Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 14
KALLAR Á RAUNHÆFT GREIÐSLUMAT „Nú er kominn tími aðgerða og stjórnvöld geta og mega ekki bíða lengur í jafnmikilvægu máli og þessu,“ skrifar Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtaka, í pistli á ns.is. Þar segir hann að nauðsynlegt sé að koma strax á raunhæfu greiðslumati sem byggist á eðli- legum neysluviðmiðum. „Með eðlilegum neysluviðmiðum er átt við viðmið þar sem tekið er tillit til eðlilegra útgjalda fjöl- skyldu og er þá hvorki miðað við óeðlilega mikla neyslu né heldur sultarneyslu en það síð- arnefnda hefur því miður verið reyndin hér til að mynda þegar metin er greiðslugeta lántak- enda.“ n „Ég var í veseni með flakkara sem ég keypti um jólin. Hélt að hægt væri að taka upp sjónvarpsefni og nota í tölvunni. Það var ekki hægt,“ sagði ánægður viðskiptavinur Tölvutækni í Hamra- borg. „Ég fékk frábæra þjónustu þegar ég fór aftur í búðina því þeir endurgreiddu mér flakkarann,“ sagði hann. n „Þorsteinn Thorsteinsson tannlæknir í Mörkinni 6 veitir alveg ótrúlega góða þjónustu og ef eitthvað kemur upp á lætur hann ekki kúnna bíða dögum saman heldur reddar málunum og leggur sig allan fram,“ skrifaði ánægður viðskiptavin- ur til DV. Hann sagði að bæði tannlæknirinn og þjónustan væru framúrskarandi hjá Þorsteini. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 206,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 207,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,9 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 209,8 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 207,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,7 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 207,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,8 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 14 MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 NEYTENDUR HERBALIFE ÓSAMMÁLA „Af þessu tilefni vill Herba- life taka fram að fyrirtækið er ósammála neikvæðum fullyrð- ingum um vörur fyrirtækisins sem haldið er fram í greininni í Læknablaðinu og fjallað er um í pistli Ólafs [Sigurðsson- ar í Neytendasamtökunum], enda hefur Herbalife fullt traust á þeim vörum sem fyrirtækið framleiðir,“ segir í athugasemd- um Herbalife vegna umfjöll- unar um Herbalife. Í umræddri grein var sýnt fram á að lifr- arskaði væri tengdur neyslu Herba life. Fyrirtækið vísar því á bug og segist ekki vita um nein- ar rannsóknir sem styðji það. Neytendasamtökin telja hins vegar enga ástæðu til að ve- fengja niðurstöðu rannsókna- stofu Háskólans í lyfjafræði, sem greinin í Læknablaðinu var byggð á. Kristín María Erlingsdóttir gerði bíla- samning við Avant árið 2007 um kaup á níu ára gömlum Toyota Avensis fyr- ir um 460 þúsund krónur. Hún seg- ist hafa hætt að geta borgað ári síðar, vegna gengishruns krónunnar. Nú í mars var bíllinn tekinn af henni. Ástandsskoðun og kostnað- armat Aðalskoðunar, á vegum Avant, leiddi í ljós að gera þarf við bílinn fyr- ir ríflega 700 þúsund krónur. Rúmum mánuði áður hafði hún látið skoða bílinn hjá Frumherja. Bíllinn fékk þar skoðun án athugasemda. Öll öryggisatriði í lagi DV hefur undir höndum yfirlit um ástandsskoðun og kostnaðarmat á bifreiðinni sem Aðalskoðun fram- kvæmdi í lok mars. Þar segir að skipta þurfi um eða gera skuli við rúðuupp- halara, útvarp, stöðuljós, númersljós, stýrisenda, stýrisvél, hjólbarða, högg- deyfa, hemlarör, klossa og tímareim auk þess sem bíllinn þarfnist þrifa og smurningar. Þá þurfi að sprauta bíl- inn fyrir liðlega 230 þúsund krónur. Ef marka má þau fjölmörgu atriði sem talin eru upp mætti áætla að bíllinn væri allt að því ónýtur enda borgar sig vart að gera við hann. Í byrjun mars fór Kristín hins veg- ar með bílinn í hefðbundna skoðun, þar sem öll öryggisatriði bílsins voru prófuð. Þar reyndust öll atriði vera í lagi; bíllinn fékk skoðun án nokkurrar athugasemdar. Í uppgjöri sem Kristín María fékk sent heim til sín, nokkru eftir vörslusviptingu, kemur fram að hún skuldi Avant rétt liðlega 1,5 millj- ónir króna. Þar kemur einnig fram að markaðsvirði bifreiðarinnar sé ríflega 480 þúsund krónur. Áætlaður við- gerðarkostnaður, 700 þúsund krónur, er þannig liðlega 50 prósent hærri en sem nemur þeirri upphæð sem Avant gerir ráð fyir að fá fyrir bílinn. Krist- ín fær með öðrum orðum ekki krónu fyrir bílinn upp í skuldina. Ekki borgað í tvö ár „Ég keypti bílinn á 460 þúsund krón- ur, árið 2007 og tók lán fyrir þeirri upphæð. Í maí hætti ég að geta borg- að; upphæðin var 9 þúsund krón- ur á mánuði upphaflega en þetta var komið upp í 38 þúsund,“ segir Kristín María, sem er 25 ára nemi og öryrki. Hún segist ekki hafa getað borgað af bílnum í nærri tvö ár. Hún segist að- spurð hafa sett sig í samband við Av- ant þegar hún réð ekki við greiðslurn- ar en segir að þeir hafi ekkert getað gert fyrr en hún væri búin að greiða vanskilin sem höfðu þá byrjað að safnast upp. Þá gætu þeir fryst lánið. „Ég er öryrki og ræð ekki við að greiða 40 þúsund krónur á mánuði af bíl, fyr- ir utan tryggingar,“ segir Kristín sem situr nú uppi bíllaus og skuldar 1,5 milljónir króna. Í uppgjörinu kemur fram kostn- aður við ástandsskoðun (28 þúsund krónur), afföll bifreiðar (72 þúsund krónur), sölulaun (55 þúsund krónur) og geymslukostnaður bifreiðar (15 þúsund krónur) svo eitthvað sé nefnt. Segist lítið geta gert Eins og áður sagði gerir Avant ráð fyrir því að selja bílinn á 480 þúsund krónur miðað við að gert verði við bíl- inn fyrir ríflega 700 þúsund krónur. Sá kostnaður leggst á Kristínu, óháð því hvort ráðist verði í viðgerðirnar eða ekki. Minnt skal á að bíllinn fékk hreint skoðunarvottorð, það er skoð- un án athugasemda, mánuði áður en matið á vegum Avant var gert. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Avant segir aðspurður að þeir geti lítið við þessu gert. „Þetta er auðvitað bara hið opinbera mat. Við höfum ekkert annað til að styðj- ast við,“ segir Magnús og bætir við að viðskiptavinir hafi 10 daga til að gera athugasemdir við matið. „Ég get í fyrsta lagi ekki svarað fyrir einstaka viðskiptavini en ég get sagt fyrir hönd fyrirtækisins að við reynum að leysa öll þau mál sem koma upp sem lúta að því að mistök hafi verið gerð varð- andi skoðun,“ útskýrir hann. Spyr um réttlæti Magnús segist ekki þekkja til þessa máls en spyr hvort það hafi ef til vill verið vandamál þessa tiltekna ein- staklings [Kristínar] að hann hafi ekki verið í sambandi við Avant. „Eins og þetta dæmi virðist vera skuldar viðskiptavinurinn okk- ur 1,5 milljónir. Hvernig skyldu greiðsluhættir hans hafa verið við okkur? Hætti hann að borga fyrir ári eða einu og hálfu? Án þess að ég þekki þetta tilvik spyr ég hvaða réttlæti felist í því að hökta á bílnum sínum, borga ekki krónu, tala ekki við okkur, láta okkur kannski leita að bílnum og fara svo á síðustu metrunum og kvarta í blöðin,“ segir Magnús. „Pjöttuð á bíla“ „Mér finnst þetta ógeðslega svekkj- andi. Ég fer á svartan lista út af þessu og get ekki á nokkurn hátt staðið undir þessari skuld. Ég veit ekki einu sinni hvort ég ætla að reyna það, mið- að við hvernig þeir setja dæmið upp. Það kemur ekki til greina að ég borgi 700 þúsund krónur í viðgerðarkostn- að fyrir 12 ára gamlan bíl,“ segir Krist- ín. Aðspurð segir hún að bíllinn hafi verið vel með farinn, þrátt fyrir aldur- inn. „Hann var grjótbarinn að framan. Ég hef hins vegar alltaf hugsað vel um bílana mína og þríf og bóna þá reglu- lega. Ég er mjög pjöttuð á bíla þannig að hann var í fínu standi,“ segir hún. Kristínu blöskrar þau atriði sem sett er út á í skoðuninni. „Þeir vilja láta laga stýrisenda, bremsur og skipta um dekk. Þeir ætla að láta mig borga 56 þúsund krónur í sölulaun, 15 þúsund krónur fyrir geymslu á bíln- um og ég á að borga 50 þúsund í vörslusvipt- ingu,“ segir hún ósátt og heldur áfram: „Þeir rukka 22 þús- und fyrir útvarp- ið. Þessar græjur virkuðu þegar ég keypti bílinn og þær virkuðu þegar þeir tóku hann. Það er auk þess hægt að kaupa geislaspilara í Elkó á 6 þúsund krónur,“ segir hún að lok- um. Siðlaus uppgjör DV bar ofangreint dæmi undir Run- ólf Ólafsson, Framkvæmdastjóra FÍB, sem segir að það segi sig auðvitað sjálft að tíu eða tólf ára ökutækjum fylgi slit og smádældir. Slíkt eigi ekki einu sinni að hafa áhrif á markaðs- virði ökutækis, jafnvel þó það kosti tugi þúsunda að gera við. Hann seg- ir því miður brögð hafa verið að því að fyrirtækin hafi staðið að siðlausum uppgjörum á bifreiðum sem þau hafi leyst til sín. Hann segist einnig vita til þess að fyrirtækin hafi leyst bílana til sín og selt án þess að gera nokkuð við þá. Skuldarar hafi ekki feng- ið að njóta góðs af sölu- andvirðinu. Spurður um muninn á hefðbundinni bifreiðaskoðun og kostn- aðarmatsskoðun segir Runólfur að í hefðbund- inni skoðun sé öryggis- búnaður bílsins fyrst og fremst skoðaður auk þess sem fylgst sé með meng- un og slitflötum. Í ástands- skoðun sé farið yfir lakk- skemmdir og annað slíkt sem komi einnig að útliti bílsins. „Það er hins vegar bara eðli- legt að á tólf ára gömlum bíl séu skemmdir á lakki; tæring, lít- ilsháttar beygl- ur eða rispur. Það á ekki að draga verðið niður enda er bíllinn BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is MISSTI BÍLINN EN FÆR EKKERT UPP Í SKULDINA Avant sótti bíl Kristínar Maríu Erlingsdóttur á dögunum eftir að hún hafði ekki greitt af myntkörfuláni í tvö ár. Ástandsskoðun á vegum Avant leiðir í ljós að viðgerðarkostnaður nemur 700 þús- und krónum. Í febrúar rann bíllinn án athugasemda í gegnum hefðbundna skoðun. Sams konar bíll Kristín keypti árið 2007 níu ára gamlan Avensis á 460 þúsund. Hún er nú bíllaus og skuldar 1,5 milljónir króna. Skoðunarvottorð og uppgjör Þarna sést að jafnvel þó bifreiðin hafi fengið fullnaðarskoðun 1. febrúar telur Aðalskoðun, fyrir hönd Avant, að gera þurfi við bílinn fyrir 710 þúsund krónur. Segir uppgjörin hafa batnað Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir að fjármögnunarfyrir- tækin hafi staðið fyrir siðlausum uppgjörum á bifreiðum sem þau hafi leyst til sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.