Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 FRÉTTIR Mörg hundruð manns hafa látið líf- ið í hitabylgju á Norður Indlandi undanfarna daga. Hitinn hefur far- ið upp í 50 gráður á sumum stöð- um og samkvæmt mælingum mun þetta vera heitasta sumar á Norð- ur-Indlandi frá því mælingar hófust undir lok nítjándu aldar. Búist er við áframhaldandi mannfalli, þar sem hitinn verður áfram gríðarlega hár í landinu. Meira en 100 manns létust af völdum hitans í Gujarat-fylkinu í síðustu viku, þar sem hitinn náði mest 48,5°C í skugga. Í Maharashtra hafa 90 manns látist og í Rajasthan haf 35 manns látist. Í nokkrum öðr- um fylkjum hefur verið mikið álag á sjúkrahúsum vegna hitabylgjunnar. Um 300 manns á dag hafa lagst inn á spítala vegna ofhitnunar og tengdra veikinda. Indverskir embættismenn hafa sagt þessar tölur gefa aðeins mynd af broti af vandamálinu, því miklu fleiri liggi fárveikir af völdum hitans, en eigi ekki möguleika á því að fá læknisþjónustu. Bændur hafa einnig orðið fyr- ir miklum búsifjum, þar sem hita- bylgjan hefur drepið stóran hluta bú- stofnsins á sumum býlum. „Vegna hitans hafa vötn þornað upp og fyrir vikið hafa mörg dýr drepis af ofþorn- un,“ segir Neeraj Srivastava, sem berst fyrir því að vernda lífríkið á þessum svæðium. Eftir þurrkinn á síðasta ári eru indverskir bændur orðnir lang- eygir eftir því að monsún-rigninga- tímabilið hefjist. Þá ná bændur að veita vatni á flest tún á svæðinu. Óvenju heitt hefur verið á Ind- landi síðustu mánuði, þannig var meðalhiti í mars og apríl hærri en hann hafði verið á þessum árstíma í hundrað ár. valgeir@dv.is Heitasta sumar á Norður-Indlandi frá því mælingar hófust: Hundruð deyja í hitabylgju Flúði út í skóginn Hin 29 ára gamla Rochom P’ngieng, sem fannst árið 2007 í frumskógum Kambódíu eftir að hafa hafist þar við frá árinu 1989, er flúin aftur út í skóg. P’ngieng var átta ára þegar hún, ásamt systur sinni, týndist í frumskóginum í Ratanakkiri-héraði, um 650 kílómetra norðaustur af höf- uðborginni Phnom Penh. P’ngieng fannst fyrir tilviljun árið 2007 og var komið aftur í hendur fjölskyldu sinnar. Ekkert hefur spurst til systur hennar. Allar tilraunir til að láta hana aðlagast samfélagi manna að nýju mistókust hins vegar; hún gat ekki lært að tala, vildi frekar skríða en ganga og neitaði að ganga í fötum. 150 vinir er hámarkið Bandarískur prófessor sem rannsak- að hefur hegðun fullorðins fólks á Facebook segir að hver manneskja hafi þröskuld þannig að hún geti að- eins átt 150 vinasambönd sem eitt- hvað vit er í. Ef maður á fleiri vini er ekki hægt að sinna þeim. Fjölmargir Facebook-notendur safna mörg hundruð vinum á sam- skiptasíðunni og sumir hafa jafnvel sprengt skalann og eignast 5 þúsund vini. En 150 vinir mun sem sagt vera raunverulegt hámark. Mátti ekki fara inn í lofthelgi Flugvél mexíkósks flugfélags á leið frá París til Mexíkó þurfti að hætta við að lenda í Mexíkó eftir að vélinni var bannað að fljúga inn fyrir banda- ríska flughelgi. Ástæðan var að um borð í flugvélinni var maður sem var eftirlýstur af bandarískum stjórn- völdum. Flugvélin þurfti að lenda í Kanada þar sem lögreglumenn handtóku hinn eftirlýsta. Flugvél- in gat svo loksins haldið leið sinni áfram og lent í Mexíkó. Lásaboga- mannætan Lögreglan í Bradford í Bretlandi hefur fundið verkfæratösku skammt frá þeim stað þar sem líkamsleifar þriggja vændiskvenna fundust nýlega. Stephen Griffiths, fertugur nemi í afbrotafræðum, er grunaður um að hafa orðið konunum að bana. Hann er sagður vera mikill aðdáandi fjöldamorðingjans Jack the Ripper og hefur uppnefnt sjálfan sig „crossbow cannibal,“ sem útleggst lásabogamannætan. Indland Hitinn hefur valdið miklum skaða síðustu vikur. FÓLKI BLÆÐIR ÚT Í SJÚKRABÍLUM Ísraelsk stjórnvöld hafa haldið Gaza-svæðinu í gíslingu og verða árásir þeirra á íbúa á svæðinu sí- fellt svæsnari. Ástandið þar er afar bágborið og árás Ísraelshers á skipalestina sem var á leið til Gaza hefur vakið gríðarlega hörð við- brögð alþjóðasamfélagsins. Palestínskur læknir sagði í við- tali við fjölmiðla að mörg dæmi væru um að sjúkrabílum væri ekki hleypt í gegnum landamæra- stöðvar við aðskilnaðarmúr Ísra- elsmanna og að fólki hefði blætt út í sjúkrabílum þrátt fyrir að ein- faldar aðgerðir hefðu getað bjarg- að þeim, hinum megin við landa- mærin. Einnig væru dæmi um að óléttar konur neyddust til að fæða börn sín í sjúkrabílum við landa- mærastöðvarnar og þær hefðu dáið vegna skorts á læknisþjón- ustu. Gert til að skerða lífsgæði Einar Teitur Björnsson, lækna- nemi og sölustjóri  félagsins Ís- land-Palestína, lýsir þessum að- gerðum Ísraela á Gaza sem kúgun og segir að þær virðist gerðar í þeim tilgangi að berja niður at- vinnumöguleika innan landa- mæranna. Einnig segir hann að aðgerðirnar séu liður í því að svipta fólk í Palestínu lífsgæðun- um. Einar Teitur telur brýnt að hefja aðgerðir gegn ísraelskum stjórnvöldum og gagnrýnir þá af- stöðu Össurar Skarphéðinsson- ar að það að slíta stjórnmálasam- bandi við Ísrael kæmi illa niður á Palestínumönnum sjálfum. Hann segir það vera mikilvægara fyrir fólk á Gaza-svæðinu að hefja bein- ar aðgerðir en að halda áfram að versla með vörur og vera í stjórn- málasambandi við Ísrael. Stefán Ágúst Hafsteinsson, læknanemi og sjálfboðaliði á Gaza-svæðinu, segir landamæra- stöðvunum sem Ísraelsmenn stjórna lokað án fyrirvara án nokk- urs tilefnis. Einnig sé öll umferð út fyrir landamæri Palestínu stöðvuð og á þar jafnt við um sjúkrabíla og aðra neyðarbíla. Báðir segja þeir að nú sé mik- ilvægara en nokkurn tíma áður að fordæma ekki bara árásirnar heldur hefja beinar aðgerðir til að hjálpa Palestínu að tryggja sjálf- stæði sitt. Öryggisráðið fordæmir ekki aðgerðirnar Neyðarfundur í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna var haldinn 12 tímum eftir árás Ísraelshers á skipalest með hjálpargögn til Pal- estínu. 19 manns létust í árásinni, en bardaginn um borð var afar ójafn leikur þar sem skipverjar vörðust þungvopnuðum ísraelsk- um hermönnum með bareflum. Í ályktun öryggisráðsins var Ís- rael þó hvorki fordæmt né þess krafist með beinum orðum að her- kvínni við Gaza yrði aflétt. Þetta eru mikil viðbrigði frá fyrstu til- lögu að ályktun ráðsins. Almenn- ingur í Ísrael virðist taka fréttun- um um árásina með mismunandi hætti og segja margir pistlahöf- undar dagblaða í Ísrael árásina eiga fullan rétt á sér. Ísraelar hafa undanfarið stjórn- að öllum landamærum að Palest- ínu og haft því umsjón bæði með þeim hjálparstarfsmönnum sem hafa viljað leggja Palestínu lið og þeim Palestínumönnum sem þurfa að sækja vinnu utan landa- mæranna. Nú hafa þó Egyptar opnað aftur landamærastöð sína í Rafah og er Palestínumönnum frjálst að fara þar um enn sem komið er. Egyptar lokuðu Rafah- landamærastöðinni fyrir þrem- ur árum, eftir að Hamas-samtök- in náðu völdum á Gaza-svæðinu, en þau styðja stjórnarandstöðuna í Egyptalandi. Lokaðir inni í eigin landi Ísraelar hafa byggt aðskilnaðar- múr á landamærunum að Palest- ínu og eru á nokkrum stöðum á múrnum landamærastöðvar þar sem Palestínumenn geta farið í gegn með sérstöku leyfi. Aðskiln- aðarmúrinn hefur verið gagn- rýndur af Sameinuðu þjóðunum og gaf Alþjóðadómstóllinn í Haag ráðgefandi dóm um að múrinn væri ólöglegur, og að fjarlægja ætti múrinn strax. Samt sem áður hafa ísraelsk stjórnvöld haldið áfram að byggja upp múrinn og er vel yfir helmingur múrsins tilbúinn. Deilur á milli Ísraels og Palestínu eru ekki nýjar af nálinni. Ísraelar halda íbúum á Gaza í gíslingu. Sjálfboðaliðar á Gaza- svæðinu segja þó aðeins brot af þeim árásum sem gerðar eru á svæðinu hafa komist í kastljós alþjóðasamfélagsins. Íslenskur sjálfboðaliði segir að aðgerðir Ísraelshers séu margar þess eðlis að vera gerðar í þeim eina tilgangi að gera Palestínumönnum lífið erfiðara. AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Algengt er að fólki blæði út í sjúkrabílum vegna þess að sjúkrabílunum er haldið föstum á landa- mærastöðvum. Minningarathöfn Börn í Palestínu votta virðingu sína fyrir þeim sem féllu í árásum Ísraelshers á skipalest með hjálpargögnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.