ekki samkyn- hneigða. Jónína sagði meðal annars í viðtalinu að Friðrik Ómar og kær- asti hans, sem bjuggu hjá þeim um tíma, væru vinir Gunnars: „Gunnari finnst að hommar og lesbíur eigi ekki að fá að ganga í hjónaband. Hann telur að hjónaband sé á milli karls og konu, sem er alveg rétt, og ég er sammála honum í því. En hann hatar ekki samkyn- hneigða. Það búa til dæmis tveir hommar hjá mér núna og það eru miklir kærleikar á milli þeirra og Gunnars.“ Bjó með hommum 26. – 28. MARS 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 36. TBL. – 100. ÁRG. – VERÐ KR. 595 JÓNÍNA OG GUNNAR ERU NÝTT „AFL“: n „GUNNAR ER MAGNAÐUR MAÐUR“ n JÓNÍNA GENGUR Í KROSSINN n BÝR MEÐ FRIÐRIKI ÓMARI OG KÆRASTA HANS n „GUNNAR ELSKAR ÞÁ“ n GRÉT Í KASTLJÓSINU n „ÉG VEIT HVAÐ KVEIKIR Í MÉR“ n SÁRT AÐ SKILJA M YN D R A K EL Ó SK 60 MEÐ VR TIL LONDON AGNES Í EINKAÞOTU BRÚÐ- KAUPS- BLAÐ FYLGIR U M S J Ó N : Á S G E I R J Ó N S S O N a s g e i r @ d v . i s 2 6 . M A R S 2 0 1 0 Giftu sig tvítug 10 hugmyndir að steggja- eða gæsapartíi Slökkviliðsþema í brúðkaupinu Allir helstu veislusalirnir á höfuðborgarsvæðinu Fjórðungshækkun á brúðkaupi DV 2008-2010 Ásatrúarbrúðkaup; þoldu enga væmni Hárið og förðunin Góð ráð til að viðhalda hjónabandinu SPUNI OG SLÚÐURn SIGMUNDUR DAVÍÐ KYNNIST SKUGGAHLIÐUM STJÓRNMÁLANNA FLÚÐI NEW YORK Í KREPPUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.