Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 18
„Það er sama hvernig íslensk
yfirvöld haga sér. Þau munu
aldrei stöðva inngöngu MC
Iceland í Hells Angels.“
n Leif Ivar Kristiansen er forseti Vítisengla í Noregi.
– Fréttatíminn
„Auðvitað gerist eitthvað á
lífsleiðinni sem er ekkert
skemmtilegt en ég ætla ekki
að eyða lífinu í að hugsa um
hvort ég sé að deyja. Þá
myndi ég bara liggja og
grenja.“
n Lára Ómarsdóttir fréttamaður sem fékk
krabbamein þegar hún var aðeins 24 ára. - DV
„Erfiðast finnst
mér hvað mikill
tími, fyrirhöfn,
orka og athygli
fara í bull.“
n Jón Gnarr um borgarstjórastarfið. - DV
„Með því að gera
ekki neitt eða gera
lítið getur vandinn
orðið dýrari en ef
við grípum til ráðstafana.“
n Ögmundur Jónasson efast um að almennar
niðurfærslur skulda kosti um 220 milljarða króna eins
og haldið hefur verið fram. - mbl.is
„Ég er alls ekki besti söngvari
í heimi en ég held að ég hafi
sérstaka rödd sem mér hefur
tekist að þróa með mér.“
n Justin Timberlake um sönghæfileika sína.
- Fréttablaðið
Kvenrembur í blindgötu
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-herra var á dögunum gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir atvinnuuppbygg-ingu með andstöðu sinni við Urriða-
fossvirkjun. Gagnrýnin kom frá Samtökum
atvinnulífsins. Svar Svandísar var að í forystu
fyrir samtökin væri „eintóna kór karla“.
Fyrir 95 árum var loksins viðurkennt að
bæði kynin hefðu jafnmikinn rétt til að kjósa
á Íslandi. Á 20. öldinni tókst síðan loksins
nánast að útrýma þeirri hugsun að kyn ein-
hvers gerði málflutning viðkomandi ótrú-
verðugan. Á sama hátt tókst víða um heiminn
að stöðva mismunun á grundvelli kynþáttar
og trúarskoðana.
Eftir allan þennan tíma og alla þessa bar-
áttu stíga merkisberar femínismans nú fram
og gera lítið úr sjónarmiði annarra á grund-
velli kyns þeirra. Nú eru í vaxandi mæli færð
rök fyrir því að karlar séu verr til þess falln-
ir að koma að ákvörðunum en konur. Í stað
þess að berjast fyrir jafnrétti er barist fyrir því
að konur taki völdin, vegna þess að þær séu
fremri körlum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, svaraði eitt sinn
gagnrýni með því að neita því að taka við
skipunum frá „miðaldra körlum“. Um það
leyti sem rætt var um að ákæra Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur vegna brota á lögum um
ráðherraábyrgð sagðist hún vera „... alveg að
komast á suðupunkt yfir karlasamstöðunni
í samfélaginu – innan flokka og fjölmiðla,
milli flokka og milli flokka og fjölmiðla.“
Það er mikil afturför ef farið er að gera lít-
ið úr sjónarmiðum fólks á grundvelli þess að
sjónarmiðið sé sett fram af karli eða konu.
Slík umræða er ekki sjálfbær og leiðir ekki
til neins nema skotgrafarhernaðar. Við fær-
umst ekki nær neinni niðurstöðu með því að
stimpla hlutina sem karlatal eða kvennatal.
Á sama hátt hjálpar það ekkert í þjóðfélags-
umræðu fjölmenningarsamfélaga að segja
að eitthvað sé bara „svartra manna tal“ eða
„hvítra“.
Fólk á ekki að gera öðrum það sem það
vill ekki að sé gert því sjálfu. Það er einfaldur
lærdómur, sem til dæmis má finna hjá Jesú
og Immanúel Kant. Svandís vill væntanlega
ekki að lítið sé gert úr hennar málflutningi á
grundvelli þess að hún er kona.
Femínistar í valdastöðum ættu að hætta
að herma eftir verstu karlrembum fortíðar-
innar.
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Svar Svandísar var að í forystu fyrir samtökin væri „eintóna kór karla“.
leiðari
18 umræða 11. október 2010 mánudagur
Davíð var Dýr
n Ólafur Arnarson, bloggari og
ráðgjafi, er óþreytandi við að benda
á og upplýsa um spillingu Davíðs
Oddssonar í forsætisráðherratíð
hans. Ólafur bloggaði um það á
dögunum að Davíð hefði í taum-
leysi sínu gist
á Plaza-hóteli
á Manhattan
þaðan sem hann
hringdi í Banda-
ríkjaforseta.
Davíðsmenn
brugðust illa við
og sögðu
að Davíð hefði
ekki verið þar á kostnað ríkisins.
Bloggarinn gaf sig ekki og krafð-
ist upplýsinga um ferðir Davíðs.
Þá kom í ljós að ríkið borgaði fyrir
dvölina á Plaza. Alls kostuðu ferða-
lög Davíðs árið 2004 rúmlega 14,1
milljón króna. Pressubloggarinn á
nú von á nýrri árás Moggans.
BrotlenDing
Biskupssonar
n Einhver versta brotlending ís-
lenskrar sjónvarpssögu virtist
hafa átt sér stað í skemmtiþættin-
um Hringekj-
unni sem Davíð
Karlsson, leikari
og biskupsson-
ur, stýrir. Fyrsti
þátturinn vakti
sérlega harka-
leg viðbrögð
áhorfenda
sem flykkjast
í áskriftardeild Stöðvar 2. Heldur
var óánægjan minni með þáttinn
sem var um helgina. Það mun vera
einhverjum huggun að þáttur-
inn verður sleginn af um áramót
og Evrópusöngvakeppnin kemur í
staðinn.
Hégómi ÞorBjörns
n Þorbjörn Þórðarson, fréttamað-
ur á Stöð 2, hefur verið duglegur
við aða skúbba síðan hann hætti á
Mogganum og gekk til liðs við sjón-
varpsstöðina. Þorbjörn er gjarnan
í harðkjarnafréttum og nýtur sín
sem slíkur. Það vakti því athygli
þegar hann birtist í Fréttablað-
inu í umfjöllun sem fram að þessu
hefur frekar verið tengd tískudrós-
um. Stillti hann sér upp og sýndi al-
menningi öll gullin sín. Þykir þetta
vera til dæmis um að hégóminn
hafi náð yfirhöndinni.
arftaki guðrúnar
n Rithöfundurinn Jón Kalman fór
mikinn í Fréttatímanum þar sem
hann hraunaði yfir alla lands-
ins fjölmiðla.
Hafði hann helst
á móti DV að
blaðið ástund-
aði tilfinninga-
klám án þess að
skýra það frekar.
Jón hefur á ferli
sínum upp-
skorið vegleg
listamannalaun og margvíslegan
heiður fyrir bækur sem sumpart
eru tilfinningalegs eðlis. Meðal
fjölmargra aðdáenda hans eru
einhverjir sem vilja meina að hann
haldi hátt á lofti kefli Guðrúnar frá
Lundi og sé verðugur arftaki al-
þýðuskáldsins.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
bókstaflega
„Nei,“ segir
ViGDís
HAuKsDÓttir,
þingmaður
Framsóknar-
flokksins.
Sigmundur Davíð
gunnlaugsson,
formaður
Framsóknar, gekk
að eiga önnu
Pálsdóttur í Dómkirkjunni á
sunnudag.
Var þér boðið í
brúðkaup for-
manns framsókn-
arflokksins?
spurningin
Undirbúningur
okkar Íslendinga
fyrir viðræður
um aðild að Evr-
ópusambandinu
hefur gengið það
vel, að snemm-
sumars afréð ég
að flýta formlegu
upphafi viðræðn-
anna sjálfra. Í
stað þess að byrja
þær um miðjan
október hófust
samningaviðræðurnar formlega 27.
júlí. Það var gert á fundi Íslendinga
með forystu ESB og fulltrúum allra
aðildarríkja þess þar sem við lögðum
fram ítarlega skriflega greinargerð
um helstu viðhorf Íslendinga. Hún
var áður rædd við utanríkismála-
nefnd þingsins. Greinargerðinni
fylgdi ég úr hlaði með munnlegum
yfirlitsræðum. Þetta má allt finna á
vef ráðuneytisins.
Vandaður undirbúningur
Samninganefndin er undir forystu
öflugasta samningamanns Íslend-
inga, Stefáns Hauks Jóhannessonar,
sendiherra í Brussel, sem stórþjóð-
ir hafa sóst eftir til að miðla málum
í erfiðum deilum. Í samninganefnd-
inni er þrautþjálfað fólk, sem allt hef-
ur reynslu af milliríkjasamningum. Á
annað hundrað sérfræðinga og full-
trúa hagsmunasamtaka vinna með
nefndinni að undirbúningi viðræðn-
anna sjálfra.
Alls þarf að semja um 35 sér-
staka kafla, sem hver tekur til ákveð-
inna málaflokka. Af þeim lýtur 21 að
EES-samningum. Við gerum ráð fyr-
ir að auðveldlega gangi að ljúka þeim
langflestum. Hinir, sem lúta að mála-
flokkum sem standa utan EES, verða
vinnufrekari. Þar á meðal eru fisk-
veiðar, landbúnaður og byggðamál.
samningar næsta ár
Undirbúningur samningaviðræðna
er því á fullum skriði. Næst á dagskrá
eru svokallaðir rýnifundir. Þá er lög-
gjöf ESB fyrir hvern einstakan kafla
borin saman við hina íslensku, og
þeir þættir einangraðir sem standa
út af. Um þau atriði þarf yfirleitt að
semja sérstaklega. Fyrir eru teknir
nokkrir kaflar í einu. Fyrsti rýnifund-
urinn verður um miðjan nóvember,
og meðal kaflanna sem fjallað verð-
ur um fyrir áramót eru nokkrir erf-
iðir, s.s. landbúnaður, sjávarútvegur,
umhverfismál og fjármálaþjónusta
í bland við léttari EES-kafla. Áætlað
er að þeirri vinnu ljúki í júní. Samn-
ingar, t.d. um sjávarútveg, gætu haf-
ist haustið 2011 og um landbúnaðar-
málin upp úr því.
Auðlindir tryggar
Flestir sem eru á móti ESB eru það á
grundvelli misskilnings. Þannig hafa
andstæðingar aðildar hamrað á því
að hún feli í sér að Ísland muni gefa
eftir yfirráð yfir auðlindum, bæði
orku og fiski. Það er fjarri lagi. Í grein-
argerðinni með áherslum Íslendinga
sem ég lagði fram í júlí eru þannig yf-
irráð okkar yfir orkulindunum gerð
að frágangsatriði.
Sömuleiðis er ljóst, að reglur sam-
bandsins og það, hversu langt er síð-
an sögulegri veiðireynslu ESB-land-
anna lauk við Ísland, veldur því að
ekkert ríkjanna getur með rökum
krafist aflaheimilda í staðbundnum
stofnum. Samt staðhæfa menn enn
að aðild muni frá fyrsta degi opna
lögsöguna fyrir útlendum ræningja-
flotum, einkum spænskum og portú-
gölskum. Ekkert er fjær sanni.
Efnahagslegur ávinningur
Aðild að Evrópusambandinu og
skýr stefna á upptöku evrunnar er
líklegt til að skapa hér traustara og
stöðugra efnahagsumhverfi, með
Evrópuvöxtum án verðtryggingar,
lægri verðbólgu og meiri aga í öllu
fjármálakerfinu. Reynsla smáþjóða,
s.s. Maltverja, Slóvaka og Eistlend-
inga, sýnir að aðild leiðir yfirleitt til
aukinna erlendra fjárfestinga. Það,
ásamt nýjum stöðugleika í efnahags-
lífi í kjölfar aðildar, er líklegt til að
stuðla að því að okkur takist að skapa
þau 30 þúsund störf sem á næstu
árum þarf til að eyða atvinnuleysi
á Íslandi. Aðild mun ekki síst skapa
betra umhverfi fyrir hátæknifyrir-
tækin og nýjar skapandi atvinnu-
greinar.
Íslendingar eru nýkomnir í gegn-
um þungbært efnahagshrun. Þeir
þurfa að velja sér leið inn í framtíð-
ina. Ein leiðin sem stendur okkur til
boða liggur um Evrópusambandið.
Því er brýnt að ljúka viðræðunum og
koma heim með samning, sem þjóð-
in getur kosið um. Mikill meirihluti
Íslendinga er á sömu skoðun. Það
sýndi nýleg könnun þar sem 63%
vildu halda samningunum áfram.
Við skiptum ekki um hest í miðri á.
ESB-viðræður í
góðum gangi
kjallari
össur skarp-
héðinsson
utanríkisráðherra skrifar
Flestir sem eru á móti ESB eru það
á grundvelli misskilnings.