Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 24
FÆREYJAR LAGÐAR Í LAUGARDALSLAUG Ísland hafði betur gegn Færeyjum í landskeppni í sundi sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Hafði Ísland betur með 98 stigum gegn 80. Ísland varð í 1. sæti í sex einstaklingsgreinum af tólf og vann bæði 4x50 metra boðsund karla og kvenna. Færeyjar unnu 8x50 metra skriðsund þar sem blönduð lið kepptu. Þau Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson rökuðu inn flestum FINA-stigum, Ragnheiður fékk 808 stig fyrir 100 metra skriðsund en Jakob 816 stig fyrir 100 metra bringusund. JÓN ARNÓR TAPAÐI GEGN BARCELONA Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig fyrir sitt lið Granada þegar það tapaði fyrir Evrópumeisturum Barcel ona á heimavelli, 85-78, í spænsku úrvalsdeildinni í körfu- bolta í gær. Jón Arnór lék í þrjátíu og tvær mínútur í leiknum og hitti úr tveimur af fimm tveggja stiga skotum sínum og öðru af tveimur vítaskotum. Jón Arnór og félagar hafa nú tapað tveimur fyrstu leikjunum á tímabilinu. Liðið stóð þó í Börsungum í gær en munurinn fyrir lokafjórðunginn var aðeins eitt stig. MOLAR GAY ANNAR n Spretthlauparinn Tyson Gay, eini maðurinn sem hefur unnið hinn magnaða Usain Bolt á árinu, þurfti að sætta sig við annað sætið í end- urkomu sinni í 200 metra hlaup. Hann hljóp 200 metrana á Pre- fontaine dem- anta-mótinu um helgina á 19,72 og varð rétt á eftir bronsverð- launahafanum frá Ólympíuleikunum, Walter Dix. Gay hefyr átt við meiðsli að stríða aftan í læri og réð ekki við hraða Dix þegar þeir komu út úr beygjunni. „Þetta var ekki alslæmt en ég var orðinn mjög þreyttur í endann. Ég verð bara að slaka meira á til að eiga meira eftir í endann,“ segir Gay. ROONEY VILL VETRARFRÍ n Wayne Rooney, framherji Manchester United, vill að enska úrvalsdeildin taki upp siði hinna stóru deildanna í Evrópu og gefi leikmönnum frí yfir jólin og áramótin, eins konar vetrarfrí. Í dag er enska úrvalsdeildin sú eina sem spilað er í yfir hátíðarn- ar. Hann segir að ensk knattspyrna og enska landsliðið myndi hafa gott af þessu fríi. Á meðan deildirnar á Spáni, Ítalíu og Þýskalandi liggja í dvala yfir hátíðarnar er gríðarlega mikið álag á leikmönnum ensku úr- valsdeildarinnar en í kringum jólin og áramótin eru spilaðir þrír leikir. VILL ZIDANE NÆR SÉR n Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, vill að franska goðsögnin Zinedine Zidane verði nær vellinum hjá liðinu og geri meira hjá félag- inu. Í dag starfar Zidane sem sér- stakur ráðgjafi forseta félagsins, Florentino Per- ez. „Ég myndi vilja hafa hann meira með mér og minna með forsetanum. Ég efast nú um að hann vilji verða þjálfari en ég vil samt hafa hann nálægt mér,“ segir Jose Mourinho sem tók við Real Madrid í sumar eftir að hafa unnið þrennuna með ítalska félaginu Inter. Zidane er goðsögn í lifanda lífi hjá Real Madrid en hann varð á sínum tíma dýrasti knatt- spyrnumaður heims þegar Real keypti hann frá Juventus. SJÖUNDI TITILL NADALS n Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis fór létt með Frakkann Gael Monfils í úrslitum opna japanska móts- ins um helgina. Hafði Spánverj- inn sigur í tveim- ur settum, 6-1 og 7-5. Þetta var sjö- undi titill Nadals á árinu en hann hefur hreinlega farið á kostum á tímabilinu. „Ég vil enda tímabilið vel og halda áfram að vinan titla. Það er erfitt að halda áfram að vinna. Þess vegna nýt ég þessara stunda því ég veit að þær verða ekki endalausar,“ segir Nadal sem hefur unnið sextíu og sex leiki og tapað aðeins átta á árinu. 24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 11. október 2010 MÁNUDAGUR Enginn komst í hálfkvisti við félagana á Red Bull, Sebastian Vettel og Mark Webber, í Japans- kappakstrinum í gær. Vettel vann en með því jók Webber forskot sitt í keppninni um heims- meistaratitilinn. Maður dagsins var heimamað- urinn Kamui Kobayashi sem fór upp um sjö sæti og landaði góðum punkt- um fyrir Sauber. RED BULL DAGUR Á SUZUKA Þegar þrjár keppnir eru eftir af Formúlu 1 tímabilinu eru Red Bull-menn í góðum málum. Mark Webber leiðir stigakeppnina en hann hefur fjórtán stiga forskot á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel, sem hampaði sigri á Suzuka-braut- inni í Japan um helgina. Webb- er varð annar en Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. Með góðum úrslitum í síðustu þremur keppn- unum gæti Red Bull hæglega átt fyrsta og annan mann í keppni öku- manna og þá er liðið vel á veg kom- ið með að landa titlinum í stiga- keppni bílasmiða. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi sýndi heldur bet- ur sparihliðarnar á Suzuka í gær og landaði sjöunda sæti eftir að hafa hafið leik í því fjórtánda. „Bílarnir okkar elska svona brautir“ Sebastian Vettel var á ráspól fyrir keppnina en það hefur gagnast honum lítið undanfarna mánuði. Hefur hann átt hverja afleita byrj- una á eftir annarri en á Suzuka gerði hann engin mistök og leiddi frá upphafi til enda. Þetta var aðeins fyrsti sigur Vettels í tæpa fjóra mán- uði en þrátt fyrir það er hann kom- inn í annað sætið í stigakeppninni, aðeins fjórtán stigum á eftir Webber þegar sjötíu og fimm stig eru eftir í pottinum. „Þessi braut er alveg einstök. Aðdáendurnir eru alveg ótrúlegir hérna og ég gæti ekki verið ánægð- ari með að landa mínum öðrum sigri á Suzuka. Þetta var var indæll sunnudagur. Að hafa tímatökuna og keppnina á sama degi er einstakt og að verða fyrstur í báðum er magn- að. Ég vil bara þakka liðinu fyrir allt því að allir hafa unnið af hörku við bílinn. Við erum búnir að bæta við ýmsum uppfærslum hér og þar sem gerðu bílinn enn betri. Bíllinn okk- ar elskar svona brautir eins og sást í dag og ég er gífurlega stoltur af þessum sigri,“ sagði Vettel sigurreif- ur eftir keppnina. Bölvun á Massa Mikill darraðardans varð í ræsing- unni þar sem Rússinn ungi Vitaly Petrov reyndi glannalegan fram- úrakstur og snarsnéri sjálfum sér á næsta vegg. Eins missti Felipe Massa á Ferrari allt grip þegar hann reyndi að taka fram úr í ræsingunni en hann hóf leik tólfti eftir að hafa ekki komist í þriðju tímatökuna. Massa snérist einnig, beint á Vitan- tonio Liuzzi, ökumann Force India, en báðir féllu úr leik með stór- skemmda bíla. Einnig þurfti Nico Hulkenberg á Williams að hætta keppni í fyrsta hring með bilaðan bíl. „Það hvíldi bölvun á mér í dag,“ sagði Massa svekktur eftir keppn- ina. „Ég komst ekki í tímatöku þrjú vegna umferðar í brautinni og þess vegna þurfti ég að byrja svona aftarlega. Svo í keppninni náði ég ekki að komast í gegnum fyrstu tvær beygjurnar. Í ræsingunni átti Nico Rosberg svo vont start að ég ætlaði að taka fram úr honum. Þá var Sutil mættur á sama stað þannig ég beygði til hægri. En um leið og ég gerði það var ég kominn upp á gras- ið og kantinn. Þá tók bíllinn bara völdin og ég endaði með því að taka Liuzzi úr leik. Þetta er algjör synd því Fernando sýndi í keppninni hversu góður Ferrari-bíllinn var í dag,“ sagði Massa. Heimamaðurinn stal senunni Maður dagsins á Suzuka var án efa Kamui Kobayashi á Sauber sem sýndi snilldartilþrif á heima- velli. Hann hóf leik fjórtándi en með mögnuðum framúrakstri alla keppnina endaði hann leik í sjö- unda sæti og náði í virkilega góð stig fyrir Sauber-liðið. Kobayashi tók fram úr Jamie Alguersuari tvisvar, Rubens Barrichello og Nick Heid- feld, allt á sama staðnum þar sem hann einfaldlega gerði grín að and- stæðingum sínum. „Ég gerði mitt besta og er meira en ánægður með árangurinn,“ sagði hinn hógværi Japani. „Þetta var frá- bær keppni fyrir liðið okkar og ég er mjög ánægður fyrir hönd japönsku stuðningsmannanna sem fengu að sjá magnaðan kappakstur. Þetta er í annað skiptið sem báðir bílar klárar í stigasæti og fyrir mér er það sem skiptir öllu,“ sagði maður dagins, Kamui Kobayashi. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is STAÐAN STIGAKEPPNI ÖKUMANNA Ökumaður Lið Stig 1. Mark Webber Red Bull 220 2. Sebastian Vettel Red Bull 206 3. Fernando Alonso Ferrari 204 4. Lewis Hamilton McLaren 192 5. Jenson Button McLaren 189 6. Felipe Massa Ferrari 128 7. Nico Rosberg Mercedes 121 8. Robert Kubica Renault 114 9. Michael Schumacher Mercedes 54 10. Adrian Sutil Force India 47 STIGAKEPPNI BÍLASMIÐA Lið Stig 1. Red Bull 426 2. McLaren 381 3. Ferrari 332 4. Mercedes 175 5. Renault 133 6. Force India 60 7. Williams 58 8. Sauber 38 9. Toro Rosso 13 10. Hispania 0 11. Lotus 0 12. Virgin 0 Í lykilstöðu Red Bull-menn eru með allt í hendi sér. Fór á kostum Heimamaðurinn Kamui Kobayashi tók fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum og endaði í sjöunda sæti. MYNDIR REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.