Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 15
Lækkuðu vexti eftir kvörtun „Svar barst frá Kredit-
kortum í gær, þar sem fram kom að þeir hefðu brugðist við athugasemdum varðandi
vexti og voru þeir lækkaðir niður í 14,5 prósent þann 29. september síðastliðinn,“
segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. Samtökin sendu þann 28. september at-
hugasemd, í kjölfar kvörtunar viðskiptavinar, vegna þess að vaxtakjör hjá Kreditkort-
um hf. væru mun óhagstæðari en hjá bönkunum. Vextir á greiðsludreifingu væru 20
prósent á meðan þeir væru 12 til 13,5 prósent hjá Íslandsbanka. Einnig að útskriftar-
gjald Kreditkorta hf. væri meira en tvöfalt hærra en hjá bönkunum. Kreditkort lækk-
aði vextina en bar meðal annars fyirr sig auknum vanskilum og afskriftum.
konur viLja stofna banka Stofnaður hefur verið
hópur á Facebook sem ber heitið Konur sem hafa áhuga á að stofna banka
fyrir samfélagið. Í umræðukerfi síðunnar skrifar Björg Fríður Elíasdóttir að
upp hafi komið sú hugmynd að íslenskar konur taki sig saman og stofni
lítinn banka þar sem konur gætu lagt inn launin sín og lánað út í staðinn og
að bankinn yrði samfélagslegt þjónustufyrirtæki. „Það stendur enginn sér-
stakur fyrir þessu. Þetta er bara hugmynd sem er varpað fram. Þetta er ekki
einn hópur eða félag. Við erum bara að velta því fyrir okkur hvað við getum
gert fyrir samfélagið okkar,“ segir Björg Fríður í samtali við DV.
mánudagur 11. október 2010 neytendur 15
nagLadekk
NokiaN
haKKapEllita 7
Framleitt: Finnland
Dagsetning: 10. vika 2010
Besta dekkið í snjó og fær hæstu einkunn
fyrir aksturstilfinningu og örugga
aksturseiginleika. Ekki jafngott á blautu
malbiki og í krapi. háværara en þau
hljóðlátustu.
CoNtiNeNtal
coNticE coNtact
Framleitt: Þýskaland
Dagsetning: 48. vika 2009
Betra en forverarnir frá sama framleið-
anda, sérstaklega á blautu malbiki. Góð
og örugg aksturstilfinning, rásfast og
hljóðlátt. talsvert há núningsmótstaða
sem eykur bensíneyðslu.
BrigdestoNe
NoraNza 2 EVo
Framleitt: Evrópa
Dagsetning: 6. vika 2010
Framúrskarandi á ís. Stutt hemlunar-
vegalengd og ágætt veggrip í hröðun
og beygjum. Besta neglda dekkið í krapi.
hefur ágæta eiginleika á auðu votu
malbiki. Fremur hljóðlátt.
MiCheliN
X-icE North XiN2
Framleitt: rússland
Dagsetning: 49. vika 2009
Jafnir og góðir eiginleikar á ís. Veggrip
þess við hröðun á ísnum er mjög gott
sem og hemlunarvegalengd í snjó. Mjög
lág núningsmótastaða og dekkið er
hljóðlátt.
Pirelli
wiNtEr carViNG EDGE
Framleitt: Þýskaland
Dagsetning: 46. vika 2009
Jafn gott í hvaða færi sem er. Besta
dekkið í prófinu í krapi. Mjög rásfast og
gefur góðan og skemmtilegan akstur.
hliðargrip mætti vera betra, sérstaklega
í snjó.
VredesteiN
arctrac
Framleitt: holland
Dagsetning: 47. vika 2009
Jafn gott í öllum greinum vetrardekkja-
prófsins. lítilsháttar verra í snjónum en
þau sem eru best í snjó. Með þeim bestu
í krapi og bleytu. Slakasti eiginleikinn er
hliðargrip í snjó.
goodyear
Grop EXtrEME
Framleitt: pólland
Dagsetning: 4. vika 2010
Góðir eiginleikar og jafnir í öllu vetrar-
færi. Einna síst í snjó og ís, miðað við þau
bestu. Betri en flest hin í krapi og bleytu.
Fremur seint að svara stýrinu. hljóðlátt
miðað við nagladekk.
gislaVed
NorD FroSt 5
Framleitt: Þýskaland
Dagsetning: 28. vika 2009
Gislaved er ódýrari undirtegund
continental. Gott á ís og snjó en slakt í
krapi og missir veggrip fyrr en þau bestu
í slíku færi. Ekki jafn rásfast í bleytu og
þau bestu.
yokohaMa
GuarDS StuD iG35
Framleitt: Fillippseyjar
Dagsetning: 4. vika 2010
Gott í öllum greinum en síst á ís.
Naglarnir skipta mestu máli því í snjó er
dekkið mis gott. Slök hemlun í snjó og
hliðargrip fremur lélegt. Missir veggrip
fljótt í krapi en mjög gott á votum
auðum vegum.
duNloP
SpicE rESpoNSE
Framleitt: pólland
Dagsetning: 2. vika 2010
Ágætt í öllu vetrarfæri og hentar því vel í
norrænu vetrarfæri. hemlar afbragðs vel
í snjó en slakara í öðrum vetrargreinum.
Slæmt á blautu malbiki. Fremur fljótt að
missa grip og fljóta upp í krapi.
haNkook
wiNtEr i*piKE
Framleitt: Kórea
Dagsetning: 4. vika 2010
Verra en útgáfa síðasta árs. Með þeim
bestu í ísgripi. Dekkið er í meðallagi gott
í snjó en lélegt í krapi. lág núningsmót-
staða og hljóðlátt.
saVa
ESKiMo icE
Framleitt: Þýskaland
Dagsetning: 44. vika 2009
Slappara í ís og snjó en flest hin dekkin.
Stendur sig best í krapi og heldur veggrip-
inu hvað lengst þar. annars nokkuð jafnir
eiginleikar svo fátt ætti að koma á óvart.
iNsa turBo
t-2 GrEEN liNE
Framleitt: Spánn
Dagsetning: 4. vika 2010
undir meðallagi í flestum greinum í
sleppur í bleytu og krapi. Ódýrt dekk sem
framkallar mikla núningsmótstöðu sem
eykur eldsneytiseyðslu.
CordiaNt
SNo-MaX
Framleitt: rússland
Dagsetning: 43. vika 2009
Slappasta dekkið í vetrardekkjaprófi
ársins. Furðu lélegir eiginleikar á ís.
Stendur sig ekki vel í snjó og krapi en
viðunandi í bleytu. Mjög hávært með
mikla núningsmótstöðu.
Umsögn motor (á vegUm systUrFélags FÍB Í noregi)
ónegLd dekk
goodyear
ultra Grip icE+
Framleitt: Slóvenía
Dagsetning: 45. vika 2009
Best meðal ónegldu vetrardekjanna. Jafn
góðir eiginleikar í öllum greinum þó það
sé ekki best í þeim öllum. Best í krapi
og á meðal þeirra bestu í votu og þurru
malbiki. hljóðlátt.
CoNtiNeNtal
coNti-ViKiNG coNtaKct 5
Framleitt: Þýskaland
Dagsetning: 36. vika 2009
Eitt besta dekkið í ár. aðeins betra en
Goodyear á ís en líka fínt í snjó. Gott í
krapi og með þeim betri á blautu malbiki.
hemlunarvegalengdin frekar löng. Virkar
öruggt í akstri og er lágvært.
NokiaN
haKKapEllitta r
Framleitt: rússland
Dagsetning: 51. vika 2009
Stendur jafnfætis continental á ís en
er lakara í snjó. Sérlega rásfast og gott
í akstri í snjó og á ís. Gott í krapi og á
blautu malbiki. Minnsta núningsmót-
staða í prófinu. Megnar þess vegna lítið.
MiCheliN
X-icE X12
Framleitt: Evrópa
Dagsetning: 44. vika 2009
Efst í könnun síðasta árs en skorar ekki
eins hátt núna. Svipað og hin gæðadekk-
in en mætti vera traustara í krapi. Gott og
hljóðlátt dekk.
BridgestoNe
NorDic wN-01
Framleitt: Evrópa
Dagsetning: 6. vika 2010
Jafn gott í öllum greinum. hvergi í
toppnum en tekur aldrei upp á neinu
óvæntu. Gott í akstri og fínt í bleytu,
þó það rási örlítið. lágvært með litla
núningsmótstöðu.
yokohaMa
GuarD iG30
Framleitt: Japan
Dagsetning: 32. vika 2009
Stendur bestu ónegldu dekkjunum
aðeins að baki í snjó og á ís. hefur mjög
jafngóða eiginleika en best er það í
krapi og á votu malbiki. Slakt á þurru
malbiki og skrikar stundum snögglega í
beygjum.
keNda
ictEc
Framleitt: Kína
Dagsetning: 5. vika 2010
Nokkuð gott í snjó en afleitt á ís og
það lélegasta í þessu prófi. Mun meiri
hemlunarvegalengd á ís en hálfslitin
dekk. Þokkalegt í krapi og fínt á blautu
malbiki. Mjög ódýrt dekk.
duNloP
GraSpic DS-3
Framleitt: Japan
Dagsetning: 45. vika 2009
Ágætt grip í hröðun og beygjum á ís en
hemlar ekki vel og er ekki gott í snjó.
Ágætt í krapi og þokkalegt í samanburði
við slitin vetrardekk.
NokiaN-NagladekkiN Best
Hvernig reyndust dekkin?
upplýSiNGarNar ByGGJa Á raNNSÓKNuM SySturFélaGS FÍB Í NorEGi. Birt MEð GÓðFúSlEGu lEyFi FÍB.
D
un
lo
p
Ís 30%
Hemlun 10% 10 9 10 10 9 9 9 9 8 9 9 7 6 5 5 6 6 6 6 5 4 5
Hröðun 5% 10 9 10 10 8 7 9 9 8 8 9 7 8 7 6 6 7 7 6 6 5 6
Beygt frá hindrun 10% 10 10 10 9 9 9 9 9 9 8 8 7 7 5 6 6 6 6 6 6 5 6
aksturstilfinning 5% 10 10 9 9 9 7 9 9 8 8 7 8 6 7 6 8 7 5 6 6 5 5
snjór 20%
Hemlun 5% 9 9 7 10 8 9 8 9 6 10 6 7 6 6 8 8 9 8 8 7 7 6
Hröðun 5% 9 10 9 8 8 8 8 9 8 9 6 7 6 6 8 8 9 8 8 8 8 8
Beygt frá hindrun 5% 9 10 9 8 7 6 8 10 5 8 5 7 5 5 9 8 9 7 8 8 8 6
aksturstilfinning 5% 10 9 8 8 9 7 9 8 7 7 7 7 6 7 8 9 9 9 8 7 8 6
Krap 10%
Uppflot í krapi 10% 8 9 9 7 10 9 8 6 6 6 5 9 8 6 10 9 9 7 9 10 9 9
BlaUtt malBiK 20%
Hemlun 5% 7 6 6 7 8 8 7 7 8 5 6 6 7 8 7 6 5 6 6 7 7 5
Beygt frá hindrun 5% 7 6 7 7 7 8 8 8 8 6 8 8 7 7 8 7 7 7 7 7 8 7
aksturstilfinning 10% 7 8 7 7 7 8 7 6 8 7 7 6 6 6 7 6 6 7 5 5 5 5
ÞUrrt malBiK 10%
Beygt frá hindrun 5% 6 6 5 6 6 7 6 6 7 5 7 7 5 6 6 5 6 6 5 4 4 5
aksturstilfinning 5% 7 8 7 7 7 8 7 6 8 7 7 6 6 6 8 7 7 8 6 5 6 6
arðsemi-ÞæginDi 10%
Beygt frá hindrun 5% 5 6 6 6 5 5 6 6 6 6 6 5 6 4 9 9 9 9 9 9 8 8
aksturstilfinning 5% 8 5 7 8 7 6 6 6 8 6 7 7 4 5 8 10 7 9 9 8 7 8
Heildareinkunn 100% 8,4 8,3 8,1 8 8 8 7,9 7,7 7,4 7,3 7 7 6,3 5,9 7,4 7,3 7,3 7 6,9 6,7 6,4 6,3
N
ok
ia
n
co
nt
in
en
ta
l
Br
ig
de
st
on
e
M
ic
he
lin
pi
re
lli
Vr
ed
es
te
in
G
oo
dy
ea
r
G
is
la
ve
d
yo
ko
ha
m
a
D
un
lo
p
h
an
ko
ok
Sa
va
in
sa
tu
rb
o
co
rd
ia
nt
G
oo
dy
ea
r
N
ok
ia
n
co
nt
in
en
ta
l
M
ic
he
lin
Br
id
ge
st
on
e
yo
ko
ha
m
a
Ke
nd
a
Vægi í %aðstæður
naglaDeKK óneglD DeKK
D
un
lo
p