Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Blaðsíða 18
GJALLARHORN PÁLMA
n Gunnar Hjálmarsson, Dr. Gunni,
er svo heppinn að vera orðinn
varaborgarfulltrúi sem þýðir að
hann mun fá
ágæt laun frá
Reykvíkingum.
Hann blogg-
aði um frama
sinn og lýsti þar
þeirri von sinni
að flokkur hans
yrði ekki „hækja
auðvaldsins“
eins og Bubbi Morthens. Einhverj-
ir glottu við tönn við lesturinn. Dr.
Gunni er í seinni tíð hvað þekkt-
astur fyrir að vera með gjallarhorn
í umboði Pálma Haraldssonar í
Fons þar sem hann æpir á lands-
lýð að fljúga með Iceland Express,
f lugfélagi Pálma.
KLOFIN FRAMSÓKN
n Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, stendur yfir flokki sínum
klofnum eftir að
sveitarstjórnar-
kosningarnar
leiddu svart-
nætti fylgis-
hruns yfir
flokk hans.
Guðmundur
Steingrímsson
alþingismað-
ur varð fyrstur til þess að benda á
ábyrgð formannsins sem ekki virð-
ist ná í gegn. Vigdís Hauksdóttir
þingmaður steig fram formannin-
um til stuðnings. Þá skeiðaði fram á
völlinn varaþingmaður formanns-
ins, Ásta Rut Jónasdóttir, og lýsti
stuðningi við Guðmund. Augljóst
er að flokkurinn er í sárum.
FÁIR HJÁ KRISTJÁNI
n Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari á að baki glæsta fortíð
sem óperusöngvari. Sú var tíðin
að hann söng
fyrir fullum
höllum um víða
veröld. Þegar
hann kom til
Íslands var það
jafnan viðburð-
ur. En nú hefur
orðið breyting
á. Gamli gull-
barkinn hefur verið á tónleika-
ferð um landið. Meðal annars kom
hann fram á Ísafirði og dugði ekki
minna en íþróttahúsið til að taka
við væntanlegum mannfjölda.
Vandinn var hins vegar sá að Ís-
firðingar voru ekki uppnæmir.
Kristján söng því fyrir hálftómu
húsi.
JÓNI ÁSGEIRI LÉTT
n Eftir því er tekið að fréttaharkan
á Stöð 2 hefur snarminnkað eftir að
Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem
fréttastjóri. Nú er
meira um mildari
fréttir og svo er
að sjá sem mesti
ákafinn sé horf-
inn. Einhverjum
er létt við áherslu-
breytingarn-
ar. Hermt er að
kátastur allra sé
aðaleigandinn, Jón Ásgeir Jóhannes-
son, sem er ekki lengur fastagestur í
fréttatímum eigin fréttastofu og situr í
þeim skilningi á friðarstóli.
Kosningarnar um síðustu helgi hafa þá sérstöðu að þar tapaði enginn flokkur eða framboð nema heiðarlega
framboðið hans Ólafs F. Magnússon-
ar. Allir gömlu flokkarnir unnu stór-
sigra á ýmsum sviðum. Þótt Fram-
sóknarflokkurinn brynni til grunna
á höfuðborgarsvæðinu vann hann
samt stórsigur að mati formannsins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hef-
ur bent rækilega á þá staðreynd. Til
dæmis fékk flokkurinn kosinn mann
á Ísafirði. Þá benti formaðurinn á að
innan L-istans á Akureyri eru margir
fyrrverandi framsóknarmenn. Sama
er uppi á teningnum víða um land.
Svo er að skilja að í Reykjavík hafi
flokkurinn verið heppinn að ná ekki
inn oddvitanum sem ekki var til
þess fallinn ráða við
verkefni.
Enda
er
aðeins
rætt um
eina afsögn
innan flokks-
ins. Óbreyttur
Guðmundur
Steingríms-
son flutti
mönnum
þann munnlega gjörning að krefjast
þess að formaðurinn tæki ábyrgð á
óumflýjanlegu fylgishruninu. Af-
sagnar hans er nú krafist.
Steingrímur J. Sigfússon, for-maður VG, hefur einnig bent á stórsigur flokksins. Þetta er alveg rétt hjá honum því í stóra
samhenginu má sjá að flokkurinn var
ekki til fyrir rúmum 10 árum. Allt sem
er umfram núllið flokkast sem sigur. Í
Reykjavík tókst að verja sæti Sóleyjar
Tómasdóttur þótt dúkameistarinn
félli úr borgarstjórn.
Bjarni Bene-diktsson, formaður
Sjálfstæðisflokks-
ins, er á sömu nótum.
Hann bendir réttilega á
að flokkurinn er í stórsókn í
Reykjavík með fimm borgar-
fulltrúa í stað sex áður. Og þannig
er það víðar um landið í nokkrum
hreppum að flokkurinn tapaði smátt
sem þýðir varnarsigur. Á Akureyri
tókst Sjálfstæðisflokknum að verjast
algjöru hruni og halda inni einum
manni.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur einnig séð ljósið í fylgishrun-inu. Samfylk-
ing tapaði aðeins
tveimur
mönnum í Reykjavík en hefði getað
tapað fimm. Þetta er því stórkostlegur
varnarsigur. Og rétt eins og hjá Bjarna
tókst að lágmarka fylgishrunið um
allt land við óbærilegar aðstæður.
Jóhanna var upptekin við að smala
köttum þegar hún hefði þurft að
smala atkvæðum. Og Jóka er ekki að
djóka þegar hún sér enga ástæðu fyrir
forystu flokksins að axla ábyrgð. For-
ystunni tókst að verja flokkinn gegn
tortímingu sem er kraftaverk ef mið-
að er við frammistöðu í ríkisstjórn og í
einstökum sveitarfélögum.
Fjórflokkurinn er á einu máli um að fylgi Besta flokksins í Reykjavík sé eins og hverj-ar aðrar náttúruhamfarir.
Þetta var óumflýjanlegt og ber að
skoða kosningaúrslitin út frá því.
Sigur í kosningunum snýst þannig
um takmarkað tap. Og út frá því er
ekkert hægt að lesa út úr kosningun-
um annað en frábæra frammistöðu
fjórflokksins við aðstæður sem voru
þær erfiðustu í lýðveldissögunni. Eini
flokkurinn sem tapaði að einhverju
marki er Besti flokkurinn. Þar stefndu
menn að meirihluta í Reykjavík en
fengu minnihluta. Þeir sem halda því
fram að keisarinn sé ekki í neinum
fötum eru heimskir.
FJÓRIR STÓRIR SIGRAR
„Nei, en loksins eru
borgarmálin orðin
skemmtileg,“ segir
Ragnar Bragason
leikstjóri, sem leikstýrði
og skrifaði Næturvakt-
ina, Dagvaktina og
Fangavaktina. Flest
bendir nú til þess að aðalleikari
þáttanna, Jón Gnarr, verði borgarstjóri
Reykjavíkur innan fárra daga. Liggur
þá ef til vill beint við að gera þætti um
borgarstjórahlutverkið.
ER BORGARVAKTIN
Í PÍPUNUM?
„Mér finnst þetta, og ég
bið ykkur að afsaka
orðbragðið, helvítis rugl.“
n Ásbjörn Óttarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær þegar hann
benti á nýlegar mannaráðningar í stjórnkerfinu
án auglýsingar. Á sama tíma og niðurskurður
væri í gangi. - mbl.is
„Framsóknarmenn eru
hreint ekki óvinsælir í
borginni.“
n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, um stöðu
flokksins þrátt fyrir herfilega kosningu þar.
Sumir hafa sagt að þeir séu ekki óvinsælir því
þeir séu einfaldlega ekki til í borginni lengur.
– visir.is
„Þetta græna
eplakjaftæði vil
ég ekki sjá.“
n Bogi Ágústsson
fréttamaður á RÚV í kosningasjón-
varpinu. Þegar DV leitaði svara sagði Bogi að
honum fyndist sódavatn með eplabragði
einfaldlega vont. - RÚV
„Við bara fengum
ekki eins mörg
stig og spáð var.“
n Valli sport, umboðsmaður
Heru Bjarkar Þórhallsdóttur,
aðspurður hvað farið hafi úrskeiðis en framlag
Íslands í Eurovision þetta árið, Je Ne Sais Qui, í
flutningi Heru náði einungis 19. sæti í
keppninni. – DV.is
„Ég ætla bara að
reyna að finna
mér vinnu og
njóta lífsins.“
n Einar Skúlason, efsti maður á lista
Framsóknarflokksins í nýafstöðnum
borgarstjórnarkosningum. Hann ætlar að
einbeita sér að því að vera ástfanginn af
kærustu sinni. – DV
Kjör Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-sonar sem formanns Framsóknar-flokksins snemma á síðasta ári gaf von um að íslensk stjórnmál hefðu
breyst. Ákvörðun hans um að styðja minni-
hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna
staðfesti þá von. Þar fór Sigmundur út af leið
gömlu stjórnmálanna og breytti í andstöðu við
valdagræðgi. Hann leitaði lausna í stað þess að
reyna fyrst og fremst að koma höggi á pólitíska
andstæðinga.
Síðan færðist Sigmundur Davíð smám sam-
an í aukana og rann aftur í far gömlu stjórn-
málanna með stóryrtum yfirlýsingum, skot-
grafarstjórnmálum og kröfum um afsögn.
Gömlu stjórnmálin, sem einkennast af lið-
skiptri gagnrýni og rökræðum án hlustunar og
hugsunar, líkt og Morfís-keppni þegar best læt-
ur, hafa líka verið stunduð af vinstriflokkun-
um. Og kannski var það þess vegna sem enginn
hlustaði þegar Steingrímur J. Sigfússon og Ög-
mundur Jónasson hrópuðu úlfur, úlfur í aðdrag-
anda efnahagshrunsins.
Í lok apríl sýndi Sigmundur Davíð af hverju
hann var kjörinn. Hann baðst afsökunar á „and-
varaleysi“ Framsóknarflokks í aðdraganda
efnahagshrunsins. Hann benti á aðra orsök
hrunsins, sem liggur í íslenskri umræðuhefð.
„Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem stendur
upp úr sem meginástæða þess að fór sem fór er
það skortur á gagnrýninni hugsun,“ sagði hann
við samflokksmenn sína. Greining Sigmundar
gaf til kynna skilning á mikilvægi mismunandi
sjónarmiða og umburðarlyndi fyrir gagnrýni.
Frambærilegasta tilfelli gagnrýninnar
hugsunar eftir kosningaúrslitin átti sér ein-
mitt stað hjá þingmanni Framsóknarflokksins.
Guðmundur Steingrímsson skynjaði höfnun
almennings á fjórflokknum þegar hann sá sig-
ur Besta flokksins og L-listans á Akureyri. Ekki
er sjálfsagt að stjórnmálamenn skynji slíkt, eins
og heyra mátti á orðum Hönnu Birnu og Bjarna
Benediktssonar, sem sáu Sjálfstæðisflokk falla
um 10 prósentustig en skynjuðu „stórsókn í
Reykjavík“. Í öðru lagi ályktaði Guðmundur að
flokki hans hefði mistekist að bregðast við kröfu
kjósenda um ný stjórnmál. Skilningur er ekki
heldur sjálfsagður, eins og sjá má á viðbrögðum
sömu stjórnmálamanna. Aðrir sem náðu svo
langt að álykta hið sama voru Sóley Tómasdóttir
hjá Vinstri-grænum og Jóhanna Sigurðardóttir,
formaður Samfylkingarinnar. En Guðmundur
tók þriðja skref gagnrýninnar hugsunar. Hann
benti á það hvernig flokki hans hefði mistekist
og hvaða leiðir væru til úrbóta. „Ef við hefðum
hagað okkur öðruvísi, ef við hefðum sýnt að við
værum fær um að, að sýna svona pólitík, sann-
girni og samstarfsvilja og ákveðna auðmýkt, þá
hefði öðruvísi farið í höfuðborginni.“
Í valdatíð Halldórs Ásgrímssonar og Val-
gerðar Sverrisdóttur var gagnrýni á eigin flokk
metin sem dauðasynd. Það var jafnvel höfuð-
synd að gagnrýna samstarfsflokkinn í ríkis-
stjórninni eða ríkisstjórnina. Ekki mátti gagn-
rýna efnahagslífið eða gjaldmiðilinn, því þá
væri verið að „tala niður“ efnahaginn, gjald-
miðilinn eða jafnvel ríkisstjórnina.
Ef Framsóknarflokkurinn rúmar gagnrýna
hugsun Guðmundar á hann sér von á tímum
nýrra stjórnmála. Ef ekki er best að hann haldi
sig í Skagafirði.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Ef Framsóknarflokkurinn rúmar gagnrýna hugsun Guðmundar á hann sér von .
18 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
Guðmundur gagnrýnir