Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 11. október 2010 mánudagur www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið Byggir á nýrri tækni sem eyðir • Svifryki, myglusveppi og ólykt • Gæludýraflösu og bakteríum • Vírusum og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt • Tilvalið á heimilið og skrifstofuna Hæð aðeins 27 cm Betra loft betri líðan Líkamsárás á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók karlmann í miðbænum aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkams- árás. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar og var yfirheyrður eftir hádegi í gær. Fórnarlamb árásarinn- ar þurfti að leita sér aðhlynningar á slysadeild en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli mannsins voru. Að sögn lögreglu verður árásin þó kærð. Þá stöðvaði lögregla ökumann vegna gruns um ölvunarakstur. Að sögn varðstjóra lögreglu var töluverður fjöldi fólks í bænum og erillinn mik- ill eftir því. Listir skapa þjóðinni milljónir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, segir að listamenn skapi þjóðarbúinu mörg hundruð milljónir í formi gjaldeyristekna. Þetta sagði Grím- ur í Silfri Egils á sunnudag en þar ræddi hann meðal annars ummæli sem Ás- björn Óttarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lét falla á þinginu í vikunni þar sem hann gagnrýndi fyr- irkomulag listamannalauna. Grímur tók Iceland Airways-tón- listarhátíðina sem dæmi en hátíðin hefst í vikunni. Auk þess að fá gjald- eyristekjur skili hátíðin á annað hundrað milljónum með keyptum flugmiðum. Mótmæla í Kaup- mannahöfn „Við höfum sjálfsagt ólíkar kröfur og ástæður fyrir því að mæta, en eitt eigum við alla vegana sameiginlegt, við viljum öll sýna mótmælendum heima á Íslandi stuðning okkar í verki,“ segir á Facebook-síðu hóps Íslendinga í Danmörku. Hópurinn stóð fyrir mótmælum fyrir framan sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn á laugardag og mættu um tuttugu manns á þau. Nú hefur hópurinn aftur boðað til mótmæla á þriðju- dag, á sama tíma og fyrirhuguð mót- mæli hefjast á Íslandi. Eru áhuga- samir hvattir til að taka með sér trommur, potta og pönnur. Dauðvona fangi, Jakob van Hinte sem sat á Litla-Hrauni í rúmlega ár, fullyrðir í bréfi sem hann sendi frá sér að samfangi hans, Þorsteinn Kragh, sé saklaus og í raun fórnar- lamb hollensks glæpagengis. Fullyrt hefur verið að Jacob hafi verið beitt- ur þrýstingi af Þorsteini Kragh sjálf- um við ritun bréfsins og að jafnvel geti verið að Þorsteinn hafi sjálfur ritað bréfið. Það hefur þó ekki feng- ist staðfest. Jakob er sagður ekki vera sleipur í ensku og rennir það stoðum undir að hann hafi notið hjálpar við gerð bréfsins, sem ritað er á ensku. Verjandi Þorsteins, Helgi Jóhannes- son hæstaréttarlögmaður, segist ekki vita neitt meira um málið annað en það sem hann sá í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöldið. Margbreytilegur framburður Hæstiréttur dæmdi þá Þorstein Kragh og Jacob van Hinte fyr- ir um ári en þeir voru sakfelldir fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á um tvö hundruð kílóum af kannabisefnum og kókaíni ætluðu til sölu í ágóðaskyni. Þeir fengu báðir þunga dóma, Þorsteinn fékk níu ár og Jacob sjö og hálft ár. Jacob, sem tekinn var í húsbíl sínum við komu til landsins með Norrænu, viður- kenndi strax innflutning á kannabis- efnum og benti lögreglu á hvar mætti finna efnin, hann þóttist þó ekki hafa vitað af kókaíninu. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagðist hann hafa ver- ið í sambandi við íslenskan mann en ekki vita hvað hann héti. Í sak- bendingu benti hann svo á Þorstein Kragh. Þorsteinn breytti einnig fram- burði sínum eftir framvindu málsins en hann hefur þó frá upphafi stað- fastlega haldið fram sakleysi sínu. Fékk fyrirmæli um að varpa sök á Þorstein Í bréfinu, sem DV barst á föstudag- inn, staðfestir Jacob sakleysi Þor- steins og segir hann hafa fyrir tilvilj- un lent inni í málinu og í framhaldinu verið notaður til að varpa sök á hann. Jacob segist hafa verið mótfallinn því að flækja saklausan mann inn í mál- ið, en hollenska glæpagengið sem hann segir hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna hafi viljað hafa þetta svona. Hann fékk þau fyrirmæli að minnast aldrei á glæpagengið en að hann ætti að benda á Þorstein Kragh ef það færi svo að hann næð- ist. Jacob þorði ekki öðru en að hlýða þessum fyrirmælum enda meðlimir glæpagengis- ins engin lömb að leika sér við. Þeir hafi jafnframt gert hon- um grein fyrir því að ef hann færi ekki eftir fyrirmælum yrði gengið frá honum. Vill fara í friði við guð og menn Í bréfinu, sem er mjög til- finningaþrungið, segist Jacob vilja koma þessu á framfæri núna því hann verði bráðum flutt- ur til Hollands og hann vilji hreinsa samvisku sína. Þá sé hann heilsuveill og heilsu hans fari stöðugt hrakandi. Hann segist finna að hann eigi ekki langt eftir ólifað og vill geta farið í friði við guð og menn. Hann vill biðja alla, sem hafa þjáðst fyrir hans sakir, afsökunar og þá sérstaklega Þorstein Kragh. Jacob segist jafnframt vona að Þorsteinn skilji hvaða aðstæðum hann hafi verið í og að líf hans hafi verið í húfi. Í lok bréfsins kemur fram að það sé skrifað beint frá hjartanu og ekki undir þrýstingi eða hótunum frá neinum. Jacob segist hafa haft bréfið í fórum sínum í langan tíma en að nú sé kominn tími til að opinbera það. Hann von- ast til að sannleik- urinn um sakleysi Þorsteins Kragh verði loksins leiddur í ljós. Sam- kvæmt heimild- um DV var Jacob van Hinte flutt- ur til Hol- lands síð- astliðinn þriðjudag þar sem hann mun afplána það sem eftir er dómsins. Hollenskur fangi sem sat á Litla-Hrauni í rúmt ár fullyrðir í bréfi að samfangi hans sé í raun saklaus. Mögulegt er þó að hann hafi verið beittur þrýstingi við ritun bréfsins, sem komst í hendur fjölmiðla eftir að hann var fluttur úr landi. Bréfið er mjög tilfinn- ingaþrungið og þar segist fanginn vilja hreinsa samvisku sína áður en hann verði sendur til Hollands. SAgður hAfA þrýSt á hoLLendinginn Sólrún lilja ragnarSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Vill hreinsa samvisku sína BréfiðfráJacob anHinteþar semhannóskareftiraðsannleikurinnfái ðlítadagsinsljós. Segir Þorstein saklausan Jacob vanHinteerhérþegaraðalmeðferðí málinufórfram.Hannsegiríbréfinu aðÞorsteinnKraghsésaklaus. Sagður hafa beitt þrýstingi Þorsteinner sagðurhafa beittJacob þrýstingitilað ritabréfið.Það hefurþóekki fengiststaðfest. Takist ríkisstjórninni ekki að koma fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið er stjórninni ekki sætt, að mati Marðar Árnasonar þingmanns Sam- fylkingarinnar. Takist það ekki verð- ur utanþingsstjórn að taka við eða að efna til kosninga. Hann telur þó góð- ar líkur á að stjórninni takist að ná frumvarpinu í gegnum þingið, þó svo að það hafi mætt harðri andstöðu til að mynda vegna mikils niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. „Þegar ég segi að ná fjárlögunum í gegn þá á ég ekki við nákvæmlega þau fjárlög sem lögð eru fram núna. Það hefur nú mjög sjaldan verið þannig að fjárlögunum sé ekki breytt eitthvað í þinginu, enda er það þing- ið sem setur fjárlögin en ekki fjár- málaráðherra,“ segir Mörður. Hann segist samþykkur þeirri stefnu sem kemur fram í frumvarp- inu að minnka útgjöld en ekki að auka tekjur. Niðurskurðurinn nemur 33 milljörðum og skatttekjur 11 millj- örðum. „Þannig að ég er ekki að tala um að einstaka stofnanir úti á landi, að þær verði óbreyttar, eða einstaka liðir heldur er ég að tala um fjárlögin í heild sinni.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni mikinn niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu verði að koma með einhverjar aðrar lausnir. „Þetta er svona einfalt. Það eru engar reddingar í þessu og þær koma ekki til greina. Þeir sem gagnrýna niðurskurð á einu sviði verða að benda á hann á næsta sviði og það verður að vera í alvöru. Ekki þetta venjulega að skera niður sendi- ráð eða að hætta við Hörpu, eitt- hvað sem mönnum dettur í hug og hafa sagt í marga áratugi þegar þeir hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarp. Eða þá að sleppa listamannalaunum,“ segir Mörður og skýtur þannig létt á Ásbjörn Óttarsson, þingmann Sjálf- stæðisflokksins. „Jafnvel þó menn vildu gera það er það sko krækiber í helvíti, að sleppa listamannalaun- um. Það er ekki raunveruleg tillaga.“ birgir@dv.is Mörður Árnason telur að líf ríkisstjórnarinnar velti á fjárlögunum: Stjórnin víki raunverulegar tillögur MörðurÁrnason villaðþeirsemgagnrýnafrumvarpiðkomi meðraunverulegarlausniráþeimístaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.