Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Page 19
JÓN AXEL FRANSSON
varð á dögunum fastráðinn sem
dansari við Konunglega danska
ballettinn. Hann upplifði mikla gleði
þegar honum var boðinn samningur
við dansflokkinn. Jón Axel, sem verið
hefur nemandi við ballettskóla
Konunglega ballettsins, fékk samt smá
sjokk fyrst því yfirmaður flokksins
stríddi honum með því að hann væri
rekinn.
SAGÐI FYRST AÐ
ÉG VÆRI REKINN
Eitt dapurlegasta einkennið á þjóð-
málaumræðunni á Íslandi í dag er sú
tilhneiging ýmissa manna að geta að-
eins séð atburði hversdagsins í svart-
hvítu. Stundum gengur þessi tvílita
skipting á heiminum út á það að taka
afstöðu með eða á móti erkifjendun-
um Davíð Oddssyni og Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni. Fylgismenn Davíðs eru þá
kallaðir náhirð og flokkurinn í kring-
um Jón Ásgeir er kenndur við Baug
ásamt einhverjum mismóðgandi end-
ingum. Þeir sem trúa á þessa tvílitu
heimssýn líta svo á að allir séu annað-
hvort í liði með náhirðinni eða Baugs-
slektinu og að allir atburðir hversdags-
ins snerti stríðið á milli þeirra á einn
eða annan hátt. Annað sé ómögulegt.
Nú hefur Ólafur Arnarson, álits- og
ráðgjafi, stigið fram á bloggi sínu og
reynt að sýna fram á að DV sé hluti af
náhirð Davíðs Oddssonar. Ástæðan er
sú að blaðið vogaði sér að fjalla um það
að hann hefði tekið við mánaðarlegum
greiðslum upp á 400 þúsund krónur
frá þekktasta almannatengli á Íslandi,
Gunnari
Steini Pálssyni, sem unnið hefur afar
náið með Exista og stjórnendum
Kaupþings í gegnum tíðina og þeg-
ið frá þeim háar greiðslur fyrir. Tengsl
Gunnars Steins og eigenda Exista eru
reyndar svo náin að þegar þeir Bakka-
vararbræður föluðust eftir DV fyrir
skömmu var Gunnar Steinn Pálsson í
forsvari fyrir þá, líkt og fjallað var um í
fjölmiðlum á sínum tíma.
Hrekur ekki fréttina
Hér er komið að kjarna málsins
í umræðunni um náhirðina og
Baugsliðið. Ólafur reynir ekki einu
sinni að hrekja fréttaflutning DV um
greiðslurnar og tengslin við Gunnar
Stein heldur kýs þess í stað að segja
að blaðið sé í ófrægingarherferð
gegn honum vegna þess að það
tilheyri náhirðinni
og sé rekið áfram
af annarlegum
sjónarmiðum.
Ólafur fer í
kringum kjarna
málsins og
eyðir púðri í að
réttlæta sjálf-
an sig án
þess þó að neita að inntak frétta-
rinnar um greiðslurnar frá Gunnari
Steini sé rétt: „Ég starfa sjálfstætt,
sem ráðgjafi. Ég er ekki blaðamað-
ur...,“ segir Ólafur meðal annars á
bloggi sínu. En þetta á væntanlega
að réttlæta það að það geti farið
saman að vinna ráðgjafarstörf fyrir
útrásarvíkinga og skrifa pistla um
þessa sömu menn án þess að það
eigi að hafa áhrif á skrifin og grafa
undan tiltrú lesenda á hlutleysi við-
komandi. Einhver gæti sagt: Ólafur
er jú bara álitsgjafi og ráðgjafi en
ekki blaðamaður og þess vegna er
nánast ósanngjarnt að krefjast þess
af honum að hann gæti lágmarks
hlutleysis því hann megi hafa þær
skoðanir sem honum sýnist.
Ólafur er sleginn svo mikilli
blindu að hann veltir því ekki einu
sinni fyrir sér hversu heppilegar
tengingar hans við Gunnar Stein,
Exista og Kaupþing eru heldur leit-
ar skýringa á fréttinni með því að
segja að DV sé í liði með Davíð og
því honum óvinveitt. Ólafur áttar sig
ekki á því að Davíð Oddsson skiptir
engu máli í fréttinni heldur einungis
hann sjálfur og hans ráðgjafarstörf
sem hann getur ekki svarað fyrir.
Þess í stað skýlir Ólafur sér á bak
við erjurnar sem hann hefur átt í við
Davíð og segir tilgang DV með upp-
lýsingunum um greiðslur til hans frá
almannatenglinum vera annarlegan.
Hvorki né er möguleiki
Ólafur virðist ekki skilja að hægt er
að vera hvorki í liði Davíðs né Jóns
Ásgeirs og að hægt sé að segja fréttir
af mönnum og málefnum án þess
að hagsmunaástæður liggi þar á bak
við. Svart-hvíta heimssýnin hans
Ólafs Arnarsonar gengur ekki upp
nema í kollinum á honum sjálfum
og öðrum sem sjá heiminn í þessum
einsleitu og dapurlegu litum.
Frétt DV af Ólafi Arnarsyni er
sögð vegna þess að það skiptir máli
fyrir trúðverðugleika manna fyrir
hverja þeir vinna og hver greiðir
þeim laun. Þetta á sérstaklega við
ef menn vinna sem álitsgjafar og
pistlahöfundar á fjölmiðlum því
yfirleitt er gert ráð fyrir að slíkir séu
hlutlausir í skrifum sínum. Liggja
þarf fyrir ef þessir álitsgjafar eru
kostaðir af einhverjum öðrum en
miðlinum sem þeir skrifa í svo þeir
geti ekki leikið tveimur, þremur
eða fleiri skjöldum og gert sér upp
hlutleysi í einstökum málum. Þess
vegna á það erindi við almenning
að vita hvar þeir standa og hverjum
þeim tengjast.
Með þessa vitneskju í farteskinu
geta lesendur sett upp ákveðin
gleraugu þegar umfjöllun við-
komandi manna er lesin og það
kemur í veg fyrir að álitsgjafarnir
misnoti lesendur sína með áróðri.
En Ólafi finnst þessi rök sennilega
ekki skipta máli enda hræðist hann
þau vegna þess að þau eru sönn
og vegna þess að þau geta grafið
undan vægi þeirra skrifa sem hann
lætur frá sér fara. Það þjónar miklu
betur hans hagsmunum að stilla
frétt DV upp sem hluta af herferð
náhirðarinnar gegn honum og
reyna að grafa undan sannleiksgildi
fréttarinnar með því móti frekar en
með staðreyndum og rökum. Fjár-
hagsleg tengsl hans við Exista og
Gunnar Stein Pálsson liggja nú fyrir
og lesendur Ólafs eiga að hafa þau
í huga.
Villa Ólafs Arnarsonar
UMRÆÐA 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 19
1 AUGLÝST EFTIR HANDRUKKARA Á BARNALANDI Notandi á Barnalandi
auglýsti eftir handrukkurum á netinu.
2 HERÓÍN BESTA LAUSNIN FYRIR FÍKLA Breskir læknar segja að heróín
sé besta lausnin fyrir heróínfíkla.
3 BEITTU BAREFLUM Í ÁTÖKUM VIÐ SÉRSVEITARMENN Hjálpar-
starfsmenn beittu bareflum gegn
ísraelskum hermönnum.
4 „VIÐ MUNUM EKKI LEYFA NEINU SKIPI AÐ KOMA TIL GASA“ Aðstoð-
arvarnarmálaráðherra Ísraels, Matan
Vilnai, vill engin skip til Gasa.
5 „MÓTMÆLT SVO LENGI SEM EKKERT ER GERT FYRIR HEIMILIN“
Heimavarnarliðið vill úrbætur fyrir
heimilin.
6 BEINT LÝÐRÆÐI Í BETRI REYKJAVÍK Á betrireykjavik.is gefst borgarbúum
tækifæri á að kjósa um málefni
borgarinnar.
7 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI TIL Í AÐ SLÍTA STJÓRNMÁLASAM-
BANDI Sjálfstæðisflokkurinn vill
ekki slíta stjórnmálasambandi við
Ísrael.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Jón Axel Fransson.“
Hvar ertu uppalinn?
„Aðallega í Danmörku því ég flutti
hingað þegar ég var þriggja ára, eða í
sextán ár. Ég hef búið á nokkrum stöðum
á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu.“
Hvernig er að alast upp í Dan-
mörku?
„Það er æðislegt.“
Hversu hátt metinn er þessi
dansflokkur á Evrópuskalanum, eða
jafnvel á heimsvísu?
„Hann er í fremstu röð í heiminum. Þetta
er þriðja elsta danskompaní í heiminum
þannig að ég myndi segja að þetta sé
„top-elite“.“
Ertu fyrsti Íslendingurinn sem fær
dansarastarf hjá dansflokknum?
„Ég held að ég sé sá fyrsti sem er
fastráðinn sem dansari.“
Hvernig var tilfinningin þegar þér
var boðinn samningurinn?
„Ég varð mjög glaður. Yfirmaður minn
stríddi mér fyrst, sagði að ég væri rekinn.
Ég fékk svolítið stórt sjokk. En hann
leiðrétti það strax, fór að hlæja og sagði
að ég væri ráðinn.
Varðstu fyrir áreiti í æsku, verandi
strákur í ballett?
„Nei, aldrei. Ég upplifði aðallega að
strákar segðu „vá, kúl“.“
Hvers vegna byrjaðir þú að æfa
ballet?
„Fyrst ætlaði systir mín að fara að sækja
um inngöngu í ballettskólann. Þegar
mamma spurði hvort ég vildi ekki bara
koma með neitaði ég, sagði að ballett
væri bara fyrir stelpur. En einhvern
veginn tókst mömmu að taka mig með,
mér fannst þetta mjög skemmtilegt og
fékk inngöngu. Ég var átta ára þegar
þetta var.“
MAÐUR DAGSINS
KJALLARI
„Já.“
GUÐMUNDUR RÚNAR
GUÐMUNDSSON
31 ÁRS
„Já, absolútt.“
SARA ANNA MARIA PIETIKAEINEN
30 ÁRA
„Auðvitað eigum við að slíta stjórn-
málasambandinu við Ísrael. Þetta er
óforskömmuð framkoma gagnvart ríki.“
ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR
49 ÁRA, SKRÚÐGARÐYRKJUFRÆÐINGUR
„Ég veit það ekki.“
KJARTAN JÓN BJARNASON
19 ÁRA, NEMI
„Er einhver tilgangur í að hafa samband
við þá?“
KARL ALEXANDER JÓHANNSSON
23 ÁRA, NEMI
Á ÍSLAND AÐ SLÍTA STJÓRNMÁLASAMBANDI VIÐ ÍSRAEL?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
INGI F.
VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar
„Ólafur áttar sig ekki
á því að Davíð Odds-
son skiptir engu
máli í fréttinni.“
Mennskar umferðarkeilur „Þetta er fínt starf,“ sögðu þessar ungu konur á Seltjarnarnesinu, spurðar út í vistina á miðri Valhúsa-
brautinni. Stúlkurnar gættu þess að ökumenn keyrðu ekki yfir blauta götumálninguna. Líklega með þægilegri störfum dagsins en
bæjarstarfsmenn þurfa að sinna margvíslegum viðvikum á sumrin. MYND SIGTRYGGUR ARI