Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Blaðsíða 20
HVAÐ HEITIR LAGIÐ? „Það er í kringum 15 senti- metrana. Það er meðalstærð, ég var að lesa um það.“ SVAR: GEÐVEIKT FÍNN GAUR - STEINDINN OKKAR. AÐ ELTA FÓLK OG DREKKA MJÓLK Að elta fólk og drekka mjólk er heiti á sýningu sem stendur yfir í Hafnarhúsinu og lýkur 24. október. Þetta er sýning á verkum íslenskra listamanna af ólíkum kynslóðum sem notað hafa húm- or á einn eða annan hátt. Í verkunum má greina ýmist hárfína kímni, vitsmunalegt háð, satíru eða rökleysu. „Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín,“ sagði Þórbergur Þórðarson í bók sinni Bréfi til Láru og taldi það til náðargáfu að geta séð alvarlega hluti í broslegu ljósi. Húmor er flókið, menningar- og félagslega hlaðið fyrirbrigði sem erfitt er að skilgreina því hann liggur ekki alltaf á yfirborðinu heldur grefur sig dýpra í meiningu sinni. Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. 20 FÓKUS 11. október 2010 MÁNUDAGUR PÁLL RÓSINKRANZ Í SALNUM Páll Rósinkranz ásamt hljómsveit heldur tónleika í Salnum 16., 22. og 23. október kl. 20 þar sem flutt verða lög af nýrri plötu sem kemur út í október. Platan samanstendur af gömlum íslensku perlum sem Páll hefur sungið við hin ýmsu tækifæri í gegnum árin. Þá er einnig að finna á plötunni lög sem afi Páls, Guðni Guð- mundsson kenndur við Ölduna, söng gjarnan; Liljuna og fleiri slík lög sem allir þekkja. Á tónleikunum fær Páll til sín góða gesti sem taka lagið með honum og má þar nefna: Magnús Þór Sigmundsson, Margréti Eir og Jökul Jörgensson og Gunnar Bjarna Ragn- arsson. NÁMSTEFNA Í KYNJAÐRI HAGSTJÓRN Mánudaginn 18. október kl. 9 – 12 verður haldin námstefna í kynj- aðri hagstjórn og fjárlagagerð á Hótel Nordica. Á námstefnunni mun doktor Elisabeth Klatzer, sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, miðla af reynslu sinni. Hún starfar meðal annars sem ráðgjafi í kynjasamþættingu hjá austurríska kanslaraembætt- inu og hefur tekið þátt í fjölmörg- um tilraunaverkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Doktorsrit- gerð hennar í hagfræði fjallaði um aðferðir og reynslu alþjóðasamfé- lagsins af kynjaðri hagstjórn. SKOTTURNAR Á KJARVALSSTÖÐUM Fyrstu viðburðir hinnar skipulögðu dagskrár sem Skotturnar og Lista- safn Reykjavíkur gangast fyrir á Kjar- valsstöðum í aðdraganda kvenna- frídagsins hefjast nú um helgina. Á laugardaginn kl.12.30 láta trúðarn- ir og sérfræðingarnir Mr. Klumz og Plong að sér kveða. Um er að ræða trúðaatriði með sérfræðingunum Mr. Klumz og Plong sem kynna nýjustu niðurstöður úr rannsóknum sínum. Atriðið fer fram á ensku. Það eru leik- konurnar Tinna Þorvalds Önnudótt- ir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir sem bregða sér í hlutverk trúðanna. Á sunnudaginn kl. 15.00 verður Þóra Þórisdóttir með fyrirlestur sem snýr að konum í myndlist og hvernig orð- ræðan um myndlist þeirra birtist. Á mánudaginn verða flutt ljóð tileinkuð Stígamótum. Ástarsagan um John og Yoko er löng og falleg framhaldssaga. Líf Yoko sl. 30 ár hefur snú- ist um að halda minningu Lennons á lofti, einkum með því að viðhalda ástar- og friðarboðskapnum sem þau helguðu sig á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í ljósi landfræði- legrar stöðu, hreinleika og endur- nýjanlegrar orku lá beint við að gera Ísland að landi friðarsúlunnar sem John hafði látið sig dreyma um, Ima- gine Peace Tower. Sjötíu ára afmæli Johns Lennons, 9. október, var haldið hátíðlegt hér um nýliðna helgi, jafnhliða afmæli sonarins Seans sem varð 35 ára þennan sama dag. Herlegheitin hófust sl. föstu- dag með frumsýningu kvikmyndar Ara Alexanders um ástir og drauma Johns og Yoko sem m.a. hlutgerðust í friðarsúlunni. Myndin er í alla staði einstaklega vel heppnuð. Vafalítið besta verk Ara til þessa og snertir við fólki með þeim hætti að engum ætti að koma á óvart þó við tæki sigur- ganga milli kvikmyndahátíða heims- ins. Á laugardag voru svo Lennon Ono-friðarverðlaunin afhent í Höfða, þá tendruð friðarsúlan og síð- ar um kvöldið var blásið til veglegra afmælistónleika Plastic Ono Band í Háskólabíói. Tónleikarnir hófust með mynd- brotum á fortjaldi sem vörpuðu ljósi á listferil Yoko sem vissulega er merkur og í raun ástæða tengingar- innar við Ísland. Það var sýning verka hennar og félaga hennar í Fluxus- hópnum sem komið var á fót á Kjar- valsstöðum skömmu fyrir aldamót sem markaði upphafið að Íslandsæv- intýri hennar, forvitni og áhuga sem vaxið hefur í sanna ástríðu og kemur Íslandi nú vissulega til góða. Yoko var t.a.m. fyrsta manneskjan sem bauð fram krafta sína í vel heppnaðri vit- undarvakningu Inspired by Iceland fyrr á þessu ári sem miðaðist að því að hámarka jákvæða umfjöllun um Ísland í kjölfar eldgossins í Eyjafjalla- jökli. Ár eftir ár kemur hún hingað með fjölmennu föruneyti og leggur gott með sér. Skemmst er að minnast óvæntrar innkomu hennar og Seans á Lennon-tónleikum íslenskra tón- listarmanna í Listasafni Reykjavíkur í fyrra. Þá lék Sean á trommur en í Plastic Ono Band leikur hann mest á bassa, en einnig á gítar og píanó. Það sem kom hvað mest á óvart í Háskólabíói þetta kvöld var hversu snjall hljóðfæraleikari hann er orð- inn og virtist ekkert gefa eftir því stórskotaliði í Plastic Ono Band sem hann stýrði af festu á sviðinu. Þar var saman kominn rjóminn af bandarískum og japönskum hljóð- færaleikurum sem mögnuðu upp ótrúlegan seið, gjörólíkan öllu því sem hér hefur áður heyrst. Tónleikarnir hófust á því að Yoko gægðist fram undan sviðstjöldum og myndaði rifu sem hleypti fram bláhvítri ljóssúlu líkri þeirri sem tendruð hafði verið í Viðey fyrr um daginn. Í gjörningslegum a capella ein- söng opnaði Yoko tónleikana og lagði línur um hvers vænta mætti. Í frábærri blöndu nýs og eldra efn- is blönduðu listfengum myndskeið- um var farið með troðfullan sal Há- skólabíós í ferðlag sem seint mun gleymast. Rútubílstjórinn var Sean og fararstjórinn Yoko með rútubíls- hljóðnemann tengdan í gegnum bergmálstæki og hljóðsarpa. Vart mátti á milli sjá hvort þeirra væri þrek- og úthaldsbetra á tónleikun- um, hálffertugur sonurinn í viðvar- andi hopp- og stökkatriðum eða mamman að nálgast áttrætt sem bersýnilega stundar sína frúarleik- fimi af stakri samviskusemi. Úthugsaðar skiptingar inn og út af sviði gerðu dýnamíkina eft- irminnilega, allt frá hráu rokki yfir í ljúfan japanskan söng um Hir- oshima með klassískum píanótil- brigðum Seans, þaðan yfir í japanskt teknóskotið tölvupopp og svo endað í sýrudjassi í anda Miles Davis. Þeir sem upplifðu spunatónleika Wayne Shorter-kvartettsins í sama húsi fyrir tveimur árum fengu á köflum ámóta tilfinningu þetta kvöld; það gat allt gerst og megnið af því sem heyrð- ist var vel utan og ofan hins hefð- bundna, skreytt munúðarfullum stunum söngkonunnar í bland við austurlenska píkuskræki og effekta- leikfimi. Hvergi var klisju að heyra, öll nálgun var fersk og meira í anda gjörnings en popptónlistar. Tromp- etleikarinn Michael Leonhart gaf hljóðmyndinni á köflum e.k. Bitches Brew-blæ og átti stjörnuleik þetta kvöld ásamt bandaríska gítarleikaranum Nels Cline úr hljómsveitinni Wilco sem er mörgum gítarleikurum fyr- irmynd, m.a. íslensku djassgítarleik- urunum Eðvarði Lárussyni og Hilm- ari Jenssyni. Japönsku sveitirnar Yellow Mag- ic Orchestra, Cibo Matto og Cornel- ius lögðu til sína bestu menn í tilefni dagsins, m.a. þá Haruomi Hosono, Yuka Honda, Keigo Oyamada og Yuko Aragi. Sérstaka athygli vakti kröftugur trommuleikur hinnar síðastnefndu sem gefur gellum eins Fog Sheilu E ekkert eftir og minnir okkur á að fleiri konur mættu að ósekju taka sér stöðu við trommusett og ljá hljóm- sveitum samtímans kvenlegan hryn- þokka :) Sá fjölþætti tæknibúnaður sem flestir hljóðfæraleikararnir virt- ust búa yfir átti vissulega sinn þátt í að skapa þá frumlegu hljóðmynd sem einkenndi tónleikana alla. Kunnugleg lög eins og Walking on Thin Ice og D Train hljómuðu hér mun betur en í frumútgáfunum og hið lágstemmda Higa Noboru virtist ætla að verða lokalag tónleik- anna en dúndrandi uppklapp fram- kallaði þrjú aukalög. Breski ofurpródúsentinn Mark Ronson (Amy Winehouse o.fl.) steig á svið í tveimur lögum, þ.m.t. loka- lagi kvöldsins, Give Peace a Chance. Á þeim lokapunkti sameinuðust Yoko og John (Gnarr) þeim Ringó og Sean og 1000 tónleikagestum í einu frægasta fjöldasöngslagi allra tíma. Sean bauð borgarstjórann í Reykjavík sérstaklega velkominn á svið og sagði hann svalasta borg- arstjóra heims. Ringó stýrði fjölda- söng úr sal og loks var borin inn risastór 35 kerta afmælisterta fyrir hljómsveitarstjórann. Þegar hann hafði blásið á kertin var kveikt í sal og gestir svifu út á bleiku skýi, upp- lýstu af heimsljósi friðarsúlunnar. Frábærir tónleikar að baki. Lokaorð Seans Lennons voru: Hittumst að ári! Svar okkar er: Komið fagnandi! Jakob Frímann Magnússon PLASTIC ONO BAND Háskólabíó 9. október TÓNLEIKAR HVÍLÍK VEISLA! M Y N D EG G ER T JÓ H A N N ESSO N Frábærir tónleikar „Lokaorð Seans Lennons voru: Hittumst að ári! Svar okkar er: Komið fagnandi!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.