Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Page 14
14 miðvikudagur 2. júní 2010 neytendur Bestu sundlaugar landsins Laugardalslaug, Akureyrarlaug og Vatnaveröld í Reykjanesbæ eru þrjár af bestu sundlaugum Íslands á meðan Sundlaugin á Hofsósi, Jarðböðin á Mývatni og Krossaneslaug á Ströndum eru á meðal perla sem þú verður að prófa. DV hefur tekið saman bestu og forvitnilegustu sundlaugar landsins. Ísland er sannkölluð sundlaugapara- dís enda eru sundstaðir á Íslandi um 170 talsins. Þeir eru eins og gefur að skilja af öllum stærðum og gerðum. Nærri lætur að einn sundstaður sé á hverja 1.900 Íslendinga. DV hefur hér freistað þess að taka saman nokkrar af bestu og merkileg- ustu sundlaugum Íslands. Í því skyni leitaði blaðið til Dr. Gunna, sem hef- ur haldið úti sundlaugarýni á blogg- síðu sinni og Páls Ásgeirs Ásgeirs- sonar, blaðamanns og ferðalangs. Páll Ásgeir hefur víða komið við á Íslandi og hefur skrifað allnokkr- ar bækur um ferðalög og útivist. Þá studdist DV við vefinn sundlaugar. is, sem er mikill brunnur upplýsinga um sundlaugar um allt land. Umdeilanlegt Sundlaug er ekki það sama og sund- laug. Þess vegna var ákveðið að skipta laugunum sem nefndar eru í tvo flokka. Annars vegar er að finna bestu sundlaugar landsins, þar sem þjónusta og sérstaða fer saman. Hins vegar er flokkur sem telur laugar sem eru að einhverju leyti frábrugðn- ar hefðbundnum góðum íslenskum sundlaugum. Í þeim flokki er vitan- lega um huglægt mat að ræða, sem deila má um. Margar stórar laugar Á höfuðborgarsvæðinu eru 19 sund- laugar skráðar á vefnum sundlaugar. is en þar má finna upplýsingar um flesta sundstaði landsins. Stærstu laugarnar á höfuðborgarsvæðinu eru Kópavogslaug, Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug, svo einhverjar séu nefndar en þá er ekki einungis verið að miða við lengd sundlaugarinnar heldur alla aðstöðu og þjónustu. Þá má einnig nefna sundlaugina á Seltjarnarnesi, Ás- vallalaug og laugina á Álftanesi. Á Norður- og Norðausturlandi eru hvorki fleiri né færri en 35 laug- ar. Margar þeirra eru glæsilegar, til dæmis á Akureyri, á Dalvík og í Varmahlíð, svo fáeinar séu nefndar. Á Suðurlandi eru 20 sundlaugar og á Austurlandi eru þær 18. Þar ber hæst sundlaugarnar á Eskifirði og á Egils- stöðum en skammt frá Vopnafirði er Selárdalslaug; falin perla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Vestfirðir láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að sundlaugum. Nærri lætur að hver einasti byggðarkjarni hafi sundlaug auk þess sem óhefðbundnar laugar, til dæmis í Krossa- nesi og Ísafjarðar- djúpi, þykja sér- lega áhugaverðar. baldUr gUðMUndsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Drottning sunDlauganna LaugardaLsLaug Verð: Fullorðnir 360 kr., Börn 110 kr. n Þó margar laugar séu nýrri og ef til vill með betri skiptiaðstöðu en Laugardals- laug stendur hún alltaf fyrir sínu og er stærsta laug Íslands. Um er að ræða þrjár stórar laugar og fjóra búningsklefa. Þar ber hæst fimmtíu metra útilaug en útilaugarnar eru tvær og innilaugarnar tvær. Þá eru sex heitir pottar, eimbað, nuddpottar, ljósabekkir og 86 metra löng vatnsrennibraut. Að mati Erlings Jóhannssonar, landsliðsþjálfara í sundi, er aðgengi fyrir fatlaða best í Laugar- dalslauginni. Þar eru lyftur og góðir búningsklefar, auk þess sem aðstoð- armaður að öðru kyni getur hjálpað þeim fatlaða. Erlingur segir einnig að á völlunum í Hafnarfirði sé aðstaða fyrir fatlaða góð. Laugardalslaug er drottning sundlauganna. ÖlDugangur við Bessastaði sundLaugin á áLftanesi Verð: Fullorðnir 400 kr. Börn 150 kr. n Á Álftanesi er eina sundlaug landins með öldum. Álftnesingar vörðu miklu fé í laugina. Dr. Gunni hefur prófað laugina og segir að laugin sé fjölbreytt, nútímaleg og flott sundlaug með sjáv- arföllum, sem sé svakalegt. Hann segir hins vegar að sturturnar séu kraftlausar og ekki nógu heitar. Engu að síður er þetta laug með sérstöðu á Íslandi og skipar sér þess vegna á meðal bestu lauga landins. Risastór rennibraut er á staðnum og flott aðstaða. Ef þú ert heppinn geturðu hitt á herra Ólaf eða frú Dorrit, sem búa skammt frá. Best fyrir BÖrnin vatnaveröLd reykjanesbæ Verð: Fullorðnir 300 kr. Börn 0 kr. n Vatnaveröld er glæsilegur yfirbyggður vatnsleikja- garður fyrir alla fjölskyld- una. Hvergi á Íslandi er betri aðstaða fyrir börn. Þar er 50 metra innilaug og 25 metra útilaug. Þar eru að auki heitir pottar, gufa og, eins og áður sagði, fjölmörg leiktæki fyrir börnin. Sú staðreynd að laugin er yfirbyggð gerir það að verkum að hún er jafngóð allt árið um kring. stærsti heiti pottur á ÍslanDi sundLaugin í reykjanesi n Við Ísafjarðardjúp er gömul sundlaug sem er 50 metrar að lengd. „Þessi sundlaug er mjög gömul og ég hef margar góðar minningar þaðan enda er ég alinn upp þarna í sveitinni,“ segir Páll Ásgeir. Dr. Gunni segir að nýlega sé búið að „poppa“ hana aðeins upp. „Þetta er gömul laug, dálítið á hjara veraldar. Það er gaman að koma þangað, enda er þetta líklega stærsti heiti pottur á Íslandi,“ segir hann. sunDlaug Í fjÖruBorðinu krossnesLaug n Laugin er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Stranda- sýslu. Laugin var tekin í notkun árið 1954. Páll Ásgeir Ásgeirsson segir laugina frábæra. „Laugin á Krossnesi á ströndum er sú alflottasta. Hún er toppurinn. Hefur allan Húnafjörðinn fyrir framan þig og brimaldan sleikir vegginn á sundlauginni. Þar er góð aðstaða en engin gæsla og treyst á heiðarleika gestanna. Það er eitthvað mjög fallegt við það.“ vatnið úr nálægum hver reykjafjörður – náLægt bíLdudaL n Enginn gætir þessarar ágætu laugar, sem byggð var í sjálfboða- vinnu árið 1975. Suðurfjarðahreppur lagði til efnið í laugina en verktaki á staðnum stýrði verkinu. Landeigendur í kring eiga í raun laugina en hún er opin öllum og allir eru velkomnir. Þeir fara hins veg- ar alfarið á eigin ábyrgð í laugina þar sem engin gæsla er á staðnum, að sögn Braga Geirs Gunnarssonar landeiganda. Hann tók þátt í að stofna Hollvinafélag Sundlaugarinnar í Reykjafirði en markmiðið er að safna fjármagni til að byggja viðunandi búningsaðstöðu. Bragi segir að félagið sé með reikning í sparisjóðnum á Bíldudal og hvetur fólk til að leggja þeim lið. Laugin er að hans sögn 32 til 38 gráðu heit en vatnið rennur úr nálægum hver. Laugin er aldrei lokuð. skýringar. bestu sundLaugarnar. PerLur sem þú verður að Prófa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.