Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Page 12
12 miðvikudagur 2. júní 2010 fréttir SPÁIR ALGERU HRUNI „Góð fjármálakerfi skapa hagsæld í ríkjum án skuldsetningar. Slæm fjár- málakerfi valda miklum skuldum og bankar eru valdatæki sem geta skap- að kreppur,“ segir bandaríski heim- ildarmyndagerðarmaðurinn Bill Still en hann hefur rannsakað fjármála- kerfi, sögu þeirra og starfsemi, í yfir tuttugu ár. Hann er frægastur fyrir myndina Money Masters frá 1995, en í henni er rætt um hvernig stór- ir bankar í heiminum hafi náð völd- um yfir hagkerfi heimsins, á kostnað þjóðkjörinna stjórnvalda. Bill Still spáir algjöru hruni fjár- málakerfis nútímans innan fárra ára vegna skuldasöfnunar í heimin- um sem orðið hafi til við „fractional reserve“-lánastarfsemi sem hafi gef- ið bönkunum vald til þess að búa til peninga. Bill Still er staddur á Íslandi og mun halda fyrirlestur í Húsinu, Höfðatúni 12, klukkan 20 í kvöld, miðvikudagskvöld, og kynna nýja mynd sína, Secret of Oz. Hann mun einnig freista þess að ræða við al- þingismenn og aðra stjórnmála- menn um lausnirnar sem hann segir að muni bjarga lýðræði í heiminum. Burt með skuldir „Ég er nýkominn frá Svíþjóð og Þýskalandi og nú er ég hér. Það er mjög athyglisvert að sjá að fólki af öllum þjóðernum virðist líða eins; að stjórnmálamenn svari alls ekki kalli kjósenda og að um leið og þeir nái völdum sogist þeir inn í ginn- ungagap peninga og valda og missi sjónar á lýðræðislegum umbótum. Við sjáum að borgarbúar í Reykja- vík kjósa Besta flokkinn og ísbirni fram yfir gömlu valdhafana sem fólk- ið hefur misst trúna á. Fólk kvartar undan nákvæmlega sömu hlutunum í Bandaríkjunum,“ segir Bill Still sem segist hafa lesið sér til um hækkun húsnæðislána á Íslandi. „Þetta er alveg ótrúlegt ástand og verra en í Bandaríkjunum, við höf- um það ekki gott, en þó ekki jafn skítt og þið. En þrátt fyrir að ástandið sé slæmt eru góðu fréttirnar þær að það er til lausn sem getur bjargað ykk- ur. Lausnin er að Ísland gefi út eigin peninga án þess að fá peninga lán- aða. Engin lönd skulu safna lánum. Ég útbjó stuðaralímmiða (e. bump- er sticker) með íslenska fánanum þar sem segir „Burt með ríkisskuldir“. En svo komst ég reyndar að því að Ís- lendingar nota ekki slíka límmiða á bílum sínum! Það er kjarninn í lausn- inni. Ríki ættu ekki að fá að taka lán og bankar ættu ekki að geta lánað meiri peninga en þeir eiga. Þetta er svona einfalt.“ Skuldlausir peningar lausnin „Það sem skapar hagsæld í ríkjum er að geta búið til eigin fjármagn án skuldsetningar, það er mikilvæg- asta vald stjórnvalda. Eini hængur- inn á þessu er að stjórnvöld verða að stjórna peningamagninu svo að verðbólga myndist ekki. Ef þeim tekst það verður hagsæld í ríkinu. Þá þarf ekki að borga vexti af lánum og lönd eru ekki háð valdsviði lánar- drottnanna. Íslendingar þurfa ekki á lánum að halda. Þið getið búið til ykkar eig- in fjármagn. Þið getið jafnvel borgað skuldir ykkar þannig, en þið borgið þá með ykkar eigin peningum, sem hafa orðið til skuldlaust á Íslandi,“ segir Bill Still. Ríkið eigi að prenta peninga Í myndinni Money Masters var full- yrt að seðlabanki Bandaríkjanna (e. Federal Reserve) væri í raun í einka- eigu valdamikilla manna í Banda- ríkjunum. Um svipað var rætt í heimildarmyndinni Zeitgeist, sem sýnd var á RÚV og margir Íslending- ar hafa séð. „Seðlabankinn í Bandaríkjunum tilheyrir ekki bandarískum stjórn- völdum. Ef þú spyrðir einhvern úti á götu hvar sem er í Bandaríkjun- um hver gefi út peninga í landinu myndi svarið í nær öllum tilvikum vera bandarísk stjórnvöld, að þau prenti peningana. Það myndu allir segja það, þótt það sé alls ekki rétt. Ástæðan fyrir því að þjóðin heldur að sá háttur sé á er að innsæið seg- ir þeim að þannig ætti það að vera; stjórnvöld eiga að prenta pening- ana skuldlaust, með alla borgara í huga. En ekki eins og núna þar sem ákveðnir hópar græða. Abraham Lincoln sagði að þetta væri mikil- vægasta vald stjórnvalda, að prenta peninga,“ segir Bill Still. Seðlabankinn á valdi auðmanna „En svo er hins vegar alls ekki, seðlabanki Bandaríkjanna er ekki innan valdsviðs bandarískra stjórn- valda. Það hefur verið sannað með mörgum dómsúrskurðum, þar á meðal í hæstarétti Bandaríkjanna,“ segir Bill Still og bendir auk þess á að í símaskrá Washingtonborgar birtist nafn seðlabankans, Federal Reserve, á ensku, ekki með nöfnum ríkisstofnana, heldur á lista einka- fyrirtækja fyrir neðan hraðflutn- ingafyrirtækið FedEx. „Seðlabanki Bandaríkjanna er í raun þrýsti- hópur fyrir alla stóru bankana á einkamarkaðinum. Vandamál- ið er að bankar geta lánað hvaða upphæð sem er, og þeir vilja að svo verði áfram,“ segir Still. „Fjöl- miðlar í heiminum ræða þessi mál ekki vegna þess að þeir eru annað- hvort í eigu þeirra er hagnast á fyr- irkomulaginu eða hafa tekið stór lán í bönkunum. Heldurðu að frétt á NBC eða í New York Times um að „fractional reserve-kerfið“ sé upp- spretta allra heimsins vandamála myndi nokkurn tíma birtast, þegar eigendur fjölmiðlanna hafa tekið lán í bönkunum?“ spyr Still og segir að kerfið leitist auk þess við að virð- ast óskiljanlegt í augum fólksins. Vald bankanna eykst Brotaforðalánastarfsemi (e. frac- tion al reserve lending) er tækni sem allir bankar nútímans nota (sjá hliðargrein). Banki lánar án þess að eiga samsvarandi upp- hæð í innlánafjárhirslum sínum en helgi hRafn guðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Bandaríski heimildarmyndagerðarmað- urinn Bill Still spáir endalokum fjármála- kerfis nútímans innan fárra ára vegna skuldasöfnunar sem hafi orðið til þegar viðskiptabankar í heiminum hafi fengið valdið til að stjórna peningamagni í um- ferð. Hann segir að nýtt fjármálakerfi verði að miða að því að ríkið sjálft gefi út allt fjármagnið og bankar fái ekki að lána meira en þeir eigi. „Þegar ég gerði Money Masters leitaði ég að hagfræðingi til að fara yfir myndina, til að sjá hvort ég hefði misskilið eitthvað. Ég var metnaðarfullur og hringdi í Stanford og bað um að fá að tala við Nóbelsverðlaunahafann Milt- on Friedman. Hann sagði: Hvað viltu? Ég sagði: Ég er með heimildar- mynd í smíðum og vil að þú skoð- ir hana. Friedman horfði á mynd- ina og hringdi svo í mig og sagði: Drengur, ef þú leggur seðlabank- ann niður en gerir ekkert í fract- ional reserve-kerfinu verður þér ekkert ágengt,“ segir Bill Still. Orð hagfræðingsins gerðu það að verkum að Bill Still endurhugs- aði nokkra kafla í Money Masters og hann hefur æ síðan kafað dýpra í lánastarfsemi af þessu tagi. „Valdamikla fólkið gat ekki haft hemil á Friedman, því hann var Nóbelsverðlaunahafi. Um það snú- ast verðlaunin, að gera menn nógu stóra til þess að þeir geti sagt það sem þeir vilja. Ég nefni sem dæmi að Friedman hélt því fram í árar- aðir að seðlabanki Bandaríkjanna hefði viljandi valdið kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Hann var útmálaður sem elliært gam- almenni fyrir að halda því fram. En National Public Radio útvarp- aði frá níræðisafmæli Friedmans árið 2006. Þar voru staddir nokkr- ir embættismenn frá seðlabankan- um sem viðurkenndu að hafa vald- ið kreppunni miklu og sögðust hafa gert mistök sem myndu ekki end- urtaka sig,“ segir Bill Still. friedman og Still milton friedman Nóbelsverð- launahafinn barðist á móti fractional reserve-lánastarfsemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.