Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 23
viðtal 2. júní 2010 miðvikudagur 23
Missti tengdaföður í Miðri kosningabaráttu
var að gera. Ég hafði strax tilfinningu
fyrir því að þetta myndi ganga svona
vel. Sem sýnir bara að ég er í ágætum
tengslum við umhverfi mitt, Reykjavík-
urborg og borgarbúa. Ég er mikið bet-
ur tengdur en fólk gerir sér grein fyrir.
Einn minn mesti styrkur í þessu fram-
boði var að aðrir frambjóðendur hafa
vanmetið mig stórlega.“
Er heiðarlegur og almennilegur
Hvernig þá?
„Fólk er alltaf að tala um að árang-
ur Besta flokksins sé fyrst og fremst til-
kominn vegna óánægju með hina
flokkana. Fólk áttar sig ekki á því að
ég nýt mikils persónulegs fylgis á meðal
Reykvíkinga. Af því að ég hef alla ævi
vandað mig í samskiptum við fólk og
lagt mig fram um að vera heiðarleg-
ur og almennilegur. Ég hef komið vel
fram og látið gott af mér leiða án þess
að berja mér á brjóst fyrir það eða slá
mig til riddara.“
Hvað hefur þú verið að gera?
„Ég hef komið víða við. En þótt ég sé
búinn að vera frægi kallinn í mörg ár
hef ég alltaf haldið einkalífinu utan við
sviðsljósið. Ég hef aldrei tranað mér
fram í Séð og heyrt og Hús og híbýli
hafa aldrei verið heima hjá mér.“
Ég veit að þú hefur leitað svolítið inn
á við í gegnum tíðina og verið dug-
legur að leita leiða til að gera sjálfan
þig að betri manni.
„Já, líka í samfélaginu. Síðustu ár hefur
mitt aðalstarf falist í því að halda nám-
skeið á vegum Þekkingarmiðstöðvar.
Ég hef farið út um allt, inn í félagastofn-
anir og fyrirtæki úti um alla borg. Þessi
námskeið fjölluðu ann-
ars vegar um þjónustu og
samskipti, þróun á sam-
skiptum, gildi og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Og hins vegar um húmor,
þróun á íslenskum húmor
og verðmæti húmors. Ég
notaði síðan sömu aðferð
við að koma Besta flokkn-
um í borgarstjórn. Það
eru svo mikil verðmæti
falin í húmor.“
Líkt við illmenni
Var kosningabaráttan
úthugsuð?
„Nei, ég var meira bara
að búa þetta til jafnóð-
um og reyna að hafa
gaman af því sem ég var
að gera. Besti flokkurinn
skapaðist jafnóðum. Eitt
af því sem ég var að gera
var að hæðast að pólit-
íkinni og frambjóðend-
unum. Á sama tíma var
ég að búa til minn eigin
flokk. Jafnframt var ég
að vinna heimavinn-
una mína og kynna mér
málin af alvöru.“
Af hverju tókstu þetta
á gríninu?
„Ég er góður grínisti og
hef unnið mikið með
grín. Húmor er bara svo
dýrmætur og mikilvægur eiginleiki. Ég
hef alltaf verið svona frá því ég var lítill,
glaðlyndur og hugmyndaríkur. Ég fæ
endalausar hugmyndir. Ég mun aldrei
hætta því, ég verð svona á grafarbakk-
anum þar til ég dey.“
En nú hefur þú setið undir ýmsu
síðustu vikur, meðal annars verið
líkt við Hitler, Berlusconi og fleiri.
Hvernig var að lesa svona um sjálf-
an sig?
„Þetta hefur allt verið mér í hag. Mér
fannst leiðinlegt þegar þetta kom frá
fólki sem ég hef alltaf talið vel gefið
og hef staðið í þeirri trú að sé ekki ill-
gjarnt. En þarna varð mér ljóst hvern-
ig fólk er. Ég lærði hversu algengt það
er að hugsjónir víki fyrir hagsmunum.
Og hversu örvæntingarfullt fólk getur
orðið þegar það er að verja hagsmuni
sína, en það gerir það oft undir því yfir-
skini að það sé að verja hugsjónir sínar.
Það var mjög opinberandi fyrir rosa-
lega marga. Ég man ekki eftir einstöku
dæmi, en það var oft verið að líkja mér
við erlend illmenni. En það var líka
bara fyndið og gaman, ég get hlegið að
flestu og yfirleitt haft gaman af því sem
ég er að gera.“
Beitir húmor á erfiðleikana
Húmorinn hefur líka hjálpað Jóni í
gegnum ótrúlegustu hluti. Eins og
hann sagði í DV fyrr á árinu sá hann
meira að segja húmorinn í eineltinu:
„Auðvitað er maður ekkert hoppandi
glaður með að það sé verið að lemja
mann en eftir á reynir maður að sjá
húmorinn í svona hlutum. Mér finnst
það líka vera val fyrir fólk að gera það.
Þegar við lendum í einhverju er það
hluti af því að takast á við aðstæður
sem við ráðum ekki við. Til þess að
komast yfir hlutina er mikilvægt að sjá
það fyndna í þeim. Þannig sigrumst
við á þeim. En fólk sem gerir það ekki
það situr bara fast. Fast í reiðinni.“ Þá
sagðist hann líka hafa verið duglegur
við að koma sér í fáránlegar aðstæð-
ur. Hann væri fljótfær, grunnhygginn,
hégómlegur og skapmikill. Hefði hann
ekki húmorinn væri hann á geðdeild,
reiður og ruglaður. En húmorinn
hjálpaði honum að takast á við þetta.
Að sama skapi væri hægt að nota
húmorinn til þess að breyta íslensk-
um stjórnmálum. „Alls staðar þar sem
ég hef verið hef ég gert meira gott en
slæmt. Það er bara í eðli mínu. Ég er
gefandi manneskja. Ég geri yfirleitt
meira gott en slæmt og ég trúi því að ég
fái það til baka einhvern tíma seinna.
Ef ekki, þá skiptir það mig engu máli
heldur. Það eina sem ég veit er að þetta
þarf ekki að vera svona leiðinlegt. Það
er hægt að láta gott af sér leiða án þess
að vera hrútleiðinlegur.“
Fráfall tengdaföðurins
En heldur þú að þú getir haldið grín-
inu gangandi þegar þú verður orð-
inn hluti af þessu kerfi?
„Ég er búinn að kynnast erfiðleikum
í lífinu og mér hefur tekist að halda
húmor og gleði í gegnum það þannig
að mér mun takast að halda því í gegn-
um þetta.“
En getur borgarstjóri alltaf verið að
grínast? Skapar það ekki óöryggi ef
fólk veit ekki hvort þér er alvara eða
ekki?
„Ég er bara ekki þannig maður. Ég er
43 ára gamall og hef alið upp fimm
börn. Ég er grínisti en ég er ekkert alltaf
að grínast. Ég get líka verið eðlilegur í
samskiptum. Í miðri kosningabaráttu
varð tengdapabbi minn bráðkvaddur
á heimili sínu. Það var gífurlegt áfall
fyrir alla fjölskylduna. Ég afgreiddi
það fallega og þá var ég enginn grínisti
á meðan ég var að því. En svo hélt ég
bara áfram.“
Varstu alveg viss um að þú gætir og
ættir að halda áfram kosningabar-
áttunni þegar þetta gerðist?
„Já, af því að mér fannst þetta skipta
mjög miklu máli. Þetta er borgin okk-
ar og menningin. Það er rosalega mik-
ið í húfi. Það hefur skipt mig gríðarlega
miklu máli að við náum fram alvöru
breytingum þannig að hlutirnir breyt-
ist til hins betra og fólki fari að líða bet-
ur. Þannig að ég held ótrauður áfram.“
Missti af afmæli sonarins
Hvað finnst konunni þinni um þetta?
Og börnunum?
„Börnin eru bara sátt. Konan mín er
mjög ánægð með þetta, enda hefði ég
aldrei gert þetta ef hún stæði ekki með
mér. Börnin mín hafa líka staðið með
mér og tekið virkan þátt í kosningabar-
áttunni. Þau hafa hjálpað til á kosn-
ingaskrifstofunni og svo á ég einn fimm
ára í dag, hann á afmæli í dag.“
Til hamingju.
„Takk. En þau hafa líka passað hann.“
Hefur þú hitt hann eitthvað í dag, á
afmælisdaginn hans?
„Nei, eða jú aðeins. Ég rétt hitti hann í
morgun og fór með hann í leikskólann.“
Þú hefur talað um það hvað þú hef-
ur lagt mikla áherslu á að vera með
honum á hans forsendum og gefa
honum tíma.
„Já, ég hef gert það. Ég hef alltaf reynt
að passa upp á það. Við erum miklir
vinir.“
Hvað ætlar þú þá að
gera fyrir hann fyrst
þú hittir hann ekk-
ert á afmælisdag-
inn?
„Ég ætla að gefa hon-
um hlaupahjól. En
mamma hans sér um
það fyrir okkur. Þeg-
ar þetta er allt afstað-
ið, við erum búin að
mynda meirihluta og
skipa í helstu emb-
ætti borgarinnar
langar mig til þess að
fara með hann upp
í sumarbústað. Fara
kannski niður að höfn
að veiða.“
Býstu við að nýta
alla þessa tólf daga
sem þið hafið til þess
að ganga frá þessum
málum?
„Já, ég hugsa að vik-
an fari svolítið í þetta.
Næstu dagar verða ör-
ugglega þannig að dag-
urinn hefst klukkan níu
og lýkur klukkan tíu að
kvöldi. Þetta verður ör-
ugglega þannig alla
daga. En mig langar
bara til þess að gera eitt-
hvað gott fyrir borgina.
Mig langar virkilega til
þess að hjálpa til við að
gera þessa borg fallega og skemmti-
lega.“
Hvernig ætlar þú að gera það?
„Með því að koma til móts við kröfur
íbúa. Með því að bjóða upp á sam-
göngukerfi sem virkar og fjölbreytta
afþreyingu fyrir íbúa. Þá langar mig
að bæta aðgengi fyrir hreyfihaml-
aða. Og búa til eitthvað skapandi,
styðja við skapandi fólk og verkefni.
Mér finnst það mjög spennandi að
verða borgarstjóri.“
Besti borgarstjórinn
Í viðtali við DV fyrr í vetur sagði Jón að
ef til þess kæmi yrði hann besti borg-
arstjóri sem Reykjavík hefði eignast.
Hann myndi aldrei gera annað en það
sem myndi gleðja borgarbúa og væri
sama um óvinsældir á meðal annarra
borgarfulltrúa. En nú var verið að kalla
hann á fund og við verðum að láta
þetta gott heita, í bili allavega. Á kom-
andi vikum og mánuðum munum við
heyra meira í og af Jóni Gnarr. Enn er
mörgum spurningum ósvarað, við vit-
um til dæmis ekki hvað hann ætlar að
gera varðandi ísbjörninn eða hvernig
hann ætlar að breyta starfsaðferðum
borgarstjórnar. En ef Jón mun sinna
starfi borgarstjóra af sama frumleika og
hann sinnti kosningabaráttunni verð-
ur spennandi að sjá hvað hann gerir
á komandi vikum og mánuðum, hvort
hann verði bestur. Besti borgarstjórinn
fyrir Besta flokkinn. Það kemur í ljós.
ingibjorg@dv.is
Mér finnst það mjög spennandi
að verða borgarstjóri.
Það hefur skipt mig gríðarlega
miklu máli að við náum
fram alvöru breyting-
um þannig að hlutirnir
breytist til hins betra og
fólki fari að líða betur.
Ætlar að taka til hendinni Jón Gnarr vill leggja sitt af mörkum til þess að breyta íslensku stjórnmálalífi og gera það bæði betra og skemmtilegra.
Í hlutverki pólitíkuss Jón hefur í nógu
að snúast þessa dagana við að mynda
meirihluta í borgarstjórn. Vegna anna missti
hann af fimm ára afmæli yngsta sonarins.