Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Blaðsíða 15
neytendur 2. júní 2010 miðvikudagur 15 Bestu sundlaugar landsins Best á landsByggðinni Sundlaug akureyrar Verð: Fullorðnir 450 kr. Börn 0 kr. n Sundlaugin var tekin í gegn fyrir nokkrum árum og er orðin sannkölluð vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Þar eru tvær stórar sundlaugar auk þess sem þar eru tvær rennibrautir, busllaug, fjórir heitir pottar, eimbað, gufubað, nuddstofa og fjölskyldugarður með leiktækjum. Fyrir það er hún einstök. Búningsklefarnir og öll aðstaða er til fyrirmyndar enda er sundlaugin afar vinsæl. Óhætt er að segja að Akureyrarlaug sé besta sundlaug á landsbyggðinni. Vatn og Vellíðan Sundlaugin á höfn Verð: Fullorðnir 425 kr. Börn 170 kr. n Á Höfn er góð aðstaða til sunds. Þar er ný 25 metra sundlaug auk barnalaugar með alls kyns leiktækjum Á Höfn eru hvorki fleiri né færri en þrjár rennibrautir, tveit heitir pottar en annar þeirra er sagður með góðu nuddi. Þá er gufubað á staðnum auk þess sem aðgengi fyrir fatlaða er gott; meðal annars er lyftustóll á laugarbakkanum til staðar. Þessi aðstaða gerir það að verkum að sundlaugin er að- gengileg fyrir alla og verðskuldar sæti á meðal þeirra bestu. Hún er rekin undir kjörorðunum: Vatn og vellíðan. Hituð upp með jarðgufu Sundlaugin laugaSkarði Verð: Fullorðnir 350 kr. Börn 150 kr. n Hvergerðingar eiga sundlaugaperlu í Laugaskarði. Þó laugin sé í grunninn gömul var hún gerð upp fyrir nokkrum árum og er aðstaða þar öll til fyrirmyndar. Laugin er gegnumrennsl- islaug og er hituð upp með jarðgufu. Það tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins og fyrir vikið hefur laugin sérstöðu. Sundlaugin sjálf er 50 metrar en þess utan er heit en grunn setlaug og heitur potti með rafmagnsnuddi. Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulegt gufubað. Þá er laugin í sérstaklega fallegu og skjólsælu umhverfi sem skapar lauginni mikinn sjarma. Meðal annarra lauga í nágrenningu má nefna Sundhöll Selfoss og sundlaugina í Þorlákshöfn. perla fyrir austan SelárdalSlaug við vopnafjörð n Laugin stendur við bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Laugin er nokkuð langt frá Vopnafjarðarkaupstað, 12km, þar af 3 km langur afleggjari með bundnu slitlagi frá þjóðveginum. Þeir sem þangað hafa komið segja laugina einstaka. Eftir því sem DV kemst næst er hún alltaf opin en engin gæsla er við laugina. Hún var byggð í sjálfboðavinnu fyrir um 60 árum. sundlaug á öskuslóðum Seljavallalaug n Falin perla fremst í Laugárgili í Austur-Eyjafjallasveit. Ein elsta sundlaug á Íslandi, fyrst hlaðin árið 1923. Hún er um 25 metrar á lengd og um 10 metrar á breidd. Hún er opin öllum er fólk er þar á eigin ábyrgð. Laugin er hreinsuð einu sinni á sumri en hún er stundum þakin þykku slýi sem krefst þess að fólk umgangist hana með varúð. Þá hefur öskufall sett svip sinn á laugina undanfarið. einstakt útsýni Sundlaugin á hofSóSi n Ný sundlaug var reist á Hofsósi nú í vetur. Hún var tekin í notkun í mars. Sundlaugin er í sjálfu sér hefðbundin en útsýnið úr lauginni þykir einstakt, eins og glöggt má sjá á þessari fallegu mynd. Umhverfið er annars snyrtilegt og stílhreint. Sundlaugin var gjöf frá athafnakonunum Lilju Pálmadótt- ur og Steinunni Jónsdóttur sem eiga jarðir á Höfðaströnd. mögnuð jarðBöð jarðböðin við mývatn n Jarðböðin eru flestum kunn enda hafa Íslendingar og útlendingar baðað sig í þeim í meira en hálfa öld. Þau samanstanda af 5000 fermetra hveravatni, náttúrulegum gufuböðum og heitum pottum. Einstakt er að koma í böðin og aðstaða er þar öll til fyrirmyndar. „Hiti er í jörð, heitar uppsprettur eru í gjám og hvergi annars staðar á Íslandi stígur hrein vatnsgufa, laus við brennistein og aðra mengun, upp úr jörðinni,“ segir á heimasíðunni jardbodin.is. Besta laug á austurlandi Sundlaugin á eSkifirði Verð: Fullorðnir 340 kr. Börn 170 kr. n Á Eskifirði er nýleg og glæsileg sundlaug sem var tekin í notkun fyrir um fjórum árum. Þeir sem ferðast um Austurland og vilja skola af sér rykið ættu að skella sér í sund á Eskifirði. Þar eru heitir pottar, gufubað, vaðlaug og rennibrautir fyrir börnin. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar og þrátt fyrir að sundlaugin á Egilsstöð- um sé góð er þessi líklega númer eitt. Besta sundlaug á Austurlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.