Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2010, Síða 26
Ragnhildi Gísladóttur hefur marg oft verið hrósað í gegnum tíðina fyrir unglegt og heilsusam- legt útlit. Ekki furða þar sem þessi 53 ára gamla tónlistarkona lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 33 ára. Oft hefur Ragnhildur verið spurð um leyndarmálið en lítið látið uppi í þeim efnum. Sumir standa á því fastar en fót- unum að hún hafi leyft lýtalækn- um að sýna færni sína á and- liti sínu. Ragnhildur hefur alltaf neitað því. Að verjast sólarljósi er þó hugsanlega ein skýringin á útlitinu unglega. Heimildamað- ur DV sá söngkonuna frábæru alla vega hjólandi í Vesturbænum með sambýlismanni sínum, Birki Kristinssyni, í veðurblíðunni um síðustu helgi. Þrátt fyrir glamp- andi sólskin var ljóst að geislar þeirrar gulu fengu ekki að leika um andlit Ragnhildar þar sem hún var með, auk stærðarinnar sólgleraugna, kolsvartan trefil vaf- inn um höfuð sitt og andlit. Hið árlega Stjörnugolf fer fram 23. júní í ár á hinum glæsilega Urriðavelli í Garðabæn- um. Mótið er ekki samtengt Herminator In- vitational eins og í fyrra heldur fer það aftur í fyrra horf. Leikið er eftir Texas Scramble-fyrir- komulagi þar sem betri boltinn gildir í tveggja manna liði. Á hverju ári mæta stjörnur á borð við Eið Smára, Ladda, Sveppa, Sigmund Erni, Loga Bergmann og Helgu Möller ásamt fleir- um. Í ár er leikið til styrktar kaffistofu Samhjálp- ar sem gefur þeim að borða sem ekki eiga í sig eða á. Heimsóknir á kaffistofuna hafa tvö- faldast frá árinu 2007 en alls sóttu 42 þúsund manns hjálp til kaffistofunnar á árinu 2009. „Við töluðum við Samhjálp sem er alveg svakalega stórt batterí. Eftir tuttugu mínútna fyrirlestur frá þeim var ekki spurning í okk- ar huga að þetta væri eitthvað sem við vild- um leggja lið,“ segir Ágúst Guðmundsson sem ásamt félaga sínum, Björgvini Frey Vil- hjálmssyni, eru stofnendur og mótshaldarar Stjörnugolfsins. Stjörnugolfið hefur hingað til lagt ýmsum málefnum lið, meðal annars Barnaspítala Hringsins, Neistanum, Umhyggju og MND félaginu. Mest hefur safnast 2,1 milljón en í heildina hafa þeir félagarnir með hjálp góðra fyrirtækja safnað um níu milljónum til styrkt- ar góðum málefnum. Fyrirtæki geta keypt sig inn á mótið en lágmarksgjald er 50.000 krónur. „Það er erf- iðara að fá inn pening núna. Við erum ekki með neinn helling af sponsum í þessu núna en krafturinn fer núna allur í að safna pening. Við viljum safna 1.750 þúsundum, þá yrðum við sáttir,“ segir Ágúst og bendir á póstfang- ið stjornugolf@visir.is fyrir þau fyrirtæki sem vilja taka þátt. tomas@dv.is Stjörnugolfið styrkir Samhjálp SJÖTTA GOLFMÓT FRÆGA FÓLKSINS TIL STYRKTAR GÓÐU MÁLEFNI: ELÍN HIRST: Gunnar Þorsteinsson í Kross- inum og Jónína Benediktsdótt- ir leggja upp í brúðkaupsferð til Flórída á morgun, fimmtu- dag, en eins og flestir vita líklega gengu þau í það heilaga í mars síðastliðnum. Sölvi Tryggvason, dagskrárgerðarmaður á Skjá ein- um, fer með líkt og Jónína greindi frá í viðtali við DV skömmu eftir brúðkaupið þar sem þau tvö ætla að vinna að bók um íslenska viðskiptaheiminn eins og Jónína hefur upplifað hann síðustu ár. Sölvi segir frá því á fésbókarsíðu sinni að ferðin sé handan við hornið og fær ýmis viðbrögð frá vinum. Þar á meðal frá söngvar- anum Friðriki Ómari, sem bjó heima hjá Jónínu tímabundið fyrr á árinu, en hann segir Sölva bara að hringja í sig ef Gunnar verði óþægur. Hann eigi nokkur hollráð í pokahorninu sem svín- virki á klerkinn í Krossinum. 26 MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 FÓLKIÐ Elín Hirst hefur haft í nógu að snú- ast eftir að hún lét af störfum fyrir RÚV. Hún eyddi til að mynda tíu dögum með upptökuliði 60 Minu- tes á dögunum í leit að heppileg- um tökustöðum vegna umfjöllun- ar um eldgosið í Eyjafjallajökli. Var það afar áhugaverð og lærdóms- rík reynsla sem Elín metur mikils, enda algjör draumur fyrir frétta- hund eins og hana að komast í tæri við slíka reynslubolta eins og þar starfa, þar sem aldur og reynsla eru talin til verðleika í þessum heims- fræga fréttaþætti. Á meðal þeirra mála sem Elín Hirst fjallaði oft um í gegnum tíð- ina á sínum ferli sem fréttakona eru málefni Mæðrastyrksnefndar. Eftir að hafa flutt fréttir af starfinu langaði Elínu til að kynna sér starf- ið betur. Hún hefur því nýtt tímann sem hún hefur nú aflögu til þess og hefur farið nokkra miðvikudaga til þess að fylgjast með úthlutun. Hún segir það afar hollt og góða leið til þess að draga úr eigin sjálfsvor- kunn. Þangað komi fjölskyldur í fá- tækt, einstæðar mæður með mörg börn, einstæðir karlar, innflytjend- ur og einstæðingar. „Ég hef verið þarna. Ég hef horft í augun á þessu fólki og séð neyðina. Ég hef líka séð hvað Mæðrastyrksnefnd er að gera til þess að hjálpa þessu fólki og í mínum huga er Ragnhildur hetja,“ og á þá við Ragnhildi Guðmunds- dóttur formann Mæðrastyrks- nefndar. Ragnhildur hélt erindi á ráð- stefnunni Tengslanet – Völd til kvenna sem haldin var á Bifröst síðastliðinn föstudag. Þar var Elín einnig og að erindi Ragn- hildar loknu stóð hún upp og lýsti þessu yfir. Þá lét hún klappa fyrir Ragnhildi, sem væri ein þeirra þriggja kvenna sem hafa gegnt lykilhlutverki í því að hjálpa þjóðinni í gegnum kreppuna ásamt þeim Sigríði Benediktsdóttur og Evu Joly. Elín tók einnig undir það að það væru að myndast ghettó í Reykjavík vegna fátæktar, líkt og Ragnhild- ur Guðmundsdóttir sagði í er- indi sínu, sem hún lauk með því að ákalla Guð: „Kannski er ekki rétt að kalla á Guð, heldur bið ég ykkur allar sem hér sitjið að finna það góða í sjálfum ykkur.“ Eins og Elín hefur gert. ingibjorg@dv.is Elín Hirst aðstoðaði á dögunum upptökulið heimsfræga fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes við umfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli. Eftir að Elín lét af störfum hjá RÚV hefur hún einnig fylgst náið með störfum Mæðrastyrksnefndar og hjálpað til við úthlutun hennar. 60 MINUTES OG MÆÐRASTYRKSNEFND 60 MINUTES Elín aðstoðaði tökulið við þáttargerð um gosið í Eyjafjallajökli. TAKA HÖNDUM SAMAN Guðmunda Ingadóttir, forstöðumaður kaffistofunnar, ásamt Ágústi Guð- mundssyni og Björgvini Vilhjálmssyni, mótshöldur- um Stjörnugolfs. MYND RÓBERT REYNISSON „EF GUNNAR VERÐUR ÓÞÆGUR“ FORÐAST SÓLINA ELÍN HIRST Hefur ekki setið aðgerðalaus eftir starfslok á RÚV. MYND VERA PÁLSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.