Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 3
mánudagur 11. október 2010 fréttir 3
Fyrir liðlega ári tók Atli Fannar
Bjarka son, þá nýráðinn blaðamað-
ur á Fréttablaðinu, sér fyrir hendur
á Facebook að safna peningum fyr-
ir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleig-
anda 365. Þetta var í gríni gert eins
og frétt í DV af málinu ber með sér.
Hún birtist síðan á DV.is þann 11.
september í fyrra undir fyrirsögninni
„Hef áhyggjur af Jóni Ásgeiri“:
„„Ég get eiginlega ekki sofið fyr-
ir áhyggjum af drengnum,“ segir Atli
Fannar Bjarkason, fyrrverandi rit-
stjóri Monitor og núverandi blaða-
maður á Fréttablaðinu. Samkvæmt
Facebook-síðu Atla Fannars hefur
hann stofnað söfnunarreikning fyrir
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem í viðtali
við Viðskiptablaðið tók fram að fólk
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af hon-
um.
„Hann virðist vera í afneitun og
hann hefur tapað miklu af pening-
um. Ég held að öll þjóðin sé í mikilli
geðshræringu yfir afdrifum Jóns Ás-
geirs,“ segir Atli Fannar í tilfinninga-
ríku samtali við DV en Fréttablaðið
er sem kunnugt er rekið af fjölmiðla-
samsteypunni 365, sem er í eigu Jóns
Ásgeirs sjálfs.
Spurður hversu mikilli fjárhæð
hann hyggist safna segist hann stefna
á 312 milljarða króna, eða sem nem-
ur gjaldþroti Baugs. Hann viður-
kennir þó að hann sé ekki ýkja bjart-
sýnn á að það gangi eftir. „Ég setti
reikningsnúmerið mitt þarna inn og
síðast þegar ég gáði hafði ekki safnast
ein einasta króna,“ segir hann léttur í
bragði en þeir sem vilja leggja söfn-
unni lið verða líklega að gerast vinir
Atla Fannars á Facebook.“
Dró dilk á eftir sér
Uppátæki Atla Fannars átti eftir að
hafa ýmsar afleiðingar eins og tölvu-
póstar gefa til kynna sem DV hef-
ur undir höndum. DV hefur gengið
úr skugga um að tölvupóstarnir og
samskiptin sem þeir endurspegla
fóru fram á þessum tíma. „Ég kann-
ast við efnið og frásögnina en ætla
ekki að tjá mig neitt um þetta,“ segir
Jón Kaldal, núverandi ritstjóri Frétta-
tímans.
Daginn eftir, 12. september 2009,
sendir Jón Ásgeir Jóhannesson stutt-
an tölvupóst til Ara Edwald. Efnið er
„Blaðamaður á FB stendur fyrir söfn-
un opinberlega í mínu nafni.“
Orðrétt segir:
„Sæll
Óska eftir því að þessi starfsmað-
ur verði látinn fara nú þegar hann
verður ekki í mínum húsum. Hann
getur verið sniðugur og búið sjálfur
til fréttir hvar sem hann vill og hæðst
af mér eins og hann vill, en að ég ætli
að borga honum laun fyrir það no
way.
Kv
Jón Ásgeir“
„Hann fer, tad er klart“
Samdægurs ritar Ari Edwald, for-
stjóri 365, eftirfarandi orðsendingu
til Jóns Ásgeirs:
„Hann var ráðinn til reynslu, sem
er 3 man, gæti verid ad vid yrdum ad
borga 3 man thott hann hætti strax,
eftir viku vinnu. 99% likur a sjalf-
stædum frettum um ad blm rekinn
fyrir ad fara i taugar JAJ, ekkert hugs-
ad um rettmæti og ad hann buinn
ad gera sig vanhæfan til starfa. Eg
hringdi strax i gærmorgun i JK (Jón
Kaldal, innskot blaðamanns) og
hann var sammala mer. Ræddi vid
drenginn. Eg skil tig vel, en tad gæti
verid skynsamlegra ad lata a engu
bera og hann taki foggur sinar eftir
reynslutimann. Hugsadu tad adeins,
thetta verdur notad eins og vidbrog-
din vid akærunni og greinin daginn
eftir. Endalaust tuggid a thessu a blm
viti ad eitt ord sem styggi JAJ tydi
brottrekstur um hæl. Allt kann sa er
bida kann. Oll Baugshatara-mask-
inan fer i overdrive. Hann fer, tad er
klart. Bara spurning um adferd og
tima.
Kv. Ari“
Þegar lengra var liðið á þennan
dag, ritaði Ingibjörg Pálmadóttir, eig-
inkona Jóns Ásgeirs, tölvupóst til Ara,
Jóns Ásgeirs og Jóns Kaldal, ritstjóra
Fréttablaðsins. Þar segir orðrétt:
„Er sammála þessu. Líklega vill
hann frekar láta reka sig, það er at-
hygli sem hann fær.
En það er sérstakt að nýráðinn
drengur láti svona og segir mér aðeins
eitt að hann er ekki blaðamaður sem
tekur starfið sitt alvarlega.
Kv
Ingibjörg stefanía“
Jón Kaldal ósammála Ara og
Jóni Ásgeiri
Þann 13. september, degi eftir of-
angreind samskipti, ritar Jón Kaldal,
ritstjóri Fréttablaðsins, Jóni Ásgeiri
ítarlegt bréf þar sem hann gerir að-
aleiganda blaðsins grein fyrir afstöðu
sinni í löngu máli.
Varla leikur neinn vafi á því að efni
bréfsins var meðal þess sem nokkrum
mánuðum síðar leiddi til brottrekstr-
ar Jóns.
Jón Kaldal ritaði 13. september
2009 kukkan 18.27:
„Sæll nafni,
Það hefur þegar verið tekið á mál-
inu innanhúss. Viðkomandi frétta-
manni hefur verið gerð grein fyrir því
að starfs síns vegna þarf hann að huga
að framgöngu sinni í netheimum,
hvort sem það er í bloggskrifum eða
á Facebook.
Þessi tilraun hans til fyndni beind-
ist að þér sem nafngreindum ein-
staklingi. Fyrir vikið vakna upp rök-
mætar efasemdir um að hann sé fær
um að fjalla um þig af sanngirni í stafi
sínu sem blaðamaður. Þær efasemd-
ir nægja til þess að honum verða ekki
falin fréttaskrif þar sem þú kemur við
sögu.
Í þessu samhengi er mikilvægt að
taka fram að nákvæmlega sama hefði
gilt ef skotspónninn hefði ekki ver-
ið þú, heldur Björgólfur Thor, Stein-
grímur J. Sigfússon, Davíð Oddsson
eða einhver annar.
En menn eru hvorki ráðnir á
Fréttablaðið né reknir þaðan eftir
skoðunum sínum á eigendum útgáf-
unnar. Blaðamenn eru ráðnir ef við
teljum þá geta eflt blaðið að gæðum.
Þeir missa vinnuna ef þeir brjóta af
sér í starfi. Og þegar þarf að hagræða
fara þeir fyrstir sem blaðið getur helst
verið án.
Ég hef starfað á Fréttablaðinu í
fimm og hálft ár. Allan þann tíma hef
ég get sagt af bestu samvisku að ég
hafi ekki orðið var við að eigendur
hafi reynt að blanda sér í dagleg störf
ritstjórnar.
Í þau fáu skipti sem við höfum hist
hafa umræður okkar eingöngu snúist
um faglegar hliðar rekstur útgáfunn-
ar. Um dreifingu, upplag, stærð rit-
stjórnar og hugleiðingar um almenn-
an brag á efnistökum. Þetta hef ég
talið til mikillar fyrirmyndar. Skeytið
frá þér í gær eru því vonbrigði.“
„Fréttamat er afstætt“
Jón Kaldal heldur áfram og segir
meðal annars að fréttamat geti ekki
byggst á því hvað hagkvæmt sé fyrir
365. „Við Ari (Edwald, innskot blaða-
manns) höfum átt í töluverðum skoð-
anaskiptum undanfarið um hlutverk
Fréttablaðsins við kynningu á öðrum
miðlum 365. Ari segir mér að þau mál
hafi líka verið rædd í hópi stjórnar og
ráðgjafa félagsins. Það er rétt að nota
þetta tækifæri og gera grein fyrir mín-
um viðhorfum í þeim efnum.
Mín skoðun er eindregið sú að
aðrir miðlar útgáfunnar eigi hvorki
að njóta þess né gjalda að vera í eigu
365 þegar kemur að fréttaskrifum. Hið
sama gildir um einstaklinga úr eig-
endahópi blaðsins og önnur félög og
fyrirtæki í þeirra eigu.
Fréttamat er auðvitað afstætt fyr-
irbrigði. Það er nánast ómögulegt að
ná utanum á hverju á að byggja það.
Það sem einum þykir fréttnæmt þykir
öðrum ekki.
Það er hins vegar mun auðveld-
ara að segja á hverju fréttamat getur
ekki byggt. Fréttamat getur til dæmis
ekki byggt á pólitískum hagsmunum,
eignatengslum eða hvað er hagkvæmt
fyrir afkomu viðkomandi fjölmiðlafé-
lags, í okkar tilfelli 365.“
„Eðlilegast er þá að reka
ritstjórann“
Áfram heldur Jón Kaldal og segir:
„Menn munu rata hratt í vandræði ef
þeir ætla að hafa þau viðmið að af-
koma 365 eigi að hafa áhrif á hvernig
við skrifum fréttir.
Hvar á þá að draga línuna í frétta-
skrifunum? Á aðeins að hampa syst-
urmiðlum Fréttablaðsins en ekki
segja frá því sem keppinautar þeirra
gera, ef menn telja það mögulega
geta bætt afkomu 365? Er þá ekki hag-
kvæmt að láta hið sama gilda í frétta-
skrifum um mikilvægustu auglýsend-
ur Fréttablaðsins og fyrirtæki sem
tengjast 365 eignatengslum?
Fréttablaðið mun ekki ástunda slík
vinnubrögð undir minni stjórn. Það
er enginn efi í mínum huga um að
þau myndu hafa mjög neikvæð áhrif
á trúverðugleika blaðsins og í fram-
haldi mögulega arðsemi þess og þar
með afkomu 365.
Ég geri mér hins vegar fulla grein
fyrir því að ef eigendur og stjórnend-
ur fyrirtækisins vilja taka upp aðra
ritstjórnarstefnu en hefur verið á
Fréttablaðinu þá hlýtur sú ákvörðun
að vera ráðandi. Eðlilegast er þá að
reka ritstjórann og ráða annan í hans
stað, sem er tilbúinn að fylgja breyttri
stefnu.
kkv
jk“
Tölvupóstar sem DV hefur undir höndum sýna að Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleig-
andi 365, hafði bein afskipti af ritstjórn Fréttablaðsins og beitti sér fyrir því að ungur
blaðamaður yrði rekinn fyrir að gera grín að honum á netinu. Jón Kaldal, þáverandi
ritstjóri, mótmælti afskiptunum. Liðlega fjórum mánuðum síðar var honum sagt upp.
„Hann verður ekki
í mínum Húsum“
Óska eftir því að þessi starfsmað-
ur verði látinn fara nú
þegar hann verður ekki
í mínum húsum. Hann
getur verið sniðugur
og búið sjálfur til frétt-
ir hvar sem hann vill og
hæðst af mér eins og
hann, en ég ætla ekki
að borga honum laun
fyrir það no way.
JóHAnn HAuKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
n Handboltakappinn Logi Geirs-
son átti bágt með að hemja til-
finningar sínar þegar tilkynnt var
um að þýska þjálfaranum Marcus
Baur hefði verið sagt upp störf-
um hjá Lemgo. Logi mun örugg-
lega sjá mikið eftir þýsku hetjunni,
ef marka má viðbrögð hans á Fac-
ebook kvöldið sem tilkynnt var
um brottrekstur-
inn: „Thetta eru
„svakalegar“ frétt-
ir gott fólk nær
og fjær ;)“ skrifaði
Logi á Facebook-
síðu sína en Baur
hefur oftar en
ekki ákveðið
að hvíla silf-
urdrenginn
ljóshærða.
Telja má
fullvíst að
Logi telji
sig úthvíld-
an.
Er sparigrísinn tómur?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Ég get eiginlega ekki sofið fyrir
áhyggjum af drengnum,“ segir Atli
Fannar Bjarkason, fyrrverandi rit-
stjóri Monitors og núverandi blaða-
maður á Fréttablaðinu. Samkvæmt
Facebook-síðu Atla Fannars hefur
hann stofnað söfnunarreikning fyrir
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem í viðtali
við Viðskiptablaðið tók fram að fólk
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af hon-
um. „Hann virðist vera í afneitun og
hann hefur tapað miklu af pening-
um. Ég held að öll þjóðin sé í mikilli
geðshræringu yfir afdrifum Jóns Ás-
geirs,“ segir Atli Fannar í tilfinninga-
ríku samtali við DV en Fréttablaðið
er sem kunnugt er rekið af fjölmiðla-
samsteypunni 365, sem er í eigu Jóns
Ásgeirs sjálfs.
Spurður hversu hárri fjárhæð
hann hyggist safna segist hann
stefna á 312 milljarða króna, eða sem
nemur gjaldþroti Baugs. Hann viður-
kennir þó að hann sé ekki ýkja bjart-
sýnn á að það gangi eftir. „Ég setti
reikningsnúmerið mitt þarna inn og
síðast þegar ég gáði hafði ekki safn-
ast ein einasta króna,“ segir hann
léttur í lund en þeir sem vilja leggja
söfnuninni lið verða líklega að gerast
vinir Atla Fannars á Facebook.
baldur@dv.is
Logi „svaka
sár“
Blaðamaður stofnar söfnunarreikning fyrir útrásarvíking:
Hefur áHyggjur af jóni ásgeiri
n Leikkonan þokkafulla Maríanna
Clara Lúthersdóttir gekk að eiga
sinn heittelskaða, tónlistarmann-
inn Ólaf Björn Ólafsson, á dögun-
um. Mikið fjör var í brúðkaupsveisl-
unni sem var frekar óhefðbundin og
haldin á barnum Karamba í miðbæ
Reykjavíkur. Maríanna geislaði af feg-
urð í silfurlituðum kjól með eldrauða
hárspöng og hárauðan brúðarvönd.
Ekki voru gestirnir af verri endanum
enda hjónin mjög virt í
listaheiminum. Með-
al gesta voru Jói og
Gói, hjónin Unnur
Ösp Stefáns-
dóttir og Björn
Thors, Ilmur
Kristjánsdóttir
og Álfrún Örn-
ólfsdóttir. Dans-
inn dunaði langt fram
eftir kvöldi og héldu
vinir og vandamenn
hnyttnar ræður, þar á
meðal leikarinn Ólaf-
ur Egill Egilsson.
BrúðkaupsveisLa
á Bar
n Stjörnulögmaðurinn Sveinn
Andri Sveinsson hefur sjaldan lit-
ið betur út og hlýtur verðskuldaða
athygli hvar sem hann kemur. Til
hans sást á B5 um helgina, þar sem
hann var með tvær yngismeyjar
upp á arminn. Lögmaðurinn lét sér
ekki nægja að bíða í
röð og fara inn
um aðal-
dyrnar, eins
og hinir
gestirn-
ir, held-
ur bauð
hann
föruneyti
sínu inn
um starfs-
mannainn-
ganginn, eins
og hann ætti
staðinn.
veLdi á
sveini andra
Dagskrá og miðasala á
ANDK
RIST
UR //
LJÓS
ÁR //
NOR
ÐUR
// QU
EEN
RAQU
ELA /
/ SÁN
A
5 VE
RÐLA
UNAM
YNDI
R SÝ
NDAR
AÐE
INS Þ
ESSA
EINU
HEL
GI
Föstudagur 11. september
Andkristur kl. 20
Queen Raquela kl. 18
Norður kl. 18
Ljósár kl. 18
Sána kl. 22
Laugardagur 12. september
Sána kl. 16 og 18
Ljósár kl. 16 og 18
Norður kl. 16 ,20 og 22
Andkristur kl. 18
Queen Raquela kl. 22
Sunnudagur 13. september
Ljósár kl. 16 og 18
Norður kl. 16 og 18
Sána kl. 16 og 20
Queen Raquela kl. 18
Andkristur kl. 22
ANDKRISTUR
EFTIR LARS VON TRIER
DANMÖRK
LJÓSÁR
EFTIR MIKAEL KRISTERSSON
SVÍÞJÓÐ
NORÐUR
EFTIR RUNE DENSTAD LANGIO
NOREGUR
QUEEN RAQUELA
EFTIR OLAF DA FLEUR
ÍSLAND
SÁNA
EFTIR AJ ANNILLA
FINNLAND
SÝNINGARTÍMAR
Stofnar söfnunarreikning atli fannar
bjarkason telur alla þjóðina í geðshrær-
ingu vegna afdrifa Jóns ásgeirs.
11. september 2009 AtliFannarífréttábaksíðuhelgarblaðsDV.
Rekinn ViðbrögðJónsKaldal,ritstjóraFréttablaðsins,vöktuengakátínuhjáJóni
ÁsgeiriogAraEdwald.Ílokfebrúaráþessuárivarritstjórinnrekinn.Bein afskipti
af fréttaBlaðinu
á trúverðugleika blaðsins og í fram-
haldi mögulega arðsemi þess og þar
með afkomu 365.“
Valdið er eigendanna
Jón Kaldal kveðst í samtali við DV
kannast vel við umrædd samskipti
við Jón Ásgeir og Ara Edwald í sept-
ember í fyrra og staðfestir því til-
veru tölvupóstanna. „Ég kýs að tjá
mig ekki um þetta en nefni aðeins að
eigendur hafa vald og rétt til að taka
ákvarðanir.“
Jón virðist hafa gert sér fulla
grein fyrir því að afstaðan gæti kost-
að hann ritstjórastöðuna á Frétta-
blaðinu því ítarlegu svari hans til
Jóns Ásgeirs þann 13. september
í fyrra lýkur á svofelldan hátt: „Ég
geri mér hins vegar fulla grein fyr-
ir því að ef eigendur og stjórnend-
ur fyrirtækisins vilja taka upp aðra
ritstjórnarstefnu en hefur verið á
Fréttablaðinu þá hlýtur sú ákvörð-
un að vera ráðandi. Eðlilegast er þá
að reka ritstjórann og ráða annan í
hans stað, sem er tilbúinn að fylgja
breyttri stefnu.“
Eins og áður segir hætti Jón
Kaldal störfum í lok febrúar á þessu
ári og hefur nú stofnað nýtt blað,
Fréttatímann, ásamt ýmsum öðr-
um blaðamönnum, þeirra á með-
al Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem
einnig yfirgaf fréttastjórastöðu inn-
an 365 miðla með nokkrum hvelli.
DV bar einnig ofangreind
ágreiningsmál stuttlega undir Ara
Edwald við vinnslu fréttarinnar.
„Það eru alltaf einhver ágrei ings-
mál,“ sagði Ari stutt og laggot e
hann er staddur í Mónakó ásamt
Jóni Ásgeiri til að velja íþróttaefni
fyrir 365.
Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs 12. september í fyrra segir Ari að
verulegar líkur séu á því að sjálfstæðar
fréttir yrðu sagðar af því að blaðamaður
hefði verið rekinn af Fréttablaðinu fyrir
að fara í taugarnar á „JÁJ“.