Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 3
FRÉTTIR 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 3
Pólitísk fortíð
SEXMENNINGA BESTA FLOKKSINS
SVONA ÞEKKTUST ÞAU
Jón Gnarr og Einar Örn
Benediktsson
Kynntust upphaflega í gegnum Þór
Eldon, einn af stofnendum Sykurm-
olanna og Smekkleysu þegar Jón
er að gefa út sína fyrstu skáldsögu
um Miðnætursólborgina, en bókin
kemur út árið 1989. Tengsl milli hans
og Einars voru lítil til að byrja með
en þeir kynntust vel á þeim tíma sem
hljómsveitin HAM var að stíga sín
fyrstu skref. Sigurjón Kjartansson, einn
af forsprökkum HAM, var með Jóni í
einni hljómsveit sem hitaði upp fyrir
tónleika Sykurmolana þar sem Jón las
meðal annars upp úr Miðnætursólinni.
Á Listahátíð árið 1995 fékk Einar Jón
til að vera með sitt fyrsta uppistand í
klúbbi þar. Síðan þá hefur verið gott
samband milli þeirra tveggja.
Jón Gnarr og Óttarr Proppé
Kynntust sem unglingar, þegar þeir
voru um fimmtán ára eða þar um bil.
Þá var Jón á Núpi sem og bekkjarfé-
lagi Óttars úr Hafnarfirði. Þeir tveir
kynntust síðan í Núpspartíi og síðan
þá hafa þeir ruglað saman reitum.
Jón Gnarr samdi meðal annars texta
fyrir hljómsveitina HAM og las upp
ljóð á tónleikum hljómsveitarinnar.
Helstu samstarfsverk þeirra hafa samt
sem áður verið fólgin í sameiginlegri
vináttu og samtölum þeirra á milli.
Óttarr segir þá tvo alltaf hafa rætt
málefni samfélagsins og umhverfisins
en að þeir hafi ekki tekið þátt í pólitík
á því stigi sem þeir gera nú.
Jón Gnarr og Elsa Hrafnhildur
Yeoman
Þekkja hvort annað vel og hafa unnið
saman við margt og ýmislegt. Elsa
hefur starfað í matar- og veitinga-
bransanum og er lærður smiður.
Vinskapur hennar og Jóns varð til
þess að hún skráði sig í Besta flokkinn
upphaflega.
Jón Gnarr og Karl Sigurðsson
Tengsl þeirra Jóns Gnarrs og Karls
Sigurðssonar má rekja langt aftur í
tímann, eða allt aftur til áranna 1983
til 1986. Þá passaði Jón hann Karl
þegar hann var á aldrinum tíu til þrett-
án ára. Sjálfur var Jón þá með systur
Karls en þau voru þá á unglingsaldri.
Karl segist muna vel eftir því þegar
Jón var að passa hann vegna þess að
hann hafi alltaf verið að finna upp á
einhverjum skemmtilegum leikjum.
Síðan hafi Karl fylgst vel með störfum
Gnarrs og leiðir þeirra legið oft og tíð-
um saman á hinum ýmsu samkomum.
Karl segir að Jóni hafi fundist gaman
að honum en sjálfur lýsir hann sér
sem litlu skrímsli sem hafi aldrei getað
verið til friðs.
Jón Gnarr og Eva Einarsdóttir
Þekktust ekki persónulega fyrir
kosningabaráttu Besta flokksins en
Eva hafði þá lengi fylgst með störfum
Jóns úr fjarlægð. Þau áttu sameigin-
lega kunningja eins og Heiðu Kristínu
Helgadóttur, kosningastjóra flokksins,
og Gauk Úlfarsson fjölmiðlafulltrúa.
Þau höfðu upphaflega samband við
Evu og spurðu hvort hún vildi taka
þátt í framboðinu. Eva segist aðeins
hafa þekkt grínistann Jón Gnarr fyrir
framboðið eins og annað venjulegt
fólk, en síðar hafi hún kynnst því að
hann væri umhyggjusamur fjölskyldu-
maður þar sem stutt væri í glettnina.
Einar Örn Benediktsson og
Óttarr Proppé
Hafa þekkst í gegnum alla mögulega
starfsemi sem rekja má allt aftur til
níunda áratugarins, eða hljómsveit-
anna HAM sem Óttarr var í fararbroddi
í og Purrk Pilnikk þar sem Einar var
einn af forsprökkum.
Einar Örn Benediktsson og
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kynntust ekki fyrr en fyrir nokkrum
mánuðum í tengslum við framboðið.
Að sögn Einars þykir honum Elsa þó
mjög öflug og skemmtileg kona.
Einar Örn Benediktsson og
Karl Sigurðsson
Einar Örn og Karl kynntust fyrst í
gegnum framboðið og sameiginlegan
vinskap þeirra við Jón Gnarr. Sjálfur
segir Einar að það hafi verið mjög
gaman að tala við Karl, hann sé frjór
og skemmtilegur.
Einar Örn Benediktsson og
Eva Einarsdóttir
Leiðir þeirra Einars og Evu lágu fyrst
saman á tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves árið 2006, en hún var að
vinna fyrir hátíðina. Þau vissu þó
af hvort öðru fyrir þann tíma. Þau
störfuðu síðan einnig saman að
stuðningsdiski sem gefinn var út fyrir
samtökin Ísland-Palestína.
Óttarr Proppé og Elsa Hrafn-
hildur Yeoman
Kynntust ekki fyrr en þau buðu sig
fram fyrir Besta flokkinn. Óttarr þekkti
hins vegar mann Elsu frá yngri árum en
hafði aldrei kynnst henni eftir sem áður
á þann hátt sem Besti flokkurinn hefur
leitt þau saman. Óttarr segir kunn-
ingsskapinn við Elsu hafa verið einn af
ljósustu punktum kosningabaráttunnar.
Óttarr Proppé og Karl
Sigurðsson
Óttarr og Karl þekkjast aðallega í gegn-
um tónlistina þar sem þeir hafa komið
fram, hvor með sinni hljómsveitinni.
Sjálfir hafa þeir þó aldrei starfað saman
fyrr en í framboði Besta flokksins þrátt
fyrir að hafa þekkst í um þrjú ár. Jón
og Óttarr voru einnig vinir á níunda
áratugnum og segist Karl vera þess viss
að Óttarr hafi verið að horfa á vídeó
heima hjá honum í þá gömlu.
Óttarr Proppé og Eva Einars-
dóttir
Þekktust óbeint áður en þau buðu sig
fram fyrir Besta flokkinn í gegnum tón-
listarstarf þeirra þegar Eva var að vinna
fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves
og Úttón. Hins vegar kynntust þau ekki
persónulega fyrr en í framboðinu.
Elsa Hrafnhildur Yeoman og
Karl Sigurðsson
Elsa og Karl höfðu aldrei hist áður en
þau gengu í Besta flokkinn. Þó hafa
tekist góð kynni með þeim tveimur.
Elsa Hrafnhildur Yeoman og
Eva Einarsdóttir
Þekktust ekki fyrr en á fyrstu stigum
framboðsins. Að sögn Evu tókust
hinsvegar með þeim góð kynni. Að
sögn Evu þykir henni Elsa vera mjög
litskrúðug og skemmtileg persóna.
Karl Sigurðsson og Eva
Einarsdóttir
Eva og Karl þekktust ekki áður en þau
buðu sig fram fyrir Besta flokkinn. Að
sögn Karls líst honum þó afskaplega
vel á að starfa með henni.
Karl Sigurðsson
Skráði sig í Vinstrihreyfinguna
- grænt framboð fyrir síðasta
prófkjör og tók þátt í því. Hann er
enn skráður í flokkinn og hefur
ekki tekið ákvörðun hvort hann
skrái sig úr honum nú þegar hann
hefur hlotið kjör sem borgarfulltrúi
Besta flokksins. Fyrir nokkrum árum
skráði hann sig í Sjálfstæðisflokkinn
en staldraði stutt við þar. Var
meðstjórnandi í nemendafélagi
Menntaskólans í Hamrahlíð í einn
vetur. Sjálfur segist Karl hafa verið
flöktandi í pólitíkinni.
Eva Einarsdóttir
Er mikil áhugamanneskja um
pólitík en hefur aldrei tekið þátt í
opinberu starfi flokkanna áður. Hún
segir hana og mann hennar hafa
oftast valið þá leið að velja hvort
sinn flokkinn í kosningum. Hún
sé frekar höll undir vinstri væng
stjórnmálanna. Hún er meðlimur
samtakanna Ísland-Palestína.
Elsa Hrafnhildur
Yeoman
Ekki er vitað til þess að hún
hafi tekið þátt í pólitísku starfi
áður en hún gekk til liðs við
Besta flokkinn.
Óttarr Proppé
Hefur verið um víðan völl
í pólitík en hefur frekar
hallast að vinstri væng
stjórnmálanna. Tók sem
róttækur unglingur þátt í
starfi Alþýðubandalagsins
og hafði áhuga fyrir því að
ganga í Kvennalistann. Þar
fékk hann ekki inngöngu af
augljósum ástæðum.
Einar Örn Benediktsson
Segist aldrei hafa verið skráður
í stjórnmálaflokk og að hann
hafi alltaf tekið afstöðu út
frá eigin ranni frekar en með
flokkspólitískum línum. Sjálfur
segir hann takmarkanir fylgja
því að vera skráður í flokk og að
slíkt setji fólk inn í ramma. Árið
2008 tók hann þátt í skipu-
lagningu Náttúrutónleikanna
í Laugardalnum þar sem Björk
tróð meðal annarra upp.
Jón Gnarr
Hefur verið út og suður í pólitík
í gegnum tíðina. Hefur aldrei
verið virkur í pólitík fyrr en í
starfi Besta flokksins en hefur
lesið sér mikið til. Hefur verið
vændur um að vera á hægri
væng stjórnmálanna, en hann
studdi framboð Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar og Gísla Marteins
Baldurssonar. Guðlaugur Þór er
fyrrverandi yfirmaður Jóns frá
því í útvarpinu. Hefur þó sagst
vera anarkisti og var á yngri
árum mikill pönkari.