Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Side 22
22 miðvikudagur 2. júní 2010 viðtal
Missti tengdaföður í Miðri kosningabaráttu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir fékk símtal á mánudagskvöldið.
Jón Gnarr, fyrrverandi pönkari, þjóðþekktur grínari og líklega
næsti borgarstjóri Reykvíkinga, var á hinni línunni. Símtal sem
hún hafði beðið eftir. Sonur hans átti fimm ára afmæli en Jón
hafði eytt deginum í meirihlutaviðræður og pólitík. Hann var
svo önnum kafinn allan daginn að hann rétt hitti son sinn til
þess að fara með hann á leikskólann. Engu að síður gaf hann sér
nokkrar mínútur til þess að ræða síðustu daga, framboðið, bar-
áttuna, hvernig það var að sitja undir því að vera kallaður illum
nöfnum, missa tengdaföður sinn skyndilega í miðri baráttu og
hvað það var sem dreif hann áfram.
Sæll, gaman að heyra í þér.
„Sæl, já, takk.“
Hvernig hefur þú það eftir allt sem á
undan er gengið?
„Ég hef það bara mjög gott. Það er mik-
ið að gera en bara gaman. Síðustu dag-
ar hafa verið sérstakir. Kosningadag-
urinn var mjög spennandi dagur. Svo
var ég illa sofinn og þreyttur í gær. Í dag
er fyrsti dagurinn þar sem ég næ átta
tíma svefni og ég er bara glaður. Ég er
að átta mig á þessu.“
Leið illa í æsku
Árið 2006 tók ég viðtal við Jón fyrir
tímaritið Mannlíf. Þar kom fram að Jón
er bæði ofvirkur og með athyglisbrest.
Hann var ekki nema fjögurra, fimm ára
þegar hann var farinn að líða fyrir hluti
eins og hvatvísi auk þess sem hann átti
erfitt með að aðlagast. Sex ára gamall
var hann kominn inn á barna- og ung-
lingageðdeild.
Jón gat ekki lært og leið fyrir það.
Hann lærði ekki að
skrifa fyrr en hann var
ellefu ára gamall og gat
ekki lært stærðfræði.
Þegar viðtalið var tek-
ið kunni hann enn bara
að leggja saman, ekki
að draga frá og hafði
lent í vandræðum vegna
skuldasöfnunar. „Ég get
ekki dregið frá nema
neðri talan sé lægri en
efri talan, ég kann ekki að
fá lánað eða eitthvað svo-
leiðis.“
Jón var ekki nema tólf
ára þegar hann uppgötv-
aði að hann hefði ekkert
fram að færa sem skipti
máli í þessu þjóðfélagi og
gerði uppreisn. Hann var
ekki metinn að verðleik-
um og hafði ekki þá eig-
inleika sem almennt eru
mikils metnir í þjóðfélag-
inu. Ári síðar gerðist hann
pönkari. „Mér fannst fólk
og þjóðfélagið óvinveitt
mér og ég gaf frat í kerf-
ið. Ég var að kafna. Ég var
uppgefinn á þessu öllu
saman, vera að reyna að
vera eitthvað sem ég var
ekki.“
Hann var laminn í skóla, læddist
meðfram veggjum og leið illa í skóla.
Fjórtán ára hætti hann að mæta og
fór að hanga á Hlemmi, eins og kom
fram í DV fyrr á þessu ári. Þá var hann
sendur á unglingaheimilið Núp í Dýra-
firði, sem var héraðsskóli og eins kon-
ar geymslustaður fyrir vandræðaungl-
inga. Þar var Jón í tvö og hálft ár. Þar
var hann aldrei laminn og þótt hann
hafi verið lokaður inni á kvöldin var
þessi tími á Núpi ekki sem verstur.
Jón hefur einnig sagt frá því í DV að
hann hafi sniffað og tekið sjóveikistöfl-
ur reglulega, einu sinni með þeim af-
leiðingum að hann var fluttur á neyð-
armóttökuna þar sem þurfti að dæla
upp úr honum. Í kjölfarið lá hann á
spítala í nokkra daga. Seinna notaði
hann hass og kókaín en fór svo í með-
ferð nítján ára gamall og hætti þá að
nota áfengi og vímuefni. Þrátt fyrir
þessa reynslu lítur Jón ekki á sig sem
alkóhólista.
Stórplayer í stjórnmálum
Í Mannlífsviðtalinu sagðist Jón vera
andlega seinþroska en bráðgáfaður.
„Ég fæ hugmyndir sem enginn annar í
heiminum hefur feng-
ið en ég er fullkomlega ófær um að
skipuleggja mig. Ég er mjög vanþrosk-
aður tilfinningalega og get vel fallist á
að ég sé misþroska.“
Hann sagði líka að einangrunin
sem hann upplifði í æsku og hvatvís-
in byggi alltaf í honum. Inni í sér liði
honum oft eins og hann væri níu ára.
En það sem hefði lagast væri viðhorf
hans gagnvart sjálfum sér. „Ég er orð-
inn sáttari við það hver ég er og hvern-
ig ég er. Maður er hræddur við að fólk
dæmi mann og það væri auðveldara
að reyna að leyna því hver maður er og
horfast ekki i augu við sjálfan sig. Það
að viðurkenna þetta er mun erfiðara
og flóknara. ... Það erfiðasta er í raun
afstaða mín til þessa. Skömmin yfir því
hver ég er og hvernig ég er. Skömmin
er sár og í raun þyngri klafi á sálinni en
hegðunin sjálf.“
Eins og Jón sagði hugsar hann
öðruvísi en aðrir. „Mér líður oft eins og
ég sé eina Macintosh-vélin i PC-heimi.
Ég er bara einhvern veginn með annað
stýrikerfi en allir aðrir. Með því að við-
urkenna vanmátt minn gat ég einbeitt
mér í því sem ég er góður í.“
Sem er meðal annars að skapa
listaverk og list Jóns felst oft í gríni. Þó
að hann hafi kynnst erfiðleikum, aldrei
lokið námi og farið óhefðbundnar
slóðir í lífinu hefur hann látið til sín
taka og náð árangri í því sem hann
hefur tekið sér fyrir hendur. Hann er
einn farsælasti skemmtikraftur þjóð-
arinnar, grínisti, rithöfundur, leikari og
hugsuður. Með alls konar uppátækjum
hefur honum tekist að skapa umræðu.
Engu að síður er saga hans ekki mjög
týpísk fyrir verðandi borgarstjóra og
eiginlega langt frá því. Ég óska honum
til hamingju með árangurinn og spyr:
Þykir þér þetta ekki óraunverulegt?
„Nei, eiginlega ekki.“
Hvernig líst þér á verða borgarstjóri?
„Bara vel. Ég stefni hraðbyri á að verða
stórplayer í stjórnmálum,“ segir
hann kankvís.
Rekinn fyrir húmorsleysi
Í þessu Mannlífsviðtali árið 2006
sagði Jón frá því að hann, sem
Þórarinn Tyrfingsson rak frá
SÁÁ á sínum tíma fyrir að vera
húmorslaus, hefði síðar orðið
þræll þess að vera skemmtileg-
ur. Hann kynni ekki að lesa í lík-
amstjáningu fólks og vissi ekki
hver afstaða þess væri nema það
brosti eða gréti.
Eins og hann orðaði það
sjálfur: „Ég var þræll þess að
vera skemmtilegur umfram allt
annað. Lífið varð samofið gríni
og ég var hættur að gera grein-
armun á veruleika og óraun-
veruleika. Mér fannst ég ekki til
nema ég væri fyndinn. Annars
var ég ekkert.“
Til þess að finna lausn á
þessu leitaði hann eftir lífsfyll-
ingu með veraldlegum gæðum
og fór á hausinn. Síðar leitaði
hann í trúna og gerðist kaþ-
ólskur til þess að heila sjálfan
sig og vinna bug á tómarým-
inu og þörfinni fyrir viður-
kenningu annarra. „Það er oft
þannig að maður leitar í eitt-
hvað andlegt þegar erfiðleikar steðja
að. Mín leið var að fara í kirkjuna og
kveikja á kertum. Það var alltaf gott að
koma þangað og mig vantaði andlegt
akkeri.“ Jón gekk svo langt í leit sinni að
trúarþekkingu að hann las alla biblí-
una, staf fyrir staf, og dvaldi í klaustri
Benediktsmunka í Bretlandi sumarið
2006. Í viðtali við DV fyrr á þessu ári
sagðist hann ekki vera eins trúrækinn
nú og þá. Trúarskoðun hans væri allt-
af að breytast, líkt og hann sjálfur. „Ég
trúi á hið góða. Ég trúi ekki á Guð en ég
veit að hann hefur bullandi trú á mér.“
Var vanmetinn
Hann sagði þó aldrei alveg skilið við
grínið og árið 2007 hristi hann upp í
þjóðinni með auglýsingaherferð Sím-
ans sem hann gerði fyrir Ennemm þar
sem hann vann þá. Júdas var í aðal-
hlutverki í auglýsingunum, sem sum-
um þóttu drepfyndnar á meðan aðr-
ir hneyksluðust á því að grínast væri
með son Guðs í símaauglýsingu.
Eins og alþjóð veit sló Jón svo eft-
irminnilega í gegn sem Georg Bjarn-
freðarson, frekar ófrýnilegur en vel
menntaður einstæðingur og örugg-
lega leiðinlegasti maður á jarðríki.
Og nú síðast vakti framboð hans
athygli og umtal, ekki bara hér á landi
heldur úti um allan heim. Besti flokk-
urinn hefur verið umfjöllunarefni á
BBC, Telegraph, Spiegel og víðar. Þeg-
ar Jón kom fyrst fram með framboðið
héldu margir að þetta væri gjörningur.
Ég man að þegar við gerðum þig að
Eldhuga ársins í Nýju Lífi í janúar
vorum við ekki vissar á því hvort
þetta væri alvara eða djók, en þá var
þér strax full alvara.
„Já. Frá upphafi var mér alvara. Það
væri kannski athyglisvert að skoða
framboðið í samhengi allt frá því ég
bauð mig fyrst fram. Mér var alltaf al-
vara og ég var alltaf að segja það.“
Datt þér einhvern tímann í hug að
þú ættir raunverulegan séns í stöðu
borgarstjóra?
„Já, ég hafði alltaf fulla trú á því sem ég
Besti flokkurinn skapaðist jafn-
óðum. Eitt af því sem ég
var að gera var að hæð-
ast að pólitíkinni og
frambjóðendunum.
Í miðri kosninga-baráttu varð
tengdapabbi minn bráð-
kvaddur á heimili sínu.
Það var gífurlegt áfall
fyrir alla fjölskylduna.
Ég afgreiddi það fallega
og þá var ég enginn
grínisti á meðan ég var
að því.
Grínistinn Þegar grínferill Jóns Gnarrs stóð s
em hæst datt
fáum í hug að hann ætti eftir að verða bor
garstjóri. Grínið
tryggði honum þó vinsældir auk þess sem
Jón hefur alltaf
reynt að vera heiðarlegur og koma vel fram
við alla.