Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 13
fréttir 2. júní 2010 miðvikudagur 13 SPÁIR ALGERU HRUNI er þó skyldaður til að geta útveg- að innlánin þegar þess er krafist. Þannig komast margfalt meiri fjár- munir í umferð en sem samsvarar upphæð grunnfjár seðlabankanna. Lög kveða þó á um að bankar verði að eiga eða leggja inn á sérstakan reikning lágmarkshlutfall af þessu (bindiskylda, lausafjárskylda). „Ég held að á Íslandi hafi það átt að vera 10%. Í Þýskalandi var það lækkað í tvö prósent. Fyrir nokkrum vikum sagði Obama að hann vildi eyða lágmarkinu alveg, að það yrði núll prósent. Það þýðir að bankar geta lánað eins og þeir vilja og rukk- að viðskiptavini fyrir vexti af því,“ segir Bill Still. „Þetta er spurning um hver það er sem stjórnar pen- ingamagninu. Ef bankarnir hafa það vald eru þeir í reynd valdhaf- ar ríkja. Þeir eru stjórnvöld, en eru aldrei kosnir af þjóðinni. Þess vegna svara stjórnvöld aldrei kalli kjós- enda lengur. Vald bankanna eykst stöðugt á kostnað valds þjóðkjör- inna valdhafa. Íslendingar, Banda- ríkjamenn og allir aðrir finna fyrir þessu.“ Ísland hætti hjá AGS „Íslensku bankarnir beittu fract- ional reserve-lánastarfsemi. Það skipti því engu máli hversu mikið af peningum Seðlabanki Íslands kom í umferð. Stærsti hluti fjármagns- ins var gefinn út af viðskiptabönk- unum með vöxtum. Þetta er vald- ið til þess að búa til peninga úr engu, skipta þeim eins og þú vilt, og rukka vexti fyrir. Staðreyndin er því miður sú að peningar verða ekki bara til í seðlaprentvélum í kjöllurum stjórnvalda, þrátt fyrir að fáir átti sig á því,“ segir Bill Still. Hann segir að Íslendingar verði að snúa þessu við hjá sér til að kom- ast upp úr kreppunni. „Þetta er vandamál Íslands. Þið segið: „Við verðum að ganga í Evrópusam- bandið, því annars fáum við ekki meira lánsfé.“ En það myndi koma ykkur í enn meiri vandræði. Ef Ís- land myndi bara rjúfa tengslin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evr- ópusambandið mynduð þið þurfa að þola þrjú eða fjögur erfið ár. En ef þið gerið það ekki og fáið lán þar munið þið alltaf eiga erfitt.“ Algjört hrun á næsta leiti Bill Still spáir hruni fjármálakerf- is nútímans innan fárra ára. „Öll lönd í heiminum munu þurfa að átta sig á þessu. Það er engin önn- ur leið fær. Þetta eru sögulegir tím- ar því við erum algjörlega gegnsýrð af skuldum. Umræðan um þetta er nýhafin í Bandaríkjunum. Allt samfélagið þar er svo skuldum vaf- ið. Þetta kerfi mun hrynja, hugsan- lega eftir hálft ár, tvö ár. Það er erf- itt að segja nákvæmlega hvenær hrunið kemur en það mun gerast á endanum og þá þarf að finna nýja lausn. Það eina sem mun virka er að stjórnvöld gefi út allt fjármagn- ið, án skuldsetningar, með hags- muni allra borgara í samfélaginu í huga. Ég hef trú á því að þetta verði framkvæmanlegt í Bandaríkjun- um, því við höfum búið við rétta kerfið áður í sögu okkar,“ segir Still. „Þegar ríkið fær þetta vald verða allir stjórnmálamenn að standa sig. Náttúruleg hegðun stjórnmála- manna er að eyða of miklu. Það verður því að vera til staðar eftir- litskerfi sem stjórnar heildarmagni peninga í umferð í landi. Í Banda- ríkjunum var notast við M3-mæli- eininguna, en fyrir nokkrum árum fór seðlabankinn að fela það, svo enginn vissi hvert heildarmagn- ið var. Þá vissi ég að stórslys var vændum, menn vildu ekki segja frá því hversu miklir peningar væru í kerfinu og svo kom fjármálakrepp- an.“ Ríki ættu ekki að fá að taka lán og bankar ættu ekki að geta lánað meiri pen- inga en þeir eiga. Þetta er svona einfalt. Gylfi Magnússon útskýrir „fractional re- serve“-kerfið: BANkAR BúA tIL PENINGA Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra svaraði spurningu á Vísindavefnum um fractional reserve-lánastarfsemi í desember 2008, þegar hann gegndi starfi dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Spurning: Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“? Svar: Viðskiptavenja um allan heim Viðskiptabankar og aðrar innláns- stofnanir lána yfirleitt jafnharðan aft- ur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmi- lega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeirra sem hafa lagt fé inn krefst þess að fá féð aftur með skömmum fyrirvara. Þetta er á ensku kallað fractional reserve bank- ing  og vísar til þess að bankarnir liggja einungis með lítinn hluta inn- lána sem laust fé. Þetta er viðskipta- venja um allan heim, það er reglan í bankarekstri. Undir venjulegum kringumstæð- um gengur þetta upp. Sé banki vel rekinn og þyki traustur þá hafa inn- stæðueigendur enga ástæðu til að koma allir í einu og heimta innstæð- urnar sínar. Áhlaup Lendi banki hins vegar í vandræð- um, þannig að vafi leikur á að hann eigi fyrir skuldbindingum sínum getur hann orðið fyrir svokölluðu áhlaupi (e. bank run). Þá koma innstæðueigendur unnvörpum og taka út fé sitt. Þá getur gengið hratt á laust fé viðkomandi banka. Hann getur alla jafna ekki krafist þess að þeir sem fengið hafa lán í bankan- um greiði þau upp í snatri og verð- ur því að leita annað eftir lausu fé. Nái bankinn ekki að tryggja sér laust fé á markaði, til dæmis með því að taka lán í öðrum bönkum, gefa út skuldabréf eða selja eignir þá getur hann neyðst til að leita til viðkom- andi seðlabanka. Seðlabankar gegna hlutverki þrautalánveitanda (e. lender of last resort) í nútíma fjármálakerfum. Þegar viðskiptabanki neyðist til að leita til seðlabanka þá metur sá síð- arnefndi hvort hann eigi að koma bankanum til aðstoðar með láni eða með öðrum hætti. Önnur úr- ræði seðlabanka en lánveitingar eru meðal annars að leggja viðskipta- bankanum til aukið eigið fé, taka yfir rekstur bankans eða að beita sér fyrir yfirtöku hans af hálfu annars banka sem er betur stæður. Bankakerfið býr til peninga Vegna þess að bankar lána mest af því fé út aftur sem inn í þá er lagt þá getur bankakerfið í heild í raun búið til peninga. Innlán eins verður að útláni til annars, sem verður fyrr eða síðar lagt aftur inn í banka. Þá er hægt að lána féð út aftur og þannig koll af kolli. Dragi bankar úr útlánum af einhverjum ástæðum þá minnkar að sama skapi magn peninga í um- ferð í heiminum. Minni útlán til eins þýða minni innlán annars, sem þýð- ir aftur minni útlán og þannig koll af kolli. Heimild: Vísindavefurinn. Blaða- maður bætti við millifyrirsögnum. Gylfi Magnússon „Vegna þess að bankar lána mest af því fé út aftur sem inn í þá er lagt þá getur bankakerfið í heild í raun búið til peninga.“ Bill Still Hefur rannsakað fjármálakerfi og valdastrúktúr þeirra í áratugi og gert heimildarmyndir um efnið. Fræg- ust þeirra er Money Masters frá 1995. MYND SiGtrYGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.