Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 4
4 miðvikudagur 2. júní 2010 fréttir
Steinþór byrjaður
Ásmundur Stefánsson lét af störfum
sem bankastjóri Lansdbankans á
þriðjudag. Við starfinu tekur Stein-
þór Pálsson. Ásmundur hefur gegnt
stöðu bankastjóra frá 1. mars á síð-
asta ári, en hann var áður formað-
ur bankaráðs frá nóvember 2008. Í
fréttatilkynningu segir að Ásmundur
hafi tekið við rekstri bankans á erfið-
um tímum en honum hafi tekist að
byggja Landsbankann upp og hann
skili bankanum af sér í „traustri
stöðu eins og sjá má af afkomu
bankans fyrstu þrjá mánuði ársins“
eins og segir í fréttatilkynningunni.
Handrukkarar
á Barnalandi
Aðfaranótt þriðjudags auglýsti not-
andi á vefsíðunni Barnaland.is eftir
tveimur „góðum mönnum“ til að sjá
um innheimtu á skuld. Boðið er upp
á góð laun fyrir rétta aðila og óskað
eftir því að svarað verði með einka-
skilaboðum. „Vantar tvo góða menn
til að sjá um innheimtu á skuld góð
laun í boði sendið hér í einkaskil-
boðum uppls,“ segir í skilaboðunum.
Skilaboðunum var síðan svarað á
opnu spjalli í morgun klukkan 09.25
af notendanum „Komin heim“. Þar
lofar hann árangri innan þriggja
daga í 99 prósent tilvika.
Makríll skammt
frá Eyjum
Júpíter ÞH, skip Ísfélags Vestmanna-
eyja, varð í síðustu viku vart við
makríl skammt undan Eyjum. Lítil-
ræði af honum ánetjaðist er verið
var að prófa nýja gerð trolls að sögn
Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra
Ísfélagsins. Þetta kemur fram á vef-
síðu LÍÚ. Huginn VE fer í kvöld út til
þess að leita makríls suður af Vest-
mannaeyjum. Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Hugins, seg-
ir nokkra eftirvæntingu hjá sínum
mönnum og „orðið tímabært að fara
að byrja á veiðunum“.
Röng úrslit
í Árborg
Rangar niðurstöður voru birtar
um sveitarstjórnarkosningarnar
í Árborg í síðasta tölublaði. Þar
víxluðust úrslit milli kosninganna
árið 2006 og 2010. Rétt er að Sjálf-
stæðisflokkurinn bætti við sig
manni og náði þar með hreinum
meirihluta á kostnað Framsókn-
arflokksins. Samfylking fékk tvo
menn kjörna og Vinstri-græn
einn.
Ómarkviss auðlindastefna stjórnvalda og sveitarfélaga stuðlaði að því að HS Orka,
þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins, endaði í höndum Magma Energy. Magma virð-
ist hafa gert afar góð kaup við þröngar aðstæður hér á landi eftir bankahrun. Lengst
af var kanadíska fyrirtækið eina fyrirtækið sem sýndi áhuga á kaupum á hlut Orku-
veitu Reykjavíkur í HS Orku. Magma fékk lánað hjá OR fyrir kaupunum og metur
skuldabréfið nærri 2 milljörðum lægra nú en OR gerir.
STEFNULAUS STJÓRN
GLATAÐI TÆKIFÆRI
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy
metur skuld sína við Orkuveitu
Reykjavíkur um tveimur milljörðum
króna lægri í bókhaldi sínu en Orku-
veitan gerir sjálf. Orkuveitan kveðst
engar forsendur hafa til að útskýra
eða meta aðferðir Magma við færslu
bókhaldsins og lítur svo á að eftirlit
með bókhaldi annarra fyrirtækja sé
ekki á ábyrgðarsviði OR.
Í helgarblaði DV í síðustu viku
var greint frá því að í ársfjórðungs-
skýrslu Magma Energy, sem dagsett
er 31. mars, sé skuld kanadíska fé-
lagsins vegna kaupa á liðlega 32 pró-
senta hlut OR í HS Orku, núvirt á um
50 milljónir dollara. Það samsvarar
um 6,4 milljörðum króna á genginu
þann daginn.
Þann sama dag er verðmæti
skuldabréfanna fært í bækur Orku-
veitu Reykjavíkur á 8,25 milljarða
króna eða liðlega 64 milljónir doll-
ara. Mismunurinn nemur um 1,85
milljörðum króna.
Í svörum Orkuveitu Reykjavíkur
við spurningum DV er tekið fram að
skuld Magma við OR sé í samræmi
við staðlaðar reikningsskilavenjur.
Það á væntanlega einnig við um árs-
hlutauppgjör Magma sem áritað er
af kanadískum endurskoðendum.
Ríkið bar sig ekki eftir hlutnum
„Þetta er í samræmi við það sem við
höfum haldið fram alla tíð og sýnt
fram á,“ sagði Sigrún Elsa Smára-
dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í
stjórn OR, í samtali við DV í síðustu
viku. Til áréttingar máli sínu vísaði
hún til álits ALM-Fjármálaráðgjafar
sem lagt var fram í september í fyrra.
Þar segir berum orðum að miðað við
tilteknar forsendur sé virði skulda-
bréfsins minna en haldið sé fram.
„Núvirt virði bréfsins að teknu tillliti
til skuldaálags væri því að hámarki
tæplega 70 prósent af nafnviðri höf-
uðstóls,“ segir í álitinu.
Lán OR til Magma er til 7 ára.
Vextir eru 1,5 prósent og gert er ráð
fyrir verðtryggingu sem tekur mið af
heimsmarkaðsverði á áli eftir nán-
ari reglum. Magma getur frestað
greiðslu vaxta í þrígang þarf félagið
ekki að greiða höfuðstól lánsins fyrr
en efir 7 ár.
Reynist mat Magma Energy vera
rétt er ljóst að Orkuveita Reykjavík-
ur myndi tapa hartnær 2 milljörð-
um króna ef hún seldi skuldabréfið
nú. Það stendur hins vegar ekki til.
OR gæti einnig veðsett skuldabréf-
ið gegn frekari lántökum erlend-
is. Það hefur heldur ekki verið gert
samkvæmt upplýsingum OR. Þess
má geta að skuldabréfið er með veði
í hinni seldu eign. Reyndar er all-
ur eignarhlutinn, 32,3 prósent,
veðsettur OR þó svo að
samkeppnisyfirvöld hafi
úrskurðað að OR megi
ekki eiga svo stóran
hlut í samkeppnishluta
annars orkufyrirtækis.
Eina tilboðið
Ljóst er að um langa
hríð var Magma Energy
með eina tilboðið í hlut
OR í HS Orku. Slík staða
hlýtur að teljast afleit
þegar svo mik-
il verðmæti
eru í
húfi
og
engin samkeppni til staðar. Því vakn-
ar spurningin hvort Samkeppniseft-
irlitið hafi ekki sýnt fullmikla hörku
þegar OR var gert að selja svo stóran
hlut sinn í öðru orkufyrirtæki.
OR upplýsir DV um að orkufyrir-
tækið hafi sótt um og fengið frest hjá
samkeppnisyfirvöldum þegar hlut-
urinn var settur í opið söluferli. Það
ferli hafði staðið í átta mánuði þeg-
ar kom að ákvörðun um það hvort
taka ætti tilboði Magma. Í samráði
við væntanlegan kaupanda fékk
fjármálaráðherra 10 daga frest til að
koma að kaupunum. Af því varð ekki
og hafði ríkisvaldið raunar ekki bor-
ið sig eftir hlutnum í hinu opna sölu-
ferli, eins og segir í svörum OR við
spurningum DV.
Á valdi Íslandsbanka
Í lok ágúst í fyrra kvaðst Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra vilja
kanna í þaula hvort ekki væri unnt
að ná samkomulagi sem allir gætu
sætt sig við varðandi eignarhald
á HS Orku. Þá þegar stóðu stjórn-
völd frammi fyrir því að þörf var
á erlendum fjárfestingum inn í
landið um leið og þau óttuð-
ust yfirráð útlendinga yfir
auðlindum þjóðarinnar og
vinnsluréttindum.
Á þessum tíma ræddi
Steingrímur við Ross
Beaty, forstjóra og aðal-
eiganda Magma Energy
um málið. Hann sagði fátt
um viðræður sínar við Beaty.
„Það má hins vegar vera
ljóst hver afstaða mín
er til eignar-
halds á ís-
lensk-
um
orkufyrirtækjum.“
Meðal annars var rætt á þess-
um tíma um aðkomu lífeyrissjóða
að kaupum á HS Orku. Við blasti
einnig að Geysir Green Energy var í
raun komið í hendur ríkisins í gegn-
um Íslandsbanka með greiðslu-
þroti stærstu hluthafa, Atorku og
FL Group. Atorka átti 41 prósent í
Geysi Green Energy en Íslandsbanki
fór með önnur 40 prósent í gegnum
Glacier Renewable Energy Fund.
Vald Íslandsbanka yfir Geysi
Green Energy helgaðist ekki síst af
því að félagið skuldaði bankanum
vel á þriðja tug milljarða króna. Þess-
ar skuldir GGE voru bankanum tals-
vert áhyggjuefni.
Ráða sveitarfélög ferðinni?
Ljóst er að hlutur GGE í HS Orku var
seldur með vitund, vilja og samþykki
Íslandsbanka, en formaður banka-
ráðsins er nú Friðrik Sophusson,
fyrrverandi forstjóri Landsvirkjun-
ar. Bankinn er að sínu leyti á valdi
erlendra kröfuhafa og sitja fulltrúar
þeirra einnig í bankaráðinu.
Hafi Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra bundið vonir við það
síðla árs í fyrra að ítök ríkisins í Ís-
landsbanka hafi getað tryggt að HS
Orka héldist áfram í meirihlutaeign
Íslendinga blasir engu að síður við
að ríkið bar sig aldrei eftir hlutnum.
Um 98 prósenta eignarhald
Magma Energy á HS Orku hefur vak-
ið hörð viðbrögð, ekki síst vinstri
grænna. Meðal annars ritaði Stein-
grímur, formaður VG, ásamt Katrínu
Jakobsdóttur, varaformanni flokks-
ins, grein í Fréttablaðið þann 27. maí
síðastliðinn, tveimur dögum fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar. Þar er
ábyrgð á örlögum HS Orku varpað
yfir á Reykjanesbæ og Reykjavíkur-
borg. „Ekki má heldur gleymast að
mikilvægar ákvarðanir sem hafa víð-
tæk áhrif eru teknar í sveitarstjórn-
um. Nærtæk dæmi eru ákvarðan-
ir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og
borgarstjórnar Reykjavíkur á kjör-
tímabilinu sem leiddu til þess að
þriðja stærsta orkufyrirtæki lands-
ins, HS Orka, hefur farið úr samfé-
lagslegri eigu í hendur kanadíska
fyrirtækisins Magma Energy,“ segir í
grein þeirra.
jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Af því varð ekki og hafði ríkis-
valdið raunar ekki borið
sig eftir hlutnum í hinu
opna söluferli.
hafði svigrúm en nýtti ekki Álitamál um eignarhald á HS Orku voru í fangi
Steingríms J. Sigfússonar. Engu að síður virðast kaup Magma á hlut Geysis Green
Energy hafa komið VG í opna skjöldu.
orkan og eignarhaldið Magma á þriðja stærsta
orkufyrirtæki landsmanna að mestu leyti.