Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 8
Tugir ofbeldis- og kynferðisbrota-
manna ganga lausir þrátt fyrir fangels-
isdóma þar sem ekki er pláss fyrir þá
í fangelsum landsins. Brot einstakl-
inganna eru misalvarleg en dæmi eru
um að glæpamenn með þunga dóma
gangi lausir.
Samkvæmt upplýsingum frá Fang-
elsismálastofnun eru vel á fjórða
hundrað einstaklingar á boðunarlista
stofnunarinnar til afplánunar. Ekki
eru laus pláss fyrir alla á listanum og
því bíða hundruð brotamanna eftir
því að taka út refsingu sína.
Af þessum mikla fjölda brota-
manna hafa ríflega 240 fengið boðun-
arbréf frá stofnuninni en bíða þess að
pláss finnist. Þetta er nokkur aukning
frá því sem áður var en fyrir tuttugu
árum biðu helmingi færri eftir fang-
elsisplássi. Ef litið er til samanburðar
áratug aftur í tíðann þá biðu 33 fangar
eftir plássi og því hefur föngunum sem
bíða fjölgað um rúmlega 500 prósent á
einum áratug.
Misalvarleg brot
Flestir bíða eftir að taka út refsingu
vegna umferðarlagabrota. Það er tæp-
lega helmingur þeirra sem á boðunar-
listanum er, 117 einstaklingar. Þá bíða
margir sem dæmdir hafa verið fyr-
ir fíkniefnabrot, alls 50 einstaklingar,
eða rúm 20 prósent allra þeirra sem
bíða eftir klefa.
Þessu næst koma einstaklingar
með auðgunarbrot á bakinu, þeir eru
33 talsins eða tæp 15 prósent allra á
boðunarlista Fangelsismálastofnunar.
Tuttugu og fimm ofbeldismenn, eða
10 prósent af heildinni, bíða eftir að
taka út refsingu sína og helmingi færri
kynferðisbrotamenn bíða eftir plássi.
Kynferðisbrotamennirnir eru 13 tals-
ins, 5 prósent af öllum þeim sem bíða
eftir afplánun.
Brjóta aftur af sér
Dæmi eru um að brotamenn, sem
dæmdir hafa verið í fangelsi fyrir of-
beldis- og kynferðisbrot, hafi brotið
af sér á meðan beðið var afplánunar
eða fórnarlömbum málsins talið sér
stafa ógn af brotamanninum. Nýj-
asta dæmið er Bjarki Már Magnús-
son, sem hlaut 8 ára fangelsisdóm fyr-
ir gróf kynferðisbrot gegn fyrrverandi
sambýliskonu sinni. Á meðan málið
stóð yfir fyrir dómstólum gekk hann
laus og samkvæmt frásögn konunnar
áreitti hann hana að næturlagi á dög-
unum.
Nýlega brutu síðan tveir af Barða-
strandarræningjunum svokölluðu
af sér á nýjan leik og gengu í skrokk
á karlmanni á sjötugsaldri. Maður-
inn var sendur á spítala með höfuð-
áverka, handleggsbrot og brotið nef.
Áður höfðu þeir rænt úrsmið á Barða-
strönd.
Þá var dæmdum kynferðisbrota-
manni sleppt eftir yfirheyrslur lög-
reglu en hann var kærður fyrir hrotta-
lega nauðgun á 16 ára stúlku. Næstu
vikur eftir að honum var sleppt stigu
fleiri ungar stúlkur fram og sögðu frá
óeðlilegum samskiptum við manninn.
8 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 fRéttIR
GLÆPAMENN
á biðListA
Nærri 40 ofbeldis- og kynferðisbrotamenn fá ekki fangaklefa þar sem fangelsi landsins eru yfirfull. Þeir eru
í hópi hátt í 400 brotamanna sem eru á boðunarlista og bíða afplánunar. Dæmi eru um að brotamenn hafi
brotið af sér á meðan beðið var eftir fangelsisplássi.
trausti hafsteinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
n umferðarlagabrot
117 einstaklingar
n fíkniefnabrot
50 einstaklingar
n auðgunarbrot
33 einstaklingar
n ofbeldisbrot
25 einstaklingar
n Kynferðisbrot
13 einstaklingar
n annað
5 einstaklingar
BRotAMenn á
BoÐUnARlIstA
48%
21%
14%
10%
5%
2%
n Ívar anton Jóhannsson, sem dæmdur
var í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga
fjórum ungum stúlkum, fékk að ganga
laus eftir yfirheyrslur lögreglu í nóvember
á síðasta ári. Þá kærði 16 ára stúlka hann
fyrir hrottalega nauðgun eftir að þau
kynntust á samskiptavefnum Facebook.
Eftir yfirheyrslur var honum sleppt en
lögreglu bárust síðan fleiri kærur frá
ungum stúlkum vegna samskipta við
Ívar vikurnar á eftir lögreglurannsóknina
í nóvember. Þá var hann handtekinn og
úrskurðaður í gæsluvarðhald. Móðir fyrstu
stúlkunnar sem kærði Ívar lýsti opinberlega furðu sinni yfir því hvers vegna hann
var ekki settur í varðhald eftir fyrstu kæru og hafi þannig getað framið brot gegn
öðrum ungum stúlkum á meðan hann gekk laus.
Það var svo 5. maí síðastliðinn sem Ívar Anton var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir
kynferðisbrot gegn fjórum barnungum stúlkum ásamt því að hafa í fórum sínum
gróft klámefni. DV leitaði upplýsinga hjá Fangelsismálastofnun um hvort hann
væri farinn í fangelsi til afplánunar en það fékkst ekki staðfest.
sleppt þrátt fyrir nauðgunarkæru
n Tveir svokallaðra Barðastrandarræn-
ingja, þeir Viktor Már Axelsson og Axel Karl
Gíslason, brutu samkvæmt heimildum DV
aftur af sér á meðan þeir biðu afplánunar
fyrir fyrra brot. Á Barðaströndinni réðust
þeir á úrsmið á heimili hans og í félagi
við tvo aðra rændu hann. Viktor Már fékk
tveggja ára dóm fyrir ránið og Axel Karl 20
mánaða dóm.
Það var svo í byrjun maí sem tvímenn-
ingarnir voru handteknir og úrskurðaðir
í gæsluvarðhald vegna grunsemda um
að hafa ráðist fólskulega á eldri mann í
Reykjanesbæ. Maðurinn er á sjötugsaldri
og var fluttur nefbrotinn, handleggsbrotinn og með áverka í andliti á spítala.
Börðu eldri mann
n Bjarki Már Magnússon stjórnmálafræð-
ingur er á leið í fangelsi eftir að hafa verið
dæmdur í Hæstarétti í átta ára fangelsi fyrir
gróf kynferðisbrot. Samkvæmt upplýsingum
frá fangelsismálastjóra, Páli Winkel, verður
það sett í forgang að koma honum í fangelsi
og hefur hann þegar verið boðaður til
afplánunar.
Samkvæmt dómsorði töldu dómstólar brot
Bjarka Más ekki eiga sér hliðstæðu í íslensku
réttarkerfi. Hann var dæmdur fyrir ítrekuð
brot gegn þáverandi sambýliskonu sinni,
Hrafnhildi Stefánsdóttur, meðal annars fyrir
að neyða hana til kynlífsathafna með fjölda
annarra karlmanna.
Í samtali við DV segist Bjarki Már ætla að
hlýta boðun um afplánun en aðspurður
segist hann óttasleginn yfir fangelsisvist.
Hann segist einfaldlega ekki vera sá glæpamaður sem dómstólar telji.
á leiðinni inn
ekkert pláss Samkvæmt upplýsingum
frá Fangelsismálastofnun bíða vel á fjórða
hundrað einstaklingar afplánunar þar sem
plássið skortir. Meðal þeirra eru ofbeldis- og
kynferðisbrotamenn.
Hátt í 400 brota-menn bíða eftir
fangelsisplássi. Af þeim
eru nokkrir tugir ofbeld-
is- og kynferðisbrota-
manna.