Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 16
16 ERLENT 11. október 2010 MÁNUDAGUR Thilo Sarrazin hafði gegnt stöðu seðla- bankastjóra Þýskalands í tæplega eitt og hálft ár en var sagt upp störf- um í kjölfar útgáfu umdeildrar bókar hans „Deutschland schafft sich selbst ab“, sem í lauslegri þýðingu gæti ver- ið „Þýskaland gerir út af við sjálft sig“. Í bókinni fullyrðir Sarra zin að mús- limar í Þýskalandi neiti að aðlagast þýsku þjóðfélagi. Hann segir að með þessari kynslóð innflytjenda og þeirra sem eftir eiga að fylgja geti Þýskaland ekki brauðfætt allan mannfjöldann og því eigi að takmarka fjölda innflytj- enda verulega. Sarrazin segir einnig að múslimar, sem hann kallar „kynþátt“, séu ekki jafn greindir og aðrir kyn- þættir. Í umfjöllun Der Spiegel segir að bók Sarrazins sé að kljúfa Þýskaland í tvennt. Umdeildur en vinsæll Bók Sarrazins kom út undir lok ág- úst, eða fyrir rúmum mánuði. Fór hún engum hamförum í bókaverslunum til að byrja með en brátt færðist fjör í leik- inn. Nú er svo komið að fyrsta upplag bókarinnar er uppselt og ljóst að næsta upplag mun seljast upp líka – og hef- ur bókin þá selst í 250 þúsund eintök- um. Í kjölfarið hefur mikil ólga gripið um sig í Þýskalandi og tala stjórnmála- skýrendur um tvær bylgjur umræðu sem gengið hafi yfir. Í þeirri fyrri var Sarrazin úthrópaður sem kynþátta- hatari af stjórnmálamönnum jafnt sem menntamönnum. Síðari bylgjan virðist einkennast af því sem má líkja við góðan farsa, þar sem Þjóðverjar hafa skipt sér í tvær fylkingar og jafn- vel hafa nokkrir stjórnmálamenn tek- ið upp hanskann fyrir hann á síðustu vikum. Einn þingmaður sósíaldemó- krata, sem vildi ekki láta nafns síns get- ið, sagðist til að mynda vera orðinn „... pirraður yfir því að í Þýskalandi í dag er ekki lengur hægt að segja hug sinn, að ef þú sérð spaðaás máttu ekki kalla hann spaðaás. Svona viðhorf eru ein- kennandi fyrir einræðisríki, ekki lýð- ræðisríki.“ Rekinn úr starfi Sarrazin fékk þó lítinn stuðning frá stjórn seðlabanka Þýskalands sem fór fram á það við Christian Wulff, forseta Þýskalands, að hann yrði rekinn úr embætti. Varð Wulff við þeirri beiðni og Sarrazin steig úr stóli um síðustu mánaðamót. Hefur sú aðgerð verið umdeild, ekki síst vegna þess að þeir Þjóðverjar sem taka ekki undir skoð- anir Sarrazins vilja ómögulega gera hann að píslarvætti fyrir tjáningarfrelsi – slíkt gæti aðeins hellt olíu á eldinn. Seðlabankastjórinn fyrrverandi hefur heldur ekki sagt sitt síðasta orð. Hef- ur hann fundað reglulega með lög- fræðingum sínum á síðustu vikum og undirbýr hann málsókn gegn stjórn seðlabankans vegna óréttmæts brott- reksturs. Sarrazin hafði enda verið vel liðinn í starfi en aldrei fékk hann jafn mikið lof og eftir útgáfu bókarinnar þar sem hamingjuóskir í formi tölvu- pósta kaffærðu gjörsamlega póstkerfi seðlabankans. Gyðingar gáfaðri en annað fólk Í bók sinni gerir Sarrazin ekki aðeins lítið úr múslimum heldur lýtur ein hugmynd hans að yfirburðagáfum gyðinga. Sarrazin gerir tilraun til að færa rök fyrir því að greind sé gene- tískt fyrirbæri og gangi því í erfðir. Það kaldhæðnislega er að þetta minnir um margt á kynþáttahyggju Þriðja rík- is nasista og hugmyndir Adolfs Hitler um yfirburði eins kynþáttar á kostnað annars – sem leiddi af sér einhverjar grimmilegustu rannsóknir sögunnar á kynþáttum, oftar en ekki framkvæmd- ar af geðveika lækninum Joseph Meng- ele. Sarrazin áttaði sig fljótt á að þarna væri hann kominn út á hálan ís og féllst á að biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum. En því hefur hann ekki beðist afsökunar á ummælum sín- um um takmarkaða greind múslima? Múslimar sem slíkir geta vart talist til kynþáttar, hvað sem öðru líður. Hroki Sarrazins gagnvart múslimum virðist engan endi ætla að taka en hann hefur látið hafa eftir sér: „Það eina gagnlega sem músl imar gera í Berlín er að selja grænmeti og ávexti,“ og „Múslimar munu sigra Þýskaland eins og Kósó- var sigruðu Kosovo, með barneignum.“ Þótt ótrúlegt megi virðast taka æ fleiri Þjóðverjar undir slík ummæli, þó lítið virðist fara fyrir þeim þegar innflytj- endur á borð við Mesut Özil stíga á svið með þýska knattspyrnulandsliðinu. Hættulegar niðurstöður Sarrazin kveðst hafa stundað ítarleg- ar rannsóknir á málefnum innflytj- enda áður en hann birti niðurstöðurn- ar sem koma fram í „Þýskaland gerir út af við sjálft sig.“ Sérfræðikunnátta hans á sviði mannfræði eða málefna innflytjenda hefur þó verið dregin í efa af fræðasamfélaginu, eins og við var að búast. Þó verður hættulegt að telj- ast hve mikinn hljómgrunn skoðan- ir Sarra zins hafa fengið í Þýskalandi, jafnvel í menntasamfélaginu. Klaus Bade, sem er sérfræðingur í málefnum innflytjenda, segir niðurstöður Sar- razins augljóslega rangar. Þvert á móti hafi fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að aðlögun innflytjenda sé á réttri leið og sums staðar framar vonum. Rann- BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is MAÐURINN SEM KLAUF ÞÝSKALAND Thilo Sarrazin missti starf sitt sem seðlabankastjóri Þýskalands eftir að hafa opinberað umdeildar hugmyndir um mismun á kyn- þáttum. Telur hann múslima, sem hann kallar „kynþátt“, hafa minni greind en aðra og að flest vandamál Þýskalands stafi af vandræðum tengdum aðlögun innflytjenda. Minnir kaldhæðnis- lega á kynþáttahyggju Þriðja ríkisins en Sarrazin er gyðingur. Mezut Özil Dæmium velheppnaðaaðlögun innflytjenda,eðabara góðurífótbolta? Sarrazin Meðhinaumdeildubók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.