Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 FRÉTTIR
GRÍNISTAR Í
GULLGRYFJU
Hver og einn þeirra fulltrúa Besta flokksins sem náðu kjöri í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag fær
að lágmarki 440 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þar að auki fær varaborgarfulltrúi flokksins að lágmarki 318
þúsund krónur fyrir sitt starf. Verði Jón Gnarr borgarstjóri fær hann rúma milljón á mánuði í laun. Flestar
þær tillögur sem Besti flokkurinn lagði fram fyrir kosningar fela í sér kostnaðarauka fyrir Reykjavíkurborg
en sveitarfélagið hefur takmarkað fé til framkvæmda.
Borgarfulltrúar hjá Reykjavíkur-
borg hafa að meðaltali 678 þúsund
krónur í launagreiðslur á mánuði.
Þetta hafa þeir fyrir setu í nefnd-
um og ráðum á vegum borgarinn-
ar en einnig fyrirtækja í eigu henn-
ar. Grunnlaun borgarfulltrúa eru
404 þúsund krónur á mánuði og eru
miðuð við áttatíu prósent af þing-
fararkaupi. Ofan á þessi grunnlaun
bætast við launagreiðslur fyrir ým-
iss konar álagsvinnu og starfstengd-
ar greiðslur.
Besti flokkurinn fékk sex full-
trúa kjörna í sveitarstjórnakosning-
unum á laugardag. Enginn þeirra
hefur gegnt opinberri stöðu á veg-
um borgarinnar áður. Þó er ljóst
að allir þessir fulltrúar munu hafa
að minnsta kosti 440 þúsund krón-
ur í grunnlaun verði ekki breyting-
ar gerðar á launakerfi Reykjavík-
urborgar. Þar að auki er líklegt að
flestir þessara fulltrúa fái greiðslur
ofan á störf sín fyrir margvíslegar
álagsgreiðslur og afnot af fartölvu og
farsíma. Forseti borgarstjórnar hef-
ur einnig aðgang að bifreið og bif-
reiðarstjóra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri hefur fengið rétt rúma
eina milljón króna í mánaðarlaun
en ofan á þau bætast greiðslur
vegna stjórnarformennsku hennar
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins og Almannavörnum upp á
106 þúsund krónur. Þetta eru laun
hennar eftir fimmtán prósenta
lækkun þeirra í aðhaldsaðgerðum
borgarinnar.
Kjör nýrra varamanna
Besti flokkurinn hefur sex varaborg-
arfulltrúa á sínum snærum sem fá
allir launagreiðslur taki þeir sæti
í borgarstjórn eða sinni einhverj-
um störfum á vegum borgarstjórn-
ar. Fyrsti varamaður hvers framboðs-
lista fær samkvæmt samþykkt um
kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa
hjá Reykjavíkurborg um 318 þúsund
krónur í fastar greiðslur á mánuði. Í
tilfelli Besta flokksins er þar um að
ræða Pál Hjaltason arkitekt sem skip-
ar sjöunda sæti framboðsins.
Ef aðrir borgarfulltrúar taka sæti
í einhverjum af þremur af fasta-
nefndum borgarinnar geta þeir feng-
ið greiðslur frá 30.368 krónum til
80.912 króna á mánuði, eftir því um
hverja þeirra ræðir. Þeir fá greitt fyr-
ir hverja af þeim nefndum sem þeir
taka sæti í. Formenn nefndanna fá
tvöfalda þóknun. Ef varaborgarfull-
trúar taka sæti í einhverjum af fasta-
nefndum borgarinnar fá þeir greidd-
ar rétt rúmar tíu þúsund krónur fyrir
hvern setinn fund. Varamenn sem
sæti taka í borgarstjórn fá greiddar
rétt rúmar tuttugu þúsund krónur
fyrir hvern fund.
Fyrirtæki borgarinnar
Þar að auki má reikna með því að
einhverjir fulltrúar Besta flokks-
ins muni taka sæti í stjórnum fyrir-
tækja borgarinnar. Fyrir stjórnarsetu
í Orkuveitu Reykjavíkur fá fulltrúarn-
ir 112 þúsund krónur og 90 þúsund
krónur fyrir stjórnarsetu í Reykja-
vík Energy Invest. Fyrir stjórnarsetu
í Faxaflóahöfnum fást 81 þúsund
krónur og Sorpu bs. 71 þúsund krón-
ur. Gegni fulltrúarnir formennsku í
stjórnum þessara fyrirtækja tvöfald-
ast upphæðin.
Þeir Kjartan Magnússon og Júlí-
us Vífill Ingvarsson voru launahæstu
borgarfulltrúarnir samkvæmt úttekt
DV í janúar. Kjartan var með 936 þús-
und krónur en Júlíus Vífill með 900
þúsund krónur.
Kostnaðarauki fyrir borgina
Þær hugmyndir sem Besti flokkur-
inn vakti máls á í kosningabaráttu
sinni hafa flestar falið í sér kostnað-
arauka fyrir Reykjavíkurborg. Flest-
ar tillögurnar gera ráð fyrir einhvers
konar framkvæmdum af hálfu borg-
arinnar. Flokkurinn hefur aðeins
kynnt tvær hugmyndir sem hugs-
anlegar leiða til tekjuaukningar fyrir
sveitarfélagið. Önnur þeirra er hvít-
flibbafangelsi sem flokkurinn hafði
áhuga á að vinna að í samstarfi við
Fangelsismálastofnun. Þá hefur
flokkurinn einnig viðrað hugmynd-
ir um tollahlið við Seltjarnarnes þar
sem fólk sem eigi leið þar um þurfi
að greiða sérstaklega fyrir ferðalag-
ið.
Óljóst er hvort nokkrar hug-
myndir Besta flokksins fælu í sér
kostnaðarauka fyrir sveitarfélag-
ið. Þetta eru sem dæmi hugmynd-
ir um að fá ísbjörn í Húsdýragarð-
inn í Reykjavík og lundaklett. Besti
flokkurinn hefur kynnt þessar hug-
myndir með þeim hætti að þær
geti skilað sér í auknum tekjum
fyrir borgarsjóð vegna þess að þær
laði að ferðafólk. Alvarlegri tillögur
framboðsins fela í sér tekjutengingu
leikskólagjalda, athugun á skynsemi
þess að sameina Öskjuhlíðarskóla
og Safamýrarskóla og að sundlaug-
ar Reykjavíkur verði markaðssettar.
Engar af tillögum Besta flokks-
ins fela í sér verulegan kostnað fyr-
ir Reykjavík. Helst eru þar þó hug-
myndir framboðsins um að flytja
húsin í Árbæjarsafni yfir í Hljóm-
skálagarðinn í miðborgina og raf-
bílavæðing Reykjavíkur. Samkvæmt
upplýsingum frá verktakafyrirtæki
Einars og Tryggva má gróft áætla að
kostnaður við flutning hvers húss
og uppsetningu þess sé að minnsta
kosti tíu milljónir króna. Þar eru yfir
tuttugu hús. Þá hefur Einar Skúla-
son, sem bauð sig fram fyrir Fram-
sóknarflokkinn, haldið því fram að
kostnaður við að koma ísbirni í Hús-
dýragarðinn sé um 250 milljónir
króna.
Lítið svigrúm til framkvæmda
Á heildina litið má þó segja að rekst-
ur Reykjavíkurborgar sé ekki al-
slæmur. Rekstrarniðurstaða af skatt-
tekjuhluta borgarinnar, rekstri skóla,
stjórnsýslu og tengdum stofnunum,
var jákvæð um þrjá milljarða króna
á síðasta ári. Aðra sögu er hins veg-
ar að segja um þjónustuhluta borg-
arinnar og fyrirtæki hennar. Þegar
þessi tvö svið eru lögð saman var
niðurstaðan neikvæð um 1,7 millj-
arða króna á síðasta ári. Þetta bæt-
ist við 71 milljarðs króna halla sem
samstæðan skilaði af sér í hitteð-
fyrra.
Óhætt er að segja að rekstur
Reykjavíkurborgar gefi ekki mik-
ið svigrúm til fjárfestinga mið-
að við núverandi forsendur. Í að-
gerðaáætlun Reykjavíkurborgar,
sem fyrrverandi borgarstjórn
samþykkti til að bregðast við því
ástandi sem var uppi í fjármál-
um sveitarfélagsins, kemur fram
að tekjur hennar hafi minnkað og
kostnaður aukist. Auk þess sé uppi
fjöldi vísbendinga um þrengingar
í fjármálum sveitarfélaga. Vegna
þessa var ákveðið að grípa til að-
haldsaðgerða. Þetta fól meðal
annars í sér að draga almennt úr
útgjöldum borgarinnar. Þetta kall-
aði meðal annars á forgangsröðun
framkvæmda á vegum borgarinn-
ar þar sem ákveðið var að fresta
þeim eða draga úr kostnaði í sam-
ræmi við áhrif á atvinnustig sveit-
arfélagsins. Þá var gert ráð fyrir því
að eignir yrðu seldar fyrir að lág-
marki einn milljarð króna.
Ekki mikið svig-rúm til fjárfest-
inga miðað við núver-
andi forsendur.
Tekjuaukning:
n Tollahlið við Seltjarnarnes
n Hvítflibbafangelsi
Útgjöld:
n Stytta af Báru bleiku
n Ný rennireið borgarstjóra
n Frí handklæði í sundlaugum
n Flytja húsin í Árbæjarsafni yfir í
Hljómskálagarðinn
n Flutningur á styttum yfir í
miðborgina
n Rafbílavæðing Reykjavíkur
n Frítt í strætó fyrir aldraða, öryrkja
og ungmenni
n Fella aspir í miðbænum og
gróðursetja hlyn, birki og hegg
n Skapandi sumarstörf
n Íslenskukennsla fyrir innflytjendur
n Leikvellir fyrir eldri borgara
n Flytja inn íkorna og froska
n Hátíðarhöld vegna þakkagjörðar-
dags og konukvölda
n Setja upp nýjar girðingar og
hundasvæði
Óljós áhrif:
n Ísbjörn í Húsdýragarðinn
n Lundaklettur
n Tekjutenging leikskólagjalda
n Sameining Öskjuhlíðarskóla og
Safamýrarskóla
n Markaðssetning sundlauga
Reykjavíkur
Tillögur Besta
flokksins fyrir
kosningar
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Engin stefna komin Besti flokkurinn hefur ekki kynnt áherslumálin í viðræðum
sínum við fulltrúa Samfylkingarinnar. Óttarr Proppé hefur sagt flokkinn hafa
velferðarmál og opnari stjórnsýslu í forgrunni en ómögulegt er að ráða í hvað kemur
út úr stjórnarmyndunarviðræðunum. Framboðið hefur opnað vefinn betrireykjavik.is
þar sem fólki gefst kostur á að koma fram hugmyndum við fulltrúana.