Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 FRÉTTIR Lífsýnakrafa meintrar barnsmóður Bobbys Fischer til Hæstaréttar: Bobby ekki grafinn upp Jarðneskar leifar Bobbys Fischer, fyrr- verandi heimsmeistara í skák, verða ekki grafnar upp til að hægt sé að taka lífsýni. Að þeirri niðurstöðu komst Héraðsdómur Reykjavíkur nýverið en meint dóttir skákmeistarans hafði lagt fram þá kröfu. Lögmaður hennar, hæstaréttarlögmaðurinn Þórður Boga- son, hefur áfrýjað málinu til Hæstarétt- ar. Marilyn Young, fyrrverandi ástkona skákmannsins Bobbys Fischer, hefur höfðað barnsfaðernismál fyrir hönd dóttur sinnar, Jinky, í þá veru að hinn látni skáksnillingur Bobby Fischer sé faðir ungu stúlkunnar. Málið var þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyr- ir jól. Ein af kröfum mæðgnanna er sú að lífsýni úr Fischer verði borið saman við lífsýni úr Jinky sem tekið var á dög- unum er þær komu í heimsókn hingað til lands í tengslum við málið. Samuel Estimo, lögfræðingur frá Filippseyjum, vinnur málið með Young en Þórður flytur málið hér á landi. Þá hefur móð- irin gert kröfu fyrir hönd dóttur sinnar í dánarbú skákmeistarans, sem metið er á nærri 300 milljónir króna, og sú krafa verður einnig borin undir dómstóla. Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Miyoko Watai, japönsk ekkja Fischers, hafi ekki náð að sanna lögmætan hjúskap þeirra og því var dánarbú meistarans tekið til opinna skipta. Samkvæmt heimildum DV eru allar líkur á því að málinu verði aftur skotið til dómstóla og það komi í þeirra hlut að skera endanlega úr því hvort Fischer hafi verið löglega kvæntur og hvort hann sé raunverulegur faðir Jin- ky. Héraðsdómur hefur nú hafnað kröfu um lífsýnatöku úr kistu Fischers en það kemur til kasta Hæstaréttar að skera úr um hvort gripið verði til þess að nálgast lífsýni úr jarðneskum leif- um meistarans en hann hvílir í Laug- ardælakirkjugarði rétt utan við Selfoss. trausti@dv.is Ekki í bili Kista Bobbys Fischer verður ekki grafin upp til að ná lífsýnum en héraðsdómur hafnaði kröfu lögmanns meintrar dóttur skáksnillingsins. Utanþingsráð- herrar vinsælir Tæplega áttatíu prósent lands- manna vilja hafa utanþingsráðherra í ríkisstjórninni samkvæmt nýj- um þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV á þriðjudag. Þá vilja þrír fjórðu landsmanna að ráðuneytum verði fækkað en tíundi hver er á móti því. Könnunin sem um ræðir var gerð dagana tólfta til tuttugasta og sjötta maí og var svarhlutfall 67,3 prósent. Úrtaksstærðin var 2.387 einstakling- ar. Tveir utanþingsráðherrar eru nú í ríkisstjórninni; Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon. Fordæma ekki árásir Meiri hluti utanríkismálanefndar fordæmir harðlega árás ísraelska hersins á tyrkneskt skip í skipalest á alþjóðlegri siglingaleið með hjálpar- gögn til Gasasvæðisins. Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem fordæmir ekki árásir Ísraela. Þingmenn vinstri grænna, Samfylk- ingarinnar, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar vilja beita Ísraela viðskiptaþvingunum eða slíta stjórn- málasambandi við Ísrael virki önnur úrræði ekki. Jón Gnarr mun brillera Merði Árnasyni, þingmanni Sam- fylkingarinnar, hugnast best að Besti flokkurinn fari í meirihlutasamstarf við Samfylkinguna í Reykjavík. Hann segir flokkana geta náð saman er kemur að velferðarkerfi og atvinnu- málum en að Besti flokkurinn geti náð að bæta stöðu Samfylkingar- innar í öðrum málum í borginni þar sem hún hefur verið fremur döpur undanfarin ár að mati Marð- ar. Hann segir Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, vera vísan til að fara á kostum sem borgarstjóri Reykja- víkur. ÓSAMSTÍGA STJÓRN Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri-grænna, eru bæði gagnrýnin á vinnulag ríkisstjórnarinnar og telja að því þurfi að breyta til að svara kröfu almennings sem sett var fram í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Rík- isstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar hefur verið ósamstíga í mörgum málum. Samfylking og Vinstri-græn töpuðu mesta fylgi á landsvísu af fjórflokk- unum. Vinstri-græn tapa þar af hlutfallslega mestu, eða um fjórð- ungi fylgisins, og Samfylkingin hátt í fimmtungi. Önnur og ný framboð sækja hins vegar í sig veðrið. Þau bæta við sig miklu fylgi á kostnað fjórflokksins. Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri-grænna, segir úr- slitin fela í sér skýr skilaboð um að breyta þurfi vinnulagi í stjórnmál- um. Gera þurfi þau opnari og lýð- ræðislegri. Lilja Mósesdóttir, þing- maður flokksins, tekur í svipaðan streng. Hún segir niðurstöðurnar hafa valdið sér miklum vonbrigð- um. Bæði segjast þau þó styðja for- mann flokksins, Steingrím J. Sigfús- son, áfram í starfi. Þau telja helst málefnalegum ágreiningi um að kenna frekar en einstaklingum. Flokksmenn fari eftir stefnu Lilja hefur verið gagnrýnin á stefnu þingflokks Vinstri-grænna í Magma-málinu. Hún segir það hafa komið sér á óvart að Stein- grímur hafi ekki útlistað fyrir kjós- endum til hvaða aðgerða hann hefði gripið frá því í ágúst í stað þess að gefa í skyn að hún hefði ekki farið með rétt mál eftir að Magma keypti sig inn í HS Orku í þessum mánuði. Hún segir marga flokksmenn Vinstri-grænna hafa komið að máli við sig fyrir kosn- ingarnar og sagt skilið við flokk- inn vegna málsins. „Það hefði aukið trúverðugleika flokksins ef fjármálaráðherra hefði skýrt ná- kvæmlega frá sínum aðgerðum frá því í ágúst í fyrra,“ segir hún. Lilja segir flokkinn þurfa að setja sín merki í ríkari mæli á þau mál sem ríkisstjórnin fer út í eða framkvæmir. Einstaklingar sem telji sig ekki geta framfylgt henni þurfi að íhuga stöðu sína. „Ef þeir einstaklingar sem ekki eru í for- ystu treysta sér ekki til að fara fram með stefnu flokksins finnst mér að það megi velta því upp hvort aðrir séu betur til þess hæfir,“ segir Lilja sem telur þó ágreininginn fyrst og fremst snúast um málefni í stað persóna. Áframhaldandi samstarf Ögmundur segist vonast til þess að það séu áframhald- andi forsendur fyrir samstarfi Vinstri-grænna við Samfylking- una. Hann segir að niðurstöður kosninganna séu krafa almenn- ings um að stjórnmálamenn geri betur. „Það væri afleitt ef leiðsögumenn hrunsins myndu leiða okkur á ný út í efnahags- fenið. Þeir þurfa að stilla komp- ásana sína. Ég styð þetta stjórn- armynstur en tel nauðsynlegt að tekið verði upp breytt vinnu- lag,“ segir Ögmundur sem set- ur stjórninni þó ekki afarkosti í þeim efnum. Orkunýting Ríkisstjórnin hefur ekki verið á einu máli þegar kemur að virkjana- og stóriðju- framkvæmdum. Fjárfesting Magma í HS Orku er nýjasta dæmið um núning milli stjórnarflokkanna. Evrópusamband Ágreiningur var í ríkisstjórn um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þar vildu nokkrir þingmenn Vinstri-grænna að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu. Niðurskurður Þegar Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra voru uppi háværar raddir um að hann hefði tekið ákvörðunina að hluta til vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Sjálfur sagðist hann hafa tekið ákvörðunina vegna afstöðu sinnar í Icesave sem nyti ekki stuðnings innan ríkisstjórnarinnar. Icesave Einn djúpstæðasti ágreiningurinn í ríkisstjórninni snýr að Icesave og samninga- viðræðum Íslendinga við Hollendinga og Breta um greiðslu lágmarkstryggingar innistæðna. Sameining ráðuneyta og ríkisstofnana Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um skynsemi þess að sameina ráðuneyti og ríkisstofnanir. Hefur verið talið að sameiningarnar feli í sér takmarkað hagræði fyrir ríkið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Nokkrir þingmenn Vinstri-grænna hafa talað fyrir því að áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði slitið. Ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar Það hefði aukið trúverðugleika flokksins. RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Áfellisdómur Kurr er innan Vinstri-grænna eftir fylgistap flokksins á landsvísu. Tveir af þingmönnum flokksins segjast þó áfram styðja formann flokksins og telja fyrst og fremst um málefnalegan ágreining að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.