Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Qupperneq 20
Johan Westlund (Joel Kinnaman) sinnir viðskiptatengdu námi sem hann vonar að muni færa honum auðæfin sem hann þráir til að full- komna lífsstíl sinn. Hann hangir með smjörgreiddum yfirstéttarhöl- um og lýgur sig áfram sem svakaleg- an spaða meðal þeirra. Þetta er ekki ódýrt og hann sinnir alls konar höstli og harki til að geta þó allavega lit- ið út fyrir að vera ríkur. Ekki minnk- ar þrýstingurinn þegar hann eignast ríka kærustu og vitað er að hann þarf að sanna sig sem vel fjáður til að dul- argervið virki. Hann fær rosalegt, en á sama tíma kolólöglegt, tilboð sem gæti uppfyllt efnishyggjudrauma hans til fullnustu. En miklum pen- ingum fylgja mikil vandamál. J.W. er vel skrifaður og vel leikinn karakter sem rímar heldur skakkt við „samstarfsfélagana“ í vafasama geir- anum. Þeir sem stýra glæpaheim- inum í Svíþjóð horfðu ekki á Einar Áskel í æsku heldur eru margir hverj- ir ferskir úr blóðugum borgarastríð- um. Þetta er sænsk mynd en mest er töluð chilesk spænska, arabíska og serbneska. J.W. velkist um í vita von- lausum bransa þar sem allir svíkja alla og enginn stendur við neitt, hvorki gagnvart vinum, fjölskyldu né sjálfum sér. En á sama tíma eru þetta svo aumar upphæðir miðað við fórn- ina. Við sjáum ástæður hvers og eins og hvaða örþrif keyra menn áfram, Snabba Cash setur líf og sál í glæpa- fyrirsagnir okkar tíma. Meira að segja J.W. fær samúð manns þótt hann sé bara gráðugur í golfföt og skyrtu- hnappa. Snabba Cash er sannferðug. Spurningum er látið ósvarað, heim- ildavinna út í minnstu smáatriði tryggir trúverðugleika, enginn flýgur á vængjum Hollywood úr ósigrandi stöðu og hasarinn er raunveruleg- ur. Ekkert er fegrað, en menn missa sig reyndar aðeins hér í að láta alla vera með dinglandi sleftauma við minnsta æsing. Myndin er vel leik- in, vel gerð og sjónarspilið stendur manni nærri. Jafnvel þegar sólin skín upplifir maður dimmt yfirbragð sög- unnar, skemmtilega verið að leika sér með birtu og fókus. Þekktustu glæpamyndir okkar tíma eru of mikið í ákveðinni „gangsta rómantík“ þar skemmtana- gildið tekur yfir raunveruleikateng- inguna. Snabba Cash er ekki í þeim flokki og menn vilja meira. Erpur Eyvindarson Hvað Heitir lagið? „Hlýtur að vera djöfull á milli okkar, eða hórur í höfði mínu, hórur við dyrnar mínar, hóra í rúmi mínu.“ á mi ðvikudegi 20 miðvikudagur 2. júní 2010 fókus PersíuPrinsinn enn vinsælastur Kvikmyndin Prince of Persia: Sands of Time heldur toppsæti listans yfir aðsókn að kvikmynda- húsum landsins fyrir síðustu helgi. Eins og kunnugt er er kvikmynda- mógúllinn Jerry Bruckheimer aðal- framleiðandi myndarinnar og Gísli Örn Garðarsson á sterka innkomu sem vondi kallinn Vizier en mynd- in var frumsýnd fyrir tveimur vik- um. Í sætum tvö og þrjú eru einnig sömu myndir og helgina áður, Ro- bin Hood og Snabba Cash. Af þeim myndum sem frumsýndar voru um helgina nær Last Song með Miley Cyrus í aðalhlutverki hæst, eða fjórða sætinu. Fast á hæla henni koma Centurion og Youth in Re- volt. Bjartar Hvera- gerðisnætur Tónlistarhátíðin Bjartar sumar- nætur verður haldin í Hveragerð- iskirkju um næstu helgi, dagana 5. og 6. júní. Boðið verður upp á einsöng, einleik og öndvegis kammerverk. Flytjendur verða Elín Ósk Óskarsdóttir sópran- söngkona, Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari, Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari og með- limir Tríós Reykjavíkur, þau Peter Máré píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Fyrri tónleikarnir verða á laugardaginn klukkan 20 og bera yfirskriftina Fauré í forgrunni. Hinir seinni, með yfirskriftinni Klassík í háveg- um, eru á sunnudaginn og hefjast klukkan 17. Blanda íslensku og skosku Glænýtt tón- og textaverk eftir Bene- dikt H. Hermannsson, betur þekktan sem Benni Hemm Hemm, verður frumflutt á Listahátíð í Reykjavík á morgun, fimmtudag. Í verkinu er íslensku og skosku att saman svo úr verður tungumál sem hljómar kunn- uglega, en er þó framandi. Söngvar- arnir tveir, Benni og hinn skoski Alasdair Roberts, syngja persónu- lega og nærgöngula texta hvor á sínu tungumálinu. Blásarasveit Reykja- víkur heldur söngvunum uppi og flæðir inn í textaeyður og stundum tekur hún völdin og sprengir þakið af húsinu. Tónleikarnir verða einnig á tónlistarhátíðinni AIM í Ketilhús- inu á Akureyri á laugardaginn. Eyþór Ingi, sigurvegari þáttarins Bandið hans Bubba, sendir frá sér sitt fyrsta lag: draumavél af lagernum „Þetta er eitt af þeim lögum sem ég á á lager, ef hægt er að segja svo,“ seg- ir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngv- ari og lagasmiður, sem á eitt lag- anna sem er að finna á safnplötunni Á vegum úti og Zonet gaf út á dög- unum. Lag Eyþórs, sem þekktast- ur er fyrir að bera sigur úr býtum í sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba á Stöð 2, heitir Draumavél- in og mætti lýsa sem nokkuð ljúfu popplagi en þó með agressífu raf- magnsgítarsviðlagi. Trompetsóló í seinni hluta lagsins virkar svo sem skemmtilegt krydd. „Von er á meiru í framhaldi af þessu,“ segir Eyþór og vísar þar til sólóplötu sem hann er með í bí- gerð. „Það er í raun allt að verða til- búið á hana, en ég er ekki búinn að ákveða hvenær ég ætla að gefa hana út,“ bætir hann við og segir aðspurð- ur að hann ætli ekki að stressa sig á að klára plötuna fyrir haustið. Eitt af því sem á eftir að gera er að ganga frá samningi við útgefanda. Draumavélin er fyrsta lagið eft- ir Eyþór sem gefið er út. Áður hefur komið út með honum lagið Hjartað mitt en það var samið af Bubba. Höfundur texta Draumavélar- innar er stúlka að nafni Jónína Guð- rún Eysteinsdóttir. „Þetta er kærasta besta vinar míns. Hún er klárlega upprennandi rithöfundur,“ segir Ey- þór, himinlifandi með samstarfið við Jónínu. kristjanh@dv.is Draumavélin er fyrsta lagið af fyrirhugaðri sólóplötu. MYND HEIða HElgaDóttIr Svar: Hey með Pixies. smjörgreiddur einar áskell snaBBar reiðufé Snabba caSh leikstjóri: Daniel Espinosa aðalhlutverk: Joel Kinnaman, Matias Padin Varela, Dragomir Mrsic, Lisa Henni kvikmyndir Snabba Cash „Heimildavinna út í minnstu smáatriði tryggir trúverðugleika, enginn flýgur á vængjum Hollywood úr ósigrandi stöðu.“ Harka Það duga engin vettlingatök í undirheimum Svíþjóðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.